Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 17
Fyrsta skóflustungan var tekin með gamalli dráttarvél af gerðinni International W-4, 23 hö. Aftan í henni var sér-
stök traktorsreka, en rekunni stýrðu sameiginlega Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður á Hvanneyri (lengst til
vinstri), Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri.
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA tók
fyrstu skóflustunguna að nýju fjósi á
Hvanneyri að viðstöddum fjár-
málaráðherra og fjölda gesta 17.
október sl.
Dagskráin hófst með því að Fram-
kvæmdaráð Landbúnðaðarháskól-
ans á Hvanneyri fylgdi ráðherra og
fylgdarliði um Hvanneyrarstað. Að
skoðunarferð lokinni snæddu boðs-
gestir, nemendur og starfsfólk skól-
ans hádegisverð í matsal skólans,
alls um 150 manns.
Undir borðum voru flutt ávörp, og
fyrstur talaði Magnús B. Jónsson
rektor. Lýsti hann aðdraganda og
ákvörðunum um byggingu hins nýja
fjóss, og hverjar væntingar væru til
þess gerðar. Síðan sagði hann:
„Nýtt kennslufjós hér er upphafið
að nánu sameiginlegu fræðastarfi í
nautgriparæktinni á sama hátt og
við höfum verið að byggja upp á
þeim sviðum sem ég áður nefndi. Nú
hillir undir að ný kennslu- og rann-
sóknaraðstaða í nautgriparæktinni
verði orðin að veruleika innan
tveggja ára. Dagurinn í dag markar
upphaf þess ferils.“
Hann þakkaði þeim aðilum sem
hafa komið að undirbúningi og fjár-
mögnun verkefnisins og sagði
ánægjulegt hversu vel hefði tekist.
Síðan sagði Magnús B. Jónsson:
„Sú nýja bygging sem við hyggjumst
reisa hefur verið lengi á döfinni og
nú þegar hún er að verða að veru-
leika þykir hún af sumum bæði stór
og dýr. Þegar núverandi fjós var
byggt var það sama uppi á ten-
ingnum. Núverandi fjós var teiknað
af Guðjóni Samúelssyni og er ásamt
hlöðu nálega 1.000 m² að flatarmáli.
Byggingin var byggð í tveim áföng-
um, fjósið 1928 og hlaðan 1929. Það
rúmaði 85 gripi kostaði um 135.000,-
kr. með öllum búnaði. Nú hyggjumst
við byggja um það bil 1.500 m² bygg-
ingu yfir 50–60 kýr ásamt uppeldi til
mjólkurframleiðslu. Byggingartími
er áætlaður 1 og ½ ár og kostnaður
um 100 m.kr. Til samanburðar um
kostnað má nefna að árið 1928–1929
kostaði fæðisdagur nemenda 1,36
kr. Í dag er áætlaður fæðisdagur
reiknaður á sama hátt um 1.600 kr.
eða um 1100–1200 sinnum hærri.
Þessi nýja aðstaða mun leysa af
hólmi 75 ára gamla byggingu sem á
sínum tíma var einhver glæsilegasta
útihúsabygging á Íslandi, svo glæsi-
leg og nýtískuleg að við hæfi þótti að
sýna hana Kristjáni konungi X þeg-
ar hann var á ferð hér á landi árið
1930.“
Eftir stutt ávörp landbúnaðar-
ráðherra og fjármálaráðherra tók
Magnús Sigsteinsson, ráðunautur og
aðalhönnuður hins nýja fjóss, til
máls og lýsti byggingunni í máli og
myndum. Að síðustu tók Bjarni Guð-
mundsson kennari til máls og sagði
meðal annars:
„Það fjós sem nú er að ljúka hlut-
verki sínu á Hvanneyri var byggt á
árunum 1928–1929. Til að minna á
þá tæknibyltingu sem orðið hefur í
íslensku samfélagi síðan verður
fyrsta skóflustungan að hinu nýja
fjósi tekin með verkfærum liðins
tíma; traktorreku og International
W4 járnhjólatraktor.“
Að lokinni athöfninni í matsalnum
var farið að fyrirhuguðum bygging-
arstað sem er suður af fjárhúsunum
á Hvanneyri. Þarna stóð glæsileg
rauðmáluð dráttarvél International
W-4, 23 hö., árgerð 1945 og aftan-
ífest traktorsrekan. Öllum við-
stöddum létti þegar hin aldna vél
hrökk í gang í annarri tilraun.
Guðni ráðherra steig upp í vélina og
ók nokkra metra, síðan var skipt um
ökumann, en ráðherrann, með hjálp
Bjarna Guðmundssonar kennara og
Guðmundar Hallgrímssonar ráðs-
manns stýrði rekunni þar til hún
fylltist af mold.
Viðstöddum var boðið í Bútækni-
húsið á Hvanneyri í kaffiveitingar.
Þar fluttu ávörp: Þorsteinn Tóm-
asson, forstjóri RALA, Bjarni Guð-
mundsson, kennari, Ari Teitsson,
formaður Bændasamtaka Íslands,
Þórólfur Sveinsson, formaður
Landssambands kúabænda og
Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borg-
arfjarðarsveitar, en hann sagði með-
al annars: „Þar sem tveir ráðherrar
koma saman, þar eru framkvæmdir,
annaðhvort upphaf eða endir.“
Að lokum var sest niður og samn-
ingar undirritaðir. Fyrst Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra og
Geir Haarde fjármálaráðherra og
síðan Magnús B. Jónsson rektor og
Pétur Jónsson, húsasmíðameistari
og verktaki.
Nýtt rannsóknar-
og kennslufjós rís
á Hvanneyri
Morgunblaðið/Davíð
Skorradalur
Samæfing við rætur Snæfellsjökuls
Morgunblaðið/Alfons
UM síðastliðna helgi var haldin
samæfing björgunarsveitanna
Klakks frá Grundarfirði, Sæbjarg-
ar frá Ólafsvík og Bjargar frá Hell-
issandi. Æfingasvæðið var við ræt-
ur Snæfellsjökuls.
Æfingin var miðuð við hjón sem
ætluðu að ganga á Snæfellsjökul.
Þau höfðu ekki skilað sér til
byggða og reyndust hafa dottið
ofan í sprungu, samkvæmt æf-
ingaáætluninni. Þurftu leitarmenn
að byrja á því að staðsetja bíl
þeirra hjóna og leita út frá honum.
Þegar björgunarsveitir höfðu fund-
ið hjónin var sigið ofan í sprunguna
og þau hífð upp í börum. Að sögn
Davíðs Óla Axelssonar formanns
björgunarsveitarinnar Bjargar
tókst æfingin vel, en auðvitað eru
alltaf vankantar á sem slípa þarf
af. Svona samæfingar eru nauðsyn-
legar, því oftar en ekki eru allar
björgunarsveitirnar kallaðar út
þegar sambærileg slys verða.
Ólafsvík
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 17
VISTVERND í verki er verkefni sem
unnið hefur verið í Hveragerði um
nokkurt skeið. Starfshóparnir sem
unnið hafa eftir þessum markmiðum
eru orðnir fimm og var lokafundur hjá
síðasta hópnum haldinn á bókasafn-
inu í byrjun mánaðarins. Á þennan
fund voru einnig boðaðir þeir sem
áhuga hafa á að taka þátt í næsta
vinnuhópi og þeir upplýstir um það
hvernig starfið gekk. Útskriftarhóp-
urinn kallaði sig Paradísarhópinn og
vann sína vinnu sl. vor.
Fundarmenn voru upplýstir um
könnun sem gerð hefur verið hjá þeim
sem tekið hafa þátt í verkefninu Vist-
vernd í verki. Þar kemur fram að hjá
þátttakendum hefur notkun á bensíni
lækkað um 6%, rafmagnsreikningur
heimilanna hefur lækkað að meðaltali
um 6.500 kr. á ári og sorpið í rusla-
tunnuna hefur minnkað um 200 kg að
meðaltali á hverja fjölskyldu á ári.
Fólk hefur áhuga –
bara ekki núna
Kolbrún Þóra Oddsdóttir, um-
hverfisstjóri Hveragerðisbæjar, hef-
ur leitt hópana og aðstoðað þá við að
komast af stað. Kolbrún sagði m.a. í
inngangi sínum að verkefnið skiptist í
sex fundi sem haldnir eru á tveggja
vikna fresti og skiptast meðlimir
hópsins á um að stýra fundunum. Þar
getur fólk gert sér grein fyrir því
hverju það vill breyta í sínum lífsstíl,
fengið góð ráð og stuðning til að örva
ímyndunaraflið. Einnig kemst fólk að
því hversu gífulegur sparnaður það er
að lifa umhverfisvænu lífi.
Kolbrún bað meðlimi Paradísar-
hópsins að deila sínum upplifunum
með fundargestum. Þeir höfðu þetta
að segja um sína reynslu.
Þetta er viss lífsstíll sem maður
verður meðvitaður um, t.d. með því
að borða hollan mat í staðinn fyrir
rusl.
Árangurinn er kannski ekki
alltaf mælanlegur.
Stór þáttur er flokkun sorps. Hér
er um að ræða smásparnað hér og
þar.
Verst er hversu erfitt er að virkja
fólk með í þessa vinnu.
Fólk hefur áhuga – bara ekki núna.
Við verðum að virkja fólk í kringum
okkur og gerum það.
Ég þvæ bílinn á mölinni heima í
staðinn fyrir að þvo hann á bíla-
þvottastöðinni.
Núna hendi ég niðursuðudósum í
járngáminn í stað ruslatunnunnar.
Spilliefnum má ekki henda í vatnið.
Ég nota núna minni sápu og kaupi
vistvæn merki. Uppástunga kom
um að búðirnar settu vistvænar
vörur í sérmerktar hillur.
Verslunareigendur hér eru já-
kvæðir að kaupa inn umhverfis-
vænar vörur sé þess óskað.
Hér er miklu hent sem hægt væri
að endurnýta.
Þó svo að ég flokki allt sorp, er ekki
alveg víst að allt verði endurunnið.
Ég er samt að gera mitt besta og
það er góð framtíðarsýn.
Eftir þessa umfjöllun gat Kolbrún
þess, að hvert skref sem stigið er þarf
að hugsa til enda og bera þarf virð-
ingu fyrir öllum sem taka þátt í þessu
skrefi.
Sparnaður með vistvernd í verki
Hveragerði
Málstofa
um aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu
í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101,
miðvikudaginn 23. október 2002 kl. 12.15-13.30
Málstofustjóri: Prófessor Eiríkur Tómasson,
forseti lagadeildar H.Í.
Málshefjendur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur
í utanríkisráðuneytinu og forstöðumaður
Hafréttarstofnunar Íslands.
Stefán Ásmundsson, þjóðréttarfræðingur
í sjávarútvegsráðuneytinu, aðalfulltrúi Íslands
í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Eftir framsögu svara málshefjendur fyrirspurnum fundarmanna.
Hafréttarstofnun
Íslands
Lagadeild
Háskóla Íslands