Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 41

Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 41 UMRÆÐUR um bólusetningar hafa aukist gífurlega undanfarin ár í hin- um vestræna heimi. Ekki er það að ástæðulausu. Flestir foreldrar láta bólusetja börnin í þeirri trú að þau séu að gera það besta fyrir börnin sín. Fáir foreldrar fá upplýsingar frá læknum um skaðann sem bólusetn- ing getur valdið. Við erum búin að kynna okkur málið og höfum komist að því að aukaverkanir frá bólusetn- ingu eru fjölbreyttar og margar. Þær eru m.a. flogaveikikast, fötlun, þarmabólga, ofnæmi, hár hiti, svefn- truflanir, rofið augnsamband, sein- þroski og jafnvel dauðsföll. Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með barninu eftir bólusetningu, skrá all- ar aukaverkanir niður. Foreldrar eru sjaldan látnir vita af heilbrigðiskerfinu, að það sé VAL að bólusetja. Þegar foreldrar ákveða að hafna bólusetningu, þurfa foreldrar að skrifa undir að þeir beri ábyrgð á barni sínu. Vill læknirinn skrifa und- ir að barnið þitt skaddist ekki eftir bólusetningu? Nú á að fara að bólusetja fyrir heilahimnubólgu C á Íslandi. Hvað vitum við um þetta bóluefni? T.d. stendur í vörulýsingu frá lyfjafyrir- tækinu Baxter : „Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki eru enn fyrir- liggjandi upplýsingar um gagnsemi bóluefnisins við að koma í veg fyrir heilahimnu-bólgufaraldur“. Það er eingöngu búið að nota bóluefnið í Bretlandi og Írlandi síðan 1999 og þar voru tilkynnt 16.000 tilfelli um aukaverkanir skömmu eftir bólu- setninguna. Við erum sem sagt þriðja tilraunalandið. Í fréttunum 13. okt.sl. var sagt að bólusetningin við heilahimnubólgu C entist alla ævi. En þetta bóluefni hefur eingöngu verið notað í fjögur ár. Hvernig er hægt að vita um langtímavirkni þessa bóluefnis? Það eru til upplýsingar um bólu- setningar, þar sem læknar eru á móti og með. Allir læknar vita að engin bólusetning verndar 100% gegn sjúkdómum. Erlendis eru greiddar háar skaðabætur vegna skaða eftir bólusetningu. Á rúmum áratug hefur ríkistjórn Bandaríkj- anna greitt tæpan milljarð dala í skaðabætur til foreldra. Í Bandaríkj- unum er til the FDÁs VAERS sem tekur á móti 11.000 skráningum ár- lega um aukaverkanir og slæm áhrif bólusetninga, af þessu er 1% (112+) dauðsföll vegna bólusetninga. Berum við ekki ábyrgð á börnum okkar? Með þessum pistli erum við EKKI að reyna að hræða fólk svo það láti ekki bólusetja börnin, heldur að fá fólk til kynna sér allar hliðar á mál- inu áður en það tekur lokaákvörðun. Við ráðleggjum öllum að leita sér upplýsinga m.a. á www.frennung.dk www.vaccinationsforum.dk www.909shot.com , www.thinktwice.com http://landlaeknir.is/template1.- asp?PageID=378#hvernig- aukaverkanir http://www.vaers.org/vaers.htm http://www.wddty.co.uk Okkur langar að heyra frá foreldr- um sem láta ekki bólusetja börnin sín. Hugsið ykkur tvisvar um. INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Sæbóli 33, Grundarfirði, srp64@binet.is, STEFFAN PETERSEN, srp64@binet.is, SHELAGH SMITH, goss@vdsl.is, ANGELIQUE KELLEY, angel_kelley@hotmail.com. Bólusetningar – þitt val Frá Ingibjörgu Björnsdóttur: MÉR blöskrar sú staðreynd sem blasir við systur minni og þjóð- félaginu í dag: Svo virðist sem börn séu alin upp í gegnum GSM-síma á Íslandi! Systir mín sem á son sem er ný- orðinn tíu ára og glímir við þá ákvörðun og togstreitu að hann langar í GSM-síma. Hann var reyndar búinn að ákveða að kaupa Playstation 2-tölvu með eldri bróð- ur sínum fyrir afmælispeningana sína en nú er erfitt að velja, besti vinur hans og „allir vinirnir eru komnir með síma“ eins og hann orðar það. Börnin virðast vera alin upp í gegnum síma í dag, jú vegna þess að það þarf að vera hægt að koma því til skila að mömmu og pabba seinkar og þau verða ekki komin heim fyrr en klukkan 19:00 í kvöld og því verður sonurinn að sækja litla bróður í leikskólann klukkan 16:00. Það þarf að minna á að læra heima beint eftir skóla og hafa snyrtilegt heima þegar mamma og pabbi koma dauðþreytt heim. Á flestum heimilum byrjar dag- urinn á því að börnin eru vakin klukkan 7:00, þá þarf að bursta tennur, klæða yngstu börnin, reka á eftir þeim eldri, smyrja nesti og borða morgunmat, allt í mesta flýti, til að ná í skóla og vinnu fyrir klukkan 8:00. Börnin þurfa því að vera án foreldra sinna frá klukkan 8:00 að morgni til klukkan 19:00 að kvöldi, sem gerir ellefu tíma á ein- um sólarhring, fyrir utan að tíu ára börn þurfa tíu tíma svefn á sólar- hring og fara því að sofa klukkan 21:00. Ef við leggjum þá saman eru þetta þrír tímar sem barnið er með foreldrum sínum. Ég spyr: Hvert stefnir eiginlega þjóðfélag okkar þegar við erum far- in að verja aðeins þremur tímum á dag með börnum okkar? Einhver myndi kannski segja að þetta væri ýkt dæmi, en ég er viss um að það eru þó nokkuð margir foreldrar sem þurfa að horfast í augu við þessa staðreynd; þurfa að fara á námskeið til að sinna kröfum og hraða neysluþjóðfélagsins til að vera fullvirk í því eða vinna lengur frameftir og þurfa því að koma skilaboðum til barna sinna í gegn- um GSM-síma og eru því tilneydd eða finnst það sjálfsagt að þau séu með svoleiðis tæknitól. Jú, því að það eru hvort sem er „allir vinirnir komnir með síma“. Hvað á systir mín að gera, á hún að leyfa syni sínum að kaupa GSM- síma þar sem „allir vinirnir eru komnir með síma“? Þess má geta að hún vinnur 75% vinnu, hún er að byrja á tölvu- námskeiði og pabbinn vinnur myrkranna á milli til að eiga fyrir GSM-símum fyrir alla fjölskylduna. Ætti hún að taka sjálfstæða og siðferðislega ákvörðun og leyfa syninum að kaupa ekki síma, eða á hún að láta stjórnast af barninu og markaðshyggjunni sem stjórnar þessu svokallaða „lögmáli markað- arins“ sem tröllríður öllum og boða skýr skilaboð til barnanna; að þau verði að fá síma eins og hinir og síð- ast en ekki síst til að vita hvar mamma og pabbi eru, þar sem þau eru aldrei heima. Fyrir utan allt saman hefur nú þegar komið í ljós, að GSM-símar geta valdið krabbameini! Hvað þá hjá börnum með óþroskaðan og ófullmótaðan heila. Því spyr ég: Er gemsauppeldi á Íslandi? VILMAR H. PEDERSEN, Eyjabakka 14, Reykjavík. Gemsauppeldi? Frá Vilmari H. Pedersen: MIKIÐ hefur verið ritað og rætt um virkjanaframkvæmdir og stóriðju hér á landi á undanförnum mánuð- um. Fámennur hópur mótmælenda sem kalla sig umhverfisverndar- sinna hefur verið áberandi í þjóð- félaginu, en sem betur fer eru hagsmunir þjóð- arinnar og jarðar- innar hafðir að leiðarljósi. Í Brundtland skýrslunni eru ríki heimsins hvött til þess að nýta endurnýjanlega orku, þar með talið óvirkjað vatnsafl, alls staðar í heiminum. Gróðurhúsaáhrif eru talin eitt al- varlegasta vandamál sem steðjar að mannkyninu. Um allan heim keppast menn nú við að vinna gegn þessari þróun. Þótt þessi vá blasi við mann- kyninu heldur eftirspurn eftir orku áfram að aukast. Mengunarlausir orkugjafar eru því mikilvægari en nokkru sinni fyrr til þess að sjá fyrir þörfum okkar. Aukin rafmagns- og álframleiðsla hér á landi er því skynsamleg í bar- áttunni gegn gróðurhúsaáhrifum á jörðinni. Raforkunotkun til álfram- leiðslu í heiminum byggist að stórum hluta á raforku vinnslu með kolum, sem er skelfilegur mengunarvaldur. Við nýtingu helstu jökuláa og háhita- svæða hér á landi til rafmagnsfram- leiðslu færi minna en 2% af flatar- máli landsins undir orkumannvirki. Allir landsmenn hljóta að vilja leggja sitt af mörkum til þess að minnka gróðurhúsaáhrifin eins og kostur er. Mikil vá steðjar hins vegar að líf- ríki sjávar umhverfis landið og ættu öll umhverfisverndarsamtök hér á landi að beina kröftum sínum að því máli. Mengunin frá kjarnorkuendur- vinnslustöðinni í Sellafield á Eng- landi er með öllu óásættanleg fyrir okkur Íslendinga. Víða um lönd hef- ur reynst erfitt að finna hentuga los- unarstaði fyrir geislavirkan úrgang. Hefur þá iðulega verið á það ráð brugðið að koma honum fyrir á hafs- botni. Það hefur verið eitt helsta bar- áttumál íslenskra stjórnvalda í al- þjóðlegu starfi að umhverfismálum að gripið verði til markvissra alþjóð- legra aðgerða til að draga úr og stöðva mengun hafsins frá land- stöðvum, því að um 80% af mengun sjávar eru rakin til ýmissa athafna á landi. Því er það krafa mín og allra hugsandi umhverfisverndarsinna að öll samtök, hverju nafni sem þau nefnast, veiti íslenskum stjórnvöld- um stuðning í þessu máli. Það skelfir mig og fleiri, að í byrj- un þessarar aldar sjást þess lítil merki frá helstu ráðamönnum heimsins að tekið verði á umhverf- ismálum af festu og einurð eins og nauðsyn krefur. Jöfnun auðs í heim- inum er eitt af frumskilyrðum fyrir góðum árangri í umhverfismálum, en sjálfselska og eigingirni mann- skepnunnar virðist ætla að ráða ríkj- um um ókomna tíð. Hundruðum milljóna er eitt í einn hval (Keikó) á meðan milljónir barna deyja úr hungri. Að öllum líkindum verður þessi öld sú síðasta hjá mannkyninu í óbreyttri mynd. Þessi staðhæfing kemur frá öllum helstu vísindamönn- um heims, það húmar að kveldi hjá okkur jarðarbúum. ODDGEIR ÞÓR ÁRNASON, garðyrkjutæknifræðingur, Esjugrund 52, Kjalarnesi. Húmar að kveldi Frá Oddgeiri Þór Árnasyni: Oddgeir Þór Árnason HINN 16. október sl. var grein á for- síðu Morgunblaðsins með fyrirsögn- inni „Milljónir barna svelta í hel ár- lega“. Þarna er Jesús á meðal þeirra og hann kallar til okkur: „Hjálpið mér, ég er svo svöng.“ Um þetta má lesa í Matteus 25:31-46. Svo las ég einnig auglýsingu um veisluhald Íslendinga í sjónvarps- dagskrá: Brúðkaup, afmæli, skírn, ferming, útskrift, erfidrykkja, kokkteilboð, jólahlaðborð o.s.frv. Endurgreiðsla: 150.000 krónur hámark. Ég get ímynda mér að um hverja einustu helgi allt árið um kring sé eitthvað af þessum veislum í gangi fyrir meira eða minna um 150.000. Það kostar hins vegar aðeins 950 krónur á mánuði að hjálpa einu barni í Afríku! Ég veit að margir Íslendingar eru í samtökum á borð við SOS, ABC, Borne-fonden, sem hjálpa börnum í vanþróuðum löndum. En því miður ekki nógu margir. Það eru mörg þús- und manns hér á landi sem hafa meira en nóg til að hjálpa einum eða tveimur af þessum sveltandi börn- um. En það vantar viljann og þess vegna þurfa svo mörg börn að deyja úr hungri daglega. Þetta er ekki aðeins vandinn á Ís- landi heldur um allan heim. Þetta er kallað afskiptaleysi (apathy). En fólk hér á að vera kristið. Ég byrjaði með eitt barn fyrir 24 árum, en í dag eru það fleiri. Samt er ég aðeins á örorkubótum, sem eru ekki einu sinni nóg handa mér. En um leið og ég tek að mér eitt barn í viðbót hjálpar Drottinn mér með það sem vantar, bæði handa mér og börnunum mínum. Ef viljinn til að hjálpa er fyrir hendi sér Drottinn um allt hitt. Ég veit því af eigin raun að það er einnig til mikil fátækt hér á Íslandi og búin að vera nokkuð lengi, með yfir 30.000 Íslendinga fyrir neðan fátæktarmörk. Það er ríkisstjórninni að kenna, af því að Ísland er núna meðal fimm ríkustu landa heims. Það er svo sannarlega engin ástæða fyrir þessari miklu fátækt hérna. En eins lengi og ríkisstjórn vill alls ekki gera neitt í þessu máli, ætti Rauði kross Íslands að safna mán- aðarlega fyrir þennan hóp fólks sem hefur ekki einu sinni fyrir mat eða læknishjálp. Þetta er ríkisstjórninni til hábor- innar skammar, það ætti öllum að vera ljóst. Vakna þú, Ísland, því að einn góð- an veðurdag kemur að skuldadög- um. SONJA R. HARALDS, Bakkakoti, Reykjavík. Fátækt – böl mannkynsins Frá Sonju R. Haralds: S n a ig e : G æ ð a g ri p u r á g ó ð u ve rð i. .. Gerð RF-315 hvítur HxBxD = 173x60x60 cm Kælir/frystir: 229+61 ltr. Kælivél Danfoss, kælimiðill R600A, orkuflokkur “A“, hávaði 40 dB(A) ÓTRÚLEGT VERÐ 57.990,- stgr. 2ja ára ábyrgð og fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Snaigé kæli- og frystiskápar fást í mörgum gerðum og stærðum, hvítir, metalic og stál. ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.