Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 43 sérsniðin innheimtulausn Rangt miðaverð Í frétt um jólatónleika Coldplay og Ash í blaði gærdagsins var rangt far- ið með miðaverð. Hið rétta er að mið- ar í stæði kosta 4.400 kr. og miðar í stúku 5.400 kr. Aðstandendur eru beðnir velvirðingar á þessum rang- færslum. LEIÐRÉTT Vetrarstarf Guðspekifélagsins Vetrarstarf Guðspekifélagsins er hafið og fer fram í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22. Starfið er með hefðbundnu sniði, þ.e. opinber erindi á föstudagskvöldum kl. 21, opið hús á laugardögum kl. 15–17 með léttri fræðslu og umræðum. Á sunnudög- um kl. 17–18 er hugleiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30–18.30 er bókaþjónustan opin. Föstudaginn 25. október fjallar Páll J. Einarsson um nýútkomna bók sína „The Little Scroll“. Frekari upplýsingar um starfið má fá á heimasíðu félagsins: www.gud- spekifelagid.is, segir í frétt frá Guð- spekifélagi Íslands. Ráðstefnan Björgun 2002 Björg- un 2002, ráðstefna um björgunar- og slysavarnamál, verður haldin helgi, 25.–27. október, á Grand Hóteli. Þema ráðstefnunnar er öryggi björgunarmanna, en 56 fyrirlestrar og erindi um alla þætti björgunar- og slysavarnastarfs verða flutt á ráðstefnunni af íslenskum og erlend- um fyrirlesurum. Meðal fyrirlesara verður Mike Muhl sem fjallar um björgunarstörfin í World Trade Center. Ráðstefnan verður sett á föstudaginn 25. október kl. 15 með erindum Jóns Gunnarssonar for- manns Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Ráðstefnan endar á pallborðsumræðum sunnu- daginn 27. október 17, þar sem Jón Gunnarsson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Jónína S. Sigurð- ardóttir frá Ríkislögreglustjóra, Hrólfur Jónsson frá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins og Brynjólfur Mogensen munu verða. Fund- arstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson. Nánari upplýsingar er að finna á www.landsbjorg.is. Nemendamót Þátttakendur í 57. nemendamóti Verzlunarskóla Ís- lands, sem haldið var í febrúar 1989, ætla að hittast föstudagskvöldið 25. október. Þeir sem ekki hafa þegar svarað geta sent tölvupóst á sig- urthor@sigurthor.com Á MORGUN Heilsa og hamingja á efri árum Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður með fræðslufund um heilsu og hamingju á efri árum, laugardaginn 26. október kl. 13, í Ás- garði Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara. Tómas Helgason pró- fessor fjallar um samband heilsu og lífsgæða á efri árum og Júlíus Björnsson sálfræðingur fjallar um svefnþörf og svefntruflanir aldraðs fólks. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 300, og er kaffi innifalið. Allir velkomnir. Vetrarfagnaður Átthagafélags Þórshafnar og nágrennis Vetr- arfagnaður Átthagafélags Þórs- hafnar og nágrennis verður haldinn laugardaginn 26. október í Engja- teigi 11 (Kiwanishúsinu) Reykjavík. Húsið opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Að lokinni dagskrá leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi fram eftir nóttu. Miðasala er við inn- ganginn. Á NÆSTUNNI Fræðslufundur hjá Samtökum lungnasjúklinga Samtök lungna- sjúklinga standa fyrir fræðslufundi í kvöld, fimmtudaginn 24. október, kl. 20 í Safnaðarheimili Hallgríms- kirkju, gengið er inn frá Eiríksgötu. Gestur fundarins er Stella S. Hrafn- kelsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Hún mun koma með síu og kúta á fundinn til frekari kynningar. Fundirnir eru öllum opinn. Fræðsluerindi hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins Fræðslu- erindi verður haldið hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins í dag, fimmtudag, kl. 10–11 í fundarsal RALA á Keldnaholti, 3. hæð og er öllum opið. Júlíus Kristinsson kynn- ir þróunarstarf ORF Líftækni hf. Lýst verður áherslu fyrirtækisins á framleiðslu próteina til lyfjagerðar og einnig minnst á aðra notkun þeirra. Byggðasafn Árnesinga Fyr- irlestraröðin Byggð og menning, sem er samstarfsverkefni Sjóminja- safnsins á Eyrarbakka, Byggðasafns Árnesinga og Barnaskólans á Eyr- arbakka og Stokkseyri, hefur göngu sína fjórða árið í röð í dag fimmtu- dag kl. 20,30 í Húsinu á Eyrarbakka. Sérstakt þema er í boði að þessu sinni skólasaga í tilefni 150 ára af- mælis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Boðið verður upp á fjóra fyrirlestra fjögur fimmtudags- kvöld í röð þar sem fjallað verður um skólasöguna í víðu samhengi, frá upphafi skólahalds fyrir einni og hálfri öld til hugleiðinga um skólann í framtíðinni. Í fyrsta fyrirlestrinum fjallar Árni Daníel Júlíusson sagn- fræðingur um fyrstu áratugi Barna- skólans á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Allir fyrirlestrarnir verða fluttir í norðurstofu Hússins á Eyrarbakka. Aðgangseyrir er kr. 500 og kaffi og meðlæti innifalið Í DAG NÍU félagsmenn í Samfylkingunni hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að misbrestir séu á fram- kvæmd ályktunar landsfundar Sam- fylkingarinnar um afstöðu flokksins til inngöngu í Evrópusambandið. Kosning stendur nú yfir meðal fé- lagsmanna í Samfylkingunni. „Að áliti undirritaðra félagsmanna Samfylkingarinnar hafa verið mis- brestir á framkvæmd ályktunar landsfundarins. Evrópuúttekt Samfylkingarinnar, sem gefin var út á bók, er að stærst- um hluta skrifuð af aðildarsinnum. Kynningarferlið eftir útkomu bók- arinnar var einhliða þar sem flokks- félögum sem eru andstæðingar inn- göngu Íslands í Evrópusambandið var haldið frá dagskrá kynningar- funda þrátt fyrir að þeir óskuðu eftir því, með formlegu bréfi til fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinn- ar, að eiga þar fulltrúa. Spurningin sem lögð er fyrir flokksmenn um afstöðu þeirra til inngöngu Íslands í Evrópusamband- ið er þríþætt og óskýr eftir því. Framkvæmdastjórn var í lófa lagið að hafa spurninguna einfaldari og fékk tilmæli og ábendingar um það. Þrátt fyrir ótvíræða samþykkt landsfundar um að póstkosning skyldi viðhöfð var ekki farið eftir formreglum um framkvæmd póst- kosninga. Framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar sendi frá sér tölvu- póst þar sem óskað var eftir því að þingmenn, frambjóðendur í flokks- vali og aðrir bæru út kjörgögn til fé- lagsmanna. Engin samþykkt var fyr- ir slíku ráðslagi hjá framkvæmdastjórn. Þar eð um er að ræða mikilvæga kosningu um hita- mál í flokknum hefði verið nauðsyn- legt að framfylgja stífustu form- reglum. Það er álit undirritaðra að svo al- varlegir meinbugir séu á fram- kvæmd ályktunar landsfundar Sam- fylkingarinnar að niðurstaða Evrópukosningar flokksins verði tæplega marktæk.“ Kristján Bersi Ólafsson fv. skóla- meistari, Páll Árnason starfsmaður kosningastjórnar Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði, Geir Guðjónsson há- skólanemi, Hinrik Bergsson vél- stjóri, Oddbergur Eiríksson skipasmiður, Elma Guðmundsdóttir blaðamaður, Eyjólfur Eysteinsson útsölustjóri, Hörður Guðbrandsson forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Páll Vilhjálmsson blaðamaður. Gagnrýna Evrópu- kosningu Sam- fylkingarinnar HJÓNIN Sesselja H. Guðjónsdóttir og Björgvin Svavarsson voru á göngu í fjöruborðinu við Skógarnes vestur á Snæfellsnesi 22. júlí sl. þeg- ar þau fundu flöskuskeyti sem merkt var Sólveigu frá Hvallátrum, 11 ára, og dagsett 30. júní í sumar. Skeytið hafa þau varðveitt en þeim hefur ekki tekist að hafa uppi á sendanda. Í skeytinu stendur m.a. skrifað: „Halló! Þetta er flöskuskeyti. Vonandi eruð þið glöð að finna þetta skeyti. Við erum búin að senda eitt áðan og eitt í fyrra. Við vorum að borða grillmat … Síðan erum við 3 stelpur að skrifa flöskuskeyti núna. Kannski finnið þið fleiri. Við sitjum núna úti í sandi og skrifum. Það er fullt af fólki að tjalda hér á tjald- stæðum. Brasilía var að vinna fót- boltann í sjónvarpinu!“ Morgunblaðið/Kristinn Sesselja H. Guðjónsdóttir og Elías Baldursson, 9 ára, með flöskuskeytið. Flöskuskeyti frá Hvallátrum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.