Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 27

Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 27 aríkjadala erum við bæta við a á því að átt. Okkar ta erfða- legra að- nasmíðar. æna efna- iðslu efna um á um- afnað alið sam- im lífver- fni rann- rnu hefur rannsókn- r frá Há- rið hér á gra fléttu- rið vítt og angi, m.a. eykjanes, Hörgárdal. iði fléttna ð hafa að- skilið svepp og þörungahluta úr fléttum, ræktað þá hvorn fyrir sig og síðan komið þeim saman á ný. Þetta hefur verið viðfangsefni líf- fræðinga lengi, en reynst torsótt. Dr. Stocker fékk þriggja ára styrk árið 1997 til að kynna sér nýja tækni á þessu sviði í Japan og í Bandaríkj- unum. „Við getum svo beitt erfða- tækninni á svepphlutann eingöngu og fyrir vikið komumst við hjá þeim vandamálum, sem fylgja því að vinna sýnin beint úr náttúrunni,“ segir dr. Stocker. Tveir aðrir samstarfsmenn Ólafs, annar breskur og hinn þýskur, hafa aðgang að sveppasöfnum auk þess sem þýsk samstarfsstofnun býr yfir stóru þörungasafni, sem nýtast mun við rannsóknina. Danskir og breskir sérfræðingar á sviði erfðatækni koma með kunnáttu sína inn í rann- sóknina, en tæknilega verða farnar tvær leiðir við framleiðsluferil lífefn- anna. Eftir að DNA-erfðaefni hefur verið einangrað úr fléttunum, verð- ur því komið fyrir í hýslum, sem framleitt geta efnið í miklum mæli, annars vegar í gersveppum sem eru notadrjúgir við gerjunarvinnu al- mennt og hinsvegar í geislabakterí- um, sem eru þær lífverur sem fram- leiða mikinn hluta af þeim lyfjum, sem nú eru í umferð. Fjölbreytilegri möguleikar Þegar Ólafur er spurður út í hver munurinn sé á lyfjaframleiðslu með erfðatækni annars vegar og klass- ískri lyfjaframleiðslu hinsvegar, svarar hann því til að hin klassíska lyfjaframleiðsla sé takmörkuð að því leyti að hún byggist aðeins á lífver- um, sem hentugar þykja til rækt- unar og þurfa efnafræðilegar breyt- ingar oftast að koma til eftir á. „Þegar á hinn bóginn byggt er á erfðaefni lífveranna eða erfða- tækninni, þarf aðeins að vinsa úr þeim þau gen, sem framleiða ákveð- ið efni án þess að til þurfi að koma ræktun lífveranna enda er ógern- ingur að rækta og tína mikið magn af fléttum og mörgum öðrum lífver- um. Með erfðatækninni komast menn nú fram hjá þessari hindrun með því að einangra genin, koma þeim fyrir í þægilegum ræktunar- hýslum, ýmist bakteríu eða ger- svepp, sem framleitt geta efnin nokkuð hrein. Þessi nýja fram- leiðsluaðferð gefur því meiri og fjöl- breytilegri möguleika í lyfja- og efnaiðnaði en áður hefur tíðkast.“ Í rannsókninni er verið að sam- eina og samnýta þekkingu, sem til staðar er í mismunandi Evrópulönd- um til þess að þróa tækni og fram- leiðslu fyrir samkeppnismarkaði enda má segja að erfðatækniaðferð- in sé í vaxandi mæli að taka við af klassískri efnasmíð. Þennan aukna áhuga má m.a. rekja til þess að hægt er að framleiða hreinni og sértækari lyf með erfðatækninni og þar af leið- andi vonumst við til að unnt verði að framleiða betri lyfjaafbrigði en þau, sem fyrir eru. Í raun má segja að með þessum aðferðum séum við meðal annars að freista þess að tæknivæða náttúrulækningar eða það sem sumir kalla grasalækning- ar.“ Uppspretta lyfja og fæðubótarefna „Langtímamarkmið rannsóknar- innar er að hægt verði að framleiða verðmæt lífefni, til dæmis lyf og fæðubótarefni, á grunni framleiðslu- ferla úr fléttum og fleiri lífverum,“ segir Ólafur spurður um tilgang rannsóknarinnar. „Beinir markhópar eru líftækni- og lyfjafyrirtæki, sem nýtt geta nýja tækni og afurðir hennar til þróunar og framleiðslu lyfja og fleiri lífefna, en óbeinir markhópar eru þeir, sem kaupa og nota endanlegar smásölu- afurðir. Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lyfjum og lífefnum. Lyfja- og líftæknifyrirtækjum virðist hafa yf- irsést að kanna betur fléttuheiminn, ef til vill vegna vonbrigða með þróun sýklalyfja úr fléttum og/eða skorti á sérþekkingu á sviði flokkunarfræði og líffræði flétta. Ef til vill hefur sú augljósa staðreynd að fléttur, sem slíkar, gætu aldrei orðið uppspretta fyrir vinnslu nytjaefna í stórum stíl, haft sitt að segja. Með tæknifram- förum í erfðatækni og efnafræði, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum, er kominn hagkvæmur grundvöllur fyrir framleiðslu úr líf- verum, sem ekki hefur verið raun- hæft að nýta sem uppsprettu verð- mætra lífefna til þessa.“ Ávinningar af ýmsu tagi Auk þekkingarlegs ávinnings, sem nást mun með rannsókninni, ætti framleiðsluferlið ekki síður að hafa ýmsan umhverfislegan ávinn- ing í för með sér, að sögn Ólafs, sem er sérstakur áhugamaður um um- hverfismál og náttúruvernd, en þessi ávinningur felst í því að verk- efnið og önnur því skyld munu leiða til framleiðslu á verðmætum efnum með ræktun í stað þess að þeim sé safnað beint úr náttúrunni. „Á þann hátt mun álag á óspillta náttúru verða minna en ella. Einnig er óbeinn ávinningur af því að byggja upp umhverfisvæna atvinnuvegi, svo sem líftækni, í samræmi við stefnu ESB, því að þannig minnkar þrýstingur á atvinnusköpun, sem veldur mikilli röskun á umhverfinu,“ segir Ólafur S. Andrésson að lokum. kni míðar Morgunblaðið/Þorkell sérfræðingur í lífefnafræði, og samstarfskona Elfriede Stocker frá háskólanum í Salzburg, a safnað saman fyrir rannsóknina. join@mbl.is rinnar eru fléttur, sambýlingar sveppa og þör- ndir eru þekktar á Íslandi, m.a. hreindýramosi, ur, engjaskófir og ýmsar hrúðurfléttur, sem ÞAÐ hefur al-veg pottþéttmikil áhrifað vinna svona verkefni saman og ég held að ekkert okkar eigi eftir að byrja að reykja,“ segir Sædís Karlsdóttir, nemi í 9. bekk í Grunn- skóla Grundarfjarðar um bekkinn sinn en á síðasta ári bar hann sigur úr býtum hér á landi í evrópskri sam- keppni reyklausra 7. og 8. bekkja frá 14 löndum. Sædís var því í hópi um 6.200 íslenskra krakka sem staðfestu það á síðasta ári að þau reyktu ekki með því að taka þátt í verkefninu sem tóbaksvarnar- nefnd og Krabbameinsfélag Reykja- víkur standa að. Bekkurinn hennar Sædísar gæti síðar meir svo haft áhrif til góðs á tölfræðina, en reyk- ingar nemenda í efstu bekkjum grunnskóla landsins hafa dregist saman frá árinu 1998. Þá reyktu 23% 10. bekkinga en á síðasta ári var sá fjöldi kominn niður í 15%. Þetta kemur m.a. fram í könnunum sem Rannsóknir og greining ehf. hafa framkvæmt. „Það var rosalega gaman að vinna þetta verkefni með öllum í bekknum og við lærðum mikið á þessu,“ segir Sædís. „Við fræddumst auðvitað mikið sjálf en svo héldum við líka námskeið um skaðsemi reykinga og alls konar svoleiðis fyrir foreldra okkar. Þeim fannst það reyndar svo- lítið fyndið fyrst en svo tóku þau þetta alvarlega. Þetta hafði áhrif á þau.“ Góður árangur á Grundarfirði Námskeiðið sem Sædís talar um varð til þess að bekkurinn hennar hrósaði sigri í keppninni hér heima og hlaut ferð til Þýskalands að laun- um þar sem bekkir frá öllum 14 lönd- unum komu saman. Sædís segir reykingar varla þekkjast meðal nemenda í skólanum og undir það tekur Ragnheiður Þór- arinsdóttir aðstoðarskólastjóri. Hún þakkar góðan árangur í tóbaksvörn- um m.a. öflugum hópi mæðra í bæj- arfélaginu sem kallar sig Tilveruna. Hópurinn hefur bryddað upp á ýmsu skemmtilegu og fræðandi fyrir krakkana en eins og Ragnheiður segir miðar allt starfið að því að krakkarnir verði frjálsir og sjálf- stæðir. „Krakkarnir finna að í um- hverfinu eru margir sem hafa áhuga á að þeir standi sig.“ Ragnheiður segir sigur bekkjar- ins í fyrra, sem hún er umsjónar- kennari hjá, hafa haft jákvæð áhrif á aðra nemendur skólans og er þess fullviss að skólinn muni aftur taka þátt í verkefninu í ár. En núna er einmitt rétti tíminn fyrir bekki að skrá sig í verkefnið þetta árið, en samkeppnin hefst 4. nóvember. Samdráttur í tóbakssölu Reykingar Íslendinga hafa dreg- ist saman um 1% árlega undanfarin fimm ár. Daglega reykja því um 25% Íslendinga á aldrinum 18–69 ára, samkvæmt upplýsingum Tóbaks- varnarnefndar. Sala á tóbaki styður þetta en fyrstu sjö mánuði ársins dróst sala á sígarettum saman um 1,7% miðað sama tímabil á síðasta ári. Þessi samdráttur hefur haft þá félagasamtaka. Þess vegna segi ég: Því fleiri sem láta sig tóbaksvarnir varða, þeim mun betra.“ Ýmsir aðilar leita eftir samstarfi við nefndina og auglýsir hún t.d. í skólablöðum framhaldsskólanna með því skilyrði að engin sígaretta sjáist á myndum í blaðinu. Ef það gengur ekki eftir, er reikningurinn einfaldlega ekki greiddur. Þannig er samið um aðstoð gegn skuldbind- ingu. „Tóbaksvarnarstarfið hér hef- ur vakið athygli erlendis,“ segir Þor- grímur. Þá vekur það athygli, að sögn Þor- gríms, hversu áleitin nefndin þorir að vera í baráttu sinni við reykinn. „Við höfum fengið harða gagnrýni en þar af leiðandi mikla umfjöllun og þar með opnast augu fólks. Eflaust hefur einhver reykingamaðurinn mógðast yfir auglýsingu frá okkur, en við beinum áróðrinum gegn reyknum, ekki reykingamanninum. Reykingar geta aldrei verið einka- mál fólks nema það reyki í einrúmi.“ Þorgrímur segir að vellíðan og ánægja barna og unglinga sé ein mikilvægasta forvörnin. „Þegar krakkar eru í heilbrigðu og skemmtilegu umhverfi byrja þeir síður að reykja, drekka eða að nota fíkniefni. Það sem skiptir höfuðmáli er að börnum líði vel heima hjá sér og í skólanum, hafi sterka sjálfs- mynd og séu vinir foreldra sinna. Það er án efa besta forvörnin.“ Hlutverk foreldra skiptir því öllu máli. „Ef barn byrjar að reykja eru tíu sinnum meiri líkur á að það verði alkóhólisti síðar meir,“ segir Þor- grímur. „Ef við náum að forða barninu frá því að byrja að reykja erum við að hjálpa því við að forðast áfengi seinna mér og ekki síst fíkni- efni. Reykingar eru yfirleitt upphaf- ið.“ þýðingu að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að samdráttur í tóbakssölu verði um 3%. Samevrópsk könnun 30 landa sem Rannsóknir og greining ehf. fram- kvæmdi árið 1999 sýndi að nemend- ur í 10. bekkjum íslenskra skóla reykja minna en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Könnunin sýndi jafnframt að reykingar 10. bekkinga hér á landi hafa dregist saman um 4% frá árinu 1995. „Þróunin er því jákvæð en það sem skiptir þó mestu máli er að ungt fólk byrji ekki að reykja,“ segir Þor- grímur Þráinsson, framkvæmda- stjóri Tóbaksvarnarnefndar. „Í heildina hefur árangurinn verið góð- ur, en engu að síður þýðir ekki að slaka á, þótt góðir sigrar séu unnir er þetta ein stór barátta.“ Færri Íslendingar reykja daglega nú en áður, en Þorgrímur segir að þegar árangurinn fer að nálgast 20% verði líklega bið á frekari árangri. „Því meir sem við nálgumst hinn þrönga hóp reykingamanna, þeim mun erfiðara verður að hafa áhrif á hann til að hverfa til heilbrigðari lífs- hátta.“ Fleiri aðferðir – meiri árangur Tvöfalt meiri líkur eru á að barn byrji að reykja ef foreldrarnir gera það. Líkurnar aukast enn meira ef eldri systkini reykja einnig. Afstaða foreldra til tóbaks skiptir því miklu. Þorgrímur segir hins vegar erfitt að fullyrða um hvaða aðferð í tóbaks- vörnum skili bestum árangri. „Við vitum það í raun aldrei hvort það er öflug skólafræðsla, áleitnar auglýs- ingar, lagabreytingar, jákvæður stuðningur eða vitundarvakning for- eldra um skaðsemina sem skilar ár- angri, eða hvort það er starf frjálsra Grunnskólanemar taka árlega þátt í tóbaksvarnarverk- efnum sem þeir telja sjálfir skila árangri Þróunin stefnir í rétta átt Færri krakkar í 10. bekk reykja núna en árið 1998 og minna en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum Evrópu. Eitt herbragðið í baráttunni við reykinn er að fá krakkana sjálfa til að taka þátt í forvarnarstarfinu og jafnvel til að fræða foreldra sína. Morgunblaðið/Jim Smart Krakkarnir sem voru í 8. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar eru reyklausir og fengu að launum ferð til Þýskalands síðastliðið sumar. $++. $++( $++, $+++ )%%% )%%$ - (% &% .% *% '% )% $% % ' )     ' )   # * + (,    - &%-&- -- - &- &- -- > '  0   +:%    1 23  4 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.