Morgunblaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERKEFNIÐ gengur út áað nýta erfðaauðlindirnáttúrunnar, sérstaklegaúr fléttum, sveppum og
þörungum, til framleiðslu á lífræn-
um sameindum, einkum til lyfja- og
efnaiðnaðar,“ segir dr. Ólafur S.
Andrésson, sérfræðingur í lífefna-
fræði hjá Tilraunastöð Háskóla Ís-
lands að Keldum. Ólafur stýrir nýju
Evrópuverkefni, sem hefjast mun 1.
nóvember næstkomandi og kemur
til með að vara næstu þrjú og hálft
ár. Verkefnið, sem er að frumkvæði
Ólafs, hefur hlotið styrk frá Evrópu-
sambandinu að upphæð tvær millj-
ónir evra sem svarar til 170 milljóna
íslenskra króna. Þetta mun vera
einn stærsti styrkur, sem ESB hef-
ur veitt verkefni, sem er beinlínis að
frumkvæði og undir stjórn Íslend-
ings.
Upphaf og tilurð verkefnisins má
rekja allt aftur til ársins 1997 er
Ólafur var í rannsóknarleyfi við há-
skólann í Bresku-Kólumbíu í Van-
couver í Kanada þar sem verið var
að koma á laggirnar fyrirtæki, sem
ætlað var að nýta bakteríur og flétt-
ur til að framleiða lyfjaefni. Þegar
fram í sótti, ákváðu Kanadamenn-
irnir að einbeita sér alfarið að bakt-
eríunum og eftirlétu Ólafi þar með
flétturnar. „Í fléttunum sáu þeir að
ekki væri jafnskjótfenginn gróði og í
bakteríunum sem gaf mér aftur á
móti bæði meiri og betri tækifæri.“
Skortur á samfellu
Þegar heim var komið, sótti Ólaf-
ur um styrki til að vinna að rann-
sókn sinni, fékk styrki til skamms
tíma frá Rannís og Háskóla Íslands,
en þar sem örðugt var um samfelld-
an stuðning frá innlendum rann-
sóknasjóðum, ákvað hann að útfæra
verkefnið á alþjóðlega vísu og skil-
greina á ný tækifærin, sem í því
gætu falist. „Helsti gallinn í íslenska
rannsókna- og styrkjakerfinu, fyrir
utan lítið og minnkandi fjármagn, er
skortur á samfellu auk þess sem
skipt er um fólk í úthlutunarnefnd-
um á eins til tveggja ára fresti. Fyrir
vikið vilja vinnubrögð við úthlutanir
oft verða handahófskennd. Einnig
hefur upp á síðkastið borið á miklum
þrýstingi á að veita sem flestum úr-
lausn og því hefur þeim aðilum, sem
notið hafa styrkja á undanförnum
árum og eru í miðjum klíðum með
sín verkefni, gjarnan verið vísað frá
til að koma nýjum aðilum að. Þannig
daga uppi verkefni, sem þurfa að
komast í gegnum fyrstu þróunarstig
áður en þeim er fleytt áfram inn í
fyrirtæki til frekari þróunar og
markaðsfærslu. Rannsóknavinna
felur í sér frumherjavinnu, sem
leggur tæknilegan grundvöll fyrir
nýtingu,“ segir Ólafur.
Hann sótti um styrk til Evrópu-
sambandsins í síðasta hluta fimmtu
rammaáætlunarinnar og fékk svar
um hámarksstyrk í aprílmánuði síð-
astliðnum, en hafði tveimur mánuð-
um áður fengið synjun um styrk frá
Rannís. Stjórn rannsóknarinnar
verður alfarið í höndum Ólafs, en
samstarfsaðilar hans eru sjö talsins í
fimm löndum: Danmörku, Finn-
landi, Austurríki, Englandi og
Þýskalandi.
Að sögn Ólafs hefur erfðatæknin
lagt grunn að miklum breytingum,
sem eru að verða á framleiðslu líf-
efna almennt. Í kjölfar erfðatækn-
innar hafa sprottið upp fjölmörg há-
tæknifyrirtæki í heiminum sem nýta
sér erfðaefni úr náttúrunni til að
framleiða verðmæt efni. Þeirra á
meðal er Prokaria ehf., tveggja ára
gamalt íslenskt fyrirtæki, sem
byggir tilveru sína á hitakærum
hveraörverum og framleiðir ensím –
verðmæt efni til notkunar í efna- og
lyfjaiðnaði.
Áhersla á krabbameinslyf
Viðfangsefni rannsóknarinnar
eru fléttur, sambýlingar sveppa og
þörunga. Þetta eru ljóstillífandi líf-
verur, heilkjörnungar, sem nýta sól-
arljós til að búa til fæðu, sykur, sem
bæði þörungurinn og sveppurinn
lifa á. Margar fléttutegundir eru
þekktar á Íslandi, en m.a. má nefna
hreindýramosa, fjallagrös, grá-
breysking, engjaskóf og ýmsar
hrúðurfléttur, sem vaxa á steinum.
Þróað verður sérstakt kerfi til að
nýta erfðaauðlindir fléttnanna með
því að velja og flytja DNA-erfðaefni
til myndunar fjölketíðefna yfir í nýja
hýsla, gersveppi annars vegar og
geislabakteríur hinsvegar. Þar verð-
ur erfðaefnið ræktað og fjölketíðefni
framleidd, en með þessum aðferðum
vonast rannsakendur til að hægt
verði að finna og framleiða marg-
vísleg verðmæt lífefni. Fjölketíð eru
fjölbreytilegar lífrænar sameindir,
sem þekktastar eru úr lyfjaiðnaðin-
um og allar gerðir lífvera, að dýrum
undanskildum, framleiða. Ger-
sveppir eru ætlaðir fyrir almenna
efnisframleiðslu í gerjunariðnað og
geta þeir gefið af sér kjarnaefni í
miklu magni án þess þó að geta
breytt kjarnaefnum eftir á. Geisla-
bakteríurnar eru á hinn bóginn sér-
lega hentugar fyrir lyfjaiðnaðinn og
eru þess megnugar að geta breytt
efnum eftir á og myndað afleiður.
Á síðari stigum rannsóknarinnar
þarf að skoða efnin með tilliti til þess
hvaða virkni og byggingu þau hafa,
en búast má við að með þessum að-
ferðum verði hægt að framleiða lyf
við alls kyns sjúkdómum og kvillum.
Finnskt lyfjaþróunarfyrirtæki, sem
sérhæft hefur sig í þróun á krabba-
meinslyfjum, er aðili að rannsókn-
inni. Búast má við því að lögð verði
sérstök áhersla á þann efnisflokk og
að finnska fyrirtækið nýti sér hluta
af þeim árangri, sem næst í rann-
sókninni. Sá ferill, sem hugsanlega
færi í gang að aflokinni rannsókn-
inni, yrði án efa mun tímafrekari en
rannsóknin sjálf, að sögn Ólafs, þar
sem lyfjaþróun tekur alltaf langan
tíma, enda snýst rannsóknin sem
slík fyrst og fremst um ákveðna
framleiðslutækni.
Að sögn Ólafs eru nú þegar á
markaði fjölketíð úr sveppum, sem
notuð eru gegn sveppasýkingum og
blóðþrýstingsvandamálum og er tal-
ið að umsetning þessa lyfjahóps sé
nærri tíu milljarðar Banda
á ári. „Með okkar aðferð
aðeins að freista þess að
flóruna og gefa möguleika
framleiða lyfin á annan há
aðferð snýst um að not
tæknina í stað efnafræðil
ferða eða ræktun í stað efn
Þetta má líka kalla „græ
fræði“ og felur í sér framle
með sem minnstum áhrifu
hverfið,“ segir Ólafur.
Íslenskum fléttum sa
Ólafur segist hafa va
starfsmenn sína út frá þe
um, sem væru viðfangse
sóknarinnar. Að undanför
ein samstarfskona Ólafs í r
inni, dr. Elfriede Stocker
skólanum í Salzburg, ver
landi við að afla sér hentug
sýna fyrir verkefnið og far
breitt um landið í þeim tilga
í nágrenni Keldna, út á R
upp í Kjós og norður í H
Hún er sérfræðingur á svi
og er einkum þekkt fyrir að
Erfðatæk
í stað efnasm
Viðamikið fjölþjóðlegt rannsóknaverkefni,
sem hlotið hefur myndarlegan styrk frá ESB
er að hefja göngu sína að frumkvæði og und-
ir stjórn dr. Ólafs S. Andréssonar, sérfræð-
ings í lífefnafræði við tilraunastöðina að
Keldum. Hann segir Jóhönnu Ingvarsdóttur
að verkefnið lúti að því að nýta erfðaefni úr
náttúrunni . Það sé hluti af svonefndri
„grænni“ efnafræði, sem ryður sér nú til
rúms í lyfjaframleiðslu og annarri efnasmíð.
Dr. Ólafur S. Andrésson, s
hans í rannsókninni, dr. E
skoða fléttur sem þau hafa
Viðfangsefni rannsóknar
unga. Margar fléttutegun
fjallagrös, grábreyskingu
vaxa á steinum.
MATVÖRUVERÐ
Umræður um hvers vegna mat-vöruverð er svo hátt á Ís-landi, sem raun ber vitni,
skjóta upp kollinum aftur og aftur og
verða á köflum hatrammar. Síðustu
daga hafa þessar umræður hafizt enn
á ný og að þessu sinni vegna upplýs-
inga, sem lagðar voru fram í morg-
unsjónvarpi Stöðvar 2 um álagningu
verzlana Baugs á matvörur, sem
fluttar voru inn frá Bandaríkjunum.
Sl. sunnudag birtist hér í Morg-
unblaðinu ítarlegt viðtal við tvo af
forráðamönnum Baugs, þá Jón
Björnsson, framkvæmdastjóra
Baugs Ísland, og Árna Pétur Jóns-
son, framkvæmdastjóra rekstrar-
sviðs Baugs, þar sem Jón Björnsson
sagði m.a.:
„Við fögnum því, að lögð hafi verið
fram þingsályktunartillaga um or-
sakir hás matvöruverðs á Íslandi.
Við tökum heilshugar undir þá hug-
mynd, erum til í að opna okkar bæk-
ur og sýna hvað við erum að hafa upp
úr matvöruverzlun og hvernig veru-
leiki í verzlun blasir við okkur á Ís-
landi. En þá er um að gera að taka
alla aðfangakeðjuna og fylgja henni
eftir lið fyrir lið.“
Það er ástæða til að fagna þessari
yfirlýsingu forráðamanna Baugs. Sú
tortryggni sem er ríkjandi meðal al-
mennings vegna hás matvöruverðs í
landinu samanborið við matvöruverð
í Evrópulöndum og Bandaríkjunum
er erfið fyrir alla aðila, bæði mat-
vöruverzlanir, sem liggja undir ásök-
unum um of háa álagningu, og op-
inbera aðila, sem liggja undir
ásökunum um að haftakerfi í land-
búnaði sé frumorsök hins háa mat-
vöruverðs.
Þess vegna er æskilegt að úr því
fáist skorið í eitt skipti fyrir öll hvað
veldur. Það er vel gert hjá forráða-
mönnum Baugs að bjóðast til þess að
opna bækur fyrirtækisins, svo að
könnun á verðmyndun á matvælum
verði auðveldari. Og það er áreið-
anlega rétt, sem hinir ungu fram-
kvæmdastjórar Baugs benda á í sam-
tali við Morgunblaðið, að nauðsyn-
legt sé að skoða alla aðfangakeðjuna
lið fyrir lið.
Af þessum sökum er eðlilegt að Al-
þingi og þau stjórnvöld sem um
þennan málaflokk fjalla bregðist já-
kvætt við boði Baugsmanna. Það er
líka æskilegt að leita eftir sams kon-
ar samstarfi við aðrar matvælakeðj-
ur í landinu.
Fyrir verzlunina sjálfa skiptir
meginmáli að eyða þeirri tortryggni,
sem ríkt hefur um skeið í hennar
garð hjá hinum almenna neytanda.
Það er ómögulegt fyrir fyrirtækin,
sem starfa á þessu sviði, hvort sem
um er að ræða verzlanirnar sjálfar
eða birgja þeirra, að starfa öllu leng-
ur í þessu neikvæða andrúmslofti.
Þess vegna hvetur Morgunblaðið til
þess að tilboði Baugsmanna verði
tekið og málið kannað ofan í kjölinn.
Í ljósi þess að talsmenn stærstu mat-
vælakeðju landsins lýsa sig tilbúna
til slíks samstarfs á þetta ekki að
vera erfitt verk.
HEIMILDIR UM LANDIÐ SEM Á AÐ HVERFA
Myndir Ragnars Axelssonar, ljós-myndara Morgunblaðsins, af
landi því sem hverfur undir Hálslón
verði af virkjun við Kárahnjúka birt-
ust hér í blaðinu í þremur greinum
fyrir skömmu. Sú staðreynd að nánast
allt sem ber fyrir augu á þessum ljós-
myndum – sérstæðar landmyndanir,
tilkomumiklir fossar, gil og gróin
beitilönd – mun alfarið hverfa sjónum
manna vekur óneitanlega blendnar
tilfinningar með þeim sem virðir þær
fyrir sér. Af ljósmyndunum má ráða
að ekki stendur til að sökkva einungis
hrjóstrugum melum eða fábrotnu
landslagi eins og margir hafa haldið,
heldur er þarna um að ræða stórkost-
lega ásýnd landsvæðis sem fæstir
þekkja af eigin raun. Þar sem sjálfs-
ímynd Íslendinga hefur um aldir verið
nátengd náttúrunni, ægivaldi hennar
og ósnortinni fegurð, er mjög mikil-
vægt að þjóðin geri sér góða grein fyr-
ir hverju stendur til að fórna – í þessu
tilfelli landsvæði sem hingað til hefur
verið svo afskekkt að fáir hafa bundist
því þeim órofa böndum er gera kunn-
uglegri kennileiti að helgum véum í
hugum fólks.
Eins og áður hefur verið bent á í rit-
stjórnargreinum Morgunblaðsins
hafa vegaframkvæmdir á öræfum afar
víðtæk áhrif og sú uppbygging er
óhjákvæmilega fylgir slíkum fram-
kvæmdum mun einnig breyta eðli og
ásýnd þessa svæðis. Því það er ekki
síst fjarvera hins manngerða og vit-
undin um það að við umhverfinu hefur
ekki verið hróflað frá örófi alda sem
gerir óspillta náttúru öræfanna óvið-
jafnanlega. Með vegum, brúm og öðr-
um mannvirkjum tengdum virkjun
breytist ósnortið víðernið umsvifa-
laust í numið land. Áhrif virkjana-
framkvæmdanna eru því mun víðtæk-
ari en sem nemur því svæði sem sökkt
verður. Í texta með myndum Ragnars
kemur fram að mannvirkjagerðin
mun „þrengja að ósnortnum víðernum
svo að þau skerðast um 925 km²“ og að
áhrifasvæði virkjunarinnar „nær allt
frá Brúarjökli og út í Héraðsflóa“.
Nú þegar staðið er frammi fyrir því
að þær stórkostlegu myndir náttúr-
unnar sem Ragnar Axelsson festi á
filmu verði að minningu einni er afar
mikilvægt að finna leiðir til að varð-
veita heimildir um ásýnd og eiginleika
þessa landsvæðis til frambúðar.
Nauðsynlegt er að afla ítarlegra upp-
lýsinga og nákvæmra mynda af svæð-
inu eins og það er og hefur mótast af
náttúruöflunum fram á þennan dag,
áður en inngrip virkjanaframkvæmda
og iðnvæðingar fara að hafa áhrif.
Þótt enn séu hin ósnortnu víðerni Ís-
lands víðfeðm miðað við þá mann-
gerðu náttúru sem einkennir ná-
grannalönd okkar hefur hálendið
tekið miklum stakkaskiptum á þeim
skamma tíma sem liðinn er frá því Ís-
land tók að iðnvæðast. Áhrif fyrirhug-
aðra framkvæmda eru óafturkræf og
það er á okkar ábyrgð að varðveita
fyrir komandi kynslóðir sögu þess
lands sem hverfur fyrir okkar tilstilli,
þannig að þær hafi raunhæfa hug-
mynd um þróun þeirrar arfleifðar sem
þær munu búa við, ef af þessum fram-
kvæmdum verður.