Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ögmundur Frið-rik Hannesson fæddist á Fagurhóli í Vestmannaeyjum 16. mars 1911. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir að kvöldi 15. október síðastliðins. Foreldrar hans voru Hannes Hansson skipsstjóri og útgerð- armaður í Vest- mannaeyjum, f. 5 nóv. 1891, d. 17. júní 1974, og Magnúsína Frið- riksdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983. Ögmundur var elstur barna þeirra. Hin eru: Guðbjörg, f. 12. janúar 1912, d. 31. janúar 1912, Einar, f. 17. júní 1913, d. 23. janúar 1999, Ingimar, f. 15. maí 1917, d. 25. september 1917, Elías Theo- dór, f. 1. júní 1918, d. 9. nóvember 1927, Hansína, f. 13. ágúst 1914, Ottó, f. 5. ágúst 1915, d. 26. desem- ber 1966, Vigdís, f. 27. október 1919, Árni, f. 10. desember 1921, d. 4. júní 1999, Ágúst, f. 2. október 1927, d. 31. janúar 1951, og Guð- björg Kristín, f. 22. október 1929. Ögmundur kvæntist 12. septem- ber 1953 Ragnhildi Sigurjónsdótt- ur, húsfreyju frá Sogni í Kjós, f. 29. júní 1917. Foreldrar hennar voru Sigur- jón Ingvarsson bóndi á Sogni og kona hans Gróa Guðlaugsdóttir húsfreyja. Fóstur- dóttir Ögmundar og Ragnhildar er Þor- björg Jóhanna Gunn- arsdóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 18. febrúar 1961, gift Kristni Tómassyni yfirlækni. Börn þeirra eru: Ögmund- ur, f. 19. júní 1989, Þorkell, f. 7. desem- ber 1992, og Ragnhildur, f. 6. sept- ember 1997. Ögmundur ólst upp í Vest- mannaeyjum hjá foreldrum sínum og fluttist til Reykjavíkur með þeim á fimmta áratugnum. Árið 1930 lauk hann minna mótorvél- stjóraprófi Fiskifélags Íslands. Hann stundaði sjómennsku frá 13 ára aldri og allt þar til hann flutti til Reykjavíkur. Árið 1947 réðst hann til starfa hjá Flugmálastjórn og vann þar þangað til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Ögmundar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Vandaður sómamaður, Ögmundur Hannesson, er fallinn frá á 92. ald- ursári. Ögmundur var frekar lágvax- inn, hnellinn, mikið snyrtimenni sem bar sig vel. Hann var hvikur í hreyf- ingum, bóngóður og brást skjótt við, handlaginn þúsundþjalasmiður, sem vildi hvers manns vanda leysa strax, enda vel greindur og útsjónarsamur, skapgóður og umtalsfrómur með af- brigðum. Hann var vel ern og hélt dágóðri heilsu, svo að hann gat farið í sund og ferðast um á reiðhjóli fram um nírætt, þrátt fyrir að hann ætti og æki bifreið. Ögmundur átti til sjósóknara og útvegsbænda að telja í báðar ættir. Hann var systursonur hins þekkta formanns, Binna í Gröf. Það lá því beint við, eins og títt var um unga Vestmannaeyinga að byrja sjóróðra með föður sínum á unga aldri og hjálpa til við að draga björg í bú, enda munu efnin ekki hafa leyft ann- að. Ögmundur tók síðan þátt í út- gerð og fiskverkun með föður sínum og bræðrum þar til fjölskyldan flutt- ist til Reykjavíkur eftir lok síðustu heimsstyrjaldar, þegar útgerð og fiskvinnsla tóku að breytast. Eftir komuna til Reykjavíkur hóf Ögmundur störf hjá Flugmálastjórn sem birgðavörður. Hann mun hafa verið mjög vel látinn þar vegna lip- urðar og annarra persónueiginda, auk reynslu hans og þekkingar á ýmsu sem að vélum laut, enda hafði hann lokið mótorvélstjóranámi Fiskifélagsins. Við starfslok sýndu samstarfsmenn og yfirmenn hans honum tilhlýðilega virðingu og þakk- læti fyrir vel unnin störf. Þeim hjónum Ögmundi og Ragn- hildi varð ekki barna auðið, en sinntu þeim mun betur öðrum börn- um. Þau tóku Þorbjörgu tengdadótt- ur undirritaðs í fóstur, er hún var á öðru ári, og veittu henni besta upp- eldi sem einkadóttur og sáu til þess að hún fengi notið góðrar menntun- ar og gæti lært það sem hugur henn- ar stóð til. Þau tóku einnig ríkulega þátt í uppeldi systurbarna Ragnhild- ar. Barngæska og óeigingirni þeirra kom ekki hvað síst fram í aðstoð við umönnun fatlaðra systursonarsona Ragnhildar, sem þau sinntu fram á síðustu ár. Kynni okkar Ögmundar hófust fyrir rúmum 15 árum er einkadóttir þeirra og yngsti sonur undirritaðs felldu hugi saman. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hef ég kynnst vel hví- líkur öðlingur Ögmundur var og hve laginn hann var við barnabörn okk- ar. Hann var fyrirmyndarafi, sem gerði allt fyrir börnin án þess að of- dekra þau, gætti þeirra, lék við þau, hjálpaði þeim við veiðiskap, kenndi þeim, auk þess sem hann hjálpaði til við að leysa ýmsan smávanda í hús- haldi dóttur sinnar og tengdasonar. Hann var þannig í sama afaflokki og móðurafi minn, sem sinnti mér og frændum mínum af einstakri hlýju og velvild. Barnabörnin og tenda- sonurinn kunnu vel að meta hann og vitnuðu óspart til hans þegar á þurfti að halda. Er ekki örgrannt um að ég hafi hálföfundað Ögmund af hversu góður afi hann var. Ögmundur var ekki aðeins góður faðir og afi, heldur var hann líka fyr- irmyndar eiginmaður, sem var á hjólum í kringum Ragnhildi konu sína í tæpa hálfa öld meðan heilsa og geta leyfðu. Ragnhildur er mikli rausnar- og myndarkona, sem hefur annast allt innan stokks af mikill kostgæfni. Þau hjón voru mjög sam- rýnd og máttu varla hvort af öðru sjá, og er mér raunar til efs að það hafi verið margar nætur sem þau ekki voru saman, fyrr en síðustu mánuðina, sem Ögmundur gat ekki verið heima vegna vanheilsu. Þenn- an tíma dvaldi hann á hjúkrunar- heimilinu Eir og naut góðrar umönnunar þar, sem allir kunna vel að meta. Það er hins vegar galli á framkvæmd svokallaðs vistunar- mats, að ekki er tillit tekið til sam- eiginlegra þarf hjóna og þýðingu þess að þau geti komist saman á stofnun vegna þess að annað hjóna fær hjúkrunarmat og hitt aðeins vistunarmat. Því miður segir mér svo hugur að ekki sé tekið tillit til þessa þegar verið er að telja hve margir séu í brýnni vistunarþörf og að þeir sem um véla geri sér ekki grein fyrir að umönnun þess makans sem er veikari verður léttari ef bæði hjón fá að vera saman og tilveran báðum léttbærari. Genginn er góður maður. Minn- ingin um hann lifir. Tómas Helgason. Ögmundur Hannesson var með eindæmum hjálpfús maður, mikið ljúfmenni, barngóður með afbrigð- um og góður fjölskyldufaðir. Ég kynntist honum ekki fyrr en hann flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum, en upp frá því voru alltaf góð tengsl við fjölskyldu mína. Hann bjó með foreldrum sínum fyrstu árin og var þeirra stoð meðan þau lifðu. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast sinni einstöku, ljúfu og gestrisnu konu Ragnhildi. Þau voru það samhent að ávallt voru þau bæði nefnd þegar um annað var talað og man ég ekki eftir að þau væru að- skilin einn einasta dag eftir að þau giftust, nema annað hvort væri á sjúkrahúsi. Á brúðkaupsdegi þeirra gerði eitt versta veður í manna minnum eins og afi minn Hannes hafði oft á orði, og var hann þó ýmsu vanur við sjósókn í Vestmannaeyj- um. Líf þeirra var þó baðað sól og árið 1962 voru þau svo lánsöm að eignast Þorbjörgu Jóhönnu, sem þau tóku í fóstur og var ákaflega fal- legt að fá að fylgjast með á þeim ár- um. Í upphafi búskapar míns var ég svo lánsöm að fá leigða íbúð, sem þau áttu í Stórholti en þar hafa þau búið öll sín búskaparár. Það var ómetanlegt fyrir okkur ungu hjónin að fá þann stuðning og ástúð, sem þau veittu okkur þá og alla tíð. Á sjö- unda áratugnum fóru þau í sína fyrstu utanlandsferð með Þorbjörgu og hittumst við þá í Kaupmannahöfn og áttum ánægjulega daga. Sem dæmi um hjálpsemi og snarræði Ög- mundar minnist ég þess, þegar við hjónin og foreldrar mínir ætluðum að aka hringveginn þá bræddi mót- orinn í bílnum úr sér í Borgarnesi, Ögmundur kom þá brunandi í Borg- arnes með nýjan mótor og hjálpaði til við að setja hann í. Ögmundur og Ragnhildur glödd- ust innilega með okkur hjónum þeg- ar við fengum börnin okkar frá Ind- landi sem sakna hans nú. Ég og fjölskylda mín vottum Ragnhildi eiginkonu hans, Þor- björgu og Kristni og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jónína Magnúsdóttir. Fyrir rúmum aldarfjórðungi fór ég að venja komur mínar í Stórholtið til Ögmundar og Ragnhildar. Ég var svo lánsöm að kynnast þá dóttur þeirra, Þorbjörgu, henni Obbu sem æ síðan hefur verið mín nánasta vin- kona. En ég var ekki bara að eignast vinkonu því mér fór að þykja vænt um mömmu hennar og pabba, þessi hlýju hjón sem tóku mér opnum örmum. Það var notalegt að setjast í horn- ið í eldhúsinu þeirra. Þau gáfu sér tíma til að setjast og hlusta á fjasið um skólann og annað sem dreif á daga unglingsstúlknanna. Það kom fyrir að þeim líkaði ekki allskostar það sem við vorum að bralla en þau höfðu lag á að koma því þannig til skila á sinn yfirvegaða hátt að maður hlustaði. Ögmundur var mikið snyrtimenni og það sást ekki síst á bílnum hans sem alltaf var nýbónaður. Stundum ofbauð Ögmundi útlitið á mínum far- arskjóta og ég kom stundum að hon- um nýþvegnum þegar ég kvaddi. Ég var á undan Obbu að hefja barn- eignir og það voru ófáar stundirnar sem Ögmundur lék við Guðmund Óskar, elsta barnið mitt, með bíla eða annað sem hugur unga drengs- ins stóð til. Obba var lánsöm að fá að alast upp hjá þessum sæmdarhjón- um sem voru svo hlý og umhyggju- söm. Það hefur aldrei farið á milli mála að hún var augasteinninn þeirra og það sem líf þeirra snerist um. Þegar hún flutti í nokkur ár til Bandaríkjanna með Kristni fannst Munda og Rögnu, sem þá voru kom- in fast að áttræðu, ekki tiltökumál að flytja til hennar um tíma til að passa fyrsta barnabarnið. Öll barnabörnin þrjú voru reyndar hænd að afa í Stórholti, hvert með sínum hætti. Ögmundur átti farsæla og langa ævi og lengst af var hann heilsu- hraustur. Þegar heilsunni tók að hraka gerðu þær mæðgur allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífið. Það er með söknuði sem ég kveð Ögmund í dag. Ragnhildi, Obbu minni, Kristni, Ögmundi, Þor- keli og Ragnhildi votta ég mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast Ögmundar eða Munda, eins og hann var ætíð kallaður, í nokkrum orðum. Það var fyrir um það bil 26 árum að foreldrar mínir stóðu í búferla- flutningum úr Safamýrinni í Reykja- vík og suður í Kópavog. Ég var þá á þriðja ári, orðinn þreyttur, skítugur og hlandblautur eftir amstur dags- ins. Mundi og Ragna höfðu verið að hjálpa okkur og buðu mér síðan með sér í Stórholtið. Þar var ég settur í notalegt bað, háttaður ofan í rúm og svaf ég þá nótt á milli þeirra hjóna. Þetta var byrjunin á vinskap mínum við Munda og Rögnu og höfum við átt margar góðar samverustundir í gegnum árin. Það var alltaf stutt í hjálpsemina hjá þeim hjónum og naut fjölskylda mín þess í ríkum mæli í gegnum tíð- ina. Það verður seint fullþakkað. Mundi var alltaf ungur í anda og átti mjög erfitt með að sætta sig við afleiðingar þess að eldast. Hann var alla tíð duglegur að hreyfa sig, iðk- aði sund og hjólreiðar. Á áttræðis- aldri gerðist hann síðan blaðburð- ardrengur og bar úr Morgunblaðið í Stórholtið um alllangt skeið. Munda verður sárt saknað, en hann var orðinn saddur lífdaga og trúi ég því að honum líði betur þar sem hann er nú. Elsku Ragna, Þorbjörg og fjöl- skylda. Guð styrki ykkur í sorg ykk- ar. Andri Þór. ÖGMUNDUR FRIÐRIK HANNESSON Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, A. MARGRÉTAR RAGNARSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 10. október sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks krabbameinsdeildar Land- spítala Hringbraut, heimahjúkrunar Karitasar og líknardeildar Landspítala Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Eðvarð Sigurjónsson, Ragnar Eðvarðsson, Sigurjón Eðvarðsson, Guðrún Stefánsdóttir, Ólöf Eðvarðsdóttir, Sigurður Svansson, Rannver Eðvarðsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um móður mína, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU MOONEY, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi, fer fram frá Digraneskirkju á morgun, föstudaginn 25. október, kl. 13.30. Ellen Mooney, Michael J. Kissane, Norma S. Mooney, Gunnar Berg, Karl I. Mooney, Margaret Mooney, Ingvar Örn Karlsson, Ragnar A. Karlsson, Baldur S. Karlsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTINN GESTSSON píanóleikari, Kársnesbraut 11, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 25. október. Athöfnin hefst kl. 10.30. Ásdís Gísladóttir, Guðrún María Kristinsdóttir, Björn Vigfússon, Ásdís Kristinsdóttir, Gísli Kristinsson, Þórir Kristinsson, Ásta Margrét Guðmundsdóttir, Vigfús, Kristinn, Sigurbjörg, Snæfríður María og Leó Kristinn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HALLFRÍÐAR K.H. STEFÁNSDÓTTUR ökukennara, Sogavegi 180, Reykjavík. Guðlaugur S. Helgason, Margrét Á. Gunnarsdóttir, Lúðvík K. Helgason, Lovísa B. Einarsdóttir, Stefán E. Helgason, Kristín E. Harðardóttir, barnabörn og langömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.