Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 19 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 91 54 10 /2 00 2 fiú hittir í mark me› Advanced stop signs Viltu ráðast gegn hrukkum og húðlitarbreytingum? Með Advanced Stop Signs geturðu verið viss um að hitta í mark. Með nýja, beturumbætta Advanced Stop Signs kreminu geturðu miðað beint á smáhrukkur og húðlitarbreytingar sem farnar eru að angra þig. „Advanced“ vísar til hraðfleygra framfara að slétta úr fínum línum og hrukkum enn betur og nákvæmar en áður. „Advanced“ vísar líka til þess að einstök, afar skilvirk efnasamsetning dregur úr húðlitarbreytingum þannig að húð þín fær jafnari lit og fallegri áferð. Fæst einnig sem létt húðmjólk án olíu. Gjöf frá CLINIQUE fylgir þegar keyptar eru vörur fyrir 2.500 kr. og meira.* • Dramatically different moisturizing lotion, 15 ml. • Moistur surge extra 7 ml. • Sugar Sugar augnskuggi. *Á meðan birgðir endast. www.clinique.com 100% ilmefnalaust FERÐAMÁLARÁÐSTEFNAN 2002 var haldin í Stykkishólmi 17. og 18. október. Það er Ferðamála- ráð Íslands sem stendur fyrir ráð- stefnunni sem fram fer ár hvert. Aðalverkefni Ferðamálaráðs- refnunnar í Stykkishólmi var að kynna störf nefndar, sem samgöngumálar- áðherra skipaði í fyrra og var ætl- að að kortleggja auðlindina Ís- land, meta svæð- isbundið helstu vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu á Íslandi og móta framtíðarsýn sem fyrirtæki og ein- staklingar auk stjórnvalda gætu haft hliðsjón af við uppbyggingu ferðaþjónustu á komandi árum. Fyrir þinginu lágu ítarleg drög um hvernig mætti nýta auðlindina Ís- land betur til að laða að sér ferða- menn og leyfa þeim að njóta þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Valtýr Sigurbjarnarson land- fræðingur var ráðinn til að annast þetta verkefni. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra flutti erindi á ráðstefnunni. Hann sagði að aldrei fyrr hafi verið ráðstafað jafnmiklum fjármunum til markaðsstarfs í ferðamálum og fjár- lögin gera ráð fyrir. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 620 millj- óna króna framlagi. Þá eru ekki inni liðir eins 350 milljónir til styrktar ferjum og sérleyfishöfum og 130 milljóna króna styrkir til innan- landsflugs. Þá sagði Sturla að gert sé ráð fyrir 300 milljónum til mark- aðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu. Hann lagði áherslu á að til þess að ferðaþjónustan hafi möguleika á að þróast sem atvinnugrein þurfa inn- viðirnir að vera í lagi. Nefndi hann í því sambandi góðar samgöngur, áætlunarferðir á landi, sjó og í lofti. Aukin menntun og færni starfsfólks í ferðaþjónustu er mikilvægur horn- steinn greinarinnar. Hann sagðist vera hvað stoltastur af samstarfi ráðuneytis hans og Hólaskóla um uppbyggingu fjarnáms við skólann. Magnús Oddsson ferðamálastjóri kynnti skýrsluna um auðlindina Ís- land í þágu ferðaþjónustu. Í máli hans kom fram að skilgreina þarf hvert markaðssvæði með tilliti til ferðaþjónustu. Þá þarf að draga fram sérstöðu hvers svæðis og skil- greina hvar mestu framtíðarmögu- leikarnir liggja. Verkefnin eru mörg en peningar tak- markaðir og því þarf að forgangs- raða verkefnum í ferðaþjónustu. Velja þarf fá en stór svæði til markaðssóknar sem síðan önnur svæði njóti góðs af. Í skýrslunni er landinu skipt í sex meginsvæði sem eru höfuðborgar- svæðið, Suðvest- urland, Vestfirð- ir, Norðurland, Austurland og Suðausturland. Í skýrslunni er ná- kvæmlega farið yfir hvert svæði og kortlagðir meg- inþættir eins og samgöngur, gist- ing, dægradvöl og önnur þjónusta og síðan eru gerðar tillögur til úr- bóta eða frekari eflingar á svæðinu. Nokkrir meginseglar Þá er nefndir 11 meginseglar sem draga að gesti til landsins og eins innlenda og kemur sú upptalning ekki á óvart. Listinn yfir 11 meg- insegla í ferðaþjónustu á Íslandi sem flestir bentu á eru: Höfuðborg- arsvæðið, Geysir í Haukadal, Bláa lónið, Þingvellir, Heimaey, Reyk- holt í Borgarfirði, Snæfellsnesþjóð- garður, Látrabjarg, Vesturfara- setrið á Hofsósi, Mývatnssveit, Jökulsárgljúfur og Vatnajökuls- þjóðgarður. Margar og nýstárlegar hugmynd- ir koma fram í skýrslunni sem eflt gætu ferðaþjónustu á Íslandi. Um- ræður urðu um skýrsluna og í fram- haldinu verður hún send samgöngu- ráðherra. Ráðstefnugestir voru sammála um að mikil gróska væri í ferðaþjón- ustu um allt land og fjölbreytni af- þreyingar fyrir ferðfólk væri alltaf að aukast. Ferðaþjónustan myndi á næstu árum styrkja stöðu sína sem ein af lykilatvinnugreinum Íslend- inga sem færa þjóðarbúinu miklar gjaldeyristekjur. Ráðstefnuna í Stykkishólmi sóttu um 160 einstaklingar frá fjölmörg- um fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast ferðaþjónustu. Forgangsraða þarf verkefnum í ferðaþjónustu Stykkishólmur Mörg fróðleg erindi voru flutt á Ferðamálaráðstefnunni sem vöktu athygli ráðstefnugesta og þeir fylgdust með af áhuga. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason HAUSTIÐ er komið og fyrstu merkin um að veturinn nálgast eru þegar fyrstu næturfrostin koma og mynda litla gler- skúlptúra á grasinu sem sligast undan klakanum. Oft er sólin fljót að bræða þennan ís að morgni en þar sem sólin nær ekki til nægir dagurinn ekki til að bræða hann niður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sliguð af klaka Fagridalur NÚ stendur yfir lenging á löndunarbryggju á Bakka- firði um 20 metra, eða úr 17 metrum í 37 metra. Settur verður nýr löndun- arkrani á bryggjuna síðan verður viðlegubryggja lengd um 20 metra, úr 20 metrum í 40 metra. Þessar breytingar á löndunar- og viðleguplássi koma til með að gjörbreyta allri aðstöðu innan hafnar, sérstaklega til löndunar. Nýi kraninn er frá Siglu- firði og er alveg eins og sá sem fyrir er, hann hefur reynst mjög vel í gegnum árin. Fram kom í samtali við Birgi Tómas Arnar hjá Siglingastofnun að jarðvegur sem þyrfti að fjarlægja væri um 1.000 rúmmetrar og lækkun á veg- inum niður á bryggjurnar væri um 2 metrar. Lenging á báðum bryggjunum var boðin út í einu og bárust 4 tilboð og var tekið tilboði frá Tré- smiðju Mælifells á Vopna- firði. Það var 3% undir kostnaðaráætlun sem var uppá 10,5 milljónir. Að sögn Ingólfs Sveinssonar hjá Mælifelli eru þeir með ES vinnuvélar ehf. frá Vopnafirði sem undirvek- taka í jarðvinnunni, verkið gengur bara ágætlega, að hans áliti. Hann gerir ráð fyrir að löndunarbryggjan og þekjan fyrir ofan hana verði tilbúin upp úr næstu mánaðamót- um. Unnið að lengingu á bryggjum á Bakkafirði Starfsmenn Mælifells við bryggjusmíðina. Bakkafjörður Morgunblaðið/Atli Vigfússon ÞESS var minnst föstudaginn 18. október sl. með veglegum hætti að 20 ár eru liðin síðan útibú Bún- aðarbankans var stofnað í Grund- arfirði eftir að Sparisjóður Eyr- arsveitar hafði verið sameinaður Búnaðarbankanum. Í tilefni dags- ins var viðskiptavinum bankans boðið upp á veitingar og skemmtan. Nemendur Tónlistarskóla Grund- arfjarðar léku á hin ýmsu hljóðfæri og Solla stirða og Snæfinnur snjó- kall komu í heimsókn. Margir lögðu leið sína í bankann þennan dag. Morgunblaðsmyndir/Gunnar Kristjánsson Starfsfólk útibús Búnaðarbankans í Grundarfirði. Frá vinstri Jensína Guð- mundsdóttir, Guðrún M. Hjaltadóttir, Þorvarður M. Sigurðsson, Olga Ein- arsdóttir, Aðalbjörg Gunnarsdóttir og Kjartan Páll Einarsson útibússtjóri. Afmæli bankans fagnað Grundarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.