Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 ÚTFLUTNINGUR á lífhrossum hef- ur dregist mikið saman upp á síðkast- ið. Samkvæmt tölum sem fengust hjá Bændasamtökum Íslands voru flutt út 2.609 hross á árinu 1995 og 2.840 hross 1996. Í fyrra var fjöldi útfluttra hrossa kominn niður í 1.765 og það sem af er þessu ári hafa verið flutt út 1.269 hross, þ.e. á tímabilinu frá 1. janúar til 22. október. Fjöldi lífhrossa sem flutt eru úr landi hefur dregist saman ár frá ári frá 1996. Árið 1997 voru flutt út 2.564 hross, 1998 var fjöldi þeirra kominn niður í 1.994, 1.955 hross voru flutt út árið 1999 og 1.897 árið 2000. Þrátt fyrir samdrátt í útflutningi hrossa jókst útflutningsverðmæti þeirra á árunum 1997 til 2000. Verð- mæti útflutningsins hefur þó minnkað nokkuð á seinustu tveimur árum, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Árið 1997 voru flutt út hross fyrir 211 milljónir króna en árið 2000 var út- flutningsverðmæti hrossa 315 millj. kr. Í fyrra nam verðmæti útflutnings- ins 220 millj. kr. og á fyrstu átta mán- uðum þessa árs 187 millj. kr. Breytingar á útflutningi lífhrossa eru mismunandi miklar á milli mark- aðslanda. Útflutningur til Þýskalands hefur hrunið frá því sem mest var á árunum 1995 og 1996 en þá voru flutt á annað þúsund hross til landsins á hvoru ári um sig. Fækkun útfluttra hrossa á Þýskalandsmarkað hófst í kjölfar rannsóknar þýskra tollyfir- valda á meintum tollsvikum hrossaút- flytjenda. Í fyrra voru flutt 314 hross til Þýskalands og 143 hross það sem af er þessu ári. Útflutningur til nokk- urra landa hefur þó haldist nokkuð stöðugur á undanförnum árum og dæmi eru um að útflutningur hafi aukist í nokkrum mæli til einstakra landa. Þannig voru flutt 228 hross til Danmerkur árið 1997, 203 hross árið 2000 og í fyrra 201 hross. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt 150 hross til Danmerkur. Flutt voru 159 hross til Noregs árið 1998, árið 2000 var fjöldi þeirra kominn í 249 hross og það sem af er þessu ári hafa verið flutt 279 hross til Noregs. Mikill samdráttur í útflutningi hrossa veg, var látinn laus í gær sam- kvæmt úrskurði Hæstaréttar. Í úr- skurðinum segir að ekki sé fullnægt skilyrðum fyrir að láta hann sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á upptökum eldsins. Hafi lögregla ekki vísað til neins annars um að maðurinn væri undir rökstuddum grun um íkveikju, en að tvö vitni sögðust hafa séð til hans opna dyr að porti við húsin og ganga rakleitt inn en 20–30 mínútum síðar hafi menn orðið varir við að eldur væri kominn upp. Fram kemur einnig að sam- kvæmt upplýsingum frá slökkviliðs- mönnum sem farið hafi fyrstir inn hafi eldur logað á tveim aðskildum stöðum. Þá fannst hrúga af fötum sem virtist hafa verið kveikt í en eldurinn kulnað í þeim. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni í Reykjavík segir að rannsókn á vettvangi und- SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins bendir ýmislegt til þess að kveikt hafi verið í á nokkrum stöð- um við Laugaveg þegar milljóna- tjón varð þar í bruna sl. laugardag. Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan á mánudag, grunaður um íkveikju við Lauga- anfarna daga styrki þann grun lög- reglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Maðurinn sjálfur kvaðst hafa verið á ferð milli veitingahúsa við Laugaveg og farið inn í umrætt port til að kasta af sér vatni, en horfið frá því þegar hann sá dyra- bjöllur og útidyrahurð þar. Hafi hann haldið för sinni áfram við svo búið. Hann neitaði með öllu sak- argiftum um að hafa orðið valdur að brunanum. Lögreglan handtók manninn kl. 1.10 aðfaranótt sunnudags á Lauga- vegi við Barónsstíg. Héraðsdómur, sem úrskurðaði manninn í gæslu- varðhald að kröfu lögreglunnar sagði í niðurstöðum sínum að telja yrði að fram væri kominn rökstudd- ur grunur um það að maðurinn væri viðriðinn eldsvoðann og telja yrði að hætta væri á því að hann gæti haft áhrif á rannsókn málsins fengi hann að ganga laus, svo sem með því að hafa áhrif á vitni og spilla sakargögnum. Ummerki um íkveikju á nokkrum stöðum ÁSTANDIÐ á skelfiskmiðunum er mjög slæmt í ár, að sögn Jóns Bjarka Jónatanssonar vélstjóra á Gretti SH 182, sem hér er til hægri á myndinni. Hann vann við upp- skipun í höfninni í Stykkishólmi í gær ásamt Andrési Kjartanssyni 1. vélstjóra. „Ástandið er talsvert verra en í fyrra. Það stórsér á mið- unum, það er bara ekkert flóknara en það. Stofninn hefur verið að fara niður á við undanfarin ár, ofveiði spilar sjálfsagt eitthvað inn í og ein- hverjar náttúrulegar breytingar,“ segir Jón Bjarki. Hafa veitt ökuskírteini og leikfangafíl Sjö manns eru í áhöfn Grettis, sem Sæfell í Stykkishólmi gerir út. Í gær kom skipið inn með 10 tonn til löndunar sem veidd voru í grennd við Rúfeyjarröst á norðanverðum Breiðafirði. Skelfisksvertíðin hefst í byrjun september og stendur út janúar. Segir Jón Bjarki að frá því að vertíðin hófst í haust hafi veiðin verið dræm, alltaf takist að koma með það sem til stóð að landi en það taki lengri tíma nú en áður. Hörpudiskurinn er veiddur í plóg og segir Jón Bjarki að ýmislegt annað en hörpudiskur komi upp úr sjónum, m.a. öðuskel, krabbi, ígul- ker, krossfiskur, beitukóngur, þorskur og skarkoli. Þá hafi t.d. gallabuxur, leikfangafíll og öku- skírteini, þar sem mynd og nafn viðkomandi sást greinilega, komið upp með hörpudisknum. Stórsér á skelfisk- miðunum Morgunblaðið/Sverrir STORKUR, sem er afar sjald- séður gestur hér á landi, hóf sig til flugs frá Breiðdalsvík í fyrradag og flaug inn eftir Breiðdalnum. Hans Eiríksson frá Stöðvarfirði sá fuglinn og eftir að hafa gluggað í bækur er hann handviss um að þetta hafi verið storkur. „Ég hef svo sem ekki séð stork í annan tíma en í mínum huga er enginn vafi,“ segir hann. Fuglinn var við læk sem rennur rétt utan við frysti- húsið í Breiðdalsvík þegar Hans sá hann um klukkan hálf- eitt í fyrradag. „Þegar hann flaug upp var hann innan um máva og mávarnir voru eins og skógarþrestir við hliðina á hon- um. Vænghafið var örugglega töluvert á annan metra,“ segir Hans. Fuglinn var hvítur með svartar fjaðrir á endum vængj- anna og á stélinu. Hann var með langa rauða fætur og með langt rautt nef. Hans þóttist viss um að þetta væri storkur og eftir að hann skoðaði mynd af einum slíkum í bókinni Fugl- ar Íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson varð hann viss í sinni sök. Um væri að ræða hvítstork. Þrisvar hefur sést til hvít- storks hér á landi. Það gerðist í fyrsta skipti árið 1969. Í mars 1975 varð aftur vart við stork á Íslandi, í þetta skipti í Dyrhóla- ey, og hélt fuglinn sig á landinu a.m.k. fram í júní. Þriðji fuglinn sást við Kópasker í maí 1975. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun hefur ekki sést til hvítstorks síðan. Ekki fyrr en nú. Hvítstorkur við Breið- dalsvík Ljósmynd/Hjálmar R. Bárðarson Þessi hvítstorkur sást við Dyrhólaey vorið 1975 og náð- ust þá af honum nokkrar ljós- myndir. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra prófaði nætursjónauka Land- helgisgæslunnar í gærkvöld er hún flaug með áhöfn TF-LÍF, þyrlu Gæsl- unnar, og lauk miklu lofsorði á nýja búnaðinn sem tekinn verður í notkun í næsta mánuði að lokinni fullnaðarþjálfun starfsmanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsýnisflug með nætursjónauka  Ógleymanleg/4 Grunuðum manni sleppt úr haldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.