Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 12

Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa sent fjármálaráðherra lista yfir innfluttar mat- vörur sem bera mishá aðflutningsgjöld og virð- isaukaskatt og óskað eftir að gjaldtakan verði samræmd til hagsbóta fyrir neytendur. Í bréf- inu til fjármálaráðherra er bent á að í kjölfar umræðu um matvöruverð á Íslandi að und- anförnu sé eðlilegt að stjórnvöld hugleiði til hvaða ráðstafana megi grípa til að stuðla að lægra matvöruverði. Í tilkynningu frá SVÞ segir að gjöld á inn- fluttar matvörur virðist stundum vera tilvilj- anakennd og í innbyrðis ósamræmi. Dæmi um slíkar vörur sé kakómalt sem beri 14% virð- isaukaskatt ef það er ætlað til blöndunar í heitt vatn eða heita mjólk, en 24,5% ef drykkurinn er kaldur sem duftinu er blandað í. SVÞ er ekki kunnugt um hvernig eftirliti er háttað með því hvort fólk blandar kakómaltinu í heitan eða kaldan vökva. Leiðrétta þarf 11 vörutegundir Samkvæmt mati SVÞ þarf að leiðrétta gjald- töku af eftirtöldum vörutegundum, skv. eftirfar- andi samantekt samtakanna: 1. Kakómalt Ef gert er ráð fyrir að það sé blandað með heitu vatni eða heitri mjólk ber það 14% virð- isaukaskatt. Ef mælt er með að það sé blandað út í kalt vatn eða mjólk verður virðisauka- skattur 24,5%. 2. Sojamjólk Fólk sem er með mjólkuróþol þarf á þessari vöru að halda. Þó er lagt 8 kr. vörugjald á hvern lítra og á þessa vöru er síðan lagður 24,5% vsk. en ekki 14% eins og á venjulega mjólk. 3. Frosið grænmeti Innflutt frosið grænmeti í neytendapakkn- ingum og stórpakkningum ber 30% vörugjald. Ef grænmetið er niðursoðið er ekkert vörugjald lagt á vöruna. Á sl. ári var gerð sú breyting varðandi frosið grænmeti í stórpakkningum að sett var á það 30% vörugjald sem ekki var áður. 4. Frystar franskar kartöflur Frystar franskar kartöflur bera 76% toll og 14% vsk. 5. Kartöflumús Ef hún er flutt inn í duftformi ber hún 14 krónu gjald pr. kg og 42% vörugjald. Ef hún er flutt inn í flögum eru engin aðflutningsgjöld. 6. Snarl úr kartöfludufti Ef snarlið (flögur, skrúfur o.s.frv.) er fram- leitt úr kartöfludufti er enginn tollur, en ef það er framleitt úr heilum kartöflum eða skífum og steikt í feiti eru gjöldin 54%. 7. Borðedik og ediksýra Borðedik og ediksýra bera 24,5% virðisauka- skatt þó að um matvöru sé að ræða. 8. Lýsi Lýsi, fljótandi í flösku, ber 14% virðisauka- skatt. Lýsispillur bera 24,5% og fara þá í flokk með vítamínum og bætiefnum. 9. Marsipan, núggat, kökudropar og íssósur Virðisaukaskattur á þessum matvörum er 24,5% (þetta eru sykurblandaðar vörur). Eðli- legra væri að þessar vörur flokkuðust eins og sultur, marmelaði og hunang sem bera 14% virðisaukaskatt. 10. Ávaxtasafi 100% ávaxtasafi ber 24,5% virðisaukaskatt eins og drykkjarvörur sem bætt er í sykri, en þó er engum sykri bætt í þessar vörur. 11. Sykurvörur Sykurlaust kex eins og hrökkbrauð ber 14% virðisaukaskatt, en kex sem í er sykur ber 24,5% virðisaukaskatt. Aðrar matvörur sem sykur er í bera aðeins 14% virðisaukaskatt sbr. tölulið 8. Sykur ber sjálfur aðeins 14% virð- isaukaskatt og má því spyrja hvort ekki sé tölu- vert ósamræmi í virðisaukaskatti á matvöru. SVÞ segja misræmi í gjald- töku af innfluttum matvælum HEILDARÚTGJÖLD vegna fæð- ingarorlofs námu rúmum 3,2 milljörð- um króna á síðasta ári. Það er nærri helmingsaukning frá árinu 2000 þeg- ar greiðslur Tryggingastofnunar rík- isins, TR, til foreldra í fæðingarorlofi námu rúmum 1,6 milljörðum króna. Aukningin skýrist fyrst og fremst af því að á síðasta ári tóku ný lög um fæðingarorlof gildi þar sem feðrum var greiddur einn mánuður í orlof og greiddur var út sérstakur fæðingar- styrkur. Á síðasta ári öðluðust 6.823 ein- staklingar rétt til töku fæðingaror- lofs, 2.750 karlar og 4.073 konur. Fæðingarstyrk fengu 211 karlar en 817 konur. Útgjöld samkvæmt nýja kerfinu námu 2.756 milljónum króna en heildarútgjöld vegna fæðingaror- lofs námu 3.236 milljónum króna, að því er fram kemur í staðtölum Trygg- ingastofnunar. Þar kemur einnig fram að útgjöld TR vegna lyfja námu 4,8 milljörðum á síðasta ári eða þriðjungur af útgjöld- um sjúkratrygginga sem námu 15,2 milljörðum. Útgjöld vegna lífeyris- trygginga námu 19,9 milljörðum og ýmsar félagslegar greiðslur námu 5,8 milljörðum. Staðtölurnar, sem og annað efni frá ársfundi TR, má nálgast á vef Trygg- ingastofnunar, www.tr.is. Fæðing- arorlofs- greiðslur jukust um helming                                           DR. HANNES Hólmsteinn Giss- urarson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, hitti á dögunum frú Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, í móttöku sem haldin var á vegum bresku lávarða- deildarinnar og var myndin tekin af því tilefni. Að sögn Hannesar lá vel á frú Thatcher sem rifjaði upp ýmis atvik frá stjórnartíð sinni og fjallaði m.a. um réttarríkið. Þá sló hún á létta strengi og sagði brand- ara um sósíalismann. Að sögn Hannesar Hólmsteins sagði hún viðstöddum að fyrsta ár- ið sem hún var við völd hefðu 365 hagfræðingar sagt henni að stjórn- arstefna hennar gæti ekki gengið upp. Thatcher lauk lofsorði á Davíð Oddsson forsætisráðherra, í spjalli sem þau áttu saman. Ræddu þau m.a. um einkavæðingaráform í stjórnartíð Davíðs, tilraunir til að auka frelsi, lækka skatta og færa valdið til fólksins. Hitti Thatcher Hannes Hólmsteinn Gissurarson hitti frú Thatcher í móttöku á vegum bresku lávarðadeildarinnar 7. október sl.  ODDNÝ Mjöll Arnardóttir varði doktorsritgerð sína á sviði lögfræði við Edinborgarháskóla hinn 23. maí sl. Ritgerðin nefnist „Equality and Non-Discrim- ination in the European Con- vention on Hum- an Rights; Tow- ards a Substant- ive Approach“. Leiðbeinendur voru Wilson Finn- ie, lektor við Ed- inborgarháskóla, og dr. Guðmundur Alfreðsson, pró- fessor í Lundi. Ritdómendur voru dr. Stephen Neff, lektor við Edinborg- arháskóla og Iain Cameron, prófess- or í Uppsölum. Oddný mun vera fyrsta íslenska konan sem lýkur doktorsprófi í lögfræði. Í rannsókninni er fjallað um jafn- ræðisreglur 14. gr. Mannréttinda- sáttmála Evrópu og 1. gr. viðauka nr. 12 við sáttmálann sem ekki hefur enn tekið gildi. Sett er fram módel þriggja þátta sem hafa áhrif á það hversu strangt jafnræðisreglu 14. gr. sáttmálans er beitt í dómafram- kvæmd. Þessir þættir eru tegund mismununar, grundvöllur mismun- unar og þeir hagsmunir sem í húfi eru. Undir þeim áhrifaþætti sem nefnist tegund mismununar er sett fram nýtt hugtak, „passive discrim- ination“ eða óvirk mismunun, sem ætlað er að ná yfir jákvæðar skyldur ríkja. Það hefur verið viðtekið viðhorf að dómaframkvæmd á grundvelli 14. gr. sáttmálans sé óskýr og ósamstæð. Það módel áhrifaþátta sem þróað er í rannsókninni skýrir þessa dóma- framkvæmd og felur í sér nálgun sem er hæf til að takast á við hinn nýja viðauka nr. 12 við sáttmálann. Það er einnig niðurstaða rannsóknarinnar að áhrifaþættirnir skýri það hvenær sönnunarbyrði í máli flyst frá ein- staklingi yfir á ríki sem og það hve- nær 14 gr. sáttmálans er tekin til skoðunar í máli. Greining áhrifaþátta í rannsókninni styður þá ályktun að nálgun Mannréttindasáttmálans sé í auknum mæli að færast frá því að vera formleg yfir í að vera efnisleg. Oddný er fædd í Reykjavík 1970. Hún lauk stúdentspófi frá ML 1989, prófi frá lagadeild HÍ 1994 og öðl- aðist héraðsdómslögmannsréttindi 1995. Foreldrar hennar eru Örn Harðarson og Halla Mjöll Hallgríms- dóttir. Oddný er gift Gylfa Gíslasyni rekstrarhagfræðingi MBA, og þau eiga tvo syni, Gísla og Arnar. Oddný hefur hafið störf sem lögmaður á Lögmannsstofunni Skeifunni. Doktor í lögfræði LANDMÆLINGAR Íslands hafa gefið út nýjan geisladisk með Ís- landskortum fyrir PC-tölvur. Diskur- inn kallast „Íslandskort Landmæl- inga Íslands“ og til nýlundu telst að hann er gagnvirkur þannig að not- endur geta sjálfir skráð inn örnefni, merkt landsvæði, fært inn göngu- og ferðaleiðir á kortin og einnig upplýs- ingar um leiðir, til eigin nota eða til þess að senda öðrum. Geisladiskur- inn kostar 2.980 krónur. Þetta er annar geisladiskurinn sem Landmælingar gefa út en í fyrra kom út diskurinn á „Á flugi yfir Íslandi“ og hefur hann selst í sjö þúsund ein- tökum. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, afhenti Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, fyrsta eintakið af geisladiskinum við stóra Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur og sagði við það tæki- færi að þetta væru mikil tímamót hjá stofnuninni og ekki síður fyrir not- endur sem nú geti fengið ódýran kor- tadisk til þess að nota í PC-tölvur. „Þróunin hjá Landmælingum hefur verið mjög ör í því að koma öllum kortum á stafrænt form og á geisla- diska og vefurinn er okkar framtíð- arútgáfuform.“ Umhverfisráðherra sagði að marg- ir héldu að Landmælingar Íslands væru eingöngu að vinna fyrir stofn- anir en þær væru ekki síður að vinna fyrir allan almenning. „Þetta er fyrsta skipti sem almenningur fær svona gögn í hendurnar, kort á staf- rænum grunni sem hægt er að vinna með og miðað við það sem ég hef séð er alveg ótrúlegt gagn af þessum kor- tadiski og hann mun skapa alveg nýj- ar víddir. Þannig að ég er spennt að sjá hvernig menn munu nýta sér diskinn í framtíðinni.“ Á kortadisknum er að finna nokkur Íslandskort, þ.á m. aðalkort í mæli- kvarðanum 1:250 000, ferðakort í mælikvarðanum 1:500 000, stjórn- sýslu- og sveitarfélagskort og kort sem sýnir gróðurmynd af landinu. Þá er yfirlitskort og gervitunglamynd á diskinum. Það sem þó vekur kannski sérstakan áhuga er að notandinn get- ur tekið út ákveðin landsvæði og skráð sínar upplýsingar inn á þau. Þannig geta menn t.d. skráð eigin ör- nefnalýsingar, merkt góðar rjúpna- veiðislóðir, skrifað ferðalýsingar, stikað gönguleiðir o.s.frv. Einnig er hægt að tengja GPS-tæki við tölvuna og sjá staðsetningu á kortinu. Gagnvirkt Íslandskort á geisladiski Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoða Íslandskortið nýja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.