Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
örugg stýring viðskiptakrafna
FJÖLMENNI var á fundi í Rima-
skóla á þriðjudag þar sem ný til-
laga að deiliskipulagi Landssíma-
reitsins svokallaða var kynnt.
Tillagan felur meðal annars í sér
að ekki er lengur gert ráð fyrir
þremur íbúðarturnum á norðan-
verðum reitnum heldur verði þar
lágreistari fjölbýlishús. Þetta er í
þriðja sinn sem tillaga að deili-
skipulagi reitsins er kynnt íbúum á
slíkum fundi.
Fyrstu tillögurnar voru kynntar
íbúum í október í fyrra en vegna
mikillar andstöðu við þær voru
þær endurskoðaðar. Nýjar tillögur
voru svo auglýstar og kynntar á
fundi í apríl síðastliðnum en hlutu
sömuleiðis lítinn hljómgrunn meðal
íbúanna. Meðal annars var hæð
bygginga gagnrýnd, þéttleiki
byggðarinnar og aðkoma umferðar
að hverfinu. Var þá ákveðið að
stofna samráðshóp sem í áttu sæti
fulltrúar frá Skipulags- og bygg-
ingasviði Reykjavíkur og umferð-
ardeildar Umhverfis- og tækni-
sviðs auk fulltrúa íbúa í
Rimahverfi og verktaka.
Möguleiki á
hjúkrunarheimili
Að sögn Helgu Bragadóttur,
skipulagsfulltrúa í Reykjavík, ger-
ir tillagan nú ráð fyrir mun lægri
byggð á norðanverðu svæðinu en
áður. Í stað þriggja turna, sem
voru sjö, níu og ellefu hæðir og
tveggja íbúðalengja sé komin
skeifulaga bygging sem er fjórar
til sex hæðir. Að auki eru fimm
stök fjölbýlishús sem eru fimm og
sex hæðir. „Áfram er gert ráð fyrir
þjónustumiðstöð og síðan getur ein
af þessum blokkum, sem er með
um 30 íbúðir, líka verið hjúkrunar-
heimili,“ segir Helga.
Samtals gerir þetta um 190 íbúð-
ir sem eru hugsaðar fyrir eldri
borgara auk hússins sem gæti orð-
ið hjúkrunarheimili. „Þarna er
einnig gert ráð fyrir bílageymslu
neðanjarðar fyrir um það bil helm-
ing bílanna. Þessar byggingar eru
lægri en áður, falla betur að því
byggðarmynstri sem þarna er fyrir
og varpa ekki jafnmiklum skugga á
næstu lóðir.“
Alls er gert ráð fyrir 310 íbúðum
á svæðinu öllu, sem er það sama og
í auglýstri tillögu, og er fyrirkomu-
lag einbýlishúsa- og raðhúsa-
byggðar svipað og áður. Þó hefur
raðhúsum verið fækkað lítillega.
Tvenn gatnamót í stað
hringtorgs
Helga segir aðkomu umferðar að
hverfinu einnig hafa verið breytt
og í stað hringtorgs sem áður átti
að vera inni á svæðinu eru komin
tvenn svokölluð T-gatnamót. „Að-
koman inn á fjölbýlishúsasvæðið
verður þá strax til austurs og síðan
verður hefðbundin tenging án
hringtorgsins niður í hverfið,“ seg-
ir hún en bendir á að eftir sem áð-
ur verði ekið um hringtorg inn á
skipulagsreitinn sjálfan frá Borga-
vegi.
Hvað varðar græn svæði segir
Helga að búið sé að stækka leik-
svæði á austanverðu svæðinu.
„Þær kröfur sem við gerum til
grænna svæða eru uppfylltar í
þessari nýju tillögu en að auki
bendum við á önnur svæði í ná-
grenninu eins og svæðið við Gylfa-
flöt þar sem er mögulegt að koma
fyrir sparkvöllum. Þá eru önnur
hefðbundin leiksvæði í Rimahverf-
inu og á nærliggjandi svæðum auk
stórrar og góðrar skólalóðar.“
Fyrirkomulag skólamála verður
með sama hætti og áður var ráð-
gert en áformað er að byggja nýj-
an skóla fyrir 7–9 ára gömul börn
og í tengslum við hann yrði rekinn
leikskóli. „Það var forsenda fyrir
því að fjölga íbúum á þessu svæði.
Rimahverfi er tiltölulega stórt
hverfi með um 3.500 íbúum þannig
að Rimaskóli er einn stærsti skóli
borgarinnar. Með því að gera þetta
með þessum hætti er hægt að
skipta þessu svolítið upp.“
Á ekki von á fleiri
kynningarfundum
Helga segir að í framhaldi af
fundinum í gær verði unnin fund-
argerð þar sem ritaðar verða niður
þær athugasemdir sem fram komu
á fundinum. „Síðan verður þessi
tillaga kynnt í skipulags- og bygg-
inganefnd og eins verður unnin
samantekt um þær athugasemdir
sem bárust við auglýsingunni á
sínum tíma en við lögðum áherslu
á að vinna að bættri tillögu í sam-
ráðshópnum áður en það væri gert.
Svo er stefnan að kynna þetta í
hverfisráði Grafarvogs,“ segir
Helga.
Aðspurð segir hún ekki ljóst
hvort ný tillaga verði auglýst og
segist ekki eiga von á að fleiri slík-
ir stórir kynningarfundir verði
haldnir með íbúum vegna málsins.
Þriðja tillagan að skipulagi Landssímareitsins kynnt á fundi í Rimaskóla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íbúar gátu meðal annars virt fyrir sér líkan af tillögunni á fundinum í gær.
Hér er horft í norðaustur yfir deiliskipulagsreitinn en hönnun hans var í höndum Zeppelin arkitekta. Byggðin
á norðanverðum reitnum (efst á teikningunni) er orðin talsvert lágreistari en áður.
Ekki lengur gert ráð
fyrir þremur turnum
Grafarvogur
KRAKKARNIR á leikskólanum
Hlíð í Mosfellsbæ verða ekki í
vandræðum hér eftir að flagga
þegar tilefni eru til því síðastliðinn
föstudag gaf einn helsti velunnari
barnanna leikskólanum þeirra
fánastöng. Þessi velgjörðamaður
er þekktur meðal krakkanna sem
Carlo en eiginlega er fullt nafn
hans Karl M. Jensson þótt það beri
sjaldan á góma.
Sú athygli sem þessi gjöf hefur
vakið vekur undrun Carlos enda
hafði hann eiginlega hugsað sér að
láta fara lítið fyrir henni. „Ég ætl-
aði bara að laumast yfir að leik-
skólanum og setja þar niður flagg-
stöng og svo yrði það búið!“ segir
hann steinhissa á upphringingunni
frá Morgunblaðinu. Hann fellst þó
á að eiga stutt spjall við blaða-
mann.
Hefur séð bæinn
byggjast upp
Carlo er heimilismaður á Dval-
arheimili aldraðra að Hlaðhömrum
sem er rétt við leikskólann og í ljós
kemur að hann gaf stöngina sama
dag og hann átti 84 ára afmæli.
Hann segir það þó hafa verið til-
viljun að svoleiðis stóð á. „Ég hafði
lengi hugsað mér að leikskólinn
skyldi fá fánastöng vegna þess að
það er komið nýtt barnaheimili hér
við hliðina sem er með flaggstöng,“
segir hann. „Mér finnst að jafnt
eigi yfir alla að ganga.“ Aðspurður
segist hann hitta krílin á leikskól-
anum alltaf af og til. „Flest þeirra
vita hver ég er en það er líklega út
af nafninu,“ segir hann hógvær.
Árið 1948 fluttist Carlo frá Dan-
mörku til Íslands og hefur búið í
Mosfellsbæ alla tíð síðan. „Ég hef
séð bæinn byggjast upp, fyrst voru
hérna eitt og eitt býli en nú er
þetta orðin heilmikil byggð.“ Hann
segir því öruggt að hjarta sitt slái
svolítið með bæjarfélaginu.
„Finnst að
jafnt eigi yfir
alla að ganga“
Mosfellsbær
Gaf nágrönnunum á leikskólanum Hlíð fánastöng á afmælinu sínu
Morgunblaðið/Sverrir
Ragnheiður Ríkarðsdóttir bæjarstjóri var meðal þeirra sem voru við-
staddir þegar Carlo afhenti leikskólanum fánastöngina.