Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Bakhjarl
Skráning stofnfélaga stendur yfir í
síma 575 1550
Regnbogabörn
landssamtök gegn einelti
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur
óskað eftir því að Vegagerðin geri
sérstaklega grein fyrir því hvernig
hún hyggist bregðast við rannsóknum
rannsóknarnefndar umferðarslysa á
banaslysum í umferðinni 1998–2001
og ábendingum nefndarinnar um úr-
bætur.
Í greinargerð rannsóknarnefndar-
innar kemur fram að algengast er að
banaslys verði eftir útafakstur eða í
nærri helmingi tilvika. Þá hafi rann-
sóknir sýnt að í 95% tilvika megi rekja
orsakir banaslysa til mannlegra mis-
taka og því í fæstum tilvikum hægt að
tala um veg eða umhverfi hans sem
beina orsök slyss. Á hinn bóginn megi
í mörgum tilvikum segja að hefði ver-
ið gengið betur frá vegi og umhverfi
hans með öðrum hætti hefðu slys á
fólki orðið mun minni. Koma megi í
veg fyrir alvarleg meiðsl á fólki í um-
ferðarslysum með því að hreinsa
grjót frá vegum, bæta og auka veg-
kanta, lagfæra skurði og ræsi,
breikka vegaxlir o.fl. Telur nefndin að
gefa eigi meiri gaum að endurbótum á
eldri vegum en nú er gert.
70% framanákeyrslna í 50 km
radíus frá höfuðborgarsvæðinu
Framanákeyrslur eru næstalgeng-
asta orsök banaslysa eða í 22% tilvika.
Á árunum 1998–2001 urðu 70% fram-
anákeyrslna á þjóðvegum í um 50 km
radíus frá höfuðborgarsvæðinu. Því
sé brýnt verkefni að aðgreina umferð
úr gagnstæðum áttum á þessum
vegaköflum. Rannsóknarnefndin
bendir á að fleiri kostir séu í stöðunni
en sá dýrasti, þ.e. breikkun þeirra í
fjögurra akreina vegi með mislægum
gatnamótum. Bent er á að í skýrslu
Línuhönnunar frá 2001 er bent á svo-
nefnda 2+1 vegi sem heppilegan kost
fyrir þjóðvegina í kringum Reykjavík,
bæði með og án mislægra gatnamóta.
Auk þess hafi Svíar haft mjög góða
reynslu af þessum vegum.
Minnka hámarkshraða
við gatnamót
Þriðja algengasta tegund bana-
slysa eru hliðarárekstrar sem verða
flestir á gatna- og vegamótum.
Nefndin segir mikilvægt að merkja
gatnamót vel, stækka merki og hafa
yfirborðsmerkingar skýrar og greini-
legar. Einnig sé full ástæða til að
skoða hvort ekki beri að minnka há-
markshraða við vega- og gatnamót.
Að lokum bendir nefndin á að akst-
ur erlendra ferðamanna um Ísland
hafi aukist mjög á síðustu árum og
margir þeirra lent í alvarlegum slys-
um. Bættar merkingar dragi úr slys-
um en einnig sé mikill misbrestur á að
ferðamennirnir fái nauðsynlega
fræðslu þegar þeir taka bíla á leigu. Á
þessu ári hafa 5 erlendir ferðamenn
látið lífið í umferðarslysum á Íslandi.
Í bréfi samgönguráðherra til vega-
málastjóra segir að ábendingar
nefndarinnar séu mjög alvarlegar og
beri að taka tillit til þeirra eins og
unnt er. Óskað er eftir svari svo fljótt
sem auðið er hvernig brugðist verði
við þeim í tillögu að samgönguáætlun
fyrir 2003–2014.
Samgönguráðuneytið telur niðurstöður rannsóknar-
nefndar umferðarslysa vera alvarlegar
Óskað eftir viðbrögð-
um Vegagerðar
FLUGMENN Landhelgisgæslunn-
ar eru um þessar mundir að ljúka
þjálfun í notkun nætursjónauka og
styttist í að búnaðurinn verði tekinn
í notkun við leitar- og björgunar-
flug. Í gærkvöldi var Sólveigu Pét-
ursdóttur og fjölmiðlamönnum boð-
ið í reynsluflug til að sjá með eigin
raun þá veröld sem sjónaukarnir
framkalla þegar starað er út í nátt-
myrkrið með þessum hreint út sagt
ótrúlegu tækjum. Flogið var á
Gæsluþyrlunni TF-LÍF út fyrir vel
upplýsta höfuðborgina uns haust-
myrkrið tók völdin. Bráðlega voru
ljósin slökkt í þyrlunni og sjónauk-
anum brugðið upp. Þótt niðamyrk-
ur væri úti, sáust smáatriði í lands-
laginu sem mann óraði ekki fyrir að
sæjust í sjónaukanum. En sjón er
sögu ríkari. Stjörnurnar á himnin-
um lýstust upp um allan helming og
hvítir öldutoppar sáust í 100 metra
hæð eins og á sólbjörtum sumar-
degi.
Sólveig Pétursdóttir sagðist að
loknu fluginu ekki hafa átt von á
eins áhrifamikilli upplifun og raun
bar vitni í gærkvöldi. „Þetta var al-
veg ógleymanleg lífsreynsla,“ sagði
hún. „Ég held ég hafi ekki gert mér
grein fyrir því hvað það liggur gríð-
arlega mikil tækni þarna á bak við
og hvað þetta hlýtur að auðvelda
flugmönnum og björgunarsveita-
mönnum að athafna sig í myrkri og
erfiðum aðstæðum. Það var ótrú-
legt að setja upp sjónaukann í kol-
niðamyrkri og sjá allt umhverfið
eins og um hábjartan dag. Þetta var
mjög sérstakt og ég trúi því að þessi
nýja tækni muni hjálpa Landhelg-
isgæslunni að efla öryggi lands-
manna enn frekar.“
Hernaðartæki nýtt
til björgunarstarfa
Nætursjónaukar eru flokkaðir
sem hernaðartæki og þarf sérstakt
leyfi erlendis frá til að kaupa þá fyr-
ir borgaralega notkun eins og hér
um ræðir, auk þess sem erfitt er að
afla slíkra leyfa. Búnaðurinn sem
Gæslan hefur nú fengið og verður
tekinn í notkun á næstu vikum kost-
ar 36 milljónir króna og byrjaði
Gæslan að safna fyrir honum fyrir
um ári. Fékk hún myndarlegan
stuðning Þyrlu- og björgunarsjóðs
Sjómannaskóla Íslands, sem gaf 14
milljónir króna. Framlag dóms-
málaráðuneytisins nam sjö milljón-
um króna og þá gáfu Kvenfélagið
Aldan og Sjóvá-Almennar hf. eina
milljón hvort og Rauði krossinn
rúmlega eina milljón. Landhelgis-
gæslan hefur einnig barist fyrir því
að fá aðflutningsgjöld af nætursjón-
aukunum felld niður en þeirri
beiðni hefur verið hafnað af Toll-
stjóranum í Reykjavík og fjármála-
ráðuneytinu. Úrskurður ráðuneyt-
isins byggðist á því að
þyrlubjörgunarsveit Landhelgis-
gæslunnar sé ekki björgunarsveit í
skilningi laga og reglugerða sem
kveða á um niðurfellingu aðflutn-
ingsgjalda af björgunarbúnaði.
Þyrluflugmenn Gæslunnar hafa
fengið þjálfun hjá skoska flugmann-
inum Peter Rainey og fara bráðlega
til Frakklands til að þjálfa sig í flug-
hermi hjá fyrirtækinu Helisim. Í
nóvember verður búnaðurinn síðan
tekinn í notkun.
„Ég lít á það sem mjög stóran
áfanga að hafa fengið búnaðinn og
þegar við förum að nota hann, er ég
viss um að hann eigi eftir að marka
spor í öryggismálum og meiri
getu,“ sagði Hafsteinn Hafsteins-
son forstjóri Landhelgisgæslunnar
í gær. „Búnaðurinn eykur bæði ör-
yggi áhafnarinnar og möguleika
hennar til björgunar geysilega mik-
ið. Það getur skilið á milli lífs og
dauða að geta haldið áfram leit eftir
að skyggja tekur.“
„Ógleymanleg
lífsreynsla“
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og fjöl-
miðlamenn prófuðu nætursjónauka Landhelg-
isgæslunnar í gærkvöld en taka á búnaðinn í notk-
un bráðlega skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson
sem var meðal farþega TF-LÍF.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessi mynd, tekin að næturlagi án nokkurrar lýsingar, sýnir umhverfið þegar horft er í gegnum nætursjónauk-
ann. Myndin er tekin á Höskuldarvöllum á Reykjanesi og sæist þyrlan alls ekki með berum augum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hér sést glögglega stærð-
armunur á kösturum á TF-LÍF.
Hefðbundinn kastari er til
vinstri og sá litli er með inn-
rauðum geisla til nota með næt-
ursjónaukunum.
FORELDRUM er ekki skylt
að greiða í foreldrafélög við
grunnskóla. Þetta kemur
fram á vef menntamálaráðu-
neytisins þar sem þeirri
spurningu er svarað hvort
það standist lög að senda for-
eldrum gíróseðil með ákveð-
inni upphæð þannig að for-
eldrafélagið geti staðið að
skemmtunum, t.d. um jól og
páska.
Segir í svari menntamála-
ráðuneytisins að foreldrum sé
heimilt að stofna samtök for-
eldra við skólann í þeim til-
gangi að styðja skólastarfið
og efla tengsl heimilis og
skóla. Í grunnskólalögum sé
ekki sérstaklega kveðið á um
starfshætti foreldrafélaga eða
með hvaða hætti þau geti
fjármagnað starfsemi sína.
Hvatning um
að borga gíróseðla
Ráðuneytið bendir á að for-
eldrar séu ekki skyldugir til
að greiða til foreldrafélaga en
tekur fram að hins vegar
mæli ekkert gegn því að
stjórn foreldrafélagsins sendi
gíróseðla heim til foreldra
með hvatningu um að greiða
ákveðna upphæð sem renni til
félagsins. Eðlilegt sé að með
slíkum gíróseðli fylgi útskýr-
ing félagsins til foreldra um
að um frjáls framlög foreldra
sé að ræða.
Foreldr-
um ekki
skylt að
greiða til
foreldra-
félaga