Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
STJÓRNVÖLD verða að gera
smábátaútgerðinni og strand-
byggðunum kleift að þrífast og
dafna af nálægð við fiskimiðin, svo
sem með því að fella inn í fisk-
veiðilögin ákvæði sem hvetja til
notkunar umhverfisvænna veiðar-
færa. Þetta kemur fram í ályktun
aðalfundar Landssambands smá-
bátaeigenda sem haldinn var í síð-
ustu viku. Sambandið krefst þess
að þessari aðferð verði fyrst um
sinn beitt á línuveiðar dagróðra-
báta.
Aðalfundurinn lýsti yfir miklum
áhyggjum af þeirri þróun sem átt
hefur sér stað með samdrætti í
veiðum smábátaflotans en afli
hans hefur ekki verið minni á síð-
ustu fimm fiskveiðiárum. Á árinu
2002 hélt smábátum ennfremur
áfram að fækka, ellefta árið í röð.
Í ályktuninni segir að þessi þróun
sé ekki aðeins áhyggju- og um-
hugsunarefni smábátaeigenda.
Þær fjölmörgu strandbyggðir sem
á undanförnum árum hafi eygt von
í þeim tækifærum sem smábátaút-
gerðin hefur boðið upp á, eigi sér
fátt til varnar. Telur fundurinn að
samdráttur í veiðum smábátaflot-
ans sé öfugmæli í ljósi þess hvað
stjórnvöld greiptu í lagastafi um
fiskveiðistjórnunina, markmiðin
um trausta byggð og atvinnu.
„Samdrátturinn er ekki síður öf-
ugmæli í ljósi þeirra markmiða
sem stjórnvöld hafa kvittað fyrir á
alþjóðlegum vettvangi. Þar ber
hæst Ríó-ráðstefnan árið 1992 en
hún braut blað í umhverfismálum
með ítarlegri verklýsingu á fram-
kvæmd sjálfbærrar þróunar í
framtíðinni. Þar er fjallað um hlut-
verk smábátaveiða og lítilla
strandveiðisamfélaga og m.a. ský-
laus tilmæli til stjórnvalda um að
efla smábátaveiðar og taka ríkt til-
lit til staðbundinnar þekkingar og
hagsmuna strandveiðisamfélaga.“
Fundurinn fagnaði þeim breyt-
ingum sem sjávarútvegsráðherra
gerði á sóknardagakerfinu. „Enn
stendur þó útaf að þeir sem í því
vinna hafa enga tryggingu gegn
því að sóknareiningarnar reiknist
á nokkrum árum niður í ekki neitt.
LS skorar á stjórnvöld að verða
við þeim hógværu kröfum sem
settar hafa verið fram um þetta
efni.“
Bjóða Hafró samstarf
Fundurinn gagnrýndi ennfrem-
ur Hafrannsóknastofnunina harð-
lega fyrir „aðgerðaleysi hennar á
því sviði að rannsaka áhrif veið-
arfæra á umhverfinu í hafinu“. Í
ályktuninni kemur fram að LS vill
bjóða Hafrannsóknastofnun sam-
starf um átak til að hefja tökur
ljós- eða hreyfimynda af hafsbotn-
inum við Íslandsstrendur og þá
sérstaklega þar sem vitað er af
viðkvæmum búsvæðum. „Með
þessu móti er unnt að fá sam-
anburð á ósnortnum slíkum svæð-
um og þeim sem beitt hafa verið
stórvirkum botndregnum veiðar-
færum.
Með eflingu smábátaflotans eru
efldar þær nýtingaaðferðir sem
minnstu raska í umhverfi fiskanna.
Með eflingu smábátaflotans er
strandveiðisamfélögunum gefin
von og með eflingu smábátaflotans
er unnið að markmiðum fiskveiði-
laganna og alþjóðlegra samþykkta
íslenskra stjórnvalda,“ segir í
ályktuninni.
Afkoma smábáta og
strandbyggða verði tryggð
Morgunblaðið/Sverrir
Frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda.
SENDINEFNDIR Íslands, Fær-
eyja, Noregs, Rússlands og Evr-
ópusambandsins náðu ekki sam-
komulagi um stjórn veiða úr
norsk-íslenska síldarstofninum á
fundi sem lauk í St. Pétursborg í
Rússlandi í síðustu viku. Stefnt er
að því að taka upp þráðinn í við-
ræðunum að nýju um miðjan
næsta mánuð
Á fundinum settu Norðmenn
fram kröfur um breytta skiptingu
aflaheimilda, sem hafa í för með
sér stóraukna hlutdeild þeirra í
veiðunum, en að sama skapi veru-
legan samdrátt í íslenskum afla-
heimildum. Á fundinum hafnaði ís-
lenska sendinefndin því að
umræður um skiptingu aflaheim-
ilda færu fram á grundvelli norsku
kröfunnar, en lagði áherslu á að
byggt yrði á því starfi við upp-
byggingu síldarstofnsins sem hófst
með samkomulagi aðila um vernd-
un, skynsamlega nýtingu og
stjórnun veiðanna frá árinu 1996,
líkt og gert hefur verið árlega síð-
an.
Samningurinn um skiptingu afla
úr norsk-íslenska síldarstofninum
er frá árinu 1997 en í honum er
kveðið á um að 57% kvótans komi í
hlut Noregs, 15,54% í hlut Íslands,
13,62% í hlut Rússlands, 8,34% í
hlut Evrópusambandsins og 5,46%
í hlut Færeyinga.
Heildarkvótinn úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum er nú 850
þúsund tonn. Alþjóðahafrann-
sóknaráðið (ICES) leggur til að
ekki verði veitt meira en 710 þús-
und tonn á næsta ári til þess að
stofninn nái að vaxa og dafna sem
er í samræmi við þá langtíma-
stjórnun sem samþykkt hefur ver-
ið af strandríkjunum.
Samkvæmt áliti rússneskra
fiskifræðinganna er óhætt að taka
úr stofninum 934.000 eða rúmlega
31% meira en tölur ICES gerðu
ráð fyrir. Í framhaldinu ákvað
fundurinn að leita eftir því við
ICES að þeir endurskoðuðu sínar
tölur m.t.t. talna rússnesku fiski-
fræðinganna.
Algerlega óviðunandi tillögur
Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags Íslands, átti sæti í ís-
lensku samninganefndinni. Hann
segir að þegar kom að ákvörðun
um skiptingu leyfilegs afla á milli
viðkomandi þjóða hafi Norðmenn
sett fram kröfu um að þeirra hlut-
ur færi í 70%, hlutur Rússa yrði
óbreyttur eða 13,62%, hlutur Ís-
lendinga færi í 8,66%, hlutur Fær-
eyinga í 3,04% og hlutur Evrópu-
sambandsins í 4,67%. Það þýddi að
kvóti Íslands yrði 73.610 tonn mið-
að við óbreyttan heildarkvóta eða
ríflega 58 þúsund tonnum minni en
á þessu ári. Ef farið yrði að til-
lögum ICES um afla á næsta ári,
sem Íslendingar styðja, yrði kvóti
Íslands tæp 62 þúsund tonn. „Þar
sem hér voru á ferðinni algjörlega
óásættanlegar tillögur lýstum við
því yfir að við værum einfaldlega
ekki tilbúnir að semja um breyt-
ingar á okkar hlut af norsk-ís-
lensku síldinni. Við sögðum einnig
að ef Norðmenn héldu þessum
kröfum sínum til streitu, yrði eng-
inn samningur um síldina sem
myndi hafa í för með sér stjórn-
lausar veiðar úr þessum mikilvæga
stofni og það yrði öllum til tjóns.
Þegar upphaflega var samið um
skiptingu síldarkvótans var það
markmiðið að byggja stofninn upp.
Þegar það tekst er vitað að síldin
gengur aftur til hrygningar innan
íslensku lögsögunnar. Það hefur
ekki orðið nein breyting á þessu
markmiði frá því upphaflega var
samið um skiptinguna.“
Helgi segir að framhaldinu hljóti
Íslendingar að segja upp loðnu-
samningnum við Norðmenn en
samkvæmt honum fái þeir úthlutað
8% af heild, án þess að ein einasta
loðna hafi veiðst í þeirra lögsögu
mörg undangengin ár. „Einnig
verðum við að kanna rétt Norð-
manna yfir Svalbarða, en eins og
alkunna er var þeim falin stjórnun
Svalbarða samkvæmt svokölluðu
Svalbarða-samkomulagi þar sem
tekið var fram að þeir mættu ekki
mismuna viðkomandi þjóðum. Þá
var alþjóðleg lögsaga um 4 sjómíl-
ur en er nú 200 sjómílur og þeir
líta greinilega svo á að þeir hafi
einkaleyfi á veiðum innan hennar.
Það verður að láta á það reyna
rétt þeirra fyrir alþjóðlegum dóm-
stóli, þar sem þeir líta greinilega
svo á að Svalbarði ásamt 200 mílna
lögsögu tilheyri þeim með húð og
hári og eftir því sem tíminn líður,
ef ekkert er gert, batnar þeirra
staða í þessu máli,“ segir Helgi.
Ekkert sam-
komulag
um síldina
Norðmenn vilja skerða íslenska
kvótann um nærri helming
Í KÖNNUN, sem birtist í nýjasta
tölublaði fréttabréfs Starfsmanna-
félags ríkisstofnana (SFR), kemur
fram að SPRON er oftast með hærri
þjónustugjöld en Búnaðarbankinn,
Íslandsbanki og Landsbankinn.
Landsbankinn er oftast með lægstu
gjöldin. Neytendasamtökin gerðu
könnunina í samvinnu við SFR.
Könnunin var miðuð við gildandi
gjaldskrá þessara fjögurra fjár-
málastofnana og niðurstöður voru
bornar saman við sambærilega
könnun, sem gerð var 1997. Við
þann samanburð kemur í ljós, eins
og meðfylgjandi tafla sýnir, að
nokkuð er um að bankar og spari-
sjóðir hafi hækkað verð á algengum
þjónustugjöldum umfram almennar
verðbreytingar. Á sama tíma hefur
launavísitala þó hækkað um 41,7%.
Hækkun neysluverðsvísitölu á tíma-
bilinu nam 22,8% og lánskjara-
vísitölu 22,6%.
Verðmunur milli banka er sem
fyrr segir allnokkur. Hann er mest-
ur rúmlega 100%, en SPRON inn-
heimtir 1.000 krónur fyrir breyt-
ingu á áætlun vegna greiðslu-
þjónustu; Búnaðarbankinn 495
krónur. Þá innheimtir SPRON, einn
banka, stofngjald vegna greiðslu-
þjónustu, 1.500 krónur.
!
"#
!
$%&'(
!
!
!
"#
! #
%&
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
!
!
"# $%&'(
!"# #$ "% #&
)*+ *,
"# $ % &'
( % $)
$*
,+'
-$ $+ % $)
$
( % $.
"#.
'
) -$$ $
/$%-' +* $
0%
#
/$ ' % )$$)
1
2 3'
4 0) %+ '
5' +.
$
6
$$
+
5$)
6
'
&'7
8
0$ .$ ' '
5 + $$'
9 .
:&
'%
9 .
:
%
-.- / *
"
0*+ *,
-
"
1
./ ,
-
- /-
2
3
./
(
.
./
*./
45 26
426
426
SPRON
oftast með
hæstu gjöldin
PHARMACO hf. lagði fyrir
nokkrum vikum fram tilboð um
kaup á meirihluta hlutafjár í lyfja-
verksmiðjunni Zdravlje Leskovac
í Serbíu. Verksmiðjan er í borg-
inni Leskovac, sem er skammt
vestan við landamæri Serbíu og
Búlgaríu.
Pharmaco var eini bjóðandinn í
hlutaféð og hefur einkavæðingar-
nefnd serbneska ríkisins nú boðið
félaginu til viðræðna og munu þær
hefjast á næstu dögum. Frá þessu
var greint í flöggun frá Pharmaco
í Kauphöll Íslands í gær.
Niðurstöður innan mánaðar
Sindri Sindrason, forstjóri fjár-
festinga Pharmaco, segir að það
eigi að skýrast innan mánaðar
hvort af kaupum Pharmaco á
lyfjaverksmiðjunni Zdravlje verði
eða ekki. Hann segir að það sem
Pharmaco sé fyrst og fremst að
horfa til með tilboðinu sé að
Pharmaco sé lítið inni á lyfja-
markaðinum í fyrrverandi Júgó-
slavíulöndum. Kaupin á þessari
serbnesku verksmiðju geti því
haft nokkra þýðingu fyrir fyrir-
tækið. Lyfjaverksmiðjan Zdravlje
sé með alhliða lyfjaframleiðslu og
þar starfi nálægt tvö þúsund
manns.
Pharmaco hf. er alþjóðlegt fyr-
irtæki sem sérhæfir sig í þróun og
sölu samheitalyfja. Félagið er
með starfsemi í 10 löndum og
starfsmenn samstæðunnar eru yf-
ir 5.300 talsins, þar af um 4.500 í
Búlgaríu.
Pharmaco gerir
tilboð í lyfjaverk-
smiðju í Serbíu
Morgunblaðið/Árni Sæberg