Morgunblaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓSKAR Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja hf. í Grindavík, var áður vélstjóri á togurum fyrirtækisins og var yfirvélstjóri á Þorsteini EA þegar honum bauðst núverandi starf á árinu 1997. Þá hafði Samherji eignast Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík og var að sameina það móðurfélaginu. Óskar fluttist til Grindavíkur. Samherji rekur fiskimjölsverk- smiðju í Grindavík, frystihús og fisk- eldi. Fyrirtækið hefur verið að end- urnýja fiskimjölsverksmiðjuna og stækka með endurnýjun á tækjakosti hennar. 160 milljónir í laun til Suðurnesja Samherji í Grindavík er með stærstu útflytjendum loðnuhrogna á landinu. Í þeim tilgangi og til að frysta loðnu og síldarafurðir er fyr- irtækið með frystihús í Þórkötlu- staðahverfi. Í frystihúsinu er einnig slátrað og gengið frá til útflutnings öllum afurðum frá laxeldisstöðinni Íslandslaxi í Staðarhverfi en Sam- herji á meirihluta hlutafjár í því fyr- irtæki. Þar voru framleidd um 1.300 tonn af laxi til slátrunar á síðasta ári. Velta Samherja í Grindavík var tæpir 2 milljarðar á síðasta ári, þar af urðu 1,5 milljarðar til í bræðslunni og frystihúsinu. Tíu menn vinna við lax- eldið, tíu í frystihúsinu og fimmtán í bræðslunni þannig að starfsmenn í landi eru um 35 allt árið. Við hrogna- frystingu bætast 20–30 manns við. Samherji greiddi starfsfólki sem bú- sett er í Grindavík hátt í 120 milljónir í laun á síðasta ári og um 40 milljónir kr. til starfsfólks sem búsett er ann- ars staðar á Suðurnesjum. Í þessum hópi eru starfsmenn fiskimjölsverk- smiðjunnar, frystihússins, laxeldisins og sjómenn á skipum Samherja. Afkastagetan aukin Frá því Samherji eignaðist fyrir- tækið og hóf uppbyggingu þess hefur það verið markmið starfsmanna fyr- irtækisins að ná 100 þúsund tonna markinu. Undanfarin tvö ár hefur verksmiðjan brætt úr 93 þúsund tonnum af hráefni. En um helgina náðist takmarkið langþráða þegar Bergur VE landaði liðlega 1.000 tonnum og tonnafjöldinn datt yfir hundraðið. Hafnarstjórinn í Grinda- vík afhenti skipstjóranum á Bergi tertu af þessu tilefni. Óskar segir að afkastageta verk- smiðjunnar hafi verið aukin en það hafi riðið baggamuninn að meira hafi borist af kolmunna. Hann segist hafa talið að sjávarútvegsráðherra væri full fljótur á sér að setja kvóta á kol- munnann en það hafi vissulega komið sér vel fyrir starfsemina í Grindavík og aðrar bræðslur sem liggja langt frá miðunum. Fram til þessa, þegar útgerðirnar hafi verið í kapphlaupi um veiðireynslu, hafi mestum hluta aflans verið landað á Austfjörðum. Reiknar Óskar með því að í lok árs- ins hafi verksmiðjan brætt úr 115 þúsund tonnum af hráefni og stefnir hann ótrauður að aukningu á næsta ári. Það geti þó riðlast vegna sam- ræmingar á starfsemi þeirra fyrir- tækja í fiskimjölsiðnaðinum sem Samherji á nú aðild að. Megnið af því hráefni sem verk- smiðjan fær til bræðslu kemur af skipum Samherja og nýtur hún þess því að fyrirtækið hefur yfir að ráða miklum kvóta og góðum fiskiskipum. En einnig eru fleiri skip í föstum við- skiptum, eins og Bergur VE sem landað hefur 17 þúsund tonnum á árinu. Þá hafa skip samstarfsfyrir- tækja Samherja, eins og Júpíter frá Þórshöfn, landað þar hluta af afla sín- um. Þegar Samherji tók við verksmiðj- unni í Grindavík var tekið þar á móti 60–70 þúsund tonnum af hráefni á ári, að sögn Óskars, og verksmiðjan var í sjöunda sæti hjá bræðslum landsins, miðað við móttekið hráefni. Óskar telur að verksmiðjan sé nú komin í fjórða sætið, á hæla stóru verksmiðjanna á Eskifirði, Neskaup- stað og Seyðisfirði, en tekur fram að ekki sé hægt að keppa við þær vegna aðgangs þeirra að hráefninu. Ekki hægt að losna við lyktina Íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa stundum kvartað undan óþef frá starfseminni. Óskar segir að verk- smiðjan sé inni í byggð og ekki sé hægt að koma í veg fyrir að íbúar í nágrenni hennar verði varir við starf- semi hennar. Hann segir að íbúarnir hafi sýnt fyrirtækinu velvilja og hún hafi þrátt fyrir allt haft allgóðan starfsfrið. Þessi iðnaður verði aldrei lyktarlaus, þótt reynt sé að minnka hana eins og mögulegt er. Hann segir að verksmiðjan hafi orðið fyrir því að fá skemmt hráefni á dögunum og þá hafi lyktin magnast sem og kvartanir íbúa. Verið sé að flytja kolmunnann um langan veg og þótt sjómennirnir vandi sig við frágang á aflanum geti alltaf orðið óhöpp eins og raun hafi orðið á í þessu tilviki. Tekur hann fram að til athugunar sé að setja strangari viðmiðunarreglur um gæði hráefnisins sem tekið er á móti. Óskar tekur fram að verksmiðjan sé með sama mengunarvarnabúnað og flestar verksmiðjur á landinu. Get- ur þess að fyrir fjórum árum hafi að kröfu Hollustuverndar ríkisins verið byggður hár reykháfur en eins og þá hafi verið bent á hafi reyháfurinn ekki eytt lyktinni heldur einungis orðið til að dreifa henni öðruvísi en áður. Það sé nú komið á daginn. Lyktin verði aldrei betri en hráefnið sem verið sé að vinna úr. Starfsemi Samherja í Grindavík hefur blandast inn í umræða um flutning kvóta frá Suðurnesjum til annarra byggðarlaga. Loðnukvótinn sem Samherji eignaðist með kaupum á fyrirtækinu á sínum tíma er nú skráður á Akureyri, þar sem Sam- herji hefur höfuðstöðvar sínar. „Það var talað um að kvótinn færi að fara í burtu. Því hefur verið þveröfugt far- ið, við höfum verið að efla starfsem- ina og auka það hráefni sem á land kemur,“ segir Óskar. Í þessu sam- bandi getur hann þess að Samherji hafi yfir að ráða 10–11% af loðnu- og kolmunnakvóta landsmanna og stór hluti þess afla komi á land í Grinda- vík. Það skapi tekjur fyrir höfnina og bæinn. Unnið að endurskipulagningu Eftir að Samherji hf. jók verulega þátttöku sína í fiskimjölsiðnaðinum með því að auka eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað og kaupum þessara tveggja fyrirtækja á 42% eignarhlut í SR-mjöli hf. hóf Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, máls á skipulagi iðnaðar- ins. Taldi hann að þessi fyrirtæki myndu auka samstarf sitt og að fiski- mjölsverksmiðjunum myndi fækka. Óskar segir að á vegum fyrirtækj- anna sé verið að vinna ákveðið sam- ræmingarstarf en segist ekki vita hver niðurstaða þess verði. Á Suður- nesjum eru þrjár fiskimjölsverksmið- ur, SR-mjöl í Helguvík og Barðsnes í Sandgerði auk verksmiðju Samherja í Grindavík, og eftir þessar eigna- breytingar á Samherji hlut að þeim öllum. Óskar telur líklegt að verk- smiðjunum á Suðurnesjum fækki á næstu árum. Spurður um stöðu verk- smiðjunnar í Grindavík í því efni seg- ir hann að hún geti lent undir hnífn- um, alveg eins og hinar. Hins vegar hafi Samherji fjárfest verulega í henni á undanförnum árum og hún afkasti meiru en hinar verksmiðjurn- ar og sé auk þess með hliðarstarfsemi sem styrki stöðu hennar. Á hinn bóg- inn sé það ókostur að verkmiðan sé inni í byggð og höfnin sé ekki nógu góð. Þarf að dýpka Grindavíkurbær og Siglingastofn- un hafa lagt í mikinn kostnað við að laga innsiglinguna til Grindavíkur. Óskar segir að það sé ekki nóg. Of grunnt sé innan hafnar. Samherji eigi stærstu og bestu uppsjávarveiðiskip landsins og þau eigi erfitt með að at- hafna sig í höfninni og ekki sé heldur nægilegt dýpi við löndunarbryggj- una. „Það er ekki alltaf auðvelt að fá skipstjóra stóru skipanna til að koma hingað inn vegna aðstæðna í höfn- inni,“ segir Óskar. Það mun vera á hafnaáætlun að ráðast í dýpkun í höfninni á árinu 2004 en Óskar vonast til að bæjaryf- irvöld ráðist í framkvæmdina fyrr, til þess að styrkja stöðu verksmiðjunn- ar í þeirri endurskipulagningu fiski- mjölsiðnaðarins sem framundan er. Segist hann bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins í Grindavík ef þetta gangi eftir, þá verði hægt að halda áfram að efla starfsemina. Fiskimjölsverksmiðja Samherja hefur í fyrsta skipti tekið á móti 100 þúsund tonnum af fiski Langþráðu takmarki náð Fiskimjölsverksmiðja Samherja hf. í Grindavík hefur tekið við 100 þúsund tonnum af fiski til bræðslu á árinu. Er það í fyrsta skipti sem verksmiðjan nær því marki. Helgi Bjarnason ræddi við Óskar Ævarsson rekstrarstjóra um starfsemina í Grindavík af því tilefni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Undir stjórn Óskars Ævarssonar rekstrarstjóra hefur tækjabúnaður fiski- mjölsverksmiðju Samherja verið endurnýjaður og starfsemin efld. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri afhendir Elíasi Geir Sævaldssyni, skip- stjóra á Bergi VE, tertu síðastliðinn sunnudag í tilefni þess að skipið land- aði afla sem kom verksmiðju Samherja yfir 100 þúsund tonna markið. Grindavík helgi@mbl.is VEL tókst til með strengjamót tón- listarskólanna sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar efndi til um helgina. Næsta mót verður haldið á Seltjarnarnesi eftir tvö ár. „Tilgangurinn er að fá nemendur á strokhljóðfæri og kennara þeirra til að hittast og vinna saman,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skóla- stjóri Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, en skólinn bauð til mótsins í samvinnu við foreldra nemenda sinna. Skólastrengjasveitir hafa ekki með sér samtök eins og skólalúðra- sveitirnar en þær síðarnefndu hitt- ast reglulega á landsmóti. Segir Haraldur að því hafi vantað verkefni fyrir nemendur strokhljóðfæra. „Við ákváðum að ráðast í þetta, fá fólkið saman og hugsuðum það sem byrjun á einhverju slíku. Það tókst mjög vel,“ segir Haraldur. Þátttakendur voru um 160 frá níu tónlistarskólum. Nemendurnir æfðu saman í hópum alla helgina og mótinu lauk síðan með tónleikum í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík á sunnudag. Þar léku lið- lega 140 nemendur á fiðlu, lágfiðlu og selló fyrir nærri því fullu húsi. Haraldur er ánægður með mótið, segir að góð stemmning hafi verið í hópnum og allir farið ánægðir. Nú er ljóst að framhald verður á mótshaldi af þessu tagi því Tónlist- arskóli Seltjarnarness hefur boðið til næsta móts, eftir tvö ár, en það verð- ur haldið í tilefni af afmæli skólans. Fyrsta strengjamót- ið tókst vel Reykjanesbær Ljósmynd/Páll Ketilsson Nemendurnir léku á sellóin af mikilli innlifun eins og aðrir þátttakendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.