Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSDÍS Halla Bragadóttir bæjar- stjóri Garðabæjar segir að bæjar- stjórn Garðabæjar þyki sýnt að skuldbindingar Orkuveitu Reykja- víkur á árinu séu komnar yfir 5% af höfuðstól Orkuveitunnar og því geti kaup OR á ljósleiðara Línu.- Nets á dögunum fyrir tæpa 1,8 milljarða hvorki verið skuldbind- andi fyrir sameignarfyrirtækið Orkuveitu Reykjavíkur né eigend- ur fyrirtækisins. Í bréfi sem Ásdís Halla hefur sent stjórn Orkuveitunnar kemur fram að Garðabær fallist ekki á túlkun OR á sameignarsamningi sveitarfélaganna sem eiga fyrir- tækið. Í kaupum OR á ljósleiðara Línu.Nets felist gríðarleg fjár- skuldbinding af hálfu OR, á sviði sem heyri ekki sérstaklega undir rekstur orkufyrirtækis. Samkvæmt sameignarsamningi OR þarf Orkuveitan að fá fyrirfram samþykki allra eignaraðila ætli fyr- irtækið að gangast í ábyrgðir eða skuldbindingar sem fara fram úr 5% af höfuðstól OR. Kemur fram í áliti, sem Andri Árnason hæsta- réttarlögmaður vann fyrir Garða- bæ, að fjárhagslegar skuldbinding- ar vegna kaupanna nemi a.m.k. 5,3% af eigin fé. Í samningnum sé með höfuðstól átt við eigið fé fyrirtækisins í lok næstliðins árs. Bókfært eigið fé OR hafi 31.12. 2001 verið 34.934 millj- ónir, samkvæmt ársreikningi fyr- irtækisins, en í fréttatilkynningu OR sé hins vegar miðað við eigið fé 1.1. 2002 38 milljarða króna. Í kjölfar ályktunar bæjarstjórn- ar Garðabæjar, um fjárhagslegar skuldbindingar fyrirtækisins, hafi Orkuveitan haldið því fram í frétta- tilkynningu að þar sem kaupverðið væri tvískipt, annars vegar yfir- taka skulda upp á 1.350 milljónir og hins vegar greitt með hlutabréfum í Línu.Neti fyrir 400 milljónir, væri fjárhagsleg skuldbinding OR vegna kaupanna einungis 1.350 milljónir. Ekki verði litið öðru vísi á en að kaupsamningurinn sem slíkur, óháð því hvernig kaupverðið sé greitt, feli afdráttarlaust í sér „skuldbindingar“ í skilningi 7. greinar sameignarsamningsins og 2. greinar laga um stofnun sam- eignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn OR bregðist við álitaefnum sem fyrst Í ljósi þess að stjórnendur OR virðist túlka sameignarsamninginn með öðrum hætti en gert sé í grein- argerð Andra óskar Ásdís Halla eftir því að stjórn OR bregðist við þessum álitaefnum sem allra fyrst. Þá er einnig farið fram á að OR svari sem fyrst erindi frá Garðabæ frá 18. október síðastliðnum, þar sem m.a. var óskað eftir upplýs- ingum um hvort stjórn OR hyggist taka ákvarðanir um frekari fjár- hagslegar skuldbindingar og ábyrgðir á árinu 2002. Borgarlögmaður Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu í álitsgerð að Orkuveitan hafi ekki þurft að bera kaupin á ljósleiðara- kerfi Línu.Nets undir eigendur fyr- irtækisins. Aðspurð hvort Garða- bær muni hugsanlega leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort sjónarmið borgarlögmanns eða Andra sé réttara að lögum seg- ist Ásdís Halla ekki trúa öðru en að stjórn OR muni gera eigendunum grein fyrir því hverjar skuldbind- ingar fyrirtækisins á árinu séu. „Mér finnst afar ólíklegt annað en að stjórn Orkuveitunnar muni komast að þeirri niðurstöðu, þegar hún skoðar þetta mál ofan í kjölinn, að skuldbindingarnar séu komnar yfir 5% á árinu. Því á ég von á því að stjórn Orkuveitunnar leiti til eigenda með þetta mál, en hvað gerist í kjölfarið þori ég ekki að segja til um á þessum tímapunkti, enda er það þannig að við höfum enn engin gögn fengið frá stjórn Orkuveitunnar um skuldbindingar fyrirtækisins á árinu,“ segir Ásdís Halla í samtali við Morgunblaðið. Hún segir álit borgarlögmanns mjög takmarkað að því leyti að hann líti eingöngu til fjárfestingar OR vegna ljósleiðara Línu.Nets en hann hefði, að hennar mati, átt að líta á allar skuldbindingar Orku- veitunnar á þessu ári. „Í sameign- arsamningnum er kveðið á um að fari uppsafnaðar skuldbindingar á árinu fram yfir 5% beri Orkuveit- unni að bera þær undir eigendur. Orkuveitan var búin að fara í aðrar skuldbindingar á árinu áður en hún fór í að kaupa ljósleiðara Línu.- Nets.“ Nefnir Ásdís Halla að Orkuveit- an hafi t.d. keypt hlut í Tetrakerf- inu. „Ég sé ekki betur, samkvæmt þeim gögnum sem ég hef þegar undir höndum, að þessar fjárfest- ingar séu að minnsta kosti 165 milljónir og ef þú bætir við 1.758 milljónum vegna Línu.Nets er skuldbinding Orkuveitunnar á árinu komin yfir 5% jafnvel þótt miðað sé við 38 milljarða eigið fé.“ Garðabær fellst ekki á túlkun Orkuveitu Reykjavíkur á sameignarsamningnum Telur kaupin á ljós- leiðaranum ekki bindandi fyrir OR HJÖRLEIFUR Kvaran borgarlög- maður telur að ekki hafi verið nauð- synlegt að fá fyrirfram samþykki allra eignaraðila Orkuveitu Reykja- víkur (OR) fyrir þeim skuldbinding- um sem kaup fyrirtækisins á ljósleið- ara Línu.Nets höfðu í för með sér. Álit hans var lagt fram í borgarráði Reykjavíkur í gær. Hafa borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks og borg- arfulltrúi F-lista áhyggjur af áhrif- um ábyrgðarinnar vegna kaupanna á lánskjör Reykjavíkurborgar, en Reykjavík er ábyrg fyrir 92,22% allra skuldbindinga OR, sem stærsti eigandi fyrirtækisins. Í álitsgerð borgarlögmanns segir að kaupverð ljósleiðarans hafi verið 1.758 milljónir króna, kaupverðið hafi annars vegar verið greitt með hlutabréfum í Línu.Neti að verð- mæti 408 milljónir króna. Eftirstöðv- arnar, 1.350 krónur, greiði OR með yfirtöku skulda og því telur borgar- lögmaður að samningurinn feli í sér nýjar skuldbindingar að fjárhæð 1.350 m.kr. Ekki hægt að byggja á höfuðstól síðasta árs Segir Hjörleifur að þar sem sam- eignarfyrirtækið Orkuveita Reykja- víkur hafi ekki tekið til starfa fyrr en 1. janúar 2002 sé ekki hægt að byggja á bókfærðu eigin fé OR í lok næstliðins árs, eins og sameignar- samningurinn kveði á um. „Þess í stað verður að mínu mati að miða við stofnefnahagsreikning Orkuveitu Reykjavíkur sem lá fyrir við stofnun sameignarsamningsins. Samkvæmt honum var eigið fé Orku- veitu Reykjavíkur við stofnun fyrir- tækisins 1. janúar 2002 38.375 mkr. Miðað við eigið fé Orkuveitunnar, samkvæmt stofnefnahagsreikningi, er nauðsynlegt á grundvelli 5% regl- unnar að fá fyrirfram samþykki allra eignaraðila fari nýjar skuldbinding- ar og ábyrgðir yfir 1.919 mkr. Sam- kvæmt þessu er það álit mitt að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá fyrir- fram samþykki allra eignaraðila Orkuveitu Reykjavíkur fyrir þeim skuldbindingum sem kaup fyrirtæk- isins á ljósleiðara Línu.Nets höfðu í för með sér,“ segir í áliti Hjörleifs. Í borgarráði í gær lét Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri bóka að OR hefði í upphafi ársins verið breytt í sameignarfyrirtæki í eigu nokkurra sveitarfélaga og því heyrði OR ekki með sama hætti og áður undir borgarstjórn Reykjavíkur. Sagði hún að eftir þessa breytingu þyrfti OR ekki lengur að bera fjár- hagsáætlun, gjaldskrá eða einstaka ákvarðanir undir borgarráð, en þó þyrfti að leita samþykkis eigenda ætlaði fyrirtækið að taka á sig nýjar skuldbindingar sem færu fram úr 5% af höfuðstól. Þetta ætti ekki við í þessu atviki, eins og fram kæmi í minnisblaði borgarlögmanns. Áhyggjur af áhrifum ábyrgða á lánskjör Reykjavíkurborgar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks létu bóka að samkvæmt sam- eignarsamningnum tæki hlutfallsleg einföld ábyrgð hvers eiganda um sig mið af eignarhluta hans í fyrirtæk- inu. „Af þessu leiðir að Reykjavík- urborg er í ábyrgð fyrir 92,22% allra skuldbindinga Orkuveitu Reykjavík- ur. Ábyrgðir sveitarfélaga hafa áhrif á lánskjör þeirra. Hversu mikil áhrif hefur ábyrgðin vegna kaupanna á ljósleiðarakerfi Línu.Nets á lánskjör Reykjavíkurborgar?“ spurðu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks og mæltust til þess að borgarstjóri legði skýrslu um áhrif skuldbindinga OR á lánskjör Reykjavíkurborgar fyrir borgarráð. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista frjálsra og óháðra, tók í bókun undir ábendingar og áhyggjur borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins „vegna síaukinna skuldbindinga og ábyrgða Reykja- víkurborgar vegna Línu.Nets. Ég bendi hins vegar á eindreginn stuðn- ing borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins við þátttöku Reykjavík- urborgar í Kárahnjúkavirkjun með miklu stærri skuldbindingum og al- varlegri afleiðingum fyrir borgarbúa en vegna Línu.Nets. Í þessum mál- flutningi Sjálfstæðisflokksins felst fullkomin þversögn,“ sagði í bókun Ólafs. Álit borgarlögmanns á kaupum OR á ljósleiðara Línu.Nets Ekki nauðsynlegt að fá samþykki eigenda OR TUTTUGASTA og níunda október næstkomandi fer fram málþing í Ráðhúsinu í Helsinki þar sem kynntar verða niðurstöður frá fimm ráðstefnum sem haldnar voru víðsvegar um Norðurlöndin nú á haustmánuðum um lýðræði í skóla- starfi. Ráðstefnurnar voru haldnar í tilefni af 50 ára afmæli Norð- urlandaráðs og var íslenska ráð- stefna haldin 19. september sl. á Hótel Loftleiðum. Á lokamálþinginu munu tvær ís- lenskar stúlkur, Valdís Guðrún Þórhallsdóttir og Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, 12 ára, fjalla um skólann sinn, Ártúnsskóla, og hvernig skólinn býr þær undir að vera þátttakendur í samfélagi sem er stöðugum breytingum undir- orpið, eins og segir í drögum að dagskrá málþingsins. Það læra þær m.a. í lífsleikni/samfélagsfræðum sem hefur verið hluti af aðal- námskrá grunnskóla um nokkurra ára skeið. „Í lífsleikni undirbúum við okkur undir framtíðina,“ segja þær þegar þær eru beðnar um að lýsa því hvað lífsleikni sé. Áslaug Arna segir að í því felist að læra um vináttu og um- burðarlyndi, frið og ábyrgð, meðal annars. Í skólanum hanga spjöld úr loft- inu með tilvitnunum eftir fræga einstaklinga sem vísa í viðfangsefni krakkanna í lífsleikni. Á einu þeirra stendur skrifað: „Skraut heimilis eru vinir sem þangað koma.“ Áslaug Arna og Valdís Guðrún eru saman í bekk. Í hverri viku er lífsleikni fléttað inn í nám bekkjar- ins og reyndar er svo í skólanum öllum en lífsleikni er kennd í öllum árgöngum skólans. Hluti af lífsleikni felst í að eldri nemendur aðstoða þá sem yngri eru við námið og á hver bekkur sinn vinabekk. Valdís Guðrún nefn- ir sem dæmi að yngri nemendur lesi gjarnan fyrir eldri bekkinga sem kvitti fyrir lesturinn í staðinn. Á föstudögum eru haldnar sam- komur þar sem flutt eru leikrit og sungið og nemendur gera ýmislegt fleira sér til gamans og skemmta hver öðrum. Í skólanum er mikið gert af því að syngja, segja þær, og að sjálf- sögðu munu þær syngja á mál- þinginu í Helsinki. En hvernig kom það til að ákveðið var að þær skyldu fara sem fulltrúar Íslands á þingið? „Guðrún [Kristinsdóttir] náms- ráðgjafi hringdi í okkur í sumar og spurði hvort við vildum taka þátt,“ segja þær báðar. Og að sjálfsögðu gátu þær ekki afþakkað boðið þó að þær viðurkenni að þær hafi verið með pínulítinn hnút í maganum enda vissu þær ekki nákvæmlega hvað þær væru að fara út í í fyrstu. Á hverjum vetri eru haldin menn- ingarkvöld í skólanum. Valdís Guð- rún og Áslaug Arna segja frá því að nemendur skólans beri ábyrgð á að allt gangi vel fyrir sig á menning- arkvöldunum, en í því felst að hafa umsjón með skemmtiatriðum, baka kökur í heimilisfræði og selja að- göngumiða svo fátt eitt sé nefnt. Þá er margt annað gert innan og utan veggja skólans þar sem komið er inn á viðfangsefni lífsleikninnar. Í síðustu viku fóru nemendur í Ártúnsskóla t.a.m. í heimsókn á Morgunblaðið og DV og kynntust starfseminni þar og unnu í fram- haldinu margvísleg verkefni í tengslum við fjölmiðla. Meðal ann- ars klipptu þau út fyrirsagnir og skrifuðu fréttir. Þá fengu krakk- arnir dagblöðin send til sín í skól- ann og lásu upp úr þeim á hverjum degi og unnu með efnið úr þeim. En hvernig passar dagblaðalestur sam- an við lífsleikni í skólanum? Stelpurnar eru fljótar að svara fyrir sig. Jú, með dagblaðalestri er margt hægt að læra. Þegar tveir og tveir vinna saman læra þeir sam- vinnu. Í dagblöðum kynnast krakk- arnir fjölbreytileika samfélagsins og taka þannig á hlutum eins og umburðarlyndi, vináttu og mörgu öðru. Á leið til Helsinki til að kynna skólann og námsefnið Morgunblaðið/Jim Smart Valdís Guðrún Þórhallsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 12 ára, eru fulltrúar Íslands á lokamálþingi um lýðræði í skólastarfi sem haldið er í Helsinki síðar í mánuðinum í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs. „Í lífsleikni búum við okkur undir framtíðina“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.