Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 20

Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRANSKI rithöfundurinn Michel Houellebecq var í gær sýknaður af ákæru um að hafa kynt undir kynþátta- hatri með því að kalla íslam „heimskuleg trúar- brögð“. Það var dómstóll í París, sem vísaði mál- inu frá, en að málshöfðuninni stóðu fulltrúar í helstu moskum múslíma í París og Lyon og nokkur samtök þeirra að auki. Tilefnið var þessi ummæli Houellebecqs í viðtali við franska bókmenntatímaritið Lire: „Þegar allt kemur til alls er íslam heimskulegustu trúar- brögðin. Maður veit hvorki upp né niður eftir að hafa lesið Kór- aninn. Biblían er aftur á móti yndislegur texti enda eru gyð- ingar mjög bókmenntalega sinnaðir.“ Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að Houellebecq hefði vissulega lýst andúð sinni á íslam en ekki á múslimum og því væri málshöfðunin dauð og ómerk. Olíuverð lækkar OLÍUVERÐ lækkaði enn á heimsmarkaði í gær eftir að hafa lækkað verulega daginn áður, meðal annars vegna frétta sem voru taldar benda til þess að dregið hefði úr spenn- unni milli Bandaríkjanna og Íraks. Hefur olíuverðið ekki verið jafn lágt í tvo mánuði. Verð Brent-hráolíu lækkaði um 20 sent í 26,39 dollara á fat- ið í London í gær. Nýtt dagblað í Danmörku NÝTT dagblað, Dagen, kom út í stærstu borgum Danmerkur í gær. Var fyrsta upplag blaðsins 13.000 eintök. Er blaðið nokkru dýrara en önnur blöð og er að eigin sögn miðað við unga, ríka og menntaða lesendur. Er fyr- irhugað að fjalla ítarlega um mikilvæg málefni en leggja minni áherslu á upphrópanir. Það er útgáfufélagið Atlas Publishing sem gefur blaðið út, en það gefur einnig út nokkur tímarit og tískublöð. Blaðaút- gáfa hefur átt nokkuð undir högg að sækja í Danmörku undanfarið vegna minni auglýs- ingatekna. Motzfeldt hafnað JONATHAN Motzfeldt, for- maður grænlensku heima- stjórnarinnar, varð undir á aukalandsfundi Siumut-flokks- ins um síðustu helgi. Bauð hann sig fram gegn sitjandi for- manni, Hans Enoksen, en fékk aðeins 18 atkvæði gegn 46 at- kvæðum Enoksens. Er niðurstaðan sögð endur- spegla vaxandi óánægju með yfirráð Dana í Grænlandi en ekki er þó talið, að hún muni bæta stöðu flokksins í kosning- unum 3. desember næstkom- andi. STUTT Sýknaður af níði um íslam Houellebecq ÞAU opnuðu dyr leynikjallarans og vörpuðu nýju ljósi á líf Ernests Hemingways. Í rykinu og hitabelt- israkanum niðri í myrkrinu, innan um riffla og uppstoppuð dýra- höfuð, datt fjögurra manna, banda- rísk sendinefnd í lukkupottinn. Þau fundu skjalaskápa og kassa fulla af mörg þúsund blaðsíðum af frumhandritum Hemingways, frumdrögum að merkum skáldsög- um, textum sem höfðu verið strik- aðir út, handskrifuðum ást- arbréfum og reiðilestrum, minnispunktum á ensku og spænsku og þúsundir ljósmynda. Það var dag einn í mars sl. sem Bandaríkjamennirnir uppgötvuðu þessi gögn í kjallaranum undir húsi rithöfundarins á Kúbu, þar sem lágt er til lofts og aðeins örfáum hefur verið leyft að stíga fæti und- anfarna fjóra áratugi. Og í ljós komu hlutir sem fræðingar segja að geti reynst einhver mesti fjár- sjóður er fundist hefur í sögu bandarískra bókmennta. „Ég hef líklega verið skjálfhent vegna þess að allar myndirnar sem ég tók þarna í kjallaranum eru hreyfðar,“ sagði Sandra Spanier, Hemingway-fræðingur við Penn State-háskólann í Bandaríkjunum og ritstjóri heildarútgáfu á bréfum rithöfundarins. „Þetta var stór- kostlegasta stund ævi minnar. Þessi gögn eru einmitt það sem á vantaði í þekkingu okkar á Hem- ingway.“ Veita betri heildarmynd Spanier sagði ennfremur, að þessi gögn myndu veita fræðingum betri heildarmynd af síðasta þriðj- ungi ævi Hemingways, er hann bjó á Kúbu. Skortur á upplýsingum um þann hluta ævi rithöfundarins hef- ur alltaf pirrað þá er rannsaka störf hans. Hemingway fyrirfór sér í Idaho-ríki í Bandaríkjunum 1961. Svo virðist, sem að á meðal þess sem fannst í þarna í kjallaranum undir húsi hans á Kúbu sé eftirmáli er hafi átt að vera á skáldsögunni Hverjum klukkan glymur, en hafi verið strikaður út. Í kjallaranum var einnig frum- handrit, vélritað, að sögunni Í öðru landi, er Hemingway skrifaði í Par- ís á þriðja áratugnum. Þarna eru einnig áður óþekkt bréf til og frá fjórðu eiginkonu hans og ekkju, Mary, ásamt safni bréfa frá Adriana Ivancich, 19 ára ítalskri fyrirkonu sem Hemingway var gagntekinn af og var fyrirmynd persónunnar Renötu í sögunni Yfir ána og inn í skóginn. Þarna voru einnig öllu venjulegri hlutir, eins og öldurhúsareikningar og kvittanir frá fatahreinsuninni, líka nákvæmar leiðbeiningar á spænsku um það hvernig mat- reiðslumennirnir ættu að elda og framreiða uppáhaldsrétti Hem- ingways, sérstaklega avókadó. „Þessi smáatriði í heimilishaldinu fylla út í myndina af honum,“ sagði Spanier. „Þau gera okkur kleift að gera grein fyrir lífi hans af ítrustu nákvæmni, og það auðveldar okkur að greina manninn frá goðsögninni og bregða raunverulegu ljósi á listamanninn við vinnu sína.“ Metnaðarfull áætlun Heimsókn Bandaríkjamannanna í mars sl. í Finca Vigia, eða Sjón- arhæð, hús Hemingways er stendur á hæð í þorpinu San Francisco de Paula um 20 km austur af Havana, var fyrsta skrefið í metnaðarfullri áætlun um að varðveita pappíra rit- höfundarins á örfilmu og á tölvu- tæku formi. Það er óvenjulegt við þessa áætlun að hún byggist á sam- vinnu ríkisstjórnar Kúbu, fjöl- skyldu Hemingways og fræðinga og aðdáenda. Verður verkinu form- lega ýtt úr vör í næsta mánuði við hátíðlega athöfn undir pálmatrján- um við Finca Vigia. Nýju ljósi varp- að á líf Ernests Hemingways The Washington Post/Kevin Sullivan Borðstofan í húsi Ernests Hemingways á Kúbu, Finca Vigia, er skreytt uppstoppuðum dýrahöfðum. Húsið er um 20 km austur af Havana. Fundu þúsundir blaðsíðna af hand- ritum og öðrum skrifum hans á Kúbu San Francisco de Paula á Kúbu. The Washington Post. ’ Auðveldar okkurað greina manninn frá goðsögninni. ‘ ÍSRAELAR sögðu í gær að sprengjutilræðið í Norður-Ísrael í fyrradag sýndi að Palestínumenn gerðu nær alltaf sprengjuárásir skömmu fyrir heimsóknir hátt settra bandarískra embættis- manna og markmiðið með hryðju- verkunum væri að hindra friðar- umleitanir. Fjórtán farþegar strætisvagns létu lífið í sjálfsmorðsárás tveggja Palestínumanna í Norður-Ísrael í fyrradag, daginn áður en William Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór í heimsókn til landsins. „Það er engin tilviljun að hryðjuverkamennirnir ákváðu að gera árás daginn fyrir komu Will- iams Burns,“ sagði Avi Pazner, talsmaður Ísraelsstjórnar. „Frá því að að heimsókn Burns var til- kynnt hafa hryðjuverkahópar sótt í sig veðrið og öryggissveitir hafa hindrað sjö eða átta árásartilraun- ir á síðustu dögum.“ „Einber hryðjuverkastefna“ Burns fór til Ísraels og sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna í gær til að ræða friðaráætlun Bandaríkjanna, Rússlands, Evr- ópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Burns hyggst eiga fund með palestínskri sendinefnd en ekki Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael vilja að láti af embætti. „Þetta er einber hryðjuverka- stefna. Yasser Arafat ber mikla ábyrgð á þessu vegna þess að hann hóf hryðjuverkaherferðina sjálfur og hefur ekki gert neitt til að hafa hemil á íslömsku róttæk- lingunum,“ sagði Pazner. Zeev Schiff, ísraelskur hermála- sérfræðingur, skrifaði grein í dag- blaðið Haaretz þar sem hann benti á að Palestínumenn hafa oft gert mannskæðar árásir skömmu fyrir heimsóknir bandarískra embættis- manna sem reynt hafa að koma á vopnahléi, þeirra á meðal Anthon- ys Zinnis, sendimanns Bandaríkja- stjórnar, og George Tenets, yf- irmanns bandarísku leyniþjónust- unnar CIA. Tenet hefur tvisvar sinnum far- ið til Ísraels frá því að uppreisn Palestínumanna hófst fyrir tveim- ur árum, í júní í fyrra og aftur í júní síðastliðnum. Seinni friðarum- leitanir hans fóru út um þúfur þegar átján manns létu lífið í sprengjuárás á strætisvagn í Ísr- ael. Íslamskar hreyfingar gerðu þrjár sprengjuárásir í lok desem- ber og byrjun janúar í ár þegar Zinni var í annarri heimsókn sinni í Ísrael. Fyrir fyrstu heimsókn hans urðu liðsmenn Hamas-sam- takanna tveimur ísraelskum her- mönnum að bana í sjálfsmorðsárás 26. nóvember. Þriðju friðarumleit- anir Zinnis fóru út um þúfur þeg- ar 29 manns létu lífið í sprengju- árás Hamas á hótel í Netanya 27. mars, en hún varð til þess að Ísr- aelar hófu mestu hernaðaraðgerð- ir sínar á Vesturbakkanum í 35 ár. „Markmiðið með þessum árás- um er ekki aðeins að valda sem mestu mannfalli meðal ísraelskra borgara, heldur einnig að hindra allar friðarumleitanir sem gætu leitt til frekari viðræðna milli Ísr- aela og Palestínumanna,“ skrifar Schiff. Mannskæðasta árásin í fjóra mánuði Palestínsku Jihad-samtökin lýstu tilræðinu á mánudag á hend- ur sér. Tveir liðsmenn samtak- anna sprengdu bíl með 100 kílóum af sprengiefni við hliðina á stræt- isvagni nálægt bænum Pardes Hanna í Norður-Ísrael. Fjórtán farþegar strætisvagnsins létu lífið, auk árásarmannanna tveggja, og 65 manns særðust, þar af sex lífs- hættulega. Er þetta mannskæðasta árás Palestínumanna í Ísrael frá 18. júní þegar 19 farþegar strætis- vagns biðu bana og 50 særðust í sprengjuárás Jihad-samtakanna í Jerúsalem. Talið var í gær að Ísraelsstjórn myndi ekki svara tilræðinu í fyrra- dag eins harkalega og oft áður vegna þrýstings frá Bandaríkja- stjórn sem vill koma í veg fyrir að átök Ísraela og Palestínumanna magnist nú þegar hún reynir að fá arabaríki til að styðja hugsanlegar árásir á Írak. Eli Yishai, innanrík- isráðherra Ísraels, staðfesti að Ísraelsstjórn tæki tillit til hags- muna Bandaríkjanna. „Hér í Ísr- ael eru menn sem segja að við þurfum að svara þessu með öllu afli,“ sagði Yishai. „Hins vegar gæti það valdið Bandaríkjamönn- um erfiðleikum.“ Hryðjuverkin framin til að hindra friðarviðræður Reuters Ísraelar syrgja 55 ára mann sem beið bana í sprengjuárás Jihad-samtak- anna í norðurhluta Ísraels í fyrradag. Sprengjuárásir nær alltaf gerðar í Ísrael fyrir mikilvægar heimsóknir Jerúsalem. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.