Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 31

Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 31 komið sér upp og viðurkennt mæli- kvarða, viðmið og lög sem gera okkur kleift að komast að niður- stöðu um hverjar okkar mestu nátt- úrugersemar eru, en margt bendir til að Þjórsárver eigi að fylla þann flokk. Því er það svo, að unnt er að krefjast nýtingar þeirra allra að einhverju marki og því ekkert und- anskilið, hvert svo sem verðmæti þessara djásna kann að vera. Þó að flestar þær aðgerðir sem fram- kvæmdar eru í nafni náttúruvernd- ar nú um stundir séu ásættanlegar málamiðlanir eða leikreglur sem bæta samskipti manns og náttúru, þá er það samfélag ekki vel statt sem ekki kemur í verk að skil- greina sínar helstu náttúrgersemar og eiga þær óskemmdar. Stjórnmálin bregðast Í þessu efni hafa stjórnmálin í landinu brugðist og reynst æði tækifærissinnuð og skammsýn. Þau hafa vanrækt að móta leikreglurn- ar, vanda vinnubrögðin og bjóða því heim hinum stærstu slysum í samskiptum manns og náttúru. Þeim dettur heldur ekki í hug að spyrja um og virða rétt fólksins til að tengjast á einn eða annan hátt einstakri náttúrusmíð, sem landið gaf. FYRIRÆTLANIR um gerð Norðlingaöldulóns neðan Þjórsár- vera vekja spurningar um stöðu náttúruverndar á Íslandi. Við héld- um mörg að sátt væri náð um Þjórsárverin og ráðamenn og al- menningur hefðu mótað skýra vit- und um stöðu þeirra í náttúru landsins og huga fólks. Þrjátíu ára saga Tekist var á um Þjórsárver á átt- unda áratugnum. Sjálfur átti ég þá sæti um tíma í opinberri nefnd um umhverfisáhrif orkumannvirkja og fór þar fram mikil orðræða um náttúruvernd í tilefni af kröfu um miðlunarlón sem skerða mundu Þjórsárverin. Þá var vistfræðileg þekking á Verunum miklu minni en hún er nú og hugmyndir um söfnun vatns til virkjana styttra komna en síðar varð. Ekki fékkst viðurkenn- ing á Þjórsárverum sem einu mesta djásni lands og þjóðar, sem ekki mætti skerða og reynd var gam- alkunn aðferð að stilla upp tveimur kostum til að velja á milli, Þjórs- árverum og Eyjabökkum. Síðar lauk þessu að sinni með málamiðl- un um stofnun friðlands 1981 og málamiðlunarsamkomulagi 1987. Við héldum mörg fram á þetta ár, þar á meðal sumir ráðherra Fram- sóknarflokksins í núverandi ríkis- stjórn, að Þjórsárver væru tryggð og tíminn, aukin vistfræðiþekking, aukin kynni og vitund margra um Þjórsárver hefðu stuðlað að því. Nú virðast stjórnvöld hins vegar reiðu- búin til að hengja sig á gamla fyr- irvara, sem settir voru að kröfu orkufyrirtækja, við allt aðrar að- stæður en við búum við. Íslenskt samfélag hefur ekki Eftir Stefán Bergmann Höfundur er dósent í líffræði og umhverfismennt og tekur þátt í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „Í þessu efni hafa stjórn- málin í land- inu brugð- ist.“ Hver er staða náttúruverndar á Íslandi? EVRÓPUFERLINU sem sett var af stað á stofnfundi Samfylk- ingarinnar í maí 2000 er nú að ljúka. Á stofnfundinum ákvað hin nýja hreyfing íslenskra jafnaðar- manna að móta sína eigin stefnu í afstöðunni til samskipta Íslands og Evrópusambandsins. Lagt var í mikla vinnu við að skilgreina samningsmarkmiðin og leit hún dagsins ljós í bókinni Ísland í Evr- ópu. Þessa dagana eru félagsmenn í Samfylkingunni að ljúka ferlinu með því að greiða atkvæði um hver framtíðarstefna flokksins skuli vera. Hvort stefna eigi að aðild- arumsókn í Evrópusambandið eða ekki. Margar spurningar vakna þegar lagst er yfir hugsanlega kosti og galla aðildar. Fundaröð flokksins um kosti og galla aðildar sem byggð var á Evr- ópuúttektinni skýrði málin og gaf okkur kost á að fræðast og ræða þessi mál á opinn og hreinskiln- islegan hátt. Leið Davíðs Oddsson- ar var sem betur fer ekki farin, enda væri málið þá ekki á dagskrá næstu áratugina og við kannski að svíkja næstu kynslóðir um þau tækifæri sem í aðild kunna að fel- ast. Umræðan hefur að mestu verið vönduð og upplýsandi. Hjákátlegt pex Davíðs Oddssonar og félaga um debet og kredit Evrópusam- bandsaðildar skilaði engu öðru en því að almenningur varð enn ringl- aðri í því en áður hvað væri Íslandi fyrir bestu. Því um það snýst þessi umræða og ekkert annað. Er hags- munum þjóðarinnar betur borgið með fullri aðild eða ekki? Staðan sem við erum í nú er sú að við er- um 80% aðilar að ESB í gegnum EES-samninginn, án þess að hafa nokkur áhrif á stefnumótun sam- bandsins. Er fullveldið þannig tryggt með áhrifaleysinu? Tökum þátt í kosningunni með því að skila inn atkvæði fyrir næsta föstudag og jafnframt skora ég á jafnaðar- sinnaða áhugamenn um þessi mál að ganga til liðs við Samfylkinguna og hafa áhrif á stefnuna. Eftir Katrínu Júlíusdóttur Höfundur er varaformaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. „Þessa dagana eru félagsmenn í Samfylk- ingunni að ljúka ferlinu með því að greiða akvæði um hver framtíðarstefna flokks- ins skuli vera.“ Fullveldi tryggt með áhrifaleysi? Í PRÓFKJÖRI Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi 9. nóv- ember mega allir 16 ára og eldri taka þátt ef þeir hafa skráð sig fyrir 2. nóvember. Þarna er kjörið tækifæri fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á val á fram- boðslista Samfylk- ingarinnar. Ungt fólk hefur allt of lítil áhrif á stjórn- málin og það vantar sárlega ungt fólk á Alþingi, sem er það elsta í heimi. Björgvin G. Sigurðsson hefur gef- ið kost á sér í prófkjöri Samfylking- arinnar. Hann er öflugur, ungur maður sem hefur verið kraftmikill baráttumaður fyrir sameiningu jafn- aðaraflanna í mörg ár. Var meðal annars kosningastjóri Samfylking- arinnar í Árborg í vor og fram- kvæmdastjóri flokksins á landsvísu. Yngsti framkvæmdastjóri stjórn- málaflokks á Íslandi. Ég skora á fé- lagshyggjufólk og jafnaðarmenn í Suðurkjördæmi að styðja Björgvin í prófkjörinu 9. nóvember. Tryggjum kraftmikinn og hæfan mann á Al- þingi. Tökum þátt – höfum áhrif á að velja framtíðarleiðtoga fyrir nýja kjördæmið. Öflugan og ungan mann á Alþingi Már Ingólfur Másson, formaður Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi, skrifar: ÞAÐ ríkir ófremdarástand í öldr- unarmálum og má færa rök fyrir því að margir eldri borgarar búi við hálf- gerða neyð. Hrikaleg dæmi eru um það að fólk fái ekki inni á hjúkrunar- stofnunum og flestar fjölskyldur þekkja dæmi um úrræðaleysi í mál- efnum eldri borgara. Það er með ólík- indum hvernig staðið er að mörgu í málefnum aldraðra og stappar nærri því að flokkast undir pólitískt hneyksli. Vandinn vex Á fundi hjá Samfylkingunni í Reykjanesbæ um framtíð heilbrigð- isþjónustunnar var m.a. rætt um mál- efni eldri borgara. Þar rakti Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Öldr- unarráðs Íslands og 1. varaformaður Eflingar – stéttarfélags, með eftir- minnilegum hætti stöðu mála. Stjórn- völd hafa haldið illa á þessum málum og ekki horft til framtíðar. Nú eru um 11% þjóðarinnar eldri borgarar og eftir 25 ár er talið að hlutfallið verði um 18%. Því verður vandinn sem við horfum fram á nú margfaldur innan nokkurra ára sé ekki gripið til rót- tækra aðgerða og forgangsraðað í þágu þessara mála. Færa má sterk rök fyrir því að við séum ekkert sér- staklega góð við gamla fólkið og að þeirri kynslóð sem byggði landið og breytti úr fátæku þjóðfélagi yfir í að vera nútímalegt velferðarríki sé ekki sýndur sá sómi sem hún á skilið. Það er slæmt að vita til þess að margir eldri borgarar eigi ekki kost á öruggum og góðum samastað í tilver- unni að dagsverki loknu í skemmti- legu og lifandi umhverfi. Það er ekki nóg að byggja og bæta, það er þörf á viðhorfsbreytingu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að margir eldri borgarar búa við félagslega einangrun, eru ein- mana og afskiptir. Það þarf að gera svo miklu betur til að nóg sé að gert og Samfylkingin á að vera í farar- broddi í baráttu fyrir bættum hag eldri borgara. Það sem brýnast er að gera til að bæta vandann er: – Að fjölga möguleikum til hvíldar- innlagnar. – Að fjölga þjónustuíbúðum og hjúkr- unarrúmum. – Að tryggja fyrsta flokks aksturs- þjónustu fyrir eldri borgara um allt land. – Að hraða uppbyggingu hjúkr- unardeilda. – Að leiðrétta kjörin t.d með því að hækka ellilífeyri og frítekjumarkið. – Að auka heimaþjónustu við þá sem þess óska. – Að tryggja aðgengi að öflugu fé- lagslífi eldri borgara. Erum við góð við gamla fólkið? Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þátttakandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að margir eldri borgarar búa við félagslega einangrun, eru einmana og afskiptir.“ SAGT er að það sem er gott fyrir stórfyrirtækin sé gott fyrir Ísland. Það kann að vera sannleikskorn í því en viðskiptablokkirnar og tengsl þeirra við stjórnmálaflokka eru líka ógnun við fjölbreytni og nýliðun í at- vinnulífinu. Smáfyrirtæki og ein- yrkjar eiga undir högg að sækja vegna stefnu stjórnvalda og nauð- synlegt er að huga sérstaklega að stöðu þeirra vegna þeirra risaverk- efna sem framundan eru í virkjunar- og stórðiðjumálum. Það er gömul og ný staðreynd að mikilvægir þættir peningamála eins og gengi og vextir hafa löngum verið miðaðir við þarfir sjávarútvegs, og á næstu árum er út- lit fyrir að stóriðjan sogi til sín mest af svigrúminu til fjárfestinga. Sam- fylkingin hefur að undanförnu hugað sérstaklega að málefnum smáfyrir- tækja og leggur áherslu á að allt lagaumhverfi þeirra verði tekið í gegn, og úttekt gerð á því hvernig gildandi lög í efnahags- og atvinnu- málum koma út fyrir smáfyrirtæki og einyrkja. Sambærileg úttekt á stöðu smáfyrirtækja í Bandaríkjun- um leiddi til nýrrar sóknar smáfyr- irtækja og nýsköpunar þar í landi. Jákvæð þróun stöðvuð Sú meginstefna núverandi ríkis- stjórnar að lækka skatta á hagnað og eignir, en hækka skatta á tekjur og launagreiðslur, er öllum ljós. Fyrir- huguð hækkun tryggingargjalds, sem er launaskattur, um næstu ára- mót mun koma illa niður á smáfyr- irtækjum með litla framlegð og þeim sem eru í uppbyggingu. Hún mun stöðva þá jákvæðu þróun sem hafin er með því að verktakar eru að stofna einkahlutafélög um starfsemi sína vegna lægri hagnaðarskatta. Nær væri því að fresta hækkun tryggingargjaldsins, og taka upp þá stefnu Samfylkingarinnar að leggja gjald á alla auðlindanýtingu sem nota mætti til þess að lækka tekju- skatta einstaklinga og halda trygg- ingargjaldi a.m.k. óbreyttu. Smáfyrirtækin eru mikilvæg Nauðsynlegt er að gera ítarlega könnun á því meðal smáatvinnurek- enda hvernig þeim hafi nýst opinber sérfræðiaðstoð við nýsköpun og hvað þeir telja að komi sér best í atvinnu- rekstri þeirra og lærdómsþróun þeirrar atvinnugreinar sem þeir starfa við. Smáfyrirtækin eru mik- ilvæg fyrir atvinnustigið í landinu og innan þeirra er mikill sköpunar- kraftur sem samfélagið hefur hag af því að virkja. Ekki er endilega víst að mikilvægast sé að koma á fót nýjum sérfræðistofnunun og því er brýnt að afla þekkingar á því hvað smáat- vinnurekendum sjálfum finnst í þessum efnum. Smáfyrirtæki og einyrkjar í forgrunn! Eftir Einar Karl Haraldsson „Smáfyrir- tækin eru mikilvæg fyrir atvinnu- stigið í land- inu og innan þeirra er mikill sköpunarkraftur.“ Höfundur tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmum 9. nóvember nk. Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. JÓHANNA hefur lengi barist fyrir siðgæði í stjórnmálum, og ítrekað lagt fram frumvarp um fjárreiður stjórn- málaflokka. Tilgang- urinn er að opna fjármál flokkanna og vinna gegn tor- tryggni almennings í garð þeirra og ein- stakra frambjóð- enda. Allur málflutningur hennar einkennist af sterkri réttlætiskennd og kröfu um mannsæmandi líf hverjum manni til handa. Hún náði glæsilegum árangri í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Prófkjörið þá sýndi ljóslega hvern stuðning hún á hjá alþýðu- fólki í Reykjavík. Með Jóhönnu í fyrsta sæti sendir Samfylkingin þau skilaboð til kjósenda að flokkurinn setji þau málefni sem hún hefur unnið að í öndvegi í komandi kosn- ingum. Ég skora á samfylkingarfólk og stuðningsmenn að kjósa Jóhönnu í fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavík- urkjördæmanna og láta ekki þröng- ar prófkjörsreglur standa í vegi fyrir því að vilji kjósenda eins og hann birtist fyrir síðustu kosningar komi fram í skipan framboðslista. Styðjum Jóhönnu Sigurðardóttur Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur skrifar:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.