Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í BRÉFI, sem fest hafði verið við tré á bak við veitingahús þar sem leyni- skyttan í Washington-borg og ná- grenni hafði sært mann um helgina, var kvartað yfir sex misheppnuðum tilraunum til að ná símasambandi við rannsóknarmenn lögreglunnar. Bréfritarinn hellti úr skálum reiði sinnar, hótaði að drepa fleiri, einkum börn, ef milljónir Bandaríkjadala yrðu ekki lagðar inn á bankareikning innan tveggja daga, að sögn heimild- armanna í lögreglunni. Bréfritarinn sagðist hafa hringt sex sinnum í stjórnstöð lögreglunnar í Rockville í Maryland, lögreglustöð- ina í Montgomery-sýslu og alríkis- lögregluna, FBI, en þeir sem svör- uðu í símann hefðu „hunsað“ hann. Hann nafngreindi jafnvel nokkra þeirra sem svöruðu, sagði þá hafa lagt símann á og sakaði þá um „van- hæfni“. „Fimm menn urðu að deyja“ af þessum sökum, skrifaði bréfritarinn, að sögn heimildarmanns sem hefur lesið afrit af bréfinu. Krafðist 880 milljóna króna Lögreglan fékk frest til mánu- dagsins var til að leggja peningana inn á bankareikning. Nokkrir heim- ildarmenn sögðu að krafist hefði ver- ið 10 milljóna dala, andvirði 880 milljóna króna. Í bréfinu var lögreglunni sagt að ef hún legði meiri áherslu á að „stöðva“ drápin en að handtaka morðingjann ætti hún að fara að fyr- irmælunum í einu og öllu, ella þyrfti hún að nota fleiri „líkpoka“. Bréfinu lauk með enn óhugnanlegri eftir- skrift: „Börnin ykkar eru hvergi og aldrei óhult.“ Bréfið var handskrifað, að minnsta kosti þrjár síður, og fannst í plastpoka í skógi á bak við veitinga- hús í Ashland í Virginíu eftir skot- árás leyniskyttunnar á laugardag. Bréfið var skrifað með prentstöfum á línustrikaðan pappír og skriftin var vandvirknisleg. Í bréfinu voru hins vegar margar málfræði- og stafsetn- ingarvillur. Í bréfinu var einnig setn- ingin „ég er Guð“ eins og á Tarot- spili sem leyniskyttan skildi eftir á vettvangi eins morðanna 7. október. Lögreglan er sannfærð um að leyniskyttan hafi skrifað bréfið. Það varð til þess að Charles Moose, lög- reglustjóri Montgomery-sýslu, ákvað að senda leyniskyttunni skila- boð á nokkrum fundum með frétta- mönnum eftir að bréfið fannst. Moose kom fimm sinnum fram í sjónvarpi á tveimur dögum til að færa leyniskyttunni skilaboðin eftir að lögreglan hafði misst af nokkrum tækifærum til að ná sambandi við raðmorðingjann. Bréfið fannst einhvern tíma eftir að maður var skotinn í magann þeg- ar hann gekk með konu sinni að bíl þeirra við veitingahúsið í Ashland. Ekki var ljóst hvenær leyniskyttan hóf tilraunir sínar til að ná símasam- bandi við rannsóknarmennina. Heimildarmaður í lögreglunni sagði að leyniskyttan hefði að minnsta kosti þrisvar sinnum reynt án árangurs að hringja í rannsókn- armennina. Honum var eitt sinn gef- ið samband við útibú FBI en ung kona, sem var í starfsnámi og svaraði í símann, áttaði sig ekki á því að hún var að tala við leyniskyttuna og lagði símann á. „Sú sem svaraði gerði sér ekki grein fyrir mikilvægi þess sem var að gerast,“ sagði einn heimildar- mannanna. Maðurinn var mjög reiður þegar hann talaði í símann, notaði orð eins og „haltu kjafti og hlustaðu“, „ég er Guð“ og „ég ræð ferðinni“. Sagði frá síma sem hann hringdi í Lögreglan rannsakaði plastpok- ann vandlega áður en bréfið var opn- að og þess vegna var því ekki svarað strax. Þegar bréfið var loks opnað kom meðal annars í ljós símanúmer sem leyniskyttan sagðist ætla að hringja í til að ná sambandi við lög- regluna. Rannsóknarmennirnir komust að því að símanúmerið var ekki virkt og það tók nokkurn tíma að greiða úr þeim vandkvæðum. Sunnudagurinn leið án þess að leyniskyttan hringdi. Moose kom fram í sjónvarpi laust eftir klukkan sjö um kvöldið til að biðja raðmorð- ingjann að hringja í símanúmerið. Maðurinn, sem lögreglan telur að hafi framið morðin, hringdi að morgni mánudags. Lögreglan rakti símtalið til símklefa við bensínstöð í Richmond í Virginíu. Sérsveit lögreglunnar faldi sig við bensínstöðina til að fylgjast með svæðinu. Skilríkjalaus verkamaður lagði hvítum sendibíl við símklefann og byrjaði að hringja. Annar maður beið í grenndinni. Nokkrum mínútum síðar ákvað lögreglan að láta til skarar skríða og handtaka mennina. Þeir reyndust báðir vera ólöglegir innflytjendur frá Mið-Ameríku og í ljós kom að þeir tengdust ekki raðmorðunum á neinn hátt. Gátu ekki greint skilaboðin Á sama tíma áttu rannsóknar- mennirnir í Rockville í mestu erfið- leikum með að skilja skilaboð morð- ingjans frá því fyrr um morguninn. Hann hafði lesið þau inn á segulband og leikið upptökuna í símann, en hún var svo óskýr að margt af því sem leyniskyttan sagði var óskiljanlegt. Moose kom tvisvar sinnum fram í sjónvarpi á mánudeginum til að biðja leyniskyttuna að hringja aftur þar sem ekki hefði verið hægt að greina skilaboðin. Daginn eftir var strætisvagnstjóri skotinn til bana í Montgomery-sýslu, skammt frá þeim stað þar sem morð- in hófust 2. október. Moose ávarpaði leyniskyttuna aft- ur á fréttamannafundi um kvöldið. „Síðustu daga hefur þú reynt að hafa samband við okkur,“ sagði lögreglu- stjórinn. „Við höfum kannað þá kosti sem þú settir okkur og komist að því að ekki er hægt að verða við beiðni þinni með rafrænum hætti. Við erum þó enn tilbúnir að ræða við þig um þá kosti sem þú bauðst okkur. Það er mikilvægt að við gerum þetta án þess að aðrir skaðist. Hringdu aftur í sama númerið og þú notaðir áður til að fá 800-númerið sem þú baðst um. Ef þér finnst það þægilegra getum við séð þér fyrir pósthólfsnúmeri eða öðrum öruggum boðskiptaleiðum. Þú gafst til kynna að þetta snerist um meira en ofbeldi. Við bíðum eftir því að þú látir í þér heyra.“ Raðmorðinginn í Bandaríkjunum hótar að myrða börn og krefst peninga Leyniskyttan hellti úr skálum reiði sinnar AP Lögreglumaður í Montgomery-sýslu leitar í bíl við vegatálma skammt þar frá sem strætisvagnstjóri var myrtur á þriðjudagsmorguninn. Kvartaði yfir því að lögreglan hefði „hunsað“ símtöl hans The Washington Post, Los Angeles Times. Sérfræðingar undr- andi á fjárkröfunni eastern-háskóla, kvaðst draga þá ályktun af bréfinu og öðrum skila- boðum morðingjans að hann sé ekki í alþjóðlegum hryðjuverka- samtökum. „Liðsmenn al-Qaeda skilja ekki eftir símanúmer og segjast ekki vera Guð,“ sagði hann. Levin kvaðst einnig telja ólíklegt að leyniskyttan fremdi morðin í samstarfi við einhvern annan eins og um 25% raðmorðingja gera. „Ég veit ekki nein dæmi þess að tveir eða fleiri raðmorðingjar, til að mynda vinir, hafi samband við lögregluna eða fjölmiðla,“ sagði Levin. „Þeir ræða aðeins drápin sín á milli. Morðunum er ætlað að styrkja vináttusamband þeirra.“ Levin kvaðst að lokum draga þá ályktun að morðinginn hefði „meiri áhuga á því sem gerist eftir morðin en á verknaðinum sjálfum“. „Mjög fáir raðmorðingjar beita skotvopnum,“ sagði hann. „Flestir þeirra nota hendurnar og hafa nautn af því að sjá fórnarlömbin þjást. Þessi raðmorðingi heldur sig í fjarlægð frá fórnarlömbunum en nýtur þess að leika sér að lögregl- unni eins og köttur að mús. Honum finnst hann ráða ferðinni með því að senda lögreglunni skilaboð.“ ar sálfræðileg eða pólitísk mark- mið.“ Ekki er óalgengt að raðmorð- ingjar sendi lögreglunni bréf, oft til að ögra henni eða hreykja sér af því að hafa komist hjá handtöku. Einnig eru dæmi um að raðmorð- ingjar hafi hótað að myrða börn. Sérfræðingarnir segjast ekki vita til þess að einhver annar hafi framið raðmorð og síðan tekið upp á því að krefjast peninga. Nokkrir þeirra leiða getum að því að kraf- an snúist ekki fyrst og fremst um peninga, heldur hafi morðinginn nautn af því að ráðskast með lög- regluna. „Liðsmenn al-Qaeda skilja ekki eftir símanúmer“ Jack Levin, forstöðumaður glæparannsóknastofnunar North- SÉRFRÆÐINGAR í atferli glæpa- manna segja að það hafi ekki kom- ið þeim á óvart að raðmorðinginn skuli hafa hótað að myrða börn þar sem hann hafi áður gefið til kynna að hann vildi valda sem mestri skelfingu meðal íbúanna. Krafa hans um peninga hafi hins vegar verið óvænt því þeir viti ekki til þess að slík fjárkrafa hafi verið lögð fram í morðmálum sem svipar til drápa leyniskyttunnar. „Þetta er stórfurðulegt,“ sagði James Alan Fox, prófessor við Northeastern-háskóla í Boston og sérfræðingur í rannsóknum á rað- morðum. „Ég veit ekki um neinn raðmorðingja sem sett hefur fram slíka kröfu. Þeir hafa yfirleitt frek- Washington. Los Angeles Times. SKIPTAR skoðanir eru um þá ákvörðun löggæsluyfirvalda í Maryland-ríki í Bandaríkjunum að gera opinberlega grein fyrir skilaboðum leyniskyttunnar, sem leikið hefur íbúa úthverfa Washington-borgar grátt und- anfarnar þrjár vikur. Yfirlýsing leyniskyttunnar, sem nú hefur banað tíu manns, vakti mikinn óhug en þar er tekið sérstaklega fram að ódæðismaðurinn muni ekki skirrast við að bana börnum og unglingum. Charles Moose, lögreglustjóri í Montgomery-sýslu í Maryland, gagnrýndi fjölmiðla framan af harðlega fyrir að gæta ekki að sér í fréttaflutningi af árásum leyniskyttunnar. Á þriðjudag sneri Moose hins vegar blaðinu við og bað fjölmiðla um að koma því á framfæri að lögreglan vildi að leyniskyttan hefði aftur sam- band. Moose gaf í fyrstu engar upplýsingar um það við hvað væri átt og var ekki laust við að gætti gremju af hálfu fjölmiðla- manna, sem fannst að úr því að Moose vildi hagnýta sér þá með þessum hætti þyrfti hann að sýna þeim meiri velvilja. Eftir að leyniskyttan lét enn til skarar skríða snemma á þriðjudag birtist Moose síðan og las upp skilaboð ódæðismanns- ins og varð það til þess að fjöl- miðlar tóku að rifja upp aðra rað- morðingja, sem viljað hafa koma á framfæri sérstökum skila- boðum. Benda menn í því sam- bandi á þá ákvörðun dagblaða í New York að birta bréf frá Dav- id Berkowitz, sem jafnan var kallaður „sonur Sáms“, en Berkowitz myrti sex manns í New York á árunum 1976–1977. Þá er mönnum í fersku minni þegar dagblöðin New York Tim- es og Washington Post birtu yf- irlýsingu Theodore Kaczynskis, „sprengjuvargsins“ svokallaða (e. Unabomber), er myrti þrjá og særði mun fleiri með bréf- sprengjum á árunum 1978–1995. Hefur þróun mála undanfarna daga, þar sem komið hefur í ljós að leyniskyttan vill bersýnilega fá að létta einhverju af hjarta sér, vakið umræður um það hvort sú athygli sem ódæðismað- urinn fær í fjölmiðlum verður til að honum vex ásmegin og myrðir ennþá fleiri, eða hvort hún auki líkurnar á því að byssumaðurinn hættulegi verði handsamaður. Byssumál í brennidepli Óhætt er að segja að fátt kom- ist að í umfjöllun fjölmiðla á Washington-svæðinu annað en fréttir af leyniskyttunni og fórn- arlömbum hennar. Íraksmál hafa fallið í skuggann, að ekki sé talað um yfirvofandi ríkisstjóra- og þingkosningar, sem fara fram 5. nóvember nk. Raunar hafa málefni leyniskyttunnar haft bein áhrif á kosningabaráttuna í Maryland-ríki en þar berjast demókratinn Kathleen Kennedy Townsend og repúblikaninn Ro- bert Ehrlich um ríkisstjóraemb- ættið. Ehrlich gagnrýndi Townsend í vikunni fyrir að reyna með ósæmilegum hætti að færa sér morðin í Maryland og nágranna- sveitum í nyt en Townsend hefur óspart vakið athygli á því að hún hafi lengi barist fyrir harðari reglum um byssueign, ólíkt keppinaut sínum. Hefur Towns- end ekki hikað við að minna á að föðurbróðir hennar, John F. Kennedy forseti, varð einmitt fórnarlamb leyniskyttu í nóvem- ber 1963 og að faðir hennar, Ro- bert Kennedy, var sömuleiðis skotinn til bana sumarið 1968. Umdeild samskipti leyniskyttu og lögreglu Washington. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.