Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Guðmundsson tilkynnir landsliðshópinn / B4 United, Milan og Barcelona komin áfram í Meistaradeildinni / B1 12 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Sjónvarps- dagskráin“ frá Sonet ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. 18 ÁRA piltur var fluttur á Land- spítalann í Fossvogi eftir bílveltu á Vatnsleysustrandarvegi um klukkan 8 í gærmorgun. Hann var ekki í bíl- belti og kastaðist út úr bílnum og hlaut áverka á baki. Slysið varð við bæinn Flekkuvík og mun pilturinn hafa misst stjórn á biðfreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan til Reykjavíkur á Landspítalann í Fossvogi. Valt á Vatns- leysustrand- arvegi HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. eftir skatta nam um 1.489 milljónum króna á fyrstu níu mán- uðum ársins. Á sama tíma síðasta árs var hagn- aðurinn 677 milljónir króna. Hagnaður bankans fyrir skatta var á tímabilinu 1.863 milljónir króna, samanborið við 927 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 12,8% á tímabilinu og er það inn- an arðsemismarkmiða bankans fyrir árið 2002, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Kostn- aðarhlutfall bankans fyrstu 9 mánuði ársins 2002 er 62,5% samanborið við 70,0% fyrir sama tímabil á árinu 2001. Hreinar vaxtatekjur Landsbankans námu 5.488 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 6.227 milljónir á síðasta ári. Lækkunin skýrist einkum af áhrifum lækkandi verðbólgu. Hlutdeild- artekjur Landsbankans af Heritable Bank í Lond- on námu tæplega 225 milljónum króna eða um 13% af heildarhagnaði samstæðunnar. Aðrar rekstrar- tekjur námu 4.617 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 1.942 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2001 og hafa því aukist um 2.675 milljónir króna. Aukningin liggur einkum í gengis- mun og söluhagnaði af eignarhlut í VÍS en Lands- bankinn seldi 27% af heildarhlutafé Vátrygginga- félags Íslands hf. á þriðja ársfjórðungi og samdi auk þess um sölurétt á 21,4% af hlutafé félagsins. Þóknunartekjur jukust um 13% Hreinar þóknunartekjur Landsbankans námu 2.943 milljónum króna á tímabilinu og hafa aukist um 13% frá fyrra ári. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins nam 51 milljón króna, samanborið við 1.089 millj- óna króna tap á sama tímabili í fyrra. Framlag í af- skriftareikning útlána nam 1.930 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 1.523 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2001. Heildareignir bankans námu 275 milljörðum króna í lok tímabils- ins og hafa aukist óverulega eða um 2,3% frá ára- mótum. Innlán Landsbankans námu 107,6 milljörðum króna í lok september 2002 sem er aukning um 7,8% frá áramótum. Útlán bankans jukust um 6,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins eða 3,2%. Eigið fé bankans nam 16,3 milljörðum í lok sept- ember 2002 og reiknast eiginfjárhlutfall samstæð- unnar 10,5% í lok tímabilsins, samanborið við 10,4% í lok ársins 2001 og 9,4% í lok júní 2002. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að af- koma bankans fyrstu níu mánuði ársins sé við neðri mörk endurnýjaðra arðsemismarkmiða bankans til lengri tíma. Bankinn telur ekki ástæðu til að endurskoða arðsemismarkmið bankans fyrir árið í heild, en þau gera ráð fyrir 12–15% arðsemi eigin fjár eftir skatta. Bankinn gerir þó ráð fyrir að arðsemi ársins 2002 verði við efri mörk áætl- unar. Landsbanki Íslands hagn- ast um tæpa 1,5 milljarða SEXTÁN starfsmönnum Nóatúns, á aldrinum 16–23 ára, hefur verið sagt upp vegna þjófnaðar úr þremur Nóa- túnsverslunum, einkum Nóatúni í Smáralind og Austurveri. Talið er að í sumum tilfellum hafi verið stolið fyrir hundruð þúsunda króna, ýmist með því að stela vörum eða pening- um úr verslununum. Allir umræddir starfsmenn eru í hlutastarfi og hafa unnið skamman tíma hjá Kaupási, sem rekur Nóatúnsbúðirnar. Þeir hafa viðurkennt brot sín en að sögn Ingimars Jónssonar, forstjóra Kaupáss, virðist utanaðkomandi maður hafa verið hvatamaður að þjófnaðinum og hefur hann verið kærður til lögreglunnar. Munu hald- bærar sannanir liggja fyrir um aðild mannsins að brotum ungmennanna og samkvæmt vitnisburði þeirra hafi hann tekið við stolnum varningi og selt áfram í gegnum eigin rekstur. Ennfremur mun í einhverjum tilfell- um hafa verið greitt fyrir hinar stolnu vörur með áfengi. Ingimar segir einstök þjófnaðarmál koma upp af og til innan fyrirtækisins en aldrei hafi orðið uppvíst um þjófnað í eins stórum stíl og nú. Nýverið var eftirlitskerfi í versl- unum Nóatúns betrumbætt og í kjöl- farið kom fram misræmi sem leiddi til þessarar niðurstöðu. Segir Ingi- mar að kappkostað hafi verið að upp- lýsa málið af öryggisdeild Nóatúns í samvinnu við lögreglu. Á milli 800 og 900 manns eru á launaskrá hjá Kaupási og þar af um 200 ungmenni. „Við höfum verið með mikinn fjölda ungmenna í vinnu og haft mjög góða reynslu af þeim,“ segir hann. „Hér er um að ræða ör- lítinn hluta þess hóps sem því miður hefur leiðst út á þessa braut.“ 16 starfs- menn reknir fyr- ir þjófnað BÆNDUR sem nýtt hafa kornakra á Vindheimum í Varmahlíð í Skaga- firði hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni af völdum álfta sem lagst hafa á kornakrana, oft í hundruðatali. Pét- ur Sigmundsson, bóndi á Vindheim- um, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Erfitt sé hins vegar að verjast þessu því að álft sé friðuð hér á landi. Nokkrir bændur á Vindheimum gerðu í fyrra tilraun með að slá kornið og láta það liggja í nokkra daga. Tilgangurinn var að þurrka það og eins að koma í veg fyrir að kornið fyki. Þetta gafst allvel, en í ár hefur álftin sett strik í reikninginn. „Álftin var komin nánast samdæg- urs og lá í þessu og át og át. Við ger- um okkur ekki alveg grein fyrir hversu mikið tjónið er, en ljóst er að það er verulegt,“ sagði Pétur. Hann sagði að álftin sóðaði líka mikið út og bændur veigruðu sér því við því að hirða það sem eftir væri. „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Pétur. Hann sagði að gæsir hefðu líka lagst á kornið, en álftin væri hins vegar stórtækari. Pétur sagði að einnig hefði borið á því að álftir hefðu komið í óslegna akra til að stela korni. Hann sagði að kornbændur væru allt annað en ánægðir með þetta. Álft skemm- ir korn fyrir bændum UNNIÐ er að því á vegum Velferð- arsjóðs barna að koma upp hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir lang- veik börn. Fengist hefur vilyrði fyrir húsnæði á lóð í Kópavogi þar sem hluti Kópavogshælis var. Þarf að leggja í hátt í 50 milljóna króna kostn- að við endurbyggingu hússins og tækjakaup. Takist samningar við heilbrigðisyfirvöld um rekstur heim- ilisins er stefnt að opnun þess að ári. Ingibjörg Pálmadóttir, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, tjáði Morgun- blaðinu að stjórn og fagráð sjóðsins hefðu undirbúið verkið að undanförnu í samvinnu við Umhyggju, stuðnings- félag langveikra barna. Hún sagði heimilið hugsað í senn til hvíldar lang- veikum börnum sem og foreldrum þeirra og til endurhæfingar barnanna. Langveik börn þyrftu iðu- lega mikillar umönnunar við og væri foreldrum oft nauðsynlegt að geta vistað börn sín á öðru heimili um stundarsakir, t.d. fáeinar vikur. Ekki væri þörf dýrrar sjúkrahússinnlagnar heldur aðstöðu þar sem veita má ákveðna hjúkrunar- og umönnunar- þjónustu með aðgangi að endurhæf- ingu. Ingibjörg sagði staðsetninguna á lóð gamla Kópavogshælisins mjög hentuga. Þar væri nærtæk aðstaða til endurhæfingar auk sundlaugar. Hún kvað grófa kostnaðaráætlun gera ráð fyrir að hátt í 50 milljónir króna færu í endurbyggingu og kaup á búnaði. Sagði hún þetta stærsta einstaka verkefni sjóðsins um þessar mundir, en hann hefur úr um 80 milljónum króna að spila árlega. Hugmyndin er að reyna að ná samningum við heilbrigðisyfirvöld um rekstur heimilisins og sagði Ingi- björg þau hafa tekið jákvætt í málið. Verið væri að reikna út rekstrar- kostnað og kvaðst hún vona að samn- ingar tækjust fljótlega. Gengi það upp yrði í framhaldi af því hægt að hefjast handa við endurnýjun húsnæðisins og taka heimilið í notkun næsta haust. Hvíldarheimili fyrir lang- veik börn í undirbúningi ÞAÐ blés hressilega á öllu landinu í gær og er útlit fyrir að svo verði áfram. Þessi mynd var tekin af Há- felli við Mýrdalssand en eins og sjá má, eða öllu heldur ekki sjá, sést varla í Hjörleifshöfða fyrir sand- og moldroki. Hér lítur Ragnhildur Jónsdóttir yfir sandinn og stendur hárið á henni beint út í loftið. Þorsteinn Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur á þessu svæði hafi í gær verið um 15 m/sek. Vindurinn hafi þó verið meiri í hviðum. Segir hann að stíf norðanátt hafi verið á landinu öllu, mjög hvasst hafi verið á annesjum á Norður- og Austurlandi sem og á suðvesturhorninu. Segir Þorsteinn að útlit sé fyrir að veðrið muni haldast svona næstu daga. Kári lætur til sín taka Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.