Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLMARGAR tegundir af eini (Juniperus) eru ræktaðar hér á landi og eru íslenski einirinn og himalajaeinir þær algengustu, en ýmsar fleiri tegundir þrífast hér með ágætum. Einitegundir eru líka til í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá skriðulum runn- um upp í 30 m há tré. Áferð og litur er líka mjög breytilegur, allt frá grágrænu, bláu og út í grænt og gult í öllum mögulegum vaxt- arformum. Flestar einitegundir hafa stingandi barrnálar eða hreisturlíkar og aðfelldar og hafa sumar tegundir báðar tegundir af nálum. Einir hefur einkynja blóm og sérbýli en þá er um að ræða kven- og karlplöntur. Karl- könglarnir eru egglaga og 3–5 mm á lengd, en kvenkönglarnir, sem nefnast berkönglar, eru frá 5 mm upp í nokkra cm í þvermál. Berkönglarnir eru 6–24 mánuði að þroskast, allt eftir tegundum og eru þeir margbreytilegir að lit þegar þeir eru fullþroskaðir eða frá appelsínugulu, rauðu, brúnu, fjólubláu og út í blátt og svart. Almennt ætti að velja eini sól- ríkan stað en hann getur þó gert sér hálfskugga að góðu. Hann kann best við sig í frekar þurrum moldarjarðvegi en er annars ekki vandfýsinn á jarðveg. Einir er al- mennt mjög harðgerður og auð- ræktaður og þolir klippingu vel. Það eru helst þurrir vetrarvind- ar, saltrok og sól á útmánuðum sem skaðað geta plönturnar en draga má úr hættunni á tjóni með léttu vetrarskýli úr striga, timbri eða grenigreinum. Flestar af þeim einitegundum, sem ræktaðar hafa verið hér á landi, eru lágvaxnar eða skriðul- ar og fara þær vel í steinhæðir og sem kantplöntur í beðum. Einir fer vel innan um ýmsar lágvaxn- ar runnategundir bæði sígrænar og lauffellandi t.d. lágvaxnar og fíngerðar víðitegundir, dverg- furu, skriðmispil og ývið. Einir (Juniperus communis) er íslensk tegund sem yfirleitt er mjög lágvaxin eða alveg skriðul. Tegundin getur orðið nokkurra metra há erlendis og hefur þá gjarnan keilulaga vaxtarlag. Nál- arnar eru hvassar og stingandi og berköngullinn er blásvartur að lit. Íslenski einirinn er algeng- ur í ræktun og eru ýmsar arf- gerðir í umferð af báðum kynjum en ekki er um nein nafntoguð yrki að ræða. Himalajaeinir (Juniperus squamata) hefur verið ræktaður hér á landi um ára- tuga skeið með góð- um árangri. Nálarn- ar eru oftast hvassyddar og blá- grænar á lit. Al- gengustu yrkin hér á landi eru ‘Meyeri’ sem er hálf upprétt- ur með útsveigðar greinar, ‘Blue Star’ sem er mjög smá- gerður og með þúfu- laga vaxtarlag og ‘Blue Carpet’ sem er alveg skriðull. Yrkin ‘Blue Swede’, ‘Hol- ger’ og ‘Loderi’ finn- ast líka hér á landi. Sabínueinir (Juniperus sabina) hefur töluvert verið ræktaður hér á seinni árum og mætti vera víðar í rækt enda mjög fallegur og harðgerður. Hann er oftast flatvaxinn runni með grá-blágrænar barrnálar og er berköngullinn dökkblár að lit. ’Blue Danube‘ og ’Hicksii‘ eru líklega algengustu yrkin hérlend- is. Skriðeinir (Juniperus horizon- talis) er enn sem komið er frekar fágætur hér en á örugglega eftir að verða algengari þegar fram líða stundir. Hann er oftast alveg skriðull með blágrænar, útstæð- ar nálar sem verða oft brúnleitar til fjólubláar á veturna. Yrkin ‘Búi’, ‘Andorra compacta’ og ‘Prince of Wales’ finnast hér en hvaða yrki hentar best er full- snemmt að segja til um á þessari stundu. Kínaeinir (Juniperus chinens- is) finnst allvíða hér á landi og er hann mjög breytilegur í vexti og í ýmsum lit- arafbrigðum. Teg- undin getur náð allt að 20 m hæð í heim- kynnum sínum en yrkin sem ræktuð eru hér eru öll smá- vaxin. Yrkin ‘Blaauw’, ‘Old Gold’, ‘Mint Julep’ og ‘Blue Alps’ hafa öll verið reynd hér á landi en óvíst hvað reynist harðgerðast. Blýantseinir (Juniperus virginia) finnst hér á einstaka stað en óvíst er um árangur. Hann er súlulaga og verður stór- vaxið tré í heimkynnum sínum. Yrkið ‘Blue Arrow’ er til hér á landi. Ýmsar einitegundir geta hent- að vel í ker og potta og nota má einigreinar í jólaskraut með góð- um árangri. Kransar úr ein- igreinum eru sérlega fallegir og halda sér vel og lengi. Eflaust eiga fleiri einitegundir og yrki eftir að sanna sig við ís- lenskar aðstæður í framtíðinni en það verður tíminn að leiða í ljós. Allavega er af mörgu að taka því að tegundirnar eru margar og yrkin margbreytileg. EINIR Einir, sjá má ljósgræna berköngla ef grannt er skoðað. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 485. þáttur Á MORGUN, föstudaginn 25. októ- ber mun Gídeonfélagið á Íslandi vera með opinn fund, þakkargjörð- arhátíð, í húsi KFUM&K við Holta- veg, kl. 20:30. Tilefnið er það að þessa dagana er félagið að gefa þrjú hundruð þúsundasta eintakið af Nýja testa- mentinu eða Biblíunni hér á landi. Jafnframt hittist svo á að nú ætti fimmtíu og einn árgangur Ísland- inga að hafa fengið Nýja testament- ið að gjöf frá félaginu eða nánast allir landsmenn 10–60 ára. Á meðal góðra gesta sem ávarpa munu fundinn eru forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Tóm- as Ingi Olrich menntamálaráðherra og biskup Íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson. Þá mun Betsy Halldórsson kenn- ari til margra áratuga segja nokk- ur orð og einnig ungur prestur, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Hann er sóknarprestur á Hvammstanga og hefur auk þess verið for- stöðumaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi á undanförnum ár- um. Tíu og ellefu ára börn flytja ritningarlestra og bænir og flutt- ur verður vitn- isburður um áhrif Nýja testament- isins. Fundarstjóri verður Sig- urbjörn Þorkels- son, forseti Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi. Auk hans munu koma fram Gídeonfélagarnir Geir Jón Þór- isson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, dr. Bjarni E. Guðleifsson, nátt- úrufræðingur frá Möðruvöllum í Hörgárdal og Laufey Geirlaugs- dóttir, söngkona. Gunnar Gunnarsson, píanóleikari og organisti Laugarneskirkju, mun leika sálma í léttri sveiflu á flygil hússins frá kl. 20:10. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Guðsþjónusta á léttu nótunum GUÐSÞJÓNUSTA á ,,léttu nót- unum" verður í Fella- og Hóla- kirkju fimmtudagskvöldið 24. októ- ber kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson ávarpar kirkjugesti og fer með bænir. Um tónlistina sjá Lenka Mátéová, organisti kirkjunnar, kór Fella-og Hólakirkju og Þorvaldur Halldórsson. Eftir stundina í kirkj- unni er boðið upp á kaffi og djús í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir en sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Hús KFUM og KFUK, Kristniboðssambandsins og Kristilegrar skólahreyfingar við Holtaveg. Morgunblaðið/Þorkell Þakkargjörð- arhátíð Gídeonfélagsins Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14–17 í neðri sal. Þorvaldur Halldórs- son, söngvari, syngur af sinni alkunnu snilld. Allir velkomnir. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheim- ili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefáns- syni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljót- legt og innihaldsríkt. Alfa-námskeið kl. 19–22. Yfirumsjón hefur Nína Dór Pét- ursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Félagsstarf eldir borgara Nes- kirkju laugardaginn 26. okt. kl. 14. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur ræðir skáldskap, Skagfirðinga og Bólu-Hjálm- ar. Fram verður borinn tvíréttuð heit mál- tíð. Þeir sem ætla að neyta matarins til- kynni þátttöku sína í síma 511-1560 milli kl. 10–13 fram til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó – unglingaklúbbur kl. 19.30. Svenni og Hans. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brennidepli. Textarn- ir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlk- un guðfræðinga á dæmisögu Jesú um miskunnsama Samverjann. Mömmu- morgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglinga- kór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa 2 kl. 19. Kennari sr. Magnús B. Björnsson. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Allt- af heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20– 22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skrá í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Dagskrá í tali og tónum í kvöld kl. 20. Þorvaldur Halldórs- son syngur. Kaffisala í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT–starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning- ur í Kirkjulundi kl. 16–16.45. MK í Heið- arskóla og 8. KÓ í Heiðarskóla. Hver er staða þjóðkirkjunnar? Norræna trúar- módelið. Hvað getum við gert til að bæta safnaðarstarfið? Vertu með í að móta starf kirkjunnar. Kynning og umræður í minni sal Kirkjulundar kl. 20.30. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldr- aðra í kvöld kl. 20 í umsjá félaga úr Lions- klúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurð- ardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 14.30 helgi- stund á sjúkrahúsinu. Sr. Kristján Björns- son. 16 æfing hjá Litlum lærisveinum, kl. 17.30 æfing hjá Litlum lærisveinum. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUM. Sameiginlegur fundur með KFUK í kvöld kl. 20. Féalgar úr KFUM og KFUK í Keflavík og á Akranesi koma í heimsókn. Salvör Nordal heim- spekingur flytur erindi um friðhelgi einka- lífsins. Upphafsorð: Guðmundur J. Guð- laugsson. Einsöngur: Árni Gunnarsson. Hugleiðing: Sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir. Allir velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF TEXTAR eftir íslensk ungmenni birtast á næstunni á mjólkurum- búðunum. Textarnir eru afrakst- ur Fernuflugs, ljóða- og örsagna- samkeppni Mjólkursamsölunnar sem haldin var meðal grunn- skólanema í 8., 9. og 10. bekk sl. vetur. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Íslenska málstöð og Félag móðurmálskennara í tilefni af Evrópsku tungumálaári. Sextíu og fjórir textar voru valdir til birtingar úr þeim tæp- lega 1.200 sem bárust og verða þeir í umferð í um það bil tvö ár. Á þessu tímabili verður textun- um dreift jafnt á fernur í nokkr- um lotum, ýmist á eins lítra eða eins og hálfs lítra umbúðir. Fyrstu textarnir birtast nú í lok október. Síðastliðin ár hefur Mjólkur- samsalan birt texta á mjólkur- umbúðum undir kjörorðinu Ís- lenska er okkar mál, segir í fréttatilkynningu. Textar ungmenna á mjólkurfernum ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hefur hafið sölu á jólakorti ársins 2002. Í ár er kortið með myndinni „Á köldum klaka“ eftir listakonuna Kol- brúnu Sigurðardóttur. Sala kort- anna er ein helsta fjáröflunarleið deildarinnar. Kortin eru seld á skrifstofu deildarinnar í Hafn- arstæti 15, Reykjavík, og þar er einnig tekið á móti pöntunum eða á netfangi, amnesty@amn- esty.is. Þegar nær dregur jólum verð- ur einnig hægt að fá kortin í bókaverslunum, segir í frétta- tilkynningu. Jólakort Amnesty JÓLAKORT Svalnanna er komið út. Kortin eru hönnuð af Ernu Guð- marsdóttur listakonu og fyrrum flugfreyju og heitir myndin Jólaepli. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. Fimm kort eru í pakka og kostar hann 400 kr. Kortin eru seld á eftirtöldum stöð- um: Gull- og silfursmiðjunni í Mjódd, Hjá Hrafnhildi, Hótel Loftleiðum, Jóni Indíafara, Kello í Hamraborg, Libiu snytivöruverslun í Mjódd, Líf- stykkjabúðinni, Tess, Villeroy og Boch, MKM búðinni, Soldis og Tony&Guy. Jólakort Svalnanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.