Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 37 ✝ Anna MargrétRagnarsdóttir fæddist á Grund í Nesjahreppi 12. nóv- ember 1934. Hún lést á líknardeild Lands- spítala – háskóla- sjúkrahúss 10. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnar Gísla- son, bóndi á Grund í Nesjahreppi, f. 9. jan- úar 1902, d. 8. mars 1947, og Rannveig Sigurðardóttir, hús- freyja, f. 13. júlí 1895, d. 20. apríl 1983. Systkini Mar- grétar eru Gísli, látinn, Ásta, f. 20. maí 1940 og Sigurgeir, f. 5. októ- ber 1929. Eiginmaður Margrétar er Eð- varð Sigurjónsson, f. 27. apríl 1936. Foreldrar hans eru Sigurjón Stefánsson, f. 21. mars 1895, d. 16. ágúst 1970, og Ólafía Kristjáns- dóttir, f. 2. nóvember 1902, d. 3. mars 1979. Börn Margrétar og Eð- varðs eru: 1) Ragnar, f. 16. nóv- ember 1958. Synir hans og Jó- hönnu Guðmundsdóttur, f. 11. janúar 1964, eru: Sig- urður Jón, f. 15. júlí 1981, og Guðmundur Kristján, f. 16. júlí 1983. 2) Sigurjón, f. 13. október 1961, kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur, f. 17. janúar 1949. Sonur hans og Guðlaugar Adolfsdóttur, f. 20. janúar 1963, er Jón Ingvar, f. 8. apríl 1980, sonur hans og Sigrúnar Ragnars- dóttur, f. 6. júlí 1968, er Eðvarð, f. 12. júlí 1988. 3) Ólöf, f. 13. desember 1962, gift Sigurði Svanssyni, f. 23. maí 1966. Synir hennar eru: Eðvarð Sigurður, f. 17. apríl 1986, og Ólaf- ur Örn, f. 2. nóvember 1988, synir Halldórs Sigurðar Sigurðssonar, f. 11. ágúst 1963, og Svanur Ingi Sig- urðsson, f. 18. desember 1995. 4) Rannver, f. 26. nóvember 1963, kvæntur Gunnhildi Gunnarsdótt- ur, f. 12. ágúst 1967. Dóttir þeirra er Margrét Ósk, f. 8. ágúst 1996. Útför Margrétar var gerð í kyrr- þey. Elsku móðir mín og tengdamóðir er látin eftir erfið veikindi. Það voru rúmir þrír mánuðir frá því að hún veiktist þar til hún lést 10. október. Hún ætlaði sér að sigra í þessari bar- áttu og fara aftur til Spánar, þar sem foreldrar mínir höfðu verið mikið síð- astliðin tvö ár. En nú taka við önnur verk, á öðrum stað og erum við full- viss um að nú líður þér vel. Við sökn- um þín, en við eigum svo margar góð- ar minningar til að hugsa um. Guð geymi þig. Sigurjón og Guðrún. Elsku Magga. Þá er komið að síð- asta bréfinu til þín. Erfitt var að missa þig alla leið til Spánar. En nú er maður alveg miður sín og tómur. Þú hafðir séstakt lag á að koma okkur í betra skap, þegar erfitt var hjá okk- ur. Og myndir segja áfram stelpa. Nú yljar maður sér við minningarnar. Hverju við gátum fundið upp á. Ýmsum prakkarastrikum er við fór- um suður á fundi fyrir verkalýðs- félagið og höfðum gaman af. Eða öll ferðalögin, hér heima og til útlanda. Þau eru ógleymanleg. Nú skoðar maður myndirnar og minningarnar verða lifandi. Hvað við skemmtum okkur vel er við vorum að líma inn myndirnar, hlógum og hlógum. Dásamlegast var að heimsækja ykk- ur til Spánar og sjá hvað þar var ynd- islegt. Þar varst þú svo ánægð. Tala við hr. Pálma og skoða allt umhverfið með þér. Maður hlakkaði til að kom- ast á aldur og prufa að búa í nálægð við ykkur. Elsku Magga mín, við vinkonurnar hér, ég, Kalla og Elsa, erum alveg miður okkar. Örlögin höguðu því svo að við komum allar í heimsókn síð- ustu helgina fyrir burtför þína. Þá virtist líðan þín vera að batna og við mundum eiga nokkur góð ár með þér. Elsku Magga mín, við söknum þín allar óendanlega mikið og þökkum fyrir að hafa fengið að kveðja þig og að hafa fengið að vera vinir þínir. Elsku Magga mín, nú finnst mér erf- itt að kveðja þig, en ég veit að þú hefðir hvíslað að mér: Svona nú, þetta lagast. Og ég veit, það lagast ef mað- ur leyfir sér að syrgja og sakna. Guð varðveiti Edda og alla ástvini þín. Ég votta þeim dýpstu samúð mína. Þín vinkona Guðrún Ákadóttir. Elsku Magga, alltof snemma ert þú horfin burt frá okkur. Margs er að minnast, gömlu góðu daganna hér í Stykkishólmi. Minningin um hlátur- inn þinn og bjarta brosið er okkur of- arlega í huga. Alltaf var stutt í glensið og grínið þegar þú varst annars veg- ar. Það er svo margt sem rifjast nú upp, t.d. þegar þú snemma á vorin fórst að leiða hugann suður á bóginn og margar skemmtilegar ferðir fóruð þið saman þú og Eddi. Skemmst er að minnast þess þegar þið fyrir tveimur árum keyptuð ykkur íbúð á Spáni. Við vorum svo heppin að fá tækifæri til þess að heimsækja ykkur þangað og sjá hvað ykkur leið þar vel. Nú þegar þú ert horfin á braut er ljúft að geta hugsað með þakklæti til góðra minninga og ánægjulegra kynna. Elsku Eddi, Ragnar, Ólöf, Sigur- jón, Rannver og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur og megi góður Guð styrkja ykkur á þessari stundu. Elsa og Guðni, Stykkishólmi. Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið. (Jón Helgason.) Elsku góða vinkona, mikið er þetta undarleg tilvera að þú skulir vera horfin, þú sem varst alltaf hressust af öllum. Þegar þið Eddi komuð síðast í heimsókn til okkar sagðist þú, jú vera eitthvað smálasin og þú þyrftir að fara í nokkra geisla en þetta væri nú ekki neitt, þetta yrði nú fljótlega úr sögunni. Nei, það var sko ekki mikið að henni Möggu minni. Elsku Magga, okkur langar að þakka þér og Edda áralangar sam- verustundir, sem allar hafa verið jafnskemmtilegar, enda var aldrei nein ládeyða í kringum ykkur. Fyrst er nú að minnast á yndislegu árin okkar í Búlgaríu, með 17. júní hátíð- arhöldum, þar sem Jóhann eldaði á Emona-veitingahúsinu og ekki var síðri hangikjötsveislan á svölunum hjá ykkur Edda, þar sem öllu var tjaldað til, það er svo margs að minn- ast, þetta voru yndislegir tímar. Ég gleymi heldur ekki hvað við vorum glöð þegar þið heimsóttuð okkur til Alsír, síðastliðið haust. Við vorum búin að vera svo lengi tvö ein, þetta var því algjör himnasending að fá ykkur, kæru vinir. Það var líka mikið ævintýri að fara með ykkur og sjá fallega húsið ykkar í Torrivega. Elsku Eddi og fjölskylda, góður Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. (H. Hálfdánarson.) Elsku Magga, vertu kært kvödd og við þökkum þér af alhug fyrir sam- fylgdina, þínir vinir Guðbjörg og Hreiðar. MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR ✝ Sigrún Gyða Er-lendsdóttir fædd- ist í Reykjavík 20. apríl 1924. Hún lést 12. október síðastlið- inn. Foreldar hennar voru Erlendur Er- lendsson, trésmíða- meistari og blaða- maður, f. 10.9. 1902, d. 5.9. 1948 og Lilja Á. Bjarnadóttir f. 02.11.02 d. 14.01.89. Gyða var næst elst átta systkina. Fyrri maður Gyðu var Rögnvaldur Ragnar Gunnlaugsson, kaupmað- ur, f. 23. október 1920, d. 18. mars 1998. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru Sigríður Steina, f. 1941, Þórdís, f. 1944, og Sigríður Bára, f. 1947. Seinni maður hennar var Benedikt Jakobsson, íþróttakennari, f. 19.4. 1905, d. 29.3. 1967. Börn þeirra eru Ragnheiður Lilja, f. 1952, og Benedikt, f. 1956, d. 1983. Eftir lát Bene- dikts eiginmanns hennar starfaði hún sem húsvörður við Gagnfræðaskóla Austurbæjar (Vörðuskóla). Eftir lát sonar hennar fluttist hún til Svíþjóðar og bjó þar til ársloka 1996. Útför Gyðu var gerð í kyrrþey 22. október, að ósk hinnar látnu. Elskulega mamma mín. Ég minnist þess þegar ég var barn, leið illa og var oft með sáran höfuðverk. Þá tókstu mig í kjöltu þína, straukst mér um höfuðið og þerraðir tárin. Verkurinn leið hjá og ég fann mig örugga í fangi þínu. Núna ert þú farin til Guðs. Ég sakna þín, en það var gott að þú fékkst að fara svo þú þyrftir ekki að kveljast meira. Ég kveð þig með vísum sem þú söngst fyrir mig forðum. Sofðu unga ástin mín úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit minn er hugur þungur. Oft ég svartan sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. (Jóhann Sigurjónsson.) Þín dóttir Þórdís. GYÐA ERLENDSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JENNÝ VALGEIRSDÓTTIR myndlistarmaður og fyrrv. blaðamaður, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 17. október sl., verður jarðsung- in frá Garðakirkju Garðabæ í dag, fimmtu- daginn 24. október, kl. 10.30. Birgitta Ósk Óskarsdóttir, Wally Hollyday, Benedikt Ómar Óskarsson, Paulette Óskarsson, Björgvin Ólafur Óskarsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Kaldbak, Eyrarbakka, Suðurgötu 14, Keflavík, lést í Víðihlíð, Grindavík, fimmtudaginn 10. októ- ber sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til hjúkrunarfólks í Víðihlíð, einnig til starfsfólks hjá Dagdvöl aldraðara, Keflavík, og allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu. Sólveig Sigfúsdóttir, Birgir Jónasson, Eygló Sigfúsdóttir, Thomas Reichert, Jón Sigfússon, Erna Einarsdóttir, Helgi Sigfússon, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Ingimundarson, Sigurður Ingimundarson, Rósa Ólafsdóttir, Jóna Ingimundardóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Bróðir okkar, ELÍAS TÓMASSON frá Uppsölum í Hvolhreppi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Breiðabólsstaðarkirkju laugardaginn 26. október kl. 14.00. Jón Ólafur Tómasson, Guðmundur Óskar Tómasson. Okkar ástkæru ÞÓRDÍS ANNA PÉTURSDÓTTIR, ELÍN ÍSABELLA KRISTINSDÓTTIR, MIRRA BLÆR KRISTINSDÓTTIR, verða jarðsungnar frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. október kl. 15.00. Elín Þórunn Bjarnadóttir, Kristinn Pétur Benediktsson, Ásgeir Kristján Mikkaelsson, systkini hinna látnu og aðrir aðstandendur. Móðurbróðir okkar, TRYGGVI SAMÚELSSON járnsmiður, Hátúni 10, Reykjavík, lést á Hrafnistu Reykjavík fimmtudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 1. nóvember kl. 10.30. Kristín Emilía Daníelsdóttir, Elsa Olsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.