Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tölvuþjálfun Windows Word Internet Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 Á FUNDI fræðsluráðs 14. októ- ber sl. var lagt fram svar Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur við fyrir- spurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu framkvæmda við byggingu skólahúsnæðis og áhrif þessara tafa á skólastarfið. Svarið byggist á upp- lýsingum frá átta skólastjórum mið- að við 10. október sl. en rétt er að hafa í huga að skólasetning var fyr- irhuguð í flestum skólum borgarinn- ar 22. ágúst sl. Það er óviðunandi að skólahúsnæði skuli ekki vera tilbúið og frágengið við upphaf skólaársins og jafnvel eftir að talsvert er liðið á það. Það er fyrst og fremst skóla- stjórnendum og samhentum hópi kennara og annarra starfsmanna að þakka að hægt hefur verið að halda uppi hefðbundnu skólastarfi. Ástandið Lýsingar skólastjóranna eru ófagrar og skulu hér gefin fáein sýn- ishorn: „Rafmagns- og tölvumál [eru] ekki frágengin svo og ýmis annar frágangur, ekki búið að kom- ast fyrir leka í tengingu við nýbygg- ingu, salernisaðstaða nemenda í al- mennum rýmum ekki komin í endanlegt horf.“ „Framkvæmdum í og við skólann [er] enn ekki lokið, enn er verið að vinna og vantar ým- islegt.“ „Viðbyggingu ólokið, bygg- ingarsvæði afgirt, þak óklárað og lekur og ýmsum frágangi ólokið.“ Þá kemur kemur fram í máli eins þeirra að símakerfi sé ekki komið í notkun og að gengið sé milli húsa um lekan bráðabirgðagang. Áhrif á skólastarfið Í fjórum skólum var skólahaldi frestað frá einum og upp í átta daga. Aðrir segja að þó að skólahaldi hafi ekki verið frestað hafi kennarar ekki komist til undirbúningsstarfa á rétt- um tíma og því undirbúningur kennslu lítill. Þetta segir þó heldur ekki alla söguna þar sem ástandið veldur óþægindum eins og fram kemur í svari skólastjóranna: „Mikil þrengsli á skólalóð.“ „Fyrir utan al- menn óþægindi vegna hávaða og ryks þá seinkaði að kennsla í verk- legum greinum hæfist, smíðakennsla ekki hafin ennþá.“ „Ryk og steypu- fýla til óþæginda, ýmsar smá redd- ingar í gangi, yfirálag á skólaliðum vegna ræstinga, allt þetta skapar slæman anda á vinnustað.“ „Bílar, vinnuvélar og iðnaðarmenn á ferð innan um nemendur, anddyri skól- ans verið lokað í þrjár vikur og mold- arhaugar á skólalóðinni.“ „Ástand á lóð, skortur á tengingum, málning- arvinna innanhúss og þrifnaður hef- ur skapað óþægindi og leiðindi.“ Langþreyttir foreldrar Ríkissjónvarpið birti frétt 23. september sl. undir fyrirsögninni „Langþreyttir foreldrar“ og er þar vísað til foreldra barna í Hlíðaskóla vegna seinagangs við framkvæmdir nýrrar skólabyggingar. Í viðtali við formann foreldrafélagsins kemur fram að tafirnar bitni á skólastarfinu enda vinnuaðstæður barna og starfs- fólks með öllu óviðunandi. Formað- urinn segir að litlar skýringar hafi fengist á þessum töfum en óánægja foreldra beinist ekki síður að því að ekið er með hluta nemenda í Hlíða- skóla í Vesturhlíðaskóla á hverjum morgni og í það fer tími sem börnin eiga að vera í kennslustundum. Börn í 1. bekk missi raunverulega 10 mín- útur úr kennslu á hverjum einasta morgni sem samsvari um 5 kennslu- stundum á mánuði. Þögn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga Er þetta eðlilegt ástand? Fræðslu- yfirvöld hafa sér það vissulega til af- sökunar að skólaárið hefur lengst en það lá fyrir um áramótin 2000/2001 þegar um það var samið. Hvers vegna hljómuðu engar viðvörunar- bjöllur frá fræðsluyfirvöldum í vor áður en skóla lauk? Hvers vegna kom hvergi fram að allar líkur bentu til þess að einhverjir skólar yrðu að byrja talsvert seinna en aðrir? Og hvers vegna báru borgaryfirvöld þá ekki fram afsökunarbeiðni vegna þess að skólahúsnæði og skólalóðir yrðu alls ekki komin í eðlilegt og við- unandi horf? Svarið er ofureinfalt. Það var óþægilegt fyrir meirihlutann vegna borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru laugardaginn 25. maí sl. Lagalegar skyldur Ég hef áður í blaðagrein gert grein fyrir lagalegum skyldum borg- arstjórnar og fræðsluráðs í þessu máli skv. lögum nr. 66 frá 1995 um grunnskóla. Þar er m.a. kveðið á um að gerð skólamannvirkja sé undirbú- in af sveitarstjórn í samráði við skólanefnd og að í hverju skólahverfi skuli vera skólahúsnæði sem full- nægi þörfum grunnskóla. 12. gr. fjallar um hlutverk skólanefnda í þessu tilviki fræðsluráðs: „Skóla- nefnd fylgist með og stuðlar að því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu og að jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi húsnæði og annar búnaður, þar með talin útivist- ar- og leiksvæði nemenda.“ Tillaga um skólahverfi Allur þessi vandræðagangur sýnir enn frekar mikilvægi þess að stytta hinar löngu boðleiðir innan fræðslu- stjórnar Reykjavíkur og minnka miðstýringu fræðslumála í Reykja- vík með því að skipta Reykjavík í skólahverfi. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins munu senn leggja fram tillögu þar að lútandi eins og kynnt var á blaðamannfundi 4. sept- ember sl. Óskandi er að óþægindi og þjáningar foreldra, nemenda og starfsfólks skólanna í haust verði ekki með öllu óþarfar og R-listinn taki á sig rögg og samþykki tillögur okkar. Þolrifin reynd Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur „R-listinn taki á sig rögg og samþykki tillögur okkar.“ Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði. MÉR er það mikil gleði að fá að segja frá því að þessa dagana er Gíd- eonfélagið að Íslandi að gefa þrjú- hundruðþúsundasta eintakið af Biblíu eða Nýja testamenti hér á okkar kæra landi. Á þessu hausti fá öll 10 ára börn Nýja testamentið að gjöf eins og undanfarna áratugi. Þau börn sem fædd eru árið 1992 eru fimmtug- asti og fyrsti árgangur Íslendinga sem fær Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu. Því ættu nú flestir Ís- lendingar 10–60 ára að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá félaginu. Takk fyrir viðtökurnar Vegna þessara gleðilegu og sögu- legu tímamóta viljum við félagsmenn í Gídeonfélaginu fá að þakka lands- mönnum fyrir móttökur Nýja testa- mentisins um leið og við biðjum þjóð- inni okkar blessunar Guðs í öllu lífi, leik og starfi, glímu og gleði. Nokkrar staðreyndir – Gídeonfélagið var stofnað í Bandaríkjunum af þremur sölumönn- um árið 1899. – Ísland er þriðja landið sem Gíd- eonfélagi er komið á fót, árið 1945. – Félagið starfar nú í 175 löndum og eru félagar yfir 240.000. Félagið hefur komið í umferð yfir einum millj- arði af Biblíum og Nýja testamentum um allan heim. – Gídeonfélagið á Íslandi hóf að gefa Biblíur og Nýja testamenti strax árið 1947. – Nýja testamenti á nú að vera hægt að finna við hvert sjúkrarúm á sjúkrahúsum. – Entök með stóru letri eiga að vera við hvert náttborð á hjúkrunar- og elliheimilum. – Eitt eintak á íslensku og annað á þýsku, ensku og frönsku er að finna á herbergjum hótela og gistiheimila. – Nýja testamenti á að vera hægt að finna í hverjum fangaklefa í fang- elsum landsins. – Hjúkrunarfræðingum, sjúkralið- um, lögreglu- og slökkviliðsmönnum hafa verið gefin eintök. Þá er þeim komið fyrir í skipum og bátum, flug- vélum og víðar. – Gídeonfélagið er frjáls og óháð leikmannasamtök sem vinna að markmiði sínu með vitnisburði, þjón- ustu og dreifingu orðsins. – Nánar má kynna sér sögu Gíd- eonfélagsins á Íslandi, Það er ég sem sendi þig, sem skráð var af sr. Sigurði Pálssyni og kom út í tilefni af 50 ára afmæli Gídeonfélagsins á Íslandi, árið 1995. Umfangsmesta verkefnið Umfangsmesta verkefni Gídeon- félagsins á Íslandi hefur frá árinu 1954 verið að gefa heilum árgangi Ís- lendinga eintak af Nýja testament- inu. Fyrstu árin voru það 12 ára börn sem fengu bókina góðu að gjöf. Ald- urinn var síðan færður niður í 11 ár og loks 10 ár árið 1981 að beiðni þáver- andi menntamálayfirvalda, svo nota mætti bækurnar við verkefni í kennslunni. Íslendingar fæddir 1942–1992 eða þeir sem eru 10–60 ára ættu því nú að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá félaginu. Alls hafa farið á milli 220.000 til 230.000 eintök í þetta verk- efni. 70.000 til 80.000 eintök hafa síð- an farið í önnur verkefni og þá að- allega í þau sem hér að ofan er getið. Auk þeirra verkefna sem hér að of- an er getið hefur Gídeonfélagið á Ís- landi hin síðari ár kostað árlega kaup á 10.000 til 20.000 Nýja testamentum á erlendum tungumálum sem komið er í umferð á meðal þeirra þjóða sem þörfin er talin mest hverju sinni. Fara þau kaup og ráðstöfun í gegnum al- þjóðaskrifstofu félagsins. Íslendingar 10–60 ára Er ekki upplagt í tilefni þessara tímamóta að taka Nýja testamentið fram og hefja í því lestur? Gefðu þannig anda Guðs tækifæri á að leika um þig og leyfðu þér að njóta þess. Vertu með opinn huga og í bæn um að orðið ljúkist upp fyrir þér og verði þér innblástur, til uppörvunar, hvatning- ar og eilífrar blessunar. Þakkargjörðar- og fyrirbænahátíð Vegna þessara sögulegu tímamóta efnir Gídeonfélagið á Íslandi til þakk- argjörðar- og fyrirbænahátíðar í að- alstöðvum KFUM & K við Holtaveg föstudaginn 25. október nk. kl. 20.30. Á meðal gesta sem flytja munu ávarp á hátíðinni eru forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörns- son. Hátíðarfundurinn er opinn öllum vinum og velunnurum Gídeonfélags- ins sem og öllum þeim sem fengið hafa Nýja testamentið að gjöf frá fé- laginu, á meðan húsrúm leyfir. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Davíðssálmur 37:5.) 300.000 Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, framkvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi. „Er ekki upplagt í til- efni þessara tímamóta að taka Nýja testamentið fram og hefja í því lestur?“ Þumalína Allt fyrir mömmuna og barnið Skólavörðustíg 41 Póstsendum, s. 551 2136 ÞAÐ er að færast fjör í leikinn, myndlistarmenn ryðja sér leið inn á síður Morgunblaðsins og breiða þar út boðskapinn um listina. Þar hafa nokkrir góðir drengir verið heldur ódrengilegir í að básúna eigið ágæti með því að berja hver á öðrum. Hjá þeim ríkir sandkassalögmálið eins og hefð er fyrir í samskiptum íslenskra myndlistarmanna með ólík sjónar- mið. Einn segist aldrei fá að vera með því hinir séu svo frekir, leiðinlegir og vitlausir. Annar segir að hinn geti bara sjálfum sér um kennt því’ann sé svo stífur, gamaldags og púkó. Aðrir hafa beint spjótum sínum að lista- safnabáknunum og sagt að þetta sé allt þeim að kenna. Þetta er allt sam- an gott og blessað og allir hafa eitt- hvað til síns máls. Það er samt eitt- hvað við svona samskipti sem ég skil ekki. Kannski er það bara af því að ég er úr sveit. Í sveitinni minni voru ekki svo margir krakkar til að leika við, maður lék sér bara við þá sem voru til taks. Engum datt í hug að efna til ill- deilna, það hvarflaði ekki að okkur. Líklega eins gott, annars hefðum við ekki haft neinn til að leika við. Í Listaháskólanum var okkur kennt mikilvægi þess að mynda sér skoðanir. Segja það sem okkur fannst. Áhersla var lögð á að við hefð- um skoðanir á öllu og það strax. Lík- lega til að tryggja viðhald á hinni löngu hefð fyrir sandkassalögmálinu. Mér fannst þetta aldrei sniðugt, vildi hugsa mig um. Það kann að hafa stýrst af ótta við að særa einhvern að óþörfu, í fljótfærni og missa við það leikfélaga. Það varð því mín sjálf- stæða skoðun að mynda mér ekki skoðun fyrr en eftir ítarlega umhugs- un. Nú ætla ég að segja það sem mér finnst. Mér finnst skrif myndlistar- mannanna Kjartans Guðjónssonar og Guðmundar Odds, auk nokkurra annarra, í hæsta máta ógeðfelld og engan veginn myndlistinni til fram- dráttar. Ég skil vel að Kjartani svíði að hann og þessir gömlu gaukar fái hvergi að sýna án þess að borga fyrir það og að það sé sárt að listasöfnin vilji ekki segja: „Viltu vera memm?“ Og Guðmundur Oddur, mér finnst þú yfirleitt nokkuð svalur, en er ekki óþarfi að vera að berja á þessum gömlu mönnum? Lífið er nefnilega hringrás og fyrr en varir verður þú í þeirra sporum, þá með hugmynda- listina gatslitna og gráa fiðringinn. Mig langar að segja ykkur fréttir. Það er komin ný kynslóð í íslenskri myndlist! Hún einbeitir sér að vinnu sinni og finnur sér vettvang fyrir list sína án þess að vera að þessu væli um hvað hún eigi bágt. Unga kynslóðin hefur nefnilega, ennþá, gaman af vinnu sinni og það sem meira er; hún býður öllum að taka þátt í henni með sér. Flest eru þau búin að átta sig á að Ísland er miðað við heiminn eins og sveitin mín var miðað við Reykja- vík. Þar þurfti ekki að spyrja með höfnunarótta í röddinni: „Viltu vera memm?“ Það fengu allir að vera með. Þannig er það líka núna hjá unga myndlistarfólkinu, t.d. í félagsskapn- um Viðhöfn sem stendur fyrir Opna galleríinu og í gluggagalleríinu Heima er best, menningarstarfsemi Margrétar. Þar er öllum frjálst að sýna ókeypis. Svona nú strákar, ég skora á ykkur að hætta að ýfa fjaðrirnar. Ef ykkur langar að skrifa um myndlist skrifið þá um unga fólkið, grasrótina. Nei annars, snúið ykkur frekar að því sem þið hafið þó hæfileika til, – myndlist. Takið smááhættu, lifið á brúninni og keppist við að ná besta staðnum til að sýna verkin ykkar á næsta Opna galleríi. Það yrði alveg skínandi! Ykkur er líka hjartanlega velkomið að sýna verkin ykkar – hvorum í sínu gluggaparinu – hjá mér í Heima er best. Hver veit nema við gætum átt góðar og uppbyggileg- ar samræður við undirbúning þeirrar sýningar? Hugmynd að uppbygg- ingu úr svörtu og hvítu Eftir Margréti O. Leópoldsdóttur Höfundur er myndlistarmaður og læknir. „Ég skora á ykkur að hætta að ýfa fjaðrirnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.