Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 15 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 11 9 1 0/ 20 02 TOYOTA - LYKILL AÐ AUÐVELDUM OG ÖRUGGUM BÍLAVIÐSKIPTUM. Við þökkum frábær viðbrögð við „Eigð'ann eða leigð'ann“ tilboði okkar, þar sem einstaklingar geta nú í fyrsta skipti á Íslandi valið um að taka bíl á rekstrarleigu. Toyota býður nú takmarkað magn bílaleigubíla á frábærum kjörum og þú velur hvort þú kaupir þér bíl til eignar eða tekur hann á rekstrarleigu, án útborgunar. Þú einfaldlega kvittar undir samninginn og ekur af stað. Þetta er því einstakt tækifæri til að fá sér betri notaðan bíl frá Toyota með auðveldum og öruggum hætti. Komdu strax í dag, hringdu í síma 570 5000 eða kíktu á www.toyota.is EIGÐ'ANN EÐA LEIGÐ'ANN Nýjung frá Toyota sem slær í gegn. Corolla Skráður: maí, 01 Rekstarleiga á mán. frá: 24.500 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 16.644 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 1.090.000 kr. Verð dæm iYaris Skráður: maí, 01 Rekstrarleiga á mán. frá: 19.200 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 12.564 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 820.000 kr. Verð dæm i Toyota Avensis Terra Skráður: maí, 01 Rekstarleiga á mán. frá: 29.000 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 20.874 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 1.370.000 kr. Verð dæm i *Bílalán miðast við 30% útborgun af kaupverði og 9% verðtryggða vexti með 3,5% stofngjaldi. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Dragtadagar 20% afsláttur þessa viku Mikið úrval dragta í nr. 34-54 Verð frá kr. 6.480 Málning fyrir vandláta Bindoplast 7 10 lítrar TILBOÐ kr. 5.900,- STARFSEMI veitingastaðarins Kaupfélagsins við Laugaveg hefur ekki verið stöðvuð þrátt fyrir úr- skurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála um að fella bygg- ingaleyfi staðarins úr gildi. Fram- kvæmdastjóri segir ljóst að borgin sé skaðabótaskyld verði staðnum lokað en hann mun funda með borg- arstjóra um málið í dag. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að Félagsíbúðir iðnnema hygðust koma íbúðum sínum, sem eru við hliðina á Kaupfélaginsu, í útleigu á ný en vegna hljóðmengunar frá staðnum hafa þær staðið auðar í tæpt ár. Gunnlaugur Páll Pálsson, fram- kvæmdastjóri Kaupfélagsins, segir ljóst að málið sé tilkomið vegna klúð- urs af hálfu Reykjavíkurborgar. „Reksturinn heldur áfram á sama stað og það hefur enginn sagt okkur að loka. Reykjavíkurborg á náttúru- lega að loka samkvæmt úrskurðinum en það er hún sem átti að vera búin að finna úrbætur í þessum hljóðmál- um fyrir löngu því það er hún sem gefur leyfi til rekstrarins. Síðan kemur í ljós eftir opnunina að honum fylgir hljóðmengun fyrir íbúana í næsta húsi og þá er alveg ljóst að það er borgin sem þarf að leysa það.“ Ekki gert ráð fyrir íbúðum samkvæmt skipulagi Hann segir málið ekki einfalt og bendir á að byggingin sé ekki byggð samkvæmt nútímastöðlum. Gafl milli húsanna sé samnýttur og því gefi það augaleið að hljóð berist á milli. Þá segir hann deiliskipulagið á svæðinu gera ráð fyrir að þar megi vera skrifstofur, verslunarhúsnæði eða þjónusta og Kaupfélagið falli undir hið síðastnefnda. Hins vegar eigi ekki að vera íbúðir á svæðinu samkvæmt skipulaginu. „Það er al- veg ljóst að við tökum þessu ekki þegjandi og hljóðalaust, við höfum hins vegar engan áhuga á að allt fari í bál og brand heldur viljum miklu frekar leysa þetta á skynsamlegan og eðlilegan hátt. En það er ljóst að borgin er skaðabótaskyld ef staðn- um verður lokað.“ Gunnlaugur segir rekstraraðila staðarins munu funda með borgar- stjóra um málið í dag og hann eigi von á að sá fundur leiði til farsællar lausnar málsins. Ekki náðist í borgarlögmann vegna málsins. Starfsemi Kaupfélagsins hefur ekki verið stöðvuð Framkvæmdastjóri segir borgina skaðabótaskylda Miðborg TÓNSKÓLI Hörpunnar hefur óskað eftir því við Samkeppnisstofnun að hún taki upp mál skólans frá síðasta ári, en þá gaf stofnunin út álit þar sem tilmælum var beint til borgar- innar um að gera breytingar á út- hlutun fastra fjárframlaga til tónlist- arskóla. Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að borgin hafi ekki breytt út- hlutunaraðferðum sínum og hafi skólinn óskað eftir úrskurði í málinu. „Tónskóli Hörpunnar kærði Reykjavíkurborg til félagsmálaráð- herra sl. vetur. Í úrskurði ráðherra segir að í verulegum atriðum sé fundið að málsmeðferð Reykjavíkur í tengslum við málið,“ segir í tilkynn- ingunni. Tónskóli Hörpunnar Óskar eftir úrskurði Samkeppnis- stofnunar Grafarvogur alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.