Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ var um dýrðir í gamla bænum í Laufási í Grýtubakkahreppi sl. laugardag, þar sem gestum og gangandi var boðið að fylgjast með hefðbundinni matargerð haustsins. Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í Laufás en þó hefur veðrið og ekki síst hálka á vegum aftrað mörgum áhugasöm- um frá því að koma á staðinn. Það var hins vegar vel tekið á móti þeim sem komu í heimsókn og á staðnum var margt að sjá. Starfsmenn og velunnarar gamla bæj- arins hafa verið að leggja síðustu hönd á haustverkin í sveitinni. Sýnd voru hand- tökin við sláturgerð og var ekki laust við að unga fólkið setti upp grettinn svip er það fylgdist með vambahreinsun og þegar verið var að svíða kindahausa og lappir. Þá var svipurinn líka ansi skrýtinn þegar Ingibjörg Siglaugsdóttir, húsfreyja í Laufási, sýndi unga fólkinu innyfli úr kind en tók sig svo til blés í lungun úr skepnunni. Þá fengu gestir að smakka grasamjólk, rúgbrauð með kæfu og slátur. Laufáshópurinn sýndi gamalt ís- lenskt handbragð við tóvinnu og á markaði voru m.a. til sölu nýjar kartöflur, rófur, gul- rætur, harðfiskur, reyktur silungur og ís- lenskt handverk. Þá sýndi Doug Rögnvalds- son frá Edmonton í Kanada vestur-íslenskan rokk, sem faðir hans Jón Rögnvaldsson þró- aði og hannaði vestra en Jón fluttist ungur úr Skagafirði til vesturheims. Starfsdagur í gamla bænum í Laufási Kristján Einarsson t.v., Guðbrandur Siglaugsson og Doug Rögn- valdsson við rokk sem Doug smíðaði. Þórey Ketilsdóttir sagar horn af kindahaus sem á að fara að svíða. Vel tekið á móti gestum Pétur Axelsson, Þórey Ketilsdóttir og Inga Margrét Árnadóttir svíða kindahausa og lappir. Morgunblaðið/Kristján Ingibjörg Siglaugsdóttir, húsfreyja í Laufási, sýndi Birgittu, Guðbjörgu, Jennýju og Kristu hvernig verka á vambir. Jenný Karlsdóttir t.v. var að brydda sauðskinnsskó og Sæunn Þorsteinsdóttir prjónaði smokka, eða handstúkur. Ingibjörg Siglaugsdóttir blæs í kindalungu. Björgvin Richardsson var með Freyju, sex mánaða dóttur sína, í Laufási og smjattaði sú stutta á lifr- arpylsu og var hin ánægðasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.