Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 39
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Þó að það séu liðnir
tveir mánuðir frá því
að pabbi minn dó líður
mér eins og það hafi
gerst í gær.
Hann fæddist í
Stykkishólmi og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum og
þremur systkinum, Palla, Báru og
Áslaugu. Hann fór suður til
Reykjavíkur um tvítugt í vélstjóra-
nám og þar kynntist hann mömmu.
Það má segja að það hafi verið ást
við fyrstu sýn og giftu þau sig og
eignuðust okkur systkinin.
Pabbi hefur verið á sjó allt mitt
líf og þegar hann var í landi hafði
hann mikinn tíma lausan til að
sinna okkur. Hann fór með okkur í
hjólreiðartúra, á skauta, fjallgöng-
ur, fiskveiði og ferðalög. Það leið
ekki eitt sumar þegar við vorum
lítil að ekki væri farið í Hólminn í
heimsókn til ömmu og afa og þá lá
leiðin oftast í hjólhýsið þeirra og
þar var mikið hægt að bralla, og er
það mér minnisstæðast þegar mig
langaði svo mikið til að sjá fossinn
sem var lengst upp á fjalli og plat-
BRAGI
GUÐMUNDSSON
✝ Bragi Guð-mundsson fædd-
ist í Stykkishólmi 25.
apríl 1942. Hann
andaðist á heimili
sínu 28. ágúst síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Garða-
kirkju 5. september.
aði pabba og Gumma
bróður með mér en ég
var ekki vaskari en
það að þegar við vor-
um komin hálfa leið
gat ég ekki meir en
vildi samt halda áfram
upp og plataði hann til
að halda á mér upp
fjallið sem hann gerði
og með minni frekju
fékk ég að sjá fossinn
þó að ég hafi ekki
nennt að labba upp.
En hann var líka al-
veg einstaklega laginn
í höndunum, hann var
mikið fyrir að sauma og saumaði
hann meðal annars brúðarkjól á
Herdísi systur og fermingarfötin
okkar systkinanna. Hann var meira
að segja með saumavél út á sjó til
að bæta föt áhafnarinnar og reyndi
líka að kenna þeim að gera þetta
sjálfir sem gekk misvel hjá þeim.
Og ekki síðri var hann í elda-
mennskunni og bakstrinum. Hon-
um fannst nú ekki mikið að redda
matnum fyrir fermingarveisluna
mína og að baka kransaköku.
Ég og Gummi bróðir fórum mik-
ið með honum í vinnuna og fengum
að fara með honum út á sjó á veiði
og sagði hann að veiðin hafi aldrei
verið betri en þegar við vorum
með.
Ég var nú bara 9 ára þegar ég
fór fyrst og var sjóveik allan tím-
ann, en hann sagði að ég gæti nú
ekki verið sjóveik því að stóra táin
á mér væri ekki græn.
Þegar við systkinin fórum að
heiman var hann duglegur að hóa
okkur öllum saman í mat og eig-
inlega á hverjum sunnudegi og
jafnvel oftar í viku hringdi hann og
sagði að hann væri búinn að grilla
eða elda mat og eftir að hann hætti
á sjónum um áramótin þá voru
hann og mamma mikið að baka
brauð og kökur og var það oft sem
maður fékk símhringingu frá hon-
um snemma á morgnana að það var
nýbakað brauð á borðinu og hvort
ég væri ekki að koma í morgunmat.
Hann var einstaklega laginn við
barnabörnin, þau fengu öll gælu-
nöfn og var mikil gleði að fá að
vera hjá honum að vesenast í hest-
unum. Hann hafði mikinn áhuga á
hestum og átti nokkra sjálfur þó að
hann hafi ekki farið á bak í nokkur
ár.
Hann var nánast alltaf í góðu
skapi, rólegur og yfirvegaður. Þeg-
ar hann veiktist var hann svo já-
kvæður á að þetta mundi lagast og
hann myndi komast yfir þennan ill-
kynja sjúkdóm. En í janúar á þessu
ári varð okkur það ljóst að hann
yrði að hætta að vinna og svo í júlí
eftir erfiða aðgerð virtist um tíma
sem sjúkdómurinn ætlaði að hafa
betur en ekki í þetta sinn. En hann
virtist ætla að ná sér og geta komið
heim og hann kom heim 23. ágúst
og ekki héldum við þá að það væri
svona stutt eftir. Það er ekkert
sem nokkurn tíma mun fylla skarð
þitt, elsku pabbi minn, ég kveð þig
með miklum söknuði og sorg í
hjarta.
Guð fylgi þér. Þín dóttir
Ásthildur Helga.
✝ Jóhann ÞorsteinnDavíðsson Löve
fæddist í Hvammi í
Dýrafirði 29. júlí
1923. Hann lést í
Malmö í Svíþjóð 10.
apríl síðastliðinn.
Þorsteinn ólst upp
á Ísafirði til 16 ára
aldurs. Foreldrar
hans voru Kristbjörg
Jónsdóttir og Davíð
Karlsson Löve, síðar
og lengi stýrimaður
og skipstjóri í Banda-
ríkjunum. Stjúpfaðir
Þorsteins var Jón Pétursson frá
Hafnardal í N-Ís.
Þorsteinn var tvíkvæntur, fyrri
kona Ingibjörg Guð-
rún Magnúsdóttir,
seinni kona Erla
Norðkvist Marinós-
dóttir. Börn Þor-
steins í aldursröð:
Jakob Kolbeinn, f.
1944, Kristbjörg, f.
1947, d. 2002, Helga
Helen, f. 1950, d.
1986, Ann Marie, f.
1952, Davíð, f. 1954,
Karl, f. 1957, Elísa, f.
1957, María Anna,
f.1960, Sigurbjört, f.
1960, Guðrún, f.
1961, og Agnes, f. 1964.
Bálför Þorsteins var gerð í
Malmö 13. apríl.
Hinn 10 apríl sl. lést í Malmö í
Svíþjóð eftir þriggja áratuga búsetu
þar, nær áttræður að aldri; mörgum
hér, miðaldra og eldri, einn af eft-
irminnilegri íþróttamönnum okkar í
áratugi, margfaldur Íslandsmeist-
ari og methafi í ýmsum íþrótta-
greinum, Jóhann Þorsteinn Davíðs-
son Löve.
Þorsteinn eða Steini Löve eins og
flestir kölluðu hann þótti strax í
æsku tápmikill og fylginn sér og
eins og títt er með marga unga,
fríska menn fann hann sér á ung-
lingsárum góðan farveg til heil-
brigðrar útrásar fyrir athafnasem-
ina, – íþróttirnar.
Árið 1951 var Þorsteinn sem þá
var fluttur til Reykjavíkur valinn í
landslið Íslands til keppni í kringlu-
kasti ásamt Gunnari Huseby, þegar
við sigruðum Dani og Norðmenn
svo eftirminnilega á Bislet-leik-
vanginum í Osló.
Haustið 1955 tókst Þorsteini að
setja Íslandsmet í kringlukasti á
Melavellinum, 54,28 m (heimsmetið
þá 59,28 m.). Þetta kast hans var
það sjöunda lengsta í heiminum það
árið.
Þorsteinn var ekki hávaxinn, en
mikil snerpa, kraftur og mikið skap
bætti það nokkuð upp, ásamt því að
hann náði manna best tökum á því
að kasta kringlunni vel, skáhallt
upp í haustvindana, eða álíka veður,
en það gaf bestan árangur þegar vel
heppnaðist og allt rann saman. Best
þóttu köst heppnuð þegar kringlan
lenti upp á kant eða á hvolfi eftir
langt bogadregið flug.
Þegar svo tókst til var gleði Þor-
steins mikil hvort sem hann sjálfur
átti hlut að máli eða við sérstakir
vinir hans og lærisveinar í „sigl-
ingafræðinni“. Um skeið keppti
Þorsteinn í sundi og tókst á skömm-
um tíma að setja Íslandsmet í 50 m
bringusundi, 34,5 sek. Sundferli
hans lauk snögglega. Breytt var al-
þjóðlegri reglugerð þar sem settar
voru skorður á kafsund, þ.e. menn
gátu ekki lengur synt í kafi eins
langt og lengi og þeir höfðu þrek til,
en hann mun hafa farið nokkuð létt
með að synda allt að 75 m í kafi!
Laust upp úr 1970 fluttist hann til
Svíþjóðar og fór að vinna við raf-
suðu, en við það hafði hann unnið
hér heima ásamt því að aka sendi-
bifreiðum og strætisvögnum. Síð-
ustu starfsár sín kenndi hann raf-
suðu við iðnskóla við góðan orðstír.
Fyrir um tuttugu árum, þá um
sextugt, varð hann fyrir slysi þar
ytra við dýfingaæfingar af stökk-
bretti. Brettinu mun hafa verið læst
af fikti eða prakkaraskap þegar
hann var í loftinu til undirbúnings
að stökki. Hlaut hann harða lend-
ingu og slæm hnjámeiðsli sem háðu
honum síðan.
Laust fyrir 1990 fóru nokkrir
íþróttamenn héðan utan til keppni á
alþjóðamót öldunga. Í þann mund
sem keppni var að hefjast í sleggju-
kasti sjá þeir álengdar mann koma
gangandi með sérkennilegu göngu-
lagi. Dró sá á eftir sér sleggju.
Þarna var mættur Þorsteinn Löve,
– enn að, nær 50 árum eftir að hann
hóf fyrst keppni vestur á Ísafirði á
17. júní mótinu árið 1942, þegar
hann sigraði í kringlukasti með
28,28 m. Þrátt fyrir áföll og aldur
var gamla keppnisskapið enn til
staðar og hann vann til verðlauna.
Þar sem ævintýrin gerðust fyrr-
um á Melavellinum hefur nú allt
verið fjarlægt og jafnað við jörðu.
Þar er ekkert lengur sem minnir á
gamla daga.
Eftir standa góðar minningar um
það og þá sem þarna voru og ekki
síst Steina Löve sem æfði og keppti
með 5–10 kynslóðum íþróttamanna í
50 ár, allra manna lengst úr „gull-
aldarliðinu“ og lífgaði öðrum frem-
ur upp á lífið á Melavellinum, í bún-
ingsklefum, böðum og heita
pottinum eftir æfingar með alls
konar uppákomum og skemmtileg-
um frásögnum og lýsingum á ýms-
um atburðum. Sjaldan varð honum
orðs vant og fleyg eru mörg tilsvör
hans.
Fyrir komu þó dagar þegar hann
hafði ýmislegt á hornum sér. Vildi
það einkum bitna á nærstöddum
hlaupurum í vallarböðunum, sem
ekkert höfðu annað til saka unnið en
það að vera hlauparar, en það taldi
hann tímasóun og vitleysu – sprett-
hlaup undanskilið. Og hann var ekk-
ert að liggja á því áliti sínu. Urðu af
þessu oft harðar rimmur og fyrir
kom að upp úr sauð. Sáu hlaupar-
arnir sér stundum þann kostinn
vænstan að taka til fótanna út undir
bert loft, – oft fáklæddir, og Þor-
steinn á eftir með kjarnyrtar yfir-
lýsingar eða skellihlæjandi í bland
og flóttann átti hann til að reka með
kaldavatnsslöngum vallarbaðanna.
Allt var þetta honum fyrirgefið.
Málin leystust venjulega fljótlega
og menn hlakkaði til uppákomna
næsta dags, sem oftar en ekki var
með nýju „prógrammi“.
Við höfðum samband af og til í
gegnum árin, allt fram undir það
síðasta, en þá var heilsu hans mjög
tekið að hraka.
Hann kvaddi í sumarbyrjun þeg-
ar hlýir sumarvindar tóku að leika
um tré og runna sem nú hafa tekið
við þar sem áður stóð Melavöllur.
Eftirlifandi eiginkonu, börnum og
öðrum ættingjum er vottuð samúð
við fráfall hans.
Blessuð sé minning Þorsteins
Löve.
Jón Þórður Ólafsson.
ÞORSTEINN
LÖVE
Elsku pabbi. Ég á
minningu. Ég er 9 ára
gömul, það er 4. júlí,
mamma á afmæli, það
er komið kvöld, og ég á að vera farin
að sofa. En það eru komnir góðir
gestir í Grænuhlíð 20, með blóm og
afmæliskveðjur. Grímur Þórðar og
Begga ásamt Ingvari í Skógum og
Heiðu eru mætt. Og þar sem ég sit í
efstu tröppunni fyrir framan her-
bergið mitt, heyri ég allt sem fer
fram í stofunni niðri. Pabbi, þú ert
með gítarinn, slærð hann fimlega og
létt, og syngur tenórinn. Ingvar tek-
ur baritóninn og Grímur frændi bass-
ann. Þrírödduð eru öll Eyjalögin
sungin, Oddgeir, Ási í Bæ, Árni úr
Eyjum og fleiri. Ég sit og hlusta,
syng með inn í mér, svefninn víðs-
fjarri. Og þannig líður kvöldið við
spjall og söng, ég alltaf klár að
stökkva upp og inn í herbergi mitt, ef
einhver skyldi þurfa upp á baðher-
bergi. Á jú að vera sofandi. Það er
komið fram yfir miðnætti, ég sit enn
og hlusta á sönginn. Ég er að bíða eft-
ir einu lagi. Og þegar það kemur: „Á
blæfyllt seglin bliki slær“, hríslast
um mig gæsahúðin, og strengurinn
innst í hjarta mínu titrar. Sungið frá
þeirra innstu hjartarótum, í mínum
huga hafa engir aðrir sungið svona
vel.
Og ég stend upp, fer inn og skríð
undir sængina mína þegar síðustu
tónarnir í laginu fjara út, og sofna
vært.
Ein minning af svo ótal mörgum,
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
✝ Sigurður Guð-mundsson fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 14. janúar 1925.
Hann lést á deild
14-G á Landspítalan-
um við Hringbraut
12. september síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Þor-
lákskirkju í Þorláks-
höfn 21. september.
um söng og gleði og feg-
urð í minni bernsku. Í
söngnum er gleðin fólg-
in, það kenndir þú mér,
pabbi minn.
Takk fyrir það, þín
Sigríður.
Ég á svo erfitt með
að trúa því að næst þeg-
ar ég kem upp á land, í
heimsókn í Eyjahraun-
ið, þá sitjir þú ekki í
stólnum þínum, brosir
fallega brosinu þínu til
litlu peyjanna minna og
spyrjir frétta úr Eyjum.
Við sáumst síðast í Ágúst, þá vor-
um við í fríi í sumarbústað, þú varst
nýkominn af spítala en vildir samt
eyða með okkur öllum nokkrum dög-
um, og það voru góðir dagar.
Eftir að þú veiktist aftur, var ég
alltaf á leiðinni en kom því ekki við.
Þú varst svo góður pabbi, sá allra
besti, þú gerðir svo margt með okkur
systrunum þegar við vorum að alast
upp, bæði í Eyjum fyrir gos og svo ár-
in í Þorlákshöfn.
Ég man sögurnar þínar, þú sagðir
svo skemmtilega frá, sönginn, eyja-
lögin sem við lærðum ungar, allar vís-
urnar þínar og auðvitað fjölskyldu-
ferðalögin sem við fórum í. Þú vannst
mikið en hafðir samt alltaf tíma af-
gangs fyrir okkur.
Eftir að ég flutti út í Eyjar gat ég
alltaf leitað til þín ef eitthvað bjátaði
á, aldrei varstu gagnrýninn en ég
vissi að þú fylgdist vel með, og alltaf
var ég velkomin í lengri eða styttri
tíma eins og þegar ég átti Árna Bæ-
ron og dvaldi hjá ykkur í þrjá mánuði.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt
þig fyrir föður og ég veit að Aron
Freyr og Árni Bæron eiga eftir að
vera stoltir af því að hafa átt Sigga á
Eiðum fyrir afa.
Ég mun láta minningu þína lifa,
alltaf. Þín
Anna Kristín.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
AFMÆLIS- og minningargreinum
er hægt að skila í tölvupósti (netfang-
ið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfvirkt um leið og grein hefur bor-
ist), á disklingi eða í vélrituðu hand-
riti. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að
símanúmer höfundar og/eða send-
anda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Bréfsími fyrir minningargreinar
er 569 1115. Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist
ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út-
farardegi, en aðrar greinar séu um
300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé
gert með langri grein. Greinarhöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinun-
um. Minningargreinum þarf að fylgja
formáli með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í greinunum
sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins til-
tekna frests.