Morgunblaðið - 23.10.2002, Page 21

Morgunblaðið - 23.10.2002, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 21 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. NÁMSMAÐUR frá Marokkó, sem sakaður er um að hafa verið sam- verkamaður hóps hryðjuverka- manna í Hamborg sem átti þátt í flugránsárásunum á Bandaríkin 11. september í fyrra, fór til Afganist- ans á árinu 2000 og dvaldi þar í æf- ingabúðum. Staðfestu lögmenn mannsins, Mounir el Motassadeq, þetta við réttarhaldið yfir honum sem hófst í Hamborg í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa verið með- limur í hryðjuverkasamtökum og meðsekt að yfir 3.000 morðum. Verjendur el Motassadeqs tóku fram í yfirlýsingu, að skjólstæðing- ur þeirra héldi fast við að neita báð- um ákæruatriðum. Þegar hann var yfirheyrður eftir að þýzka lögreglan handtók hann í fyrra neitaði hann því að hafa farið til Afganistans. En Hartmut Jacoby, annar verjend- anna, tjáði fréttamönnum að el Mot- assadeq hefði í reynd farið til Afg- anistans og dvalið þar í æfinga- búðum, eftir að skjólstæðingurinn bar fyrir réttinum að hann hefði síð- ast séð Mohamed Atta, einn for- sprakka sjálfsmorðsflugræningj- anna 11. september í fyrra, í maí 2000, „þegar ég áformaði að fara til Pakistans, Afganistans“, eins og el Motassadeq komst að orði. Jacobi neitaði að lýsa því nánar hvað skjótstæðingur hans hefði að- hafzt í Afganistan, en lögmennirnir sögðu í yfirlýsingu að förin þangað „sannaði ekkert“. Sögðu þeir þús- undir manna hafa dvalið í slíkum búðum án þess að tengjast nauðsyn- lega hryðjuverkastarfsemi. El Motassadeq bar einnig fyrir réttinum, að hann hefði oft rætt við Atta í Hamborg, en hann hefði aldr- ei heyrt orð um áform hópsins. En saksóknarar telja el Motassadeq hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að aðstoða Atta-hópinn við skipu- lagningu hryðjuverkanna. Verði hann sekur fundinn í þessu fyrsta réttarhaldi utan Bandaríkjanna, sem tengist beint hryðjuverkunum 11. september, á hann lífstíðardóm yfir höfði sér. Réttað í máli meints samverkamanns að hryðjuverkum Dvaldi í æfingabúð- um í Afganistan Hamborg. AP. ESB segir lausn í sjónmáli Lúxemborg. AFP. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) lýsti því yfir í gær að lausn væri í sjónmáli í harðri deilu sambandsins við rússnesk stjórnvöld um Kalínín- grad-svæðið, en deilan hefur varpað skugga á væntanlega stækkun ESB til austurs. Vonast leiðtogar sam- bandsins nú til þess að hægt verði að undirrita samkomulag um Kalínín- grad á ráðstefnu ESB og Rússa 11. nóvember nk. Per Stig Møller, utanríkisráð- herra Danmerkur, sagði að eftir síð- ustu samningalotuna hefðu Rússar sæst á nauðsyn „einfaldrar ferða- heimildar“ fyrir íbúa Kalíníngrad, sem er við Eystrasalt og tilheyrir Rússlandi en Litháen er á milli þess og meginhluta Rússlands. Litháen mun ganga í ESB 2004 og hefur deil- an staðið um heimild fyrir íbúa Kal- íníngrad til að fara um Litháen til annarra hluta Rússlands. Mikhaíl Kasjanov, forsætisráð- herra Rússlands, staðfesti í gær, að árangur hefði náðst í viðræðunum um Kalíníngrad. Hann greindi enn- fremur frá því að komið yrði á ferju- samgöngum á milli Kalíníngrad og annarra hluta Rússlands, og yrði það liður í að leysa vandann. Deilan um Kalíníngrad Skipskaði á Kaspíahafi Baku. AFP. SKIP með 51 innanborðs sökk í óveðri á Kaspíahafi í gær og var óttast að allt að 42 hefðu farist. Þá var einnig talin hætta á mengun, því að skipið flutti m.a. mörg hundruð tonn af hrá- olíu. Ríkissjónvarpið í Aserba- ídsjan, AzTV, greindi frá því að níu manns hefði verið bjargað úr sjónum eftir að skipið sökk, um 100 km úti fyrir Baku, höf- uðborg Aserbaídsjans. Björgunaraðgerðum var haldið áfram í gær, en er kvöld- aði voru taldar litlar líkur á að fleiri fyndust á lífi. Sjógangur er oft mikill á Kaspíahafi og fregnir hermdu að mikið hvass- viðri og rigning hömluðu leit. Hráolían, sem var í farmi skips- ins, var í tönkum í gámum á þil- fari þess. Skipið var á leið frá Aktau í Kasakstan til Baku. Í áhöfn voru 43, auk átta far- þega. Vinstriflokksins og Græningja við stjórn Jafnaðar- mannaflokksins féllust jafnaðarmenn á kröfu Græningja um að Svíar hættu öllum þorskveiðum í Eystrasalti. FISKIBÁTAR sigla inn í höfnina í Stokkhólmi til að mót- mæla áformum sænsku stjórnarinnar um að banna þorskveiðar í Eystrasalti. Þegar samið var um stuðning AP Þorskveiðibanni mótmælt ÁFORM Evrópusambandsins um að taka tíu ný ríki inn í sínar raðir árið 2004 stefna í uppnám takist Frökk- um og Þjóðverjum ekki fyrir lok þessarar viku að leysa ágreining sinn um framtíðarfjármögnun land- búnaðar- og byggðastyrkjakerfis sambandsins. Við þessu varaði Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dan- merkur, sem gegnir formennsku í ESB þetta misserið, eftir tveggja daga fund utanríkisráðherra ESB- ríkjanna fimmtán í Lúxemborg í gær. „Takist þetta ekki núna tekst það aldrei,“ sagði Møller. „Það verður erfitt, en við vitum allir hvað er í húfi – stækkunaráformin.“ Á utanríkis- ráðherrafundinum mjakaðist lítið í samkomulagsátt í deilunni um það hvernig skipta beri byrðunum af því að færa styrkjakerfi sambandsins út til hinna fátæku fyrrverandi komm- únistaríkja í Mið- og Austur-Evr- ópu, sem til stendur að fái aðild árið 2004. Deilan stendur fyrst og fremst milli þýzkra og franskra stjórnvalda, en Frakkar eru sú ESB-þjóðin sem nýtur stærsts hluta styrkjanna úr landbúnaðarstyrkjasjóðum sam- bandsins en Þjóðverjar greiða lang- mest nettóframlag til sömu sjóða og óttast að verði styrkjakerfið fært óbreytt út til nýju aðildarríkjanna muni það leiða til gríðarlegs kostn- aðarauka sem lenda myndi af mest- um þunga á þýzkum skattgreiðend- um. Ákváðu utanríkisráðherrarnir að fela aukaleiðtogafundi sambandsins, sem verður haldinn í Brussel í lok vikunnar, að ná niðurstöðu í deil- unni. Deilan hefur varpað nýjum skugga yfir stækkunaráform ESB, aðeins fáeinum dögum eftir að öðr- um skugga, nefnilega staðfestingu Íra á Nizza-sáttmálanum svokallaða, var aflétt í endurtekinni þjóðarat- kvæðagreiðslu um síðustu helgi. Í sáttmálanum, sem er nýjasta upp- færslan á stofnsáttmála ESB og var undirritaður á leiðtogafundi sam- bandsins í frönsku Rívíeruborginni Nizza í desember 2000, er m.a. kveð- ið á um þær breytingar á stofnunum og ákvarðanatökukerfi sambandsins sem nauðsynlegar eru vegna stækk- unarinnar til austurs. Áformað er að Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti hittist á sérfundi á hóteli í Brussel áður en aukaleiðtogafundurinn hefst í Brussel á morgun, fimmtudag, til að freista þess að ná málamiðlun. Klofningur í ESB vegna deilna um styrkjakerfið Frakkar og Þjóðverj- ar verða að ná saman Lúxemborg. AP, AFP. EFTIR nokkra byrjunarörðugleika er það var opnað um helgina virtist hið nýja neðanjarðarlestakerfi Kaupmannahafnar hafa staðizt þá prófraun að skila af sér sáttum við- skiptavinum í gegn um annatíma fyrstu virku dagana, í gær og fyrra- dag. Hér sjást farþegar ganga um borð í neðanjarðarlestina á stöðinni við Kóngsins Nýjatorg, þar á meðal einn í hjólastól. Lestarnar eru al- sjálfvirkar. Á sunnudag stöðvaðist lest- arumferðin í heila klukkustund þar sem bilun varð í stýrikerfi einnar lestarinnar við stöðina í Kristjáns- höfn. Eftir að hafa verið lokaðir inni í lestinni í um 20 mínútur þurftu farþegarnir að fara fótgang- andi eftir lestargöngunum að næsta brautarpalli. Danska Járn- brautaeftirlitið hefur ákveðið að hafa strangt eftirlit með öryggis- málum neðanjarðarlestakerfisins og hefur gert Metroservice, fyr- irtækinu sem sér um daglegan rekstur neðanjarðarlestanna, að skila skýrslu á hverjum morgni um lestarumferð síðasta sólarhrings. AP Neðanjarð- ar í Kaup- mannahöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.