Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR forvarnahóps á vegum Sambands íslenskra trygg- ingafélaga, SÍT, og samstarfs- félaga telja að draga megi úr slysum á umferðarþungum gatna- mótum séu þau gerð mislæg. Segja þeir tölur sýna að slysum og tjónum hafi fækkað um yfir 90% á mótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar í Reykjavík og Miklubrautar og Réttarholtsvegar með tilkomu mislægra gatnamóta með tilheyrandi slaufum. Telja þeir að gerð mislægra slaufu- gatnamóta á mótum Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar muni hafa í för með sér yfir 90% fækk- un tjóna en gatnamót með brú og umferðarljósum myndu leiða til 57 til 65% færri tjóna. For- varnahópurinn telur slík gatna- mót geta borgað sig upp á fáum árum. Tryggingafélögin Sjóvá- Almennar, Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands hafa ásamt SÍT unnið að margvíslegu forvarnarstarfi í umferð undir heitinu Fararheill. Fram kom á kynningarfundi forvarnahópsins að tryggingafélögin greiða fyrir mörg líkams- og eignatjón vegna árekstra á fjölförnum gatnamót- um á höfuðborgarsvæðinu. Hafa verið teknar saman tölur um fjölda tjóna á umferðarþungum gatnamótum fyrir og eftir að þeim hefur verið breytt og þau gerð mislæg. Hafa áhyggjur af tjónafjölda „Ein hættulegustu gatnamótin á höfuðborgarsvæðinu eru gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar og hafa vátrygginga- félögin um langt skeið haft verulegar áhyggjur af verulegri tjónatíðni á þessum gatnamót- um,“ sagði Jón Ólafsson, hjá SÍT, er hann kynnti hugmynd sem kom fram vorið 2001 að mynda umferð um gatnamótin með myndavél frá þaki Húss versl- unarinnar. Var umferðin mynduð samfellt frá 1. mars til 31. maí það ár, alls um 1.440 klukku- stundir, og fékkst leyfi Persónu- verndar til myndatökunnar. „Á þeim tíma urðu allmargir árekstrar sem mynd náðist af. Myndirnar sýna vel aðdraganda árekstranna sem verða á ljósa- stýrðum gatnamótum og sér- staklega þar sem umferð er slík að ljósastýringin nær vart að hreinsa gatnamótin milli umferð- arstrauma.“ Fjölmiðlum voru afhentar spól- ur með stuttri samantekt á nokkrum árekstranna og verður myndefnið notað á forvarn- arnámskeiðum tryggingafélag- anna. Sjá mátti bæði aftan- ákeyrslur þegar bílar snögghemluðu á rauðu ljósi og hliðarárekstra. Um 47 þúsund bílar fara um gatnamótin að með- altali á sólarhring, þ.e. um Miklu- brautina og um 33 þúsund um Kringlumýrarbraut. Dæmigert tjón kostar 4,6 milljónir Hjálmar Sigurþórsson frá Tryggingamiðstöðinni sagði kostnað vátryggingafélags á dæmigerðu tjóni á stórum gatna- mótum geta orðið kringum 4,6 milljónir króna. Sagði hann meðal slysatjón einstaklings geta orðið kringum fjórar milljónir króna og væri þá reiknað með 20 ára ein- staklingi sem yrði fyrir 10% ör- orku og varanlegur miski hans væri 10%. Annar kostnaður væri vegna eignatjóns. Við þetta bætt- ist kostnaður samfélagsins sem hann sagði umtalsverðan eða að minnsta kosti 33% til viðbótar. Kostnaður þeirra sem aðild ættu að árekstri og slysi væri einnig ótalinn, t.d. kostnaður tjónvalds væri hann ekki með kaskótrygg- ingu. Árin 1996 til 2002 hafa orðið 583 árekstrar á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Alls hafa 228 slasast í þessum árekstrum, 118 karlar og 93 kon- ur og 17 yngri en 15 ára. Eins og fyrr segir hefur starfs- hópurinn tekið saman upplýs- ingar um sparnað af mislægum gatnamótum. Einar Guðmundsson hjá Sjóvá-Almennum sagði að á gatnamótum Miklubrautar og Réttarholtsvegar hefðu orðið 35 tjón á ári að meðaltali árin 1995 til 2000. Eftir að gatnamótin voru gerð mislæg hefði tjónum fækkað að meðaltali í 3 sem þýddi 91% fækkun. Svipaða sögu væri að segja af gatnamótum Miklubraut- ar og Reykjanesbrautar þar sem tjónum hefði fækkað úr 98 að meðtali á ári árin 1995 til 1997 í 7 eftir lagfæringar árið 1997. Einar sagði að miðað við þessa reynslu mætti gera ráð fyrir mik- illi fækkun árekstra á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar verði þau gerð mislæg. Um 80 tjón hefðu orðið þar á ári að meðaltali árin 1995 til 2001. Af þeim hefðu aftanákeyrslur verið 55%. Það hlutfall hefði hins vegar hækkað mjög það sem af væri þessu ári eða í 78% og taldi hann ástæðu þess fyrst og fremst þyngri umferð. Einar sagði að tjónum myndi fækka misjafnlega mikið eftir því hverrar gerðar mislægu gatnamótin yrðu. Þannig myndi þeim fækka um 57 til 65% yrði önnur gatan á brú og með umferðarljósum. Mætti þá gera ráð fyrir að tjón yrðu 26 til 34 ár- lega að meðaltali. Slaufu- gatnamót með fríu umferðarflæði sagði hann myndu leiða til enn meiri fækkunar tjóna eða allt að 92% og yrðu tjónin þá vart meiri en 6 árlega. Starfshópurinn sagði áætlaðan kostnað við mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar vera um 1,5 millj- arða og jafnvel meira eftir gerð þeirra. Væri þá ekki talinn með kostnaður vegna aðgerða við Listabraut eða önnur nálæg gatnamót. Gera mætti ráð fyrir að framkvæmdir við mislæg gatnamót borguðu sig upp á ára- tug eða svo. Einar sagði kostnað tryggingafélaganna vegna tjóna á þessum gatnamótum í fyrra hafa verið um 50 milljónir króna. Áætla mætti kostnað tjónvalda um 25 milljónir og kostnað sam- félagsins milli 30 og 40 milljónir króna. Tjónakostnaður væri því samanlagður 105 til 115 milljónir króna á ári. Ef unnt væri að draga úr tjónum um 90% myndi kostnaður lækka um nálægt 100 milljónir. Einar Guðmundsson sagði að kosturinn við mislæg slaufu- gatnamót væri m.a. frítt umferð- arflæði á báðum götum sem þýddi minni hættu á aftanákeyrslum. Sagði hann forvarnahópinn þeirr- ar skoðunar að slaufugatnamót væru betri kostur og myndi sú skoðun verða kynnt samgöngu- yfirvöldum og borgaryfirvöldum ásamt áðurgreindum tölum um fækkun slysa með tilkomu mis- lægra gatnamóta. Vart framkvæmdir fyrr en eftir tvö til þrjú ár Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að ákvörðun hefði ekki enn verið tekin um hvers konar mislæg gatnamót yrðu gerð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Verið væri að skoða ýmsa kosti hjá fulltrúum Vegagerðar og Reykjavík- urborgar og undirbúningstími frá ákvörðun og þar til framkvæmdir hæfust yrði langur. Vart myndu framkvæmdir því hefjast fyrr en að tveimur til þremur árum liðn- um. Forvarnahópur samtaka tryggingafélaga segir mislæg gatnamót draga mjög úr slysum Gatnaframkvæmdir borga sig upp á fáum árum Morgunblaðið/Kristinn Frá þessu sjónarhorni var umferð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar mynduð í þrjá mánuði í fyrra.                                                                ! " #  $% & ' ()) )*   Sýnt hefur verið fram á að árekstrum fækkar þar sem mislæg gatna- mót eru gerð þar sem umferð er mikil. Jó- hannes Tómasson hler- aði þá skoðun fulltrúa tryggingafélaga að arð- semi mislægra gatna- móta væri augljós. joto@mbl.is JARI Vilén, utanríkisviðskipta- og Evrópumálaráðherra Finn- lands, segir að ef Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu yrði vafalaust brugðizt við sérstökum þörfum Íslendinga með sama hætti og brugðizt verði við sér- óskum Kýpur og Möltu í viðræð- um um stækkun ESB, sem nú standa yfir. „Ef ríkisstjórn Íslands ákveður að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu geta Íslendingar gert ráð fyrir að Finnar verði þeirra ötul- ustu stuðningsmenn,“ segir Vilén í óspurðum fréttum í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hann leggur áherzlu á mikil- vægi þess að Norð- urlöndin leitist í sameiningu við að hafa áhrif á ákvarð- anir innan Evrópu- sambandsins, sem skipti þau miklu. Hann undirstrikar hins vegar að Ís- lendingar taki að sjálfsögðu einir og sjálfir ákvörðun um hvort sótt verði um aðild eður ei. „Ég hef tekið eft- ir því að Íslending- ar hafa áhuga á hvernig Möltu og Kýpur farnast í aðild- arviðræðum við Evr- ópusambandið,“ segir Vilén. „Það er ljóst af þeim viðræðum, sem hafa farið fram, að Evrópusambandið verður að bregðast við sérstökum þörfum þessara tveggja landa, sem m.a. eru tilkomn- ar vegna þess að þetta eru eyríki. Ef Ísland sækti um aðild, yrði brugðist við þörf- um þess með svipuð- um hætti. Í viðræðum við Ísland yrðu pen- ingar ekki aðalatriði, eins og t.d. í tilfelli Póllands, vegna þess að upphæðirnar myndu ekki skipta miklu máli frá sjónarhóli ESB. Þetta er spurning um pólitískan vilja til að ná samningum fremur en um peninga.“ Vilén segir að finnska ríkis- stjórnin telji það gefa betri raun fyrir lítið aðildarríki ESB að taka þátt í Evrópusamstarfinu af full- um krafti og hafa þannig áhrif á ákvarðanir, sem snerta hagsmuni þess, en að standa utan við innsta kjarna samstarfsins. „Það er í þágu finnskra hagsmuna að Finn- land sé virkt og í innsta hring,“ segir hann. Evrópumálaráðherra Finnlands um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB Jari Vilén. Brugðizt við þörfum Íslands Helsinki. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt bókun um málefni heilbrigðisþjónustu í bænum þar sem vakin er athygli á „þeirri alvar- legu stöðu sem virðist vera að koma upp í læknamálum við Heilbrigðis- stofnunina í Ísafjarðarbæ“. Í bókuninni segir að samkvæmt nýjustu fréttum séu fjórir af sex heilsugæslulæknum að hætta eða á leið í leyfi og ekki sé útlit fyrir ráðn- ingu í þeirra stað. „Einn mikilvæg- asti þáttur góðra búsetuskilyrða er öflug heilsugæsla og sjúkraþjónusta. Því lítur bæjarstjórn málið mjög al- varlegum augum og telur það for- gangsverkefni stjórnvalda að leysa þann vanda sem virðist steðja að heilbrigðisþjónustu í Ísafjarðabæ.“ Lækna- skortur á Ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.