Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 35
✝ Ásdís Ísleifsdótt-ir fæddist í
Reykjavík 9. desem-
ber 1928. Hún lést á
Landspítalanum 14.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ísleifur Árna-
son, lagaprófessor og
borgardómari, f. 20.
apríl 1900, d. 7. ágúst
1962, og Soffía Gísla-
dóttir Johnsen hús-
freyja, f. 1. júní 1907,
d. 28. maí 1994.
Systkini Ásdísar eru,
í aldursröð: Gísli Guð-
mundur hæstaréttarlögmaður, f.
18. maí 1926, Árni tónlistarmaður,
f. 18. september 1927, og Hildur
Sólveig, f. 8. júlí 1934, d. 28. des-
ember 1969.
Ásdís gekk í hjónaband 30.
ágúst 1952. Eiginmaður hennar
var Ragnar Alfreðsson sölumaður,
f. 3. júní 1930, d. 12. maí 1986. For-
eldrar hans voru Alfreð Georg
Þórðarson kaupmaður, f. 1. sept-
ember 1909, d. 26. júní 1960, og
Theodóra Eyjólfsdóttir húsfreyja,
f. 1. júní 1912, d. 30.
janúar 1987. Ásdís
og Ragnar eiga fimm
börn: 1) Theodóra, f.
19. apríl 1951, maki
Róbert Albert Spanó.
Börn þeirra: Róbert
Ragnar, Ásdís
Mercedes og Giov-
anna Soffía Gabr-
iella. 2) Atli Ísleifur,
f. 2. september 1953,
maki Ágústa Guðríð-
ur Hermannsdóttir.
Börn hans: Arngrím-
ur, látinn, Ragnar
Theódór, Unnur
Perla og Atli Kolbeinn. 3) Örn, f.
28. október 1954. Börn hans: María
Guðrún, Ásdís Ýr og Martin Örn.
4) Soffía, f. 18. maí 1956, gift Lofti
Þorsteinssyni. Börn þeirra: Theo-
dóra Björg, Kristín Ragna og
Anna Katrín. 5) Hildur Sólveig, f.
30. mars 1970, sambýlismaður
Ólafur Þór Kristjánsson. Sonur
hennar: Ragnar Freyr.
Útför Ásdísar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Að hafa átt móður eins og
mömmu tel ég vera einber forrétt-
indi. Umhyggja og kærleikur henn-
ar var með eindæmum. Hún lét sig
allt varða þegar um var að ræða
börnin hennar, pabba heitinn, ætt-
ingja sína og vini.
Alveg frá bernsku, og fram á síð-
ustu stund, þráði ég nærveru henn-
ar. Ég get ekki talið upp hve oft ég
hugleiddi þá stund er ég hefði hana
ekki lengur, því það var mér ofraun.
Hún gæddi líf mitt fegurð og kær-
leika. Guð hefur alla mína tíð verið
mér mjög miskunnsamur og hefur
það einkennt allt líf mitt; með því að
ég ætti móður eins og hana og föður
sem bjó yfir mikilli umhyggju og
kærleik, en veikindi hans drógu úr
því að þessir eiginleikar hans fengju
að njóta sín. Mamma var aldrei söm
eftir lát hans. Hún elskaði hann á
þann hátt sem orð fá ekki lýst.
Mamma var ein af þeim mann-
eskjum sem naut ekki mikils verald-
legs auðs. En á banabeði hennar
gerði ég mér grein fyrir að hún hefði
átt mikil auðæfi í börnunum sínum.
Systkini mín, Atli Ísleifur, Örn,
Soffía og Hildur, ásamt mér voru
hennar gersemi. Sú nótt mun mér
ætíð vera minning um hve andlát
manneskju getur verið fagurt, þó
svo að sorgin um missinn sé óum-
ræðanlegur.
Ég gæti haldið áfram endalaust í
upptalningu á kostum hennar, en
þess tel ég ekki vera þörf. Þeir sem
þekktu hana munu skilja hvað ég
meina.
Ég læt því fylgja þessi orð úr
Biblíunni:
Þótt ég talaði tungum manna og engla,
en hefði ekki kærleika,
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekking,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll úr stað,
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum,
og þótt ég framseldi líkama minn,
til þess að verða brenndur,
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni,
en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt.
(1. Korintubréf. Kafli 13, vers 1–7.)
Guð geymi þig ávallt, elsku
mamma.
Þín dóttir,
Theodóra.
Mig langar að kveðja móður mína
Ásdísi Ísleifsdóttur með nokkrum
orðum. Ég minnist margra góðra
stunda með mömmu og þá sérstak-
lega úr Mávahlíðinni þegar faðir
minn var á lífi. Mamma var lengst af
heimavinnandi. Í Mávahlíðinni var
mikill gestagangur enda voru allir
velkomnir. Foreldrar mínir voru
mjög samheldnir og var það móður
minni mikill missir þegar faðir minn
lést árið 1986. Móðir mín hafði þá
greinst með Parkinsonsjúkdóminn
og fór hann versnandi eftir andlát
föður míns. Þrátt fyrir veikindi
hennar var alltaf stutt í húmorinn
og átti hún auðvelt með að sjá skop-
legu hliðarnar á tilverunni.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
yndislega stund með móður minni
tveimur dögum fyrir andlát hennar.
Við skelltum okkur á ball upp á Eir.
Hún var svo glöð og ánægð og sér-
staklega falleg þetta kvöld, búin að
klæða sig upp, og gera sæta og fína.
Við dönsuðum saman en hún varð
fljótt þreytt. Ég háttaði hana og sat
með henni góða stund. Þessa minn-
ingu um móður mína mun ég geyma
í hjarta mínu.
Mamma hafði barist við Parkin-
sonsjúkdóminn í rúm tuttugu ár og
nú síðastliðið vor fór hún í aðgerð
sem átti að auðvelda meðhöndlun
sjúkdómsins. Hún batt miklar vonir
við að ná betri líðan. Vonin ein var
svo sterk að hún gerði það að verk-
um að henni leið strax betur. Und-
anfarnar vikur mátti sjá að þrek
hennar fór dvínandi. Sunnudags-
kvöldið 13. október veiktist hún
skyndilega og lést mánudagsmorg-
un 14. október. Mér er það kært að
hafa fengið að vera hjá henni hennar
síðustu nótt.
Mér finnst ég eiga svo margt
ósagt og ógert með þér elsku
mamma. En þú ert eflaust hvíldinni
fegin. Ég á eftir að sakna þín elsku
mamma mín og þeirra stunda sem
við áttum saman, ég kveð þig með
sorg í hjarta.
Ég vil þakka starfsfólki á hjúkr-
unarheimilinu Eir fyrir góða
umönnun, þar leið henni vel.
Hildur Sólveig
Ragnarsdóttir.
Elsku mamma. Þá kom að því að
þú kvaddir okkur. Aldrei er maður
undirbúinn að horfa upp á ástvin
sinn deyja, sem betur fer. Mamma
var einstök kona og aldrei mátti hún
vita að eitthvert af börnunum henn-
ar skorti eitthvað. Það sannar
hversu móðurástin var sterk í henni.
Hefði mamma ekki gert hitt og
þetta fyrir mig veit ég ekki hvar ég
væri núna. En það var ómetanleg
hjálp sem hún hafði rétt mér í gegn-
um árin. Þegar mamma var á sínum
yngri árum var dugnaður hennar
óskiljanlegur og hennar markmið
var að halda fjölskyldunni saman,
hvað sem gekk á. Aldrei heyrði mað-
ur hana dæma einn eða neinn og
aldrei talaði hún illa um fólk. Þess-
um kostum búa ekki allir að. Þögnin
var hennar svar ef henni mislíkaði
eitthvað og ekki var með neinu móti
hægt að breyta hennar skoðunum á
nokkurn hátt.
Elsku mamma mín, nú ert þú laus
við þá þjáningu sem lögð var á þig.
Og ekki er hægt að skilja hvers-
vegna þú þurftir að bera svona
þungar byrðar síðustu árin sem þú
lifðir. Við áttum oft góðar stundir
saman upp á Eir, sunnudagarnir
mínir voru þínir og alltaf fór ég til
þín eins og ég gat. Þrátt fyrir alla
erfiðleikana sem þjáðu þig var húm-
orinn alltaf í lagi og þú komst manni
oft til að hlæja með kannski einni
setningu.
Elsku mamma mín, nú veit ég að
þér líður betur þar sem þú ert núna.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
mamma mín, og ég finn hvað vantar
mikið að hafa þig ekki hjá okkur.
Þinn sonur,
Örn.
Ásdís systir hefur safnast til feðra
sinna, hún er eflaust hvíldinni fegin
eftir erfið veikindi. Söknuður er í
hjarta eftir kæra systur. Margra
gleðistunda minnist ég á okkar
yngri árum. Af heimili þeirra Ragn-
ars í Mávahlíðinni stafaði alltaf
hlýja og góðleiki. Ásdís var fyrsta
símamær Búnaðarbankans og
bankastarfsmaður, en lengst af hús-
móðir við uppeldi barna sinna.
Börnum hennar og afkomendum
votta ég samúð mína og bið þeim
guðs blessunar.
Árni Ísleifsson.
Ég flyt þér móðir þakkir þúsund faldar
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna,
og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson.)
Ég kveð þig kæra tengdamóðir.
Blessuð sé minning þín.
Ágústa Hermannsdóttir.
ÁSDÍS
ÍSLEIFSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Lokað
Fyrirtæki okkar verður lokað í dag frá kl. 12 vegna jarðarfarar
SIGURGEIRS GUÐJÓNSSONAR.
Smith & Norland,
Nóatúni 4, sími 520 3000.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við fráfall og jarðarför ástkærrar eiginkonu
minnar, dóttur, tengdadóttur, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÁSDÍSAR ÞÓRU KOLBEINSDÓTTUR,
Dalsbyggð 4,
Garðabæ.
Guðmundur K. Jónmundsson,
Guðfinna Sigurgeirsdóttir,
Aðalheiður D. Ólafsdóttir,
Kolbeinn Guðmundsson, G. Birna Guðmundsdóttir,
Aðalheiður D. Guðmundsdóttir, Hákon Åkerlund,
Jónmundur K. Guðmundsson,
Guðmundur G. Guðmundsson, Anna B. Marteinsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
ÓLAFS JÓNSSONAR,
Skeiðháholti.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jóhanna Jónsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
PÉTURS FRIÐRIKS SIGURÐSSONAR
listmálara.
Sólveig Benedikta,
Pétur Friðrik Pétursson, Áslaug Ágústsdóttir,
Helga Lóa Pétursdóttir, Pétur Arnar Pétursson,
Anna H. Pétursdóttir, Steinn Logi Björnsson,
Bergljót Ylfa Pétursdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Katrín Ýr Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN S. HALLDÓRSSON,
Skarðshlíð 27,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 21. október.
Jarðarförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn
25. október kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
Heimahlynningu á Akureyri eða Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Thorfhildur Steingrímsdóttir,
Halldór Jónsson, Þorgerður J. Guðlaugsdóttir,
Jón Torfi Halldórsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir,
Guðlaugur Már Halldórsson, Elva Sigurðardóttir,
Arna Rún, Halldór Yngvi og Elvar Örn.