Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 45
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 45 Sigríður Hrönn Elíasdóttir Íslandsmeistari í einmenningi Mótið var spilað um helgina með þátttöku 84 spilara. Eftir æsispenn- andi lokaumferðir hampaði Sigríður Hrönn Elíasdóttir Íslandsmeistara- titlinum, en þetta er í fyrsta skipti sem kona sigrar á þessu móti, sem haldið var nú í 11. sinn. Það var síð- asta embættisverk Guðmundar Ágústssonar forseta að afhenda verðlaunin. Lokastaðan: Sigríður Hrönn Elíasdóttir 254 Páll Þórsson 249 Vilhjálmur Sigurðsson jr. 240 Halldór Þorvaldsson 234 Anton Hartmannsson 215 Helgi Bogason 190 Erlendur Jónsson 169 Stefán Jónsson 167 Harpa Fold Ingólfsdóttir 163 Björn Þorláksson 157 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Guðmundur Ágústsson, fráfarandi formaður Bridssambands Íslands, af- henti verðlaunin í lok Íslandsmótsins í einmenningi sem fram fór um sl. helgi. Hér er hann ásamt þremur efstu spilurunum í mótinu. Talið frá vinstri: Guðmundur Ágústsson, Páll Þórsson, Sigríður Hrönn Elíasdóttir Íslandsmeistari og Vilhjálmur Sigurðsson, en hann vann mótið 2001. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á ellefu borum mánu- daginn 21. október sl. Meðalskor 220. Efst vóru: NS Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 268 Haukur Guðm. - Kristinn Guðm. 266 Hólmfr. Guðmundsd. - Arndís Magnúsd. 247 AV Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 269 Karl Gunnarsson - Ernst Backman 255 Guðgeir Björnsson - Steindór Árnason 245 Spilað mánu- og fimmtudaga. Bridsfélag Hreyfils Hafin er sveitakeppni með þátt- töku 10 sveita. Spilaðar eru tvær um- ferðir á kvöldi og er staða efstu sveita þessi eftir fyrsta kvöldið: Vinir 46 Hlynur Vigfússon 38 Arnar Arngrímsson 33 Daníel Halldórsson 32 Rúnar Gunnarsson 30 Það verður ekki spilað nk. mánu- dagskvöld vegna utanlandsferðar fé- lagsmanna. Næsta spilakvöld verður því 4. nóvember og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Brids í Borgarfirði Vetrarstarfið hófst með tví- menningi 14. október. 14 pör mættu fyrsta kvöldið og urðu úr- slit sem hér segir: Kristján Axelsson – Örn Einarsson 184 Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddsson 178 Baldur Björnsson – Jón Eyjólfsson 178 Þorsteinn Péturss. – Guðm. Péturss. 174 Flemming Jessen – GuðmundurJónss. 170 Meðalskor var 156 Mánudaginn 21. október var haldinn aðalfundur félagsins. Starfið var allt hið blómlegasta á síðasta ári og félögum fjölgar með hverju árinu sem líður. Jón Eyj- ólfsson var kosinn formaður fé- lagsins en aðrir í stjórn eru Örn Einarsson ritari, Guðmundur Kristinsson gjaldkeri, Baldur Björnsson og nýr maður í stjórn er Brynjólfur Guðmundsson. Starfsemi félagsins fer fram í Logalandi í Reykholtsdal og er spilað hvert mánudagskvöld. Ný- liðar og áhugasamir eru velkomnir í hópinn. Eftir aðalfund var spil- aður tvímenningur með þátttöku 14 para. Úrslit urðu sem hér segir: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 191 Guðmundur og Þorsteinn Péturssynir 184 Kristján Axelsson – Örn Einarsson 177 Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddss. 173 Elín Þórisdóttir – Jón Einarsson 168 Meðalskor var 156. Í ÞEIM hvítþvotti verslunar og þjónustu sem stendur yfir þessa dagana þegar borin hefur verið saman krónutala matarverðs hér- lendis við nágrannalöndin er ítrek- að bent á innlendar landbúnaðar- vörur og verð þeirra sem aðal- orsök hærra vöruverðs. Virðist það sérstakt áhugamál margra og að flest verði blómabrekkan ein, náist að breyta því kerfi. Síðast kom þetta fram hjá framkvæmda- stjóra Samtaka verslunar og þjón- ustu í grein hér í Morgunblaðinu og á nokkrum vefmiðlum var þetta fljótafgreidd ástæða hærra mat- arverðs hérlendis. Svo virðist sem framleiðendur margir hverjir séu nánast undir þumli risanna og einnig er athygl- isvert að þeir úr framleiðslugeir- anum sem hafa örlítið leyft sér að gagnrýna Bónus og Baug koma yf- irleitt ekki fram undir nafni. Hugsanlega er þetta af ótta við refsingu þessa verslunarveldis sem nú er orðið, þ.e. að þeir beini við- skipum annað. Eflaust má margt betur fara í landbúnaðarkerfinu sem víðar hér- lendis. En ef áhrif hefðbundinna landbúnaðarvara á vöruverð eru svona mikil, hvernig skýra menn þá 66% hærra verð á kornvöru og brauði hér en meðaltal landa ESB? Hvers vegna er verð á olíum og fitu 50% hærra; eða 50% hærra verð á sætindum, sykri og sultu, eða 62% hærra verð á gosi og vin- sælum söfum úr ávöxtum, svo nokkur dæmi séu tekin. Framleiðendur nautakjöts á Ís- landi hafa verið ósáttir við hlut bóndans í vöruverði og ekki legið á þeirri skoðun sinni. Við bændur tölum oft um milliðina sem taki mikið. Einnig fulltrúar verslunar- innar og segjast sjálfir afskaplega stikkfrí. Okkur framleiðendum finnst þó verst að sú stöðuga af- urðaverðslækkun sem við höfum sætt síðustu ár virðist skila sér illa til neytenda. Taka má gróft dæmi af heild- arverði fyrir eitt naut út úr búð hérlendis. Ef um er að ræða UN1 sem er algengasti flokkurinn þá er verslunin að fá í sinn hlut kringum 35% af verði vörunnar sem er sama hlutfall og bóndinn fær. Sem sagt, verslunin er að taka sama hlutfall fyrir að stilla vörunni í kjötborðið nokkra daga og bónd- inn fær í svita síns andlits fyrir fóður, fóðrun, ræktun og hýsingu gripa í allt að tvö ár og öllum kostnaði sem því fylgir. Staðan er nú þannig að eldi stendur vart undir kostnaði lengur og verður eftirsjá ef bændur hætta nautaeldi á gripum sem aldir eru á kraft- miklu íslensku grasi og í sívaxandi mæli vistvænu íslensku korni. Framkvæmdastjóri SVÞ getur ekki verið að meina framleiðslu nautakjöts er hann talar um „nið- urgreiddu kjötframleiðsluna“. Hérlendis er aðeins um að ræða lambakjöt sem fellur undir þann flokk. Nautakjötsframleiðendur hafa engra niðurgreiðslna né styrkja notið þar og er ekki króna með gati frá ríkinu að flækjast fyr- ir. Margt hefur verið vel gert í versluninni síðustu ár og er það góður kostur að neytendur geti valið þjónustustigið sjálfir og að nokkru leyti verð. Það hins vegar, að kenna innlendri búvörufram- leiðslu þar sem kjöt og mjólkur- vörur eru innan við 6% í neysluvís- tiölu, sem meginskýringu á mismun vöruverðs milli landa fer að hljóma sem söngkliður langt ut- an laglínu. VALDIMAR GUÐJÓNSSON, bóndi, Gaulverjabæ. Matarverðið, ekki ég Frá Valdimari Guðjónssyni: FIMMTUDAGSTILBOÐ GÚMMÍSTÍGVÉL FRÁ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð áður 1.895 Verð nú 995 JSG 70 St: 21-33 Litir: Rautt og blátt Tilboðsverð Baðinnréttingar Mikið úrval Síðumúla 34, Fellsmúlamegin Opið 9-18, lau.: 10-14 Sími 588 7332 Bridsfélag Suðurnesja Úrslit í sveitarokki urðu þessi: Arnór Ragnarss. – Karl Hermannsson 195 Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. 189 Svala Pálsdóttir – Grethe Íversen 187 Stefán Ragnarsson – Kári Jónsson 187 Næsta keppni er 3 kvölda barómeter. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Meðgöngubelti brjóstahöld, nærfatnaður Þumalína, Skólavörðustíg 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.