Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
18
79
0
0
9/
20
02
Íbúðin skiptir um svip!
20% afsláttur af öllum húnum út október.
Yfirfelldar innihurðir.
Mikið úrval.
Frábært verð
á yfirfelldum innihurðum.
20% af húnum.
Dæmi: Mahony
80 sm hurð og 10 sm karmur.
Verð aðeins 19.795 kr.
Ég vona að hæstvirtur ráðherra gefi mér þá afmælisgjöf að hætta að kássast upp á mínar jússur.
Ráðstefna um iðjuþjálfun
Nýjar leiðir
í iðjuþjálfun
STYRKTARFÉLAGlamaðra og fatlaðraefnir í vikunni til
athyglisverðrar ráðstefnu
og er umræðuefnið nýjar
leiðir í iðju- og sjúkra-
þjálfun barna og unglinga.
Ungt fólk sem glímir við
fötlun situr ekki við sama
borð og heilbrigðir að
sögn Vilmundar Gísla-
sonar framkvæmdastjóra
Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra sem telur afar
brýnt að ráðstefnan fái
sem mesta athygli enda sé
hér um mikilvægt mál að
ræða fyrir ungt fólk sem
glímir við fötlun.
Vilmundur var fús að
svara nokkrum spurning-
um Morgunblaðsins um
ráðstefnuna, tilurð henn-
ar, tilgang og fleira er viðkemur
þessa mikilvæga máli.
Hver er yfirskrift ráðstefnunn-
ar?
„Heiti ráðstefnunnar er „Nýj-
ar áherslur í iðjuþjálfun og
sjúkraþjálfun barna; matstæki og
þátttaka barna í daglegu lífi“.
Ráðstefnan verður haldin á
Grand Hótel föstudaginn 25.
október nk. frá klukkan 8 til
17.15.“
Hver er tilurð ráðstefnunnar
og hver er tilgangur hennar?
„Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra var stofnað 2. mars 1952 og
er því 50 ára á þessu ári. Í tilefni
þess var ákveðið að halda upp á
afmælisárið með ýmsum hætti.
Vegleg hátíðardagskrá var í
Grensáskirkju sjálfan afmælis-
daginn. Einnig var stórdansleik-
ur fyrir fötluð ungmenni í Ráð-
húsinu að kvöldi afmælisdagsins.
Í tilefni ársins vildum við einnig
huga að faglegum þætti starfsins
og var ákveðið að fá til landsins
þekkta fræðimenn á sviði iðju- og
sjúkraþjálfunar barna til að
kynna það nýjasta á þessu sviði.
Innlendir fræðimenn munu einn-
ig skipa veglegan sess á ráðstefn-
unni.“
Hverjar verða helstu áhersl-
urnar á ráðstefnunni?
„Það er að kynna það nýjasta á
sviði iðju- og sjúkraþjálfunar
bæði erlendis frá og það sem
gert hefur verið hérlendis.“
Hvernig verður ráðstefnan
byggð upp?
„Ráðstefnan verður byggð upp
í formi fyrirlestra og málstofu.
Málstofurnar verða tvær og
munu erlendu fyrirlesararnir
stýra þeim. Einnig munu nokkur
fyrirtæki kynna vörur sínar.
Ráðstefnan er aðallega ætluð
fagfólki sem vinnur með börn.
Fjölmargir hafa skráð sig á ráð-
stefnuna alls staðar að af land-
inu.“
Hverjir eru helstu fyrirlesarar
ráðstefnunnar og hvað munu töl-
ur þeirra fjalla um?
„Tveir virtir erlendir fyrir-
lesarar koma. Þeir eru dr. Thubi
Kolobe sem er sjúkraþjálfari og
prófessor við sjúkra-
þjálfun við University
of Illinois í Chicago í
Bandaríkjunum. Dr.
Kolobe hefur unnið við
rannsóknir og
kennslu, meðal annars varðandi
þroskapróf og fjölskyldumiðaða
þjónustu. Dr. Mary Law er iðju-
þjálfi og prófessor við McMaster
University í Ontario í Kanada.
Hún hefur verið einn af helstu
frumkvöðlum innan iðjuþjálfunar
á síðustu árum. Dr. Law hefur
skrifað fjölda greina og bókar-
kafla og ritstýrt bókum um ýmis
fagleg málefni. Auk þess munu
sex íslenskir þjálfarar halda fyr-
irlestra um nýjungar innan iðju-
og sjúkraþjálfunar og greina frá
rannsóknum sem þeir hafa und-
anfarið unnið að. Þar mun meðal
annars verða fjallað um sjálf-
stæða búsetu, reiðþjálfun fatl-
aðra og mat á skólafærni, svo
eitthvað sé nefnt. Til þess að
fleiri gætu nýtt sér þekkingu er-
lendu gestanna var ákveðið að
þeir héldu fyrirlestra hjá náms-
brautum í sjúkra- og iðjuþjálf-
un.“
Hvaða þjónustu veitir Æfinga-
stöð Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra börnum og ungmennum?
„Börn og ungmenni fá þjón-
ustu frá Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra meðal annars í formi
beinnar þjálfunar, ráðgjafar til
skóla og heimila t.d. varðandi
daglegar athafnir og hjálpar-
tækjamál. Æskilegt væri að fleiri
iðju- og sjúkraþjálfarar störfuðu
meira í því umhverfi sem börn
eru í dags daglega. Við hjá
Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra leggjum sífellt meiri áherslu
á að færa þjónustuna nær börn-
unum.“
Hvaða væntingar gerið þið
ykkur að ráðstefnunni lokinni?
„Ráðstefnan er hvatning til
fagfólks til að auka við þekkingu
sína og tileinka sér þær nýjungar
sem reynst hafa vel þannig að
börnin okkar njóti enn betri
þjónustu.“
Haldið þið þessa
ráðstefnu á eigin veg-
um eða koma fleiri að-
ilar þar að?
„Ráðstefna sem
þessi kostar töluverða fjármuni.
Við höfum verið svo lánsöm að
nokkrir aðilar hafa stutt dyggi-
lega við bakið á okkur til að gera
okkur kleift að halda þessa ráð-
stefnu. Má nefna A. Karlsson, fé-
lagsmálaráðuneytið, Deltu,
Lyfju, Menningarsjóð Íslands-
banka, Thorarensen Lyf, Um-
slag, Velferðarsjóð barna, VÍS og
Þorbjörn-Fiskanes.“
Vilmundur Gíslason
Vilmundur Gíslason er fæddur
24. maí 1955. Hann útskrifaðist
frá Verslunarskóla Íslands, nam
endurskoðun við Háskóla Íslands
og vann við störf tengdum því
næstu árin. Á árunum 1990 til
1998 var hann sveitarstjóri á
Vopnafirði. Síðast liðin fjögur ár
hefur hann verið framkvæmda-
stjóri Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra en félagið rekur meðal
annars umfangsmikla sjúkra- og
iðjuþjálfun, en megin markhópur
félagsins eru börn og ungmenni.
Vilmundur er kvæntur Sigrúnu
Oddsdóttur íslenskufræðingi og
eiga þau tvær dætur, Sigríði Elsu
og Margréti Lilju.
Vilja færa
þjónustuna
nær börnunum