Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 11 Katrín Fjeldsted alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer dagana 22. og 23. nóv- ember nk. vegna alþingiskosning- anna næsta vor. Hún sækist eftir fjórða sæti. Katrín hefur set- ið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn frá ársbyrjun 1999 en verið vara- þingmaður frá 1995. Katrín er fædd í Reykjavík í nóv- ember 1946. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1966, kandídatsprófi í lækn- isfræði frá HÍ 1973 og stundaði framhaldsnám í Bretlandi á árunum 1974-1979. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum frá 1980. Katrín var borgarfulltrúi í Reykja- vík fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1982-1994. Sat í borgarráði 1986- 1994 og var annar varaforseti borg- arstjórnar 1985-1994. Ingvi Hrafn Óskarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ingvi Hrafn er formaður Sam- bands ungra sjálfstæð- ismanna. Hann er 28 ára lögfræð- ingur og starfar sem aðstoð- armaður dóms- og kirkju- málaráðherra. Ingvi hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna 1998- 1999, átti sæti í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík og á nú sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins. Á háskólaárunum var Ingvi formað- ur Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, átti sæti í Stúdentaráði og var kjörinn fulltrúi stúdenta í há- skólaráði. Stefanía Óskarsdóttir varaþing- maður og fráfarandi formaður Hvat- ar hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Hún sækist eftir sjötta sæti. Stuðningsmenn Stefaníu hafa opnað kosn- ingaskrifstofu að Laugarásvegi 1. Hún er opin frá klukkan 14–22 virka daga og frá klukkan 13–18 um helgar. Stefanía er fertug að aldri, doktor í stjórnmálafræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunumog hefur starfað sem kennari við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Á þessu kjör- tímabili hefur hún nokkrum sinnum tekið sæti á alþingi. Hún hefur setið í flokksráði Sjálfstæðisflokksins frá 1999. Hún lét af formennsku í Hvöt, félagi sjálstæðiskvenna í Reykjavík, á aðalfundi fyrir skömmu og var for- maður jafnréttisnefndar flokksins frá 2000–2002. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti og mennta- málaráðuneyti á kjörtímabilinu og sem formaður nefndar á vegum for- sætisráðuneytisins, sem rannsakar efnahagsleg völd í þjóðfélaginu með tilliti til kynferðis. Í DAG STJÓRNMÁL „BANKA skal stofna í Reykjavík, er kallast landsbanki; tilgangur hans er að greiða fyrir peninga- viðskiptum í landinu og styðja að framförum atvinnuveganna,“ sagði í fyrstu grein laga um stofnun landsbanka, sem Kristján 9. Dana- konungur staðfesti 18. september 1885 en Alþingi hafði samþykkt þá um sumarið. Málið hafði ekki haft langan aðdraganda. Opið í tvo tíma á dag „Landsbankinn verður opnaður 1. júlí næstkomandi og verður op- inn á hverjum virkum degi frá kl. 12–2 til 20. júlí. Prentuð eyðublöð undir beiðni um lán fást ókeypis í bankanum. Útborgun á lánsfé byrj- ar 7. júlí.“ Þannig var opnun fyrsta banka landsins auglýst í Ísafold 23. júní 1886. Ekki þótti ástæða til að tilgreina í auglýsingunni hvar bankinn væri til húsa, sennilega hafa flestir íbúa Reykjavíkur, sem voru þá um þrjú þúsund, vitað að hann var í hluta af steinshúsi norðan við Bakarastíg eða Bakarabrekku (nefnt eftir Bernhöft bakara). Fljótlega breytt- ist nafn götunnar þó í Bankastræti „því bæjarstjórn þótti betur við eiga að kenna götuna við hinn nýja banka en við hinn gamla bakara,“ sagði í Árbókum Reykjavíkur. Afgreiðslutími bankans tók nokkrum breytingum fyrstu mán- uðina. Á tímabili var opið þrisvar í viku og síðan tvisvar í viku. Um haustið var aftur farið að hafa opið á hverjum virkum degi, en aðeins í klukkustund í senn. Starfsmenn í hlutastarfi Í upphafi voru starfsmenn bank- ans aðeins þrír, og allir í hluta- starfi. Lárus Sveinbjörnsson, 51 árs dómari í Landsyfirdómi, var bankastjóri, eða framkvæmdastjóri bankans eins og það var nefnt, Halldór Jónsson, 28 ára guðfræð- ingur og bæjarfulltrúi, var féhirðir, og Sighvatur Bjarnason, 27 ára landshöfðingjaritari, var bókari. Þeir höfðu allir siglt til Kaup- mannahafnar veturinn áður og kynnt sér starfsemi banka. Bankastjórinn hafði 2.000 krónur í árslaun en hinir 1.000 krónur hvor. Auk þess kaus Alþingi tvo gæslu- stjóra, Eirík Briem og Jón Pét- ursson, og mynduðu þeir, ásamt bankastjóranum, stjórn bankans. Gæslustjórarnir fengu 500 króna þóknun árlega og átti annar þeirra alltaf að vera við þegar bankinn var opinn. Skrifað á alla seðlana „Landsbankinn fær að láni úr landsjóði allt að hálfri milljón króna, er skal vera vinnufé hans,“ sagði í lögunum. Í þessum tilgangi var heimilað að gefa út þrjár teg- undir af seðlum, gráa 5 krónu seðla, bláa 10 krónu seðla og brúna 50 krónu seðla. Ástæða þótti til að taka fram í lögunum að engum öðr- um en landsjóði væri heimilt að gefa út „bréfpeninga“ hér á landi. Framan á hverjum seðli var „brjóstmynd hans hátignar kon- ungsins,“ eins og það var orðað í auglýsingu. Bakhliðar verðminnstu seðlanna voru auðar en kven- mannsmynd aftan á 50 króna seðl- inum. Landshöfðingi skrifaði nafn sitt á hvern einasta seðil svo og einn af embættismönnum bankans. Þetta var mikið verk og tafði fyrir af- greiðslu lána um skeið, enda „að sögn fullkomið dagsverk að undir- skrifa 1.000 seðla,“ sagði Ísafold. Fyrsta hálfa árið voru gefnir út þrjú þúsund 50 króna seðlar, fimm- tán þúsund 10 króna seðlar og átta þúsund 5 króna seðlar. Bankinn veitti 290 fasteign- arveðlán, 60 sjálfsskuldarábyrgð- arlán og 17 önnur lán. Keyptir voru sex víxlar og fjórar ávísanir. Fast- eignalán máttu nema allt að helm- ingi eða tveimur þriðju af virðing- arverði dómkvaddra manna og voru ekki til lengri tíma en tíu ára. Útlánsvextirnir voru 5% og 6%. Meðal útgjaldaliða bankans voru húsaleiga, eldiviður, ljós og ræsting og húsbúnaður ýmislegur, þar á meðal peningaskápar. Í reglugerð um bankann var tekið fram að á að- alpeningahirslunni skyldi þannig gerð að „ekki verði henni lokið upp nema með 2 lyklum sem ekki eru eins,“ og átti bankastjórinn að hafa annan en féhirðirinn hinn. Það voraði ekki vel árið 1886. Veturinn hafði verið snjóþungur, með löngum og hörðum kuldaköst- um, og hafís lá við land frá því í mars og fram í ágúst. Þetta var ár- ið sem Reykvíkingar minntust þess að hundrað ár voru síðan kaupstað- arréttindi fengust. En til mestra tíðinda taldist opn- un Landsbankans á miðju ári. „Um ekkert mál hefur verið jafn mikið ritað og rætt af öllum almenningi sem um bankann síðan hann tók til starfa,“ sagði í Þjóðólfi í árslok. Þess var getið að bankinn hefði bætt úr mestu peningaþrönginni og að brýnast væri í framtíðinni að hann losaði menn „úr ánauð láns- verslunarinnar“. Rúmlega 116 ára saga Starfsemi Landsbankans hefur breyst mikið síðan hann tók til starfa fyrir 116 árum. Innláns- starfsemi hófst á öðru starfsárinu, þegar Sparisjóður Reykjavíkur (hinn eldri) var sameinaður bank- anum. Flutt var í nýbyggt hús við Austurstræti 1898. Fyrsta útibúið var opnað á Akureyri 1902. Lands- bankinn fékk samkeppni þegar Ís- landsbanki (hinn eldri) tók til starfa 1904, Búnaðarbankinn bætt- ist við 1930 og síðar fleiri banka- stofnanir. Á eitt hundrað ára afmæli bank- ans, 1986, hreyfði Jónas Haralz bankastjóri þeirri hugmynd í viðtali við Morgunblaðið að bankinn ætti að „opnast fyrir aðild og áhrifum almennings“ með sölu skuldabréfa og hlutabréfa. „Þessi þróun gæti endað með því að bankinn yrði al- menningshlutafélag.“ Landsbanka Íslands var breytt í hlutafélag í ársbyrjun 1998 og með sölunni til Samson ehf. lýkur bein- um afskiptum hins opinbera af elsta banka landsins. Bankinn sem Bankastræti er nefnt eftir Fyrstu starfsárin var Landsbankinn í tveimur herbergjum í steinhúsinu sem nú er númer 3 við Bankastræti í Reykjavík (vinstra megin á myndinni, með gluggum á stafninum). Þar var lengi prentsmiðja og bókaverslun en síðustu ár hefur verið snyrtivöruverslun í þessu húsi. Með sölu ríkisins á hlut sínum í Lands- bankanum lýkur afskiptum hins opinbera af elstu bankastofnun landsins. Jónas Ragnarsson stiklar á stóru í sögu bankans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.