Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLI Íslands fór ekki að stjórnsýslulögum við ráðningu lekt- ors í félagsvísindadeild í upphafi árs 2001. Umboðsmaður Alþingis kemst að þessari niðurstöðu í nýju áliti sínu eftir að einn fjögurra umsækjenda um lektorsstöðuna kvartaði yfir málsmeðferð skólans við ráðn- inguna. Þá gerir umboðsmaður at- hugasemdir við þann níu mánaða drátt sem varð á að háskólinn svar- aði erindi hans. Málavextir eru þeir helstir að um- rætt starf lektors var auglýst laust í mars árið 2000. Fjórir háskólakenn- arar sóttu um. Dómnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og skil- aði hún áliti í ágúst árið 2000 þar sem allir voru taldir hæfir til að gegna starfinu. Umsækjendum var gefinn kostur á að koma að athugasemdum við álit dómnefndar en því næst vís- aði félagsvísindadeild umsóknunum til umfjöllunar á skorarfundi í sept- ember sama ár. Eftir nokkra skorar- og deildarfundi var það niðurstaðan að mæla með einum umsækjendanna og varð sá er kvartaði til umboðs- manns ekki fyrir valinu. Óskaði sá eftir tækifæri til að svara rökstuðn- ingi skorarinnar, sem fallist var á. Gripið var til atkvæðagreiðslu á deildarfundi félagsvísindadeildar í byrjun desember og meirihluta at- kvæða hlaut sá kennari sem rektor háskólans, Páll Skúlason, ákvað síð- an í byrjun janúar 2001 að ráða í starfið, samkvæmt tilmælum deild- arinnar. Einn umsækjenda kvartaði til um- boðsmanns í júní árið 2001. Hafði hann þá óskað eftir rökstuðningi frá rektor fyrir ráðningunni en ekki fengið, að hans mati, og ekki heldur verið tilkynnt skriflega um niður- stöðu stöðuveitingarinnar. Meðal þess sem kvartað var yfir var tilgreining þeirra sem stóðu að umsögn skorarinnar um umsækj- endur. Umboðsmaður Alþingis telur að það hafi átt að liggja skýrar fyrir hvaða einstaklingar tóku þátt í um- fjöllun skorarinnar. Þá hafi máls- meðferð ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög við úrlausn á því hvort atkvæðisbærir fundarmenn á skorar- eða deildarfundi hafi verið vanhæfir og hvort þeir hafi átt að víkja af fundi af þeirri ástæðu. Verulegur annmarki á málsmeðferð Í bréfi til umboðsmanns viður- kennir háskólinn að umsögn fé- lagsvísindadeildar hafi ekki verið í samræmi við reglur þar sem engin grein hafi verið gerð fyrir þeim sjón- armiðum sem réðu niðurstöðu deild- arfundar. Telur umboðsmaður að það hafi dregist úr hófi að tilkynna umsækjendum um ráðninguna og það hafi ekki réttlætt þann drátt þótt skortur hafi verið á upplýsingum til að rökstyðja ákvörðunina. Þá telur umboðsmaður að verulegur ann- marki hafi verið á málsmeðferð há- skólans og að undirbúningi ákvörð- unar rektors hafi ekki verið hagað með þeim hætti að fyrir lægju upp- lýsingar til að veita rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þá stangist það á við stjórnsýslulög að umræddum um- sækjanda hafi ekki enn verið veittur rökstuðningur sem uppfylli kröfur sömu laga. Með hliðsjón af þessu beinir um- boðsmaður þeim tilmælum til Há- skóla Íslands að framvegis verði málsmeðferð skólans við ráðningu kennara hagað í samræmi við sjón- armiðin í álitinu. Tekið verði til at- hugunar hvort þörf sé á að móta til- teknar skráðar reglur um hæfi eða vanhæfi atkvæðisbærra fundar- manna á deildar- og skorarfundum. Þá er þeim tilmælum beint til skól- ans að þess verði gætt við skipulagn- ingu stjórnsýslunnar að erindum umboðsmanns verði svarað innan hæfilegs tíma. Umboðsmaður Alþingis um ráðningu lektors í félagsvísindadeild Háskóli Íslands fór ekki að stjórnsýslulögum Sigurður Kári Kristjánsson hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fer fram dagana 22. og 23. nóvember nk. vegna al- þingiskosning- anna næsta vor. Hann sækist eft- ir kosningu í 7. sæti. Sigurður Kári Kristjánsson er 29 ára Reykvík- ingur, fæddur 9. maí 1973. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands árið 1993, embættispróf í lögfræði frá Há- skóla Íslands 1998 og hlaut mál- flutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Hann starfar sem hér- aðsdómslögmaður í Reykjavík. Sigurður Kári hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1999–2001, sat í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1999–2001, sat í framkvæmdastjórn Sjálfstæð- isflokksins 1999–2001, sat í stjórn SUS 1997–1999 og sat í stjórn Heimdallar 1995–1997. Sigurður sat í Háskólaráði fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta 1995–1997, framkvæmda- stjóri lögfræðiaðstoðar Orators 1997–1998, formaður Orators, fé- lags laganema, 1995–1996 og for- seti Nemendafélags Verzl- unarskóla Íslands 1992–1993. Sigurður Kári Kristjánsson UMSÓKNIR Afganistan og Austur- Tímor um aðild að Interpol voru samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta á allsherjarþingi Interpol sem nú stendur yfir í Yaoundé, höfuð- borg Kamerún. Aðildarlöndin eru nú 181 en aðeins Sameinuðu þjóð- irnar hafa fleiri aðildarríki en Int- erpol. Í fréttatilkynningu frá ríkislög- reglustjóra kemur fram að meðal forgangsmála alþjóðalögreglunnar sem rædd hafa verið á þinginu eru alþjóðleg hryðjuverk og skipulögð glæpastarfsemi, barnaklám og smygl á fólki milli landa. Á þinginu hafa verið lagðar fram tillögur að auknu samstarfi aðildarríkjanna í þessum málaflokkum sem vænta má að verði til þess að betri árangurs sé að vænta við að koma lögum yfir þá sem stunda glæpastarfsemi af þessu tagi. Fulltrúar Íslands á þinginu eru Haraldur Johannessen, ríkislög- reglustjóri, formaður sendinefndar- innar, Þórir Oddsson, vararíkislög- reglustjóri og Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislög- reglustjórans. Aðildarríki Int- erpol orðin 181 Lára Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður gefur kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, sem fram fer dagana 22. og 23. nóvember. Hún gefur kost á sér í fimmta sætið. Lára Margrét er fædd í Reykjavík í október árið 1947 og hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn frá árinu 1991. Hún lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og stundaði framhaldsnám við Verslunarhá- skólann í Björgvin 1979–1981. Lára Margrét var skrifstofustjóri hjá Læknasamtökunum 1968–1972, ráðgjafi í sjúkrahússtjórn hjá Arth- ur D. Little, Boston, Bandaríkj- unum, 1982–1983 og forstöðumaður áætlana- og hagdeildar Ríkisspít- alanna 1983–1985. Hún var fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags Ís- lands 1985–1989, kennari í heilsuhagfræði við Hjúkrunarskól- ann 1985–1986 og við Nýja hjúkr- unarskólann 1986–1989. Hún gegndi starfi forstöðumanns þróun- ardeildar Ríkisspítalanna 1989– 1991. Lára Margrét hefur verið í Íslands- deild Evrópuráðsþingsins frá 1991 og formaður þess frá 1995. Hún var varamaður fastanefndar Evr- ópuráðsþingsins um tengsl milli þjóðþinga og almannatengsl 1993– 1994, formaður 1994–1997, varafor- maður félags-, heilbrigðis- og fjöl- skyldunefndar Evrópuráðsþingsins 1997–2000, formaður frá 2000. Hún sat þing Vestur-Evrópusambands- ins 1995–1999 og var formaður Ís- landsdeildar þess. Hún var varafor- seti Evrópuráðsþingsins 1998–2000 og hefur setið í stjórn International Institute for Democracy frá 1999. Í DAG STJÓRNMÁL Lára Margrét Ragnarsdóttir „ÞAÐ má segja að náttúran sjái um friðun rjúpunnar þetta árið,“ segir Jón Sigurðarson rjúpnaskytta á Vopnafirði sem á myndinni er með dagsfeng, 13 rjúpur og einn ref. Jón segir að yfirleitt geti veiði- menn náð mörgum fuglum í upp- hafi veiðitímabilsins, en frá 15. október, þegar veiðin hófst, hafi gengið á með dimmum éljum á norðaustanverðu landinu. Slíkt veðurfar gefi fuglunum frið auk þess sem erfiðara sé að koma auga á rjúpuna í hvítum snjónum. Jón segist bæði skjóta rjúpu fyr- ir sjálfan sig og í verslanir. Hann segist vera búinn að fara í fjögur skipti á rjúpu það sem af er vetrar, í fyrsta skiptið náði hann 25 rjúp- um en á mánudag fékk hann 13 stykki auk þess sem hann náði þessum fallega ref. Jón segir að mikið virðist vera af ref á Norð- austurlandi um þessar mundir. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Veðurfar truflar veiðar FORYSTUMENN heilsugæslu- lækna áttu í gær fund með heilbrigð- isráðherra og kynntu ráðherra af- stöðu félagsfundar heilsugæslu- lækna til nýgengins úrskurðar kjaranefndar og áhrif hans á ein- staka hópa. Samkvæmt upplýsing- um Þóris Kolbeinssonar, formanns Félags íslenskra heilsugæslulækna, spunnust svo umræður í framhaldi af því um hvernig mætti leysa þau vandamál sem við er að etja. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum en ráðherra lýsti áhuga á að fá for- svarsmenn lækna aftur á sinn fund síðar til að ræða þessi mál frekar. Kynntu ráðherra af- stöðu heilsugæslulækna ALMENN launahækkun samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnu- lífsins og Flóabandalagsins verður 3,15% 1. janúar 2003. Er það sama hækkun og kjarasamningar SA og Starfsgreinasambandsins kveða á um. Almenn launahækkun verður 2,75% í stað 2,25%. Við það bætast 0,4% á grundvelli samnings SA og ASÍ um rautt strik frá desember 2001. Heildarhækkunin verður því 3,15%. Laun hækka um 3,15% um áramót SKIPTAFUNDUR fór fram í gær í þrotabúi Japis ehf. sem lýst var gjaldþrota í júní sl. Eins og fram hef- ur komið í Morgunblaðinu námu lýstar kröfur tæpum 130 milljónum króna en í skiptaskrá, sem lögð var fram í gær, kemur fram að sam- þykktar kröfur nema nú tæpum 82 milljónum króna. Sú tala gæti átt eftir að hækka að sögn Steingríms Þormóðssonar, hrl. og skiptastjóra, en hann segir eignir í þrotabúinu vera litlar sem engar. Launakröfur frá 28 aðilum nema tæpum 16 milljónum króna en þar af voru samþykktar kröfur um 12,2 milljónir. Hæstu launakröfur koma frá Lífeyrissjóði verslunarmanna og Ábyrgðarsjóði launa. Almennar kröfur bárust frá 82 aðilum að and- virði 111 milljóna króna. Þar af hefur skiptastjóri samþykkt kröfur upp á 69,5 milljónir en hafnað öðrum að svo stöddu þar sem beðið er um frek- ari gögn. Stærsta almenna krafan kom frá Tollstjóranum í Reykjavík, eða 29,4 milljónir, en þar af sam- þykkti skiptastjóri 19,5 milljónir. Steingrímur segir nokkra kröfu- hafa hafa mótmælt skiptaskránni og var skiptafundi frestað um óákveð- inn tíma. Verið er að kanna hvað sé til af eignum í þrotabúinu. Samkvæmt ársreikningi 2000 námu eignir Japis ehf. um 200 millj- ónum króna. Gjaldþrot Japis ehf. Samþykkt- ar kröfur upp á 82 milljónir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.