Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMRÁÐSHÓPUR um björgunar-
aðgerðir var stofnaður í gær af lög-
reglunni í Reykjavík og Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins. Rótin að
stofnun hópsins er stórbruninn á
Laugavegi um helgina og verklag við
björgun og aðhlynningu hjálparþurfi
á vettvangi. Í samráðshópnum situr
einn fulltrúi hvors embættis, Jón
Viðar Matthíasson varaslökkviliðs-
stjóri og Karl Steinar Valsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn.
Að sögn Jóns Viðars er samráðs-
hópnum ætlað að fara í gegnum
björgunarmál og vettvangsaðgerðir
á víðum grundvelli og eiga samstarf
við ýmsa aðila sem tengjast þeim s.s.
björgunarsveitir, Rauða krossinn,
starfsmenn áhaldahúsa sveitarfé-
laga og fleiri. Jón Viðar segir að ekki
sé eingöngu horft til áfallahjálpar-
þáttar í eldsvoðum, heldur almennra
björgunarþátta sem ólíkir aðilar
koma að þegar bruna eða hvers kon-
ar slys ber að höndum.
Engu að síður segir hann að taka
verði alvarlega skilaboð þess efnis að
taka verði áfallahjálparþáttinn fast-
ari tökum en gert var í brunanum á
Laugavegi.
Samráðshópur um
björgunaraðgerðir
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja-
vík og slökkviliðsstjóri Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir
til fundar í borgarráði í gær í tilefni
brunans á Laugavegi um helgina. Á
fundinum leituðu borgarfulltrúar
upplýsinga um hlutverkaskipti lög-
reglu og slökkviliðs á vettvangi
bruna, eldvarnir og fleira. Á fund-
inum var skýrt frá stofnun sam-
ráðshóps lögreglu og SHS og rætt
um skipan mála í nágrannalönd-
unum.
Jón Viðar Matthíasson vara-
slökkviliðsstjóri skýrði frá því að í
Svíþjóð væri áfallahjálp yfirleitt
veitt eftir á í stað þess að veita
hana á vettvangi. „Þetta er eitt af
því sem við þurfum að fara yfir,“
segir Hrólfur Jónsson slökkviliðs-
stjóri. „Við þurfum að auka við upp-
lýsingar til fólks sem lendir í svona
atburðum og svara spurningum um
það hvert fólk geti snúið sér og
hvað það eigi að gera þegar það
lendir í aðstæðum sem þessum.“
Þörf á frekari upplýs-
ingagjöf til almennings
„ALLT í einu birti í
stofunni og ég spurði
sjálfa mig hvort þetta
stafaði af flugeldum,
en sá að þetta var eitt-
hvað meira,“ segir Jó-
hanna Guðmunds-
dóttir, íbúi við
Laugaveg 40b, sem
varð óþyrmilega vör
við upphaf eldsins við
hús sitt á laugardags-
kvöldið. Hún bjarg-
aðist naumlega út úr
húsinu en í eldsvoð-
anum missti hún
aleigu sína og heimili
sitt til 16 ára.
Þegar eldurinn
blossaði upp fyrir utan vegginn hjá
henni hljóp hún í símann og hringdi
í Neyðarlínuna og
hljóp niður á næstu
hæð fyrir neðan. „Það
fyrsta sem kom upp í
hugann var hvort fólk-
ið væri heima þar. Ég
barði á dyr íbúðanna
án þess að nokkur
svaraði, svo ég greip
úlpuna mína og sæng-
ina og fór út.“
Jóhanna fékk húsa-
skjól hjá nágranna sín-
um og hringdi þaðan í
börnin sín, sem hún
býr nú hjá.
„Maður þakkar guði
fyrir að vera á lífi og
að enginn skyldi slas-
ast. Það er mikilvægast, þótt það sé
sárt að missa sitt.“
Þakkar guði fyrir
að vera á lífi
Jóhanna
Guðmundsdóttir
STOFNAÐUR hefur verið banka-
reikningur til styrktar þremur
konum sem misstu aleigu sína í
brunanum á Laugavegi um
helgina. Stofnandi er Lísa Krist-
jánsdóttir en þrjár vinkonur
hennar, Ásta Hafþórsdóttir, Guð-
rún Arna Gylfadóttir og Linda
Blöndal, bjuggu allar í íbúðum
sem urðu eldinum að bráð.
Nafn reikningsins er Ásta,
Gunna, Linda. Reikningsnúmer
er 1150-05-409500 og kennitalan
180374-5079.
Söfnun í kjölfar brunans
SLÖKKVILIÐ og lögregla vilja
setja upplýsingaflæði og aðstoð við
fólk í nauðum í mun fastari skorður
en verið hefur og vilja því hafa til-
tækan sérstakan tengilið á vett-
vangi bruna eða slysa til að fyr-
irbyggja samskonar ástand og
skapaðist í brunanum á Laugaveg-
inum. Tengiliðnum verður ætlað að
miðla upplýsingum til þeirra sem
eiga aðild að válegum atburðum og
veita fyrstu aðhlynningu.
Geir Jón Þórisson yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík sagði að
loknum fundi með íbúum við Lauga-
veg, sem misstu eigur sínar í elds-
voðanum, að Rauði krossinn væri
vel til þess fallinn að sinna þessu
hlutverki og mun það koma m.a. til
skoðunar hjá nýstofnuðum sam-
ráðshópi lögreglu og Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins. „Rauði
krossinn kemur vel til greina, enda
býr hann yfir faglegri þekkingu,
miklum búnaði og þjónustu,“ sagði
Geir Jón.
Á fundinum fóru lögreglu- og
slökkviliðsmenn yfir gang mála á
Laugaveginum með fólkinu sem þar
bjó.
Þeir Geir Jón og Jón Viðar
Matthíasson varaslökkviliðsstjóri
voru sammála um gagnsemi fund-
arins og sagði Jón Viðar að margar
mjög áhugaverðar athugasemdir
hefðu komið frá fólki sem hafði
ákveðnar skoðanir á framgöngu
björgunaraðila í sinn garð. „Þessi
fundur skilaði langtum meiru en við
áttum von á,“ sagði Jón Viðar.
Hann sagði að slökkvilið og lög-
regla hefðu fengið mjög skýr skila-
boð um mikilvægi þess að fólk gæti
leitað í ákveðið athvarf á vettvangi
þar sem tekið væri á móti því og því
veittar upplýsingar um gang mála.
„Strætóinn okkar [bifreið í eigu
SHS] gegndi þessu hlutverki, en
hann hefði mátt koma fyrr auk þess
sem þar hefði þurft að vera aðili frá
lögreglu eða slökkviliði til þess að
veita fólki upplýsingar. Við höfum
ekki verið með fasta aðila í þessu
hlutverki.“
Jón Viðar segir brunavettvanginn
á Laugaveginum hafa verið stóran
og flókinn og að skort hafi á upplýs-
ingagjöf til fólksins auk þess sem
veittar hafi verið misvísandi upplýs-
ingar. „Það var því erfitt fyrir okk-
ur að miðla upplýsingum,“ segir
hann og telur að hlutirnir hefðu
gengið betur fyrir sig ef slökkvilið
og lögregla hefðu getað talað beint
við sinn tengilið inni í strætisvagn-
inum með stuttum og hnitmiðuðum
tjáskiptum og þannig gert fólki
grein fyrir stöðu mála hverju sinni.
Mikilvægt að hafa tengi-
lið milli fólks og björg-
unaraðila á vettvangi
Morgunblaðið/Júlíus
Lögregla og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telja mikið gagn af ábendingum borgara sem urðu fyrir tjóni og
lentu í áfalli í brunanum á Laugaveginum. Vel var mætt á fundi borgara og björgunaraðila á Hótel Lind í gær.
KÖTTUR brann inni í eldsvoðanum
á Laugavegi og reyndist ekki unnt
að bjarga honum út vegna sprengi-
hættu samfara því að brjóta honum
leið út um glugga. Þeir sem úti voru
sáu köttinn klóra í gluggarúðu í til-
raun sinni til að flýja eldinn en allt
kom fyrir ekki. Eigendur kattarins
voru ekki heima þegar eldurinn kom
upp.
Köttur
brann inni
♦ ♦ ♦
RANNSÓKNARNEFND flugslysa
hefur lagt að Flugleiðum og Flug-
félagi Íslands að fylgja því fast eftir
að haldið sé aga í starfrækslu flugvéla
og farið sé í einu og öllu að verklags-
reglum. Ástæðan er harkaleg lending
Fokker 50 flugvélar á Reykjavíkur-
flugvelli í júlí árið 2000.
Ennfremur leggur RNF til við fé-
lögin tvö að gæðadeildir þeirra fylgi
atvikinu sérstaklega eftir með úttekt,
að farið sé eftir verklagsreglum varð-
andi aðflug, en í umræddu tilviki var
ekki farið eftir flugrekstrarhandbók
Fokker 50 flugvélarinnar varðandi
jafnvægi í aðflugi og færslur í dagbók
um það sem úrskeiðis fer. Kemur
þetta fram í skýrslu um atvikið, sem
birt er í nýútkominni ársskýrslu
RNF.
Skemmdir komu á botn flugvélar-
innar, TF-FIR, er hún lenti harka-
lega með 50 farþega auk áhafnar við
lok áætlunarferðar frá Akureyri 16.
júlí árið 2000. Kom vélin of hátt inn til
lendingar eftir norður/suðurbrautinni
og fór aðflugið úr jafnvægi er afl var
alveg dregið af hreyflunum og hæð-
arstýrinu ýtt fram í 500 feta hæð.
Aðstoðarflugmaðurinn var við
stjórnvölinn en flugvélin nálgaðist
brautina bratt. Jarðvari gaf þó ekki
viðvörun um óeðlilega mikinn lækk-
unarhraða þar sem flugstjórinn hafði
slökkt á viðvörunarvali hans. Flugvél-
in lenti þung á aðalhjólunum og aft-
asti hluti skrokksins snerti flugbraut-
ina en ferðriti flugvélarinnar sýndi
álagsstuðulinn 3,17 G. Flugvélin hófst
aftur á loft, flugstjórinn greip þá inn í,
lenti flugvélinni og ók henni í hlað.
Flugvirki var kallaður til en flug-
mönnunum láðist að skýra frá því að
stélið hefði snert jörðu og því skoðaði
hann ekki botn vélarinnar. Ekkert
fannst athugavert við hjólabúnað og
hreyfilfestingar og ákvað flugstjórinn
að fara í næsta flug.
Í 12.000 feta hæð kviknaði á viðvör-
unarljósi fyrir loftþrýsting í stjórn- og
farþegaklefa. Reyndi flugstjórinn án
árangurs að handstilla þrýstinginn og
lækkaði flugið í 10.000 fet, samkvæmt
flughandbók vélarinnar.
Áleit hann að rofar staðsettir í
hjólahúsi stæðu á sér og taldi ástand-
ið verða eðlilegt eftir lendingu á
Húsavíkurflugvelli og hélt því flugi
áfram þaðan til Reykjavíkur. Sama
vandamál gerði þó vart við sig eftir
flugtak frá Húsavík og því flogið til
Reykjavíkur í 10.000 feta hæð.
Allmiklar skemmdir á vélinni
Eftir lendingu í Reykjavík kom í
ljós að skemmdirnar sem orðið höfðu
á botni flugvélarinnar voru allmiklar
á þriggja metra kafla. Stélpúði sem
ver stélið snerti það jörðu var
skemmdur og festingar hans mikið
skemmdar. Einnig voru styrktarbit-
ar, þverbönd og aftara þrýstibil far-
þegaklefans aflagað svo það hélt ekki
loftþrýstingi í skrokknum.
Í flugrekstrarhandbók Flugleiða er
gert ráð fyrir að flugstjóra beri að
hætta við lendingu ef aðflug er ekki í
jafnvægi eftir að komið er niður fyrir
500 feta flughæð, eins og í þessu til-
felli. Jafnframt kveður flughandbók
Fokker 50 á um að flugmaðurinn sem
er ekki við stjórnvölinn kalli upp ef
fallhraðinn sé meiri en 1.000 fet á
mínútu í lokaaðflugi, einsog í þetta
sinn. Það virðist hins vegar ekki hafa
verið framkvæmt, segir í skýrslu
RNF.
Flugfélög fylgi eftir að aga
sé haldið í starfrækslu véla