Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 533 2020 Fax 533 2022 www.vatnsvirkinn.is Rennur til nota í gólf, við veggi, fyrir framan bílskúra og margt fleira. Leitið upplýsinga! GÖTURENNUR DAGUR Sameinuðu þjóðanna er í dag og að þessu sinni er athyglinni sérstaklega beint að flóttamönnum. Af því tilefni heimsótti blaðamaður Morgunblaðsins eina af þeim fimm júgóslavnesku flóttamanna- fjölskyldum sem fluttu til Reykja- nesbæjar í fyrrasumar og komst að raun um að þar hafa þau samlagast vel. Andrúmsloftið gæti ekki verið heimilislegra hjá Potkrajac- fjölskyldunni þegar blaðamann ber að garði. Ilmandi eplakökulykt berst að vitunum um leið og hús- móðirin opnar dyrnar, sjónvarpið malar í stofunni, sonurinn er í sturtu og feðginin eru í heimsókn hjá vinafólki. Mirjana brosir sínu breiðasta og maður finnur strax að hér eru þau sátt og líður vel. „Auð- vitað kemur fyrir að við fáum heimþrá. Ég á móður og bróður í Króatíu og við eigum fullt af frændfólki í Júgóslavíu, en þó and- rúmloftið á þessum stöðum sé kannski afslappaðra núna en þegar við flúðum þaðan, viljum við vera hér. Við höfum keypt okkur þessa íbúð af því að hér líður okkur vel. Við förum kannski einhvern tím- ann þangað í heimsókn og þau koma til okkar,“ sagði Mirjana. Mirjana segir að í raun sé margt líkt með Íslendingum og Júgóslöv- um. „Júgóslövum finnst gaman að fara út að borða og dansa, eins og Íslendingum. Við skreytum fyrir jólin eins og þið, njótum hátíð- arhaldanna í faðmi fjölskyldunnar og fögnum nýju ári með því að skjóta upp flugeldum. Landslagið og veðurfarið er hins vegar mjög ólíkt og það var vissulega áfall að koma hingað í fyrsta sinn.“ Hafa aðlagast vel Heima í Júgóslavíu vann Mirjana sem kokkur á veitingastað en Zeljko, eiginmaður hennar, er kjöt- iðnaðarmaður. Í dag vinnur Mirj- ana við skólagæslu í Holtaskóla í Keflavík þrisvar í viku eftir hádegi en Zeljko vinnur allan daginn í Plastgerð Suðurnesja. Þegar Mirj- ana er spurð að því hvort hugurinn stefni að sömu störfum svarar hún. „Ég veit ekki. Við erum bæði mjög ánægð í vinnunni og við viljum ná betri tökum á íslenskunni áður en við hugsum eitthvað frekar um það.“ „Íslenskan er mjög erfitt tungumál,“ bætir Zeljko við en hann hefur nú bæst í hópinn, ásamt Maju, 12 ára dóttur þeirra hjóna. Hann lítur reglulega á dóttur sína, sem hefur náð mjög góðum tökum á íslenskunni, til að tryggja að hann hefur skilið blaðamann rétt. Börnin hafa ekki síður aðlagast bæjarlífinu vel. Maju gengur mjög vel í skóla, deilir efsta sætinu í bekknum með bekkjabróður sínum og hefur eignast mikið af vinum. „Hún er úti að leika öllum stund- um,“ segir Mirjana og það er auð- heyrt að fjölskyldan tekur þessu frelsi og áhyggjulausa lífi fagn- andi. Miroslav, 15 ára sonur þeirra hjóna, er nemendi í Holtaskóla eins og Maja og hann æfir fótbolta með Keflavík. „Það er hans líf og yndi. Við hin höfum líka gaman af fót- bolta og fylgjumst t.d. með honum í sjónvarpinu,“ segir Mirjana. Mirjana segir að það hafi skipt sköpum hversu vel þeim var tekið þegar þau komu til landsins. Fjöl- skyldurnar komu hingað í boði Reykjanesbæjar og Rauða krossins, sem sá um að útvega þeim húsnæði, innbú, skipulagði íslenskunámskeið fyrir þau og útvegaði stuðnings- fjölskyldur til að hjálpa þeim að fóta sig í nýju samfélagi. Þannig nutu þau stuðnings fyrsta árið en eru nú algerlega á eigin vegum. „Við viljum koma á framfæri kæru þakklæti til þessara aðila fyrir góð- ar móttökur og aðstoð. Líka til allra vina okkar og kunningja. Þau vinatengsl sem við höfum myndað hér skipta okkur mjög miklu máli og er okkur dýrmæt,“ sagði Potkrajac-fjölskyldan að lokum. Potkrajac-fjölskyldunni líður vel og hefur aðlagast nýjum heimkynnum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Potkrajac-fjölskyldan, f.v. Zeljko, Maja, Miroslav og Mirjana. Móðir Zeljko, Anka, sem býr hjá þeim, var að heiman. „Hér viljum við vera“ Reykjanesbær „NEI, það urðu engar skemmdir á skipinu, við þurfum bara að bletta málninguna,“ segir Kristján Krist- jánsson, skipstjóri á Sigurvon RE, liðlega 140 tonna stálskipi, sem strandaði í innsiglingunni til Sand- gerðishafnar um klukkan hálfellefu í fyrrakvöld. Báturinn var á dragnótarveiðum og var áhöfnin að sigla inn til Sandgerðis til að halla sér þegar hann strandaði. Kristján segist ekki hafa áður komið í þessa inn- siglingu og því verið á hægri ferð. Skipið hafi verið of langt frá bauj- unni og síðan hafi orðið bilun í raf- magnsstýri með þeim afleiðingum að skipið strandaði. Sá yngsti sendur frá borði Strandið hafi ekki verið harka- legt vegna þess hversu ferðin var lítil á skipinu. Hins vegar hafi ver- ið að falla út og það hafi fest sig illa og hallast mikið. Sex menn voru í áhöfn skipsins og taldi Kristján að þeir hafi ekki verið í mikilli hættu. Sá yngsti var þó sendur um borð í björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sem kom til aðstoðar, til að fækka mannskapn- um ef eitthvað gerðist, eins og hann orðaði það. Skipið hallaðist enn meira þegar Hannes dró Sigurvon af standstað rétt fyrir miðnættið í fyrrakvöld. Kristján segir að þeir hafi verið úti og bara hallað sér upp að brúnni til að halda jafnvægi. Skipið var síðan dregið til hafnar í Sandgerði og þar kom í ljós í gær að það er nán- ast óskemmt. Kristján sagði að haldið yrði til veiða á ný þegar veður lagaðist. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Kristján Kristjánsson, skipstjóri í brúnni, kominn í örugga höfn. Hölluðu sér upp að brúnni Sandgerði FÉLAGAR í Sjómannafélagi Reykjavíkur og fleiri verkalýðsfélög- um stöðvuðu um tíma uppskipun úr leiguskipi Atlantsskipa, Bremen Úr- anusi, í Njarðvíkurhöfn í gærmorgun. Hættu þeir aðgerðum sínum þegar útgerðin krafðist lögbanns og mun skipið halda áætlun Um þrjátíu félagsmenn í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, Vélstjóra- félagi Íslands, Skipstjóra- og stýri- mannafélagi Íslands og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur tóku þátt í aðgerðunum í Njarðvíkurhöfn. Vaktin hófst í fyrrakvöld þegar skipið kom til landsdins og tókst þeim að tefja uppskipun í gærmorgun. Birgir Björgvinsson, stjórnarmað- ur í Sjómannafélagi Reykjavíkur, sagði að rússnesk áhöfn skipsins væri samningslaus og laun hennar langt undir velsæmismörkum. „Skipið er samningslaust en þýsk stéttarfélög afhentu okkur samningsrétt þess,“ sagði hann. Lögmenn útgerðar MV Bremen Úranusar töldu aðgerðirnar ólögleg- ar og fóru fram á lögbann og hættu sjómennirnir aðgerðum sínum á tí- unda tímanum þegar sýslumaður sýndi þeim lögbannsbeiðnina. Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri Atl- antsskipa, segir að aðgerðirnar muni ekki tefja skipið, það færi aftur út um kvöldið [í gærkvöldi], samkvæmt sigl- ingaáætlun félagsins. „Atlantsskip vill enn og aftur ítreka það að fyrirtækið fer eftir þeim lögum sem gilda á Íslandi og í því al- þjóðlega samfélagi sem Ísland er aðili að. Samkvæmt þeim lögum er heimilt að vera með skip undir erlendum fána í siglingum milli Íslands og annarra landa. Aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur gegn Atlantsskipum hafa ætíð verið ólöglegar,“ segir í fréttatilkynningu frá skipafélaginu. Þar er einnig lýst furðu á því að Sjó- mannafélagið skuli einungis beina spjótum sínum að Atlantsskipum, en ekki öðrum skipafélögum sem noti erlend leiguskip með erlendum áhöfnum og nefnd dæmi um það. Stefán Kjærnested segir að Sjó- mannafélagið sé ekki að gæta hags- muna erlendu áhafnarinnar, heldur þvert á móti, því fyrir félaginu vaki ekki að koma henni á íslensk laun heldur vilji það að áhafnirnar séu skipaðar Íslendingum. Sjómenn gegn Atlantsskipum Uppskipun tafðist í tvo klukkutíma NjarðvíkJÓN Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, skipaði í gær Sigríði Snæbjörnsdóttur, fram- kvæmdastjóra Heyrnar-og tal- meinastöðvarinnar, í embætti fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 1. desember nk., til næstu fimm ára. Átta sóttu um framkvæmdastjóra- stöðuna en valið var einkum talið standa á milli Sigríðar Snæbjörns- dóttur og Skúla Thoroddsen en sér- stök matsnefnd taldi þau hæfust. Meirihluti stjórnar HSS, fjórir fulltrúar af fimm, gerði tillögu til ráðherra um ráðningu Skúla en einn lagði til að Sigríður yrði ráðin. Heilbrigðismálaráðherra ákvað eftir að hafa farið yfir tillögu stjórn- ar stofnunarinnar, umsóknir og álit matsnefndar að skipa Sigríði. Fram kemur í fréttatilkynningu að ráð- herra styðst þar við ákvæði laga nr. 97/1990 þar sem segir meðal annars að stefnt skuli að því að fram- kvæmdastjórar sjúkrahúsa hafi sér- þekkingu á rekstri sjúkrahúsa. Ráð- herra tók einnig við ákvörðun sína mið af ákvæðum jafnréttislaga, að því er fram kemur, en engin kona hefur fram til þessa verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra heil- brigðisstofnunar þar sem sjúkrahús og heilsugæslustöð eru rekin saman. Sigríður útskrifaðist sem hjúkrun- arfræðingur 1973, var svæfinga- hjúkrunarfræðingur á Landakoti, hjúkrunarframkvæmdastjóri Land- spítala, hjúkrunarforstjóri á Borgar- spítalanum, hjúkrunarforstjóri á Landakoti, hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fram- kvæmdastjóri Heyrnar-og talmeina- stöðvarinnar frá 2001. Hún hefur B.Sc.-próf í hjúkrun frá háskólanum í Wisconsin, Madison og M.Sc.-próf í stjórnun frá sama skóla. Sigríður skipuð framkvæmdastjóri Keflavík Kynning í Poppminjasafni Íslands verður opnuð í dag í hliðarsal Bóka- safns Reykjanesbæjar, að Hafn- argötu 57 í Keflavík. Þar verður mun- ir og skjöl úr eigu safnsins sýnd auk þess sem safnskráin liggur frammi. Í tengslum við opnunina verður stutt dagskrá á vegum Byggðasafns Suð- urnesja og Bókasafnsins og hefst hún klukkan 20. Allir eru velkomnir. Salurinn verður opinn á sama tíma og bókasafnið og verður sýningin þar út árið. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.