Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 37
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 37
SÉRA Ingþór Indriðason Ís-
feld, sem búsettur er í Winni-
peg í Manitoba og lengi var
prestur Fyrstu lúthersku
kirkjunnar í Winnipeg, hefur
langa reynslu af því að vera
með Biblíulestra og fræðslu
um efni heilagrar ritningar.
Fyrir tveimur árum kom
hann heim til Íslands og var
með Biblíulestra á vegum
Kópavogskirkju sem vöktu
mikla athygli og ánægju
þátttakenda.
Séra Ingþór er nú vænt-
anlegur aftur og í þetta skipti býður
hann uppá Biblíulestra um Post-
ulasöguna. Þeir verða haldnir í safn-
aðarheimilinu Borgum og verða á
fimmtudögum kl. 17.30.
Alls verður séra Ingþór með 6
lestra og hefjast þeir fimmtudaginn
24. október og verða síðan 5 næstu
fimmtudaga þar á eftir og hefjast
alltaf kl. 17.30. Hver samvera verður
um klukkustundar löng.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Kópavogskirkja
Kópavogskirkja – Postulasagan
Morgunblaðið/Arnaldur
DAGUR frímerkisins var haldinn
9. október. Jafnframt hélt Félag frí-
merkjasafnara frímerkjasýningu,
FRÍMSÝN 2002, í húsakynnum sín-
um í Síðumúla 17. Þá var þess minnzt
með kaffisamsæti fyrir félagsmenn
og aðra velvildarmenn félagsins 12.
okt., að FF varð 45 ára gamalt í júní
sl. Var það gert með miklum sóma, og
heiðruðu margir félagið með nærveru
sinni þennan dag.
Eðli málsins samkvæmt hlaut
stjórn FF fyrst og fremst að stefna að
því, að FRÍMSÝN 2002 yrði kynning-
arsýning, þar sem gestir gætu virt
fyrir sér, hvernig og hverju má safna
á sem fjölbreyttastan hátt, svo að
menn hafi ánægju af. Í ljósi þessa
verður að dæma þessa sýningu. Hinu
get ég ekki neitað, að ég varð fyrir
vonbrigðum með sumt af því efni,
sem boðið var upp á. Auðvitað er ég
kannski orðinn of gamall innan þess-
ara samtaka og um leið kröfuharðari
en gerist, en ég hef samt langa
reynslu að baki í þessum efnum.
Nokkra afsökun hefur stjórn FF
vissulega að þessu sinni, því að fjögur
góð íslenzk sýningarsöfn voru þessa
daga á NORDIU 02 í Noregi. Það
setti því eðlilega mark sitt á
FRÍMSÝN 2002 og ber að sjálfsögðu
að hafa það í huga, þegar sýningin er
metin.
Einkum vöktu tvö söfn athygli
mína, enda hafði ég ekki séð þau áður,
að ég man. Ég vissi vel, að Þórhallur
Ottesen hafði lagt út á þá braut að
safna saman íslenzkum sérstimplum,
sem póstmálayfirvöld hafa viður-
kennt í stað almennra stimpla. Þar
mun Alþingishátiðin 1930 fyrst hafa
komið við sögu.
Frá því ári hefst safn hans og náði
hér í þremur römmum til ársloka
1980, þótt það hafi ekki verið tekið
fram í sýningarskrá. Hins vegar mun
safn hans ná út alla 20. öld. Það, sem
ég tók sérstaklega eftir og vafalaust
fleiri skoðendur, var, hversu snyrti-
lega safnið er sett upp og vandað til
textans. Ekki veit ég, hvernig svo sér-
hæfðu safni myndi vegna á erlendum
sýningum, en ég tel vafalaust, að það
fengi a. m. k. gott brautargengi á
NORDIU-sýningum.
Hitt safnið, sem ég staldraði við,
bar hið hófsama nafn Zeppelin greifi.
Auðvitað vita frímerkjasafnarar,
að hér er átt við hið fræga loftfar, sem
sigldi með farþega og póst um loftin
blá á öðrum og þriðja áratug síðustu
aldar og bar nafn upphafsmanns síns,
Graf von Zeppelin. Árni Gústafsson
heitir sá félagsmaður og stjórnar-
maður FF, sem tekið hefur fyrir
þetta sérsvið innan póstflugsögunn-
ar. Er gott til þess að vita, að íslenzk-
ur safnari hefur hér tekið upp með
nokkrum hætti merki Páls heitins Ás-
geirssonar, fyrrum formanns FF,
sem átti mjög gott flugfrímerkjasafn
og margverðlaunað, þegar hann féll
frá. Þetta safn er vissulega einskorð-
að við einn þátt flugsögunnar, þ. e.
loftfarið Graf Zeppelin og ferðir þess
frá Friedrichshafen við Bodensee í
Suður-Þýzkalandi til Suður-Ameríku
og svo um norðlægar slóðir og m. a.
með póst til Íslands og frá árið 1931.
Sýnir safn Árna skemmtilegan
þverskurð úr ferðum Greifans með
stökum flugmerkjum, ætluðum á
þann póst, sem loftskipið tók með sér,
og eins með margs konar bréfum og
bréfspjöldum. Einn rammi safnsins
var einvörðungu í sambandi við Ís-
landsflug Graf Zeppelin. Ég er sann-
færður um, að þetta safn á eftir að
vekja athygli á innlendum og erlend-
um sýningum á næstu árum.
Formaður FF, Sveinn Ingi Sveins-
son, sýndi hluta af jólamerkjasafni
sínu, bæði stök merki og í örkum og á
umslögum. Eru jólamerki löngu við-
urkennd sem sýningarefni á frí-
merkjasýningum. Hefur Sveinn Ingi
dregið hér heilmikið efni saman. Má í
safni hans t.d. sjá svonefnd Caritas-
merki frá upphafi 20. aldar og eins
Önundarfjarðarmerkin frá 1915–17,
sem eiga að baki sér allmerka sögu og
eru auk þess mjög sjaldséð.
FF sjálft átti á sýningunni safn
FDU, sem það gaf út um mörg ár á
útgáfudegi íslenzkra frímerkja. Því
miður finnst mér þetta sýningarefni
ekki verulega áhugavert og allra sízt,
þegar þess er gætt, að heldur hefur
dregið úr söfnun fyrstadagsumslaga.
Að mínum dómi væri það hins vegar
þarft verk, annaðhvort fyrir FF eða
LÍF, að koma upp góðu safni ís-
lenzkra frímerkja, helzt frá upphafi,
og hafa það til sýnis á öllum frí-
merkjasýningum innanlands. Það
myndi áreiðanlega vekja athygli sýn-
ingargesta og þá ekki sízt hinna ungu
safnara.
Guðni Friðrik Árnason sýndi hér
Kólumbusar-safn sitt, en það safn
þekkja margir. Hann hóf að sýna
þetta safn, þegar hann var í unglinga-
deild, en nú er hann kominn með í
deild hinna fullorðnu. Er leitt til þess
að vita, að svo virðist sem enginn ung-
lingur hafi nú um stundir áhuga á að
taka þátt í frímerkjasýningum.
Tryggur félagi í FF, Jón Egilsson í
Hafnarfirði, er alltaf tilbúinn að
hlaupa í skrápana, ef sýningarefni
vantar. Hann sýnir í einum ramma
sýningararkir frá ýmsum innlendum
frímerkjasýningum og í tveimur
römmum umslög með jólamerkjum.
Ég veit, að Jón vill hér benda á ým-
islegt, sem tengist frímerkjasöfnun
og sjálfsagt er að varðveita. Sama má
og segja um jólamerki á heilum um-
slögum.
Hið ágæta stimplasafn Hjalta Jó-
hannessonar var víðs fjarri að þessu
sinni, þ.e. í Noregi. Samt vildi hann
engu að síður hlaupa undir bagga
með stjórn FF. Kallaði hann efni sitt
því frumlega nafni Upp úr skúffun-
um.
Verður vissulega að líta á þetta efni
í því ljósi, en því miður varð ég fyrir
nokkrum vonbrigðum með sumt af
því, sem upp úr skúffum hans kom.
Sigmar Sigurðsson sýndi Stimpla
frá Norðurpólnum í þremur römm-
um. Víða sá ég enga stimpla á um-
slögunum og eins vantaði viðtakend-
ur þessa pósts á mörg þeirra.
Garðar Schiöth, stjórnarmaður í
FF og mikill áhugamaður um forn-
bíla, sýndi margar tegundir bifreiða á
frímerkjum. Um þetta safn hefur áð-
ur verið fjallað í frímerkjaþætti, en
það er m. a. sérstætt að því leyti, að
Garðar skreytir það með frímerktum
umslögum frá mörgum bílaumboð-
um.
Nokkrir sýndu efni í einum ramma,
en slíkt er farið að verða nokkuð al-
gengt á sýningum. Einar Ingi Sig-
urðsson heldur tryggð við páfadóm-
inn.
Hann átti í ramma sínum frímerki,
sem tengjast hinum víðförla páfa, Jó-
hannesi Páli II, en bindur sig við árin
1996–2001. Uppsetning þessa efnis
var ágæt og eins glöggar skýringar.
Kristján Borgþórsson átti í tveimur
römmum annars vegar frímerki frá
Jersey og hins vegar Guernsey, eyj-
um í Ermarsundi. Voru þetta ónotuð
frímerki, sem flokkast undir það, sem
við köllum „katalóg-safn“. Sama má
og segja um einsrammasafn Stein-
gríms Björnssonar með frönskum frí-
merkjum. Ég geri fastlega ráð fyrir,
að ungum gestum hafi orðið starsýnt
á þessi merki, og þá er tilganginum
náð. Í einum ramma átti Jón Heimir
Sigurbjörnsson efni, sem hann nefndi
Tónlist. Hér vantar að sjálfsögðu enn
mikið á, en þetta er skemmtilegt söfn-
unarsvið. Það höfum við séð á safni
Gísla Geirs Harðarsonar, sem hann
hefur hvílt nú um nokkra hríð.
Safnaramarkaður verður haldinn
næstkomandi sunnudag 27. okt., kl.
13–17 í Síðumúla 17, 2. hæð. Er hann
á vegum Félags frímerkjasafnara og
Myntsafnarafélags Íslands. Er þessi
markaður orðinn árviss, enda er þar
margt á boðstólum auk frímerkja og
umslaga. Þar má fá mynt og seðla og
eins minnispeninga og barmmerki.
Dagur frímerkisins
og FRÍMSÝN 2002
Frá FRÍMSÝN 2002.
FRÍMERKI
Umsjón Jón Aðalsteinn Jónsson
Jón Sigurbjörnsson kosinn
forseti Bridssambandsins
Ársþing Bridssambandsins fór
fram sl. sunnudag og var Jón Sig-
urbjörnsson kosinn nýr forseti, en
Guðmundur Ágústsson gaf ekki kost
á sér til endurkjörs en hann hefir
sem kunnugt er verið forseti sam-
bandsins í nokkur ár. Jón Sigur-
björnsson er þekktur í bridsheimin-
um. Hann var í hinni þekktu
bræðrasveit og síðar fjölskyldusveit
frá Siglufirði sem m.a. hefir orðið Ís-
landsmeistari í sveitakeppni.
Úr stjórn gengu Ólafur Steinason
og Sigtryggur Sigurðsson og voru
þeim færðar þakkir fyrir góð störf.
Ný stjórn er þannig skipuð: Jón
Sigurbjörnsson, forseti. Anton Har-
aldsson, Birkir Jónsson, Erla Sigur-
jónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson,
Kristján Már Gunnarsson og Matth-
ías Þorvaldsson. Í varastjórn: Elín
Jóhannsdóttir, Haukur Ingason og
Kristján Örn Kristjánsson.
Árleg keppni um
Súgfirðingaskálina
Keppni um Súgfirðingaskálina,
tvímenningsmót Súgfirðingafélags-
ins hófst um helgina með þáttöku 14
para. Keppnin er í 4 lotum og gilda
þrjár bestu loturnar til verðlauna.
Úrslit úr 1. lotu urðu þessi en
meðalskor er 130 stig.
Guðbj. Björnss. - Steinþór Bened.s. 63.85%
Guðrún K. Jóhd. og Kristjana Steingd.
63.46
Björn Guðbjss. og Gunnar Ármannss. 52.31
Valdimar Ólafsson og Viggó Guðm. 51.54
Einar Ólafsson og Sig. Kristjánss. 51.15
Guðni Ólafsson og Sölvi Ásgeirsson 49.23
Guðm. J. Gissurars. og Már Hinrikss. 47.69
Segja má að þessi úrslit hafi verð
eftir bókinni eða hefðinni því 4 efstu
pör enduðu í sömu sætum í fyrra
móti og mjótt á munum á toppi.
Næsta umferð verður spiluð kl.
13, sunnudaginn 17. nóvember og
spilað í sal Stangveiðifélags Reykja-
víkur.
Bridsfélag Selfoss og nágrennis
Fimmtudaginn 17. október sl. var
spilað annað kvöldið af þremur í
Málarabutlernum.
Þessi pör skoruðu mest um kvöld-
ið:
Guðjón Einarsson –Vilhjálmur Þ. Pálsson 69
Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 53
Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 45
Anton Hartmannss. – Pétur Hartmannss. 33
Gunnar Þórðars. – Sigurður Vilhjálmss. 30
Eftir tvö kvöld eru staða efstu
para þessi:
Guðjón Einarsson –
Ólafur Steinason/Vilhjálmur Þ. Pálsson 93
Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 82
Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 79
Gunnar Þórðars. – Sigurður Vilhjálmss. 58
Anton Hartmannss. – Pétur Hartmannss. 26
Síðasta kvöldið verður spilað 24.
október kl. 19:30 í Tryggvaskála.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bankastræti 3, s. 551 3635
Póstkröfusendum
BIODROGA
snyrtivörur
unnar úr lífrænt
ræktuðum jurtum
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í
dag kl. 13.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra
kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Samverustund
fyrir 6–8 ára börn kl. 15 í kórkjallara. 910
klúbburinn kl. 16. 112 klúbburinn kl.
17.30.
Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð
með orgelleik og sálmasöng. Allir vel-
komnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safn-
aðarheimilinu (kr. 300) Kl. 13–16 opið
hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall,
föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl.
17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Kl.
17–18.30 Ævintýraklúbburinn, 7–9 ára
starf. Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkj-
unni. Kl. 18.15–19 Trú og líf. Prestar
kirkjunnar bjóða upp á umræður og
fræðslu um ýmis trúaratriði sem vakna
hjá þátttakendum og hafa einnig stutt
innlegg um trúmál. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4.
bekkur) kl. 14.10. Leikir, söngvar, bibl-
íusaga, bænir, djús og kex. TTT-fundur
(10–12 ára) kl. 16.15. Menntaskóla-
nemarnir Andri og Þorkell leiða starfið
ásamt hópi sjálfboðaliða. Fermingartími
kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes-
kirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur).
(Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12.
Traustur grunnur. Hugleiðir: Sr. Örn Bárð-
ur Jónsson. Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30. Sög-
ur, leikir, föndur og fleira. Opið hús kl.
16. Kaffi og spjall. Upplestur og fræðsla
kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður Jonsson.
Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður
Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Léttur hádegisverður eftir stundina.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir
7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir
10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á
vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið
er upp á léttan hádegisverð á vægu verði
að lokinni stundinni. Allir velkomnir.
Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Rima-
skóla kl. 17.30–18.30 KFUM fyrir drengi
9–12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–
18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rima-
skóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðsfélag
fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl.
20–22.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–
12. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17. 12-spora námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára
börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–12
ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45–
18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan-
lega velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni í síma 567 0110.
Æskulýðsfundur fyrir unglinga 14–15
ára kl. 20.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni.
Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borg-
ara á Álftanesi. Notalegar samveru-
stundir með fræðslu, leik, söng og kaffi.
Auður eða Erlendur sjá um akstur á und-
an og eftir.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt-
umst og spjöllum. Heitt á könnunni og
djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir
með eða án barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu
og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar. Bóka-
kynning. Í tilefni af áttræðisafmæli sr.
Jörg Zink verður bókakynning í safnaðar-
heimilinu í kvöld kl. 20.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16.20 TTT-yngri hópur. Kirkjustarf 9–10
ára. Vináttudagur. Kl. 17.30 TTT-eldri
hópur. Kirkjustarf 11–12 ára. Vináttu-
dagur. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Kl.
20 opið hús í KFUM&K. Hulda Líney
Magnúsdóttir og leiðtogarnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu
verði, allir aldurshópar. Umsjón Sigfús
Baldvin Ingvason. Æfing Barnakórs
Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Kefla-
víkurkirkju frá kl. 19–22.30. Stjórnandi
Hákon Leifsson.
Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í
Safnaðarheimilinu í dag, miðvikudag, kl.
10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petr-
ínu Sigurðardóttur. Sóknarprestur.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fermingarfræðsla
miðvikudag kl. 14.15–15.45. Spilakvöld
aldraðra fimmtudag kl. 20 í umsjá félaga
úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu
Sigurðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sig-
urðssonar. Sóknarprestur.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks-
molar og vitnisburðir. Allt ungt fólk vel-
komið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma kl. 20.30. Sr. Frank M. Hall-
dórsson talar. Kaffi selt eftir samkomu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf