Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 29 ÞAÐ má vart greina áBandaríkjamönnum aðekki séu nema tæpartvær vikur til kosninga til þingsins í Washington. Fyrir- sagnir fjölmiðla hafa þessar síð- ustu vikur fyrst og fremst snúist um hugsanlegt stríð við Íraka og leyniskyttuna sem hefur orðið fjölda manna að bana á höfuð- borgarsvæðinu. En þar með er ekki sagt að kosningarnar hafi lít- ið gildi, baráttan er hörð og svo naumt á milli flokkanna að nokkur atkvæði gætu ráðið úrslitum um það hvort demókratar halda öld- ungadeildinni eða repúblikanar ná yfirráðum í báðum deildum þings- ins. Öldungadeildarþingmennirnir 100 sitja sex ára kjörtímabil og er kosið um þriðjung sæta annað hvert ár, samfara kosningu um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni. Demókratar ráða yfir eins tæpum meirihluta og vera má í öldunga- deildinni, 50 sætum á móti 49 en einn óháður þingmaður greiðir at- kvæði með demókrötum. Ógerlegt er að spá um úrslit kosninganna. Afar mjótt er á munum í Ark- ansas, Kólóradó, Missouri og Suð- ur-Dakóta. George Bush vann þessi ríki í forsetakosningunum fyrir tveimur árum og á því byggja repúblikanar vonir sínar um að endurheimta öldungadeild- ina. Demókratar segjast hafa jafn góða möguleika á þessum vígvöll- um og eftir að hinn umdeildi Torricelli dró sig í hlé í New Jers- ey sé útlitið bjartara. Þótt að demókratar þurfi ekki að ná nema sex sætum frá rep- úblikönum í fulltrúadeildinni þyk- ir ólíklegt að það takist. Nýjar markalínur voru lagðar að loknu manntali árið 2000 og repúblik- anar högnuðust meira á kjör- dæmabreytingunni. Eins er rík hefð fyrir því að sitjandi fulltrúa- deildarþingmenn haldi sætum sín- um. Einn af þingmönnum repúblik- ana sem gæti farið halloka er Connie Morella í Maryland. Hún hefur setið á þingi í 16 ár og þykir hófsöm (fylgir hertu eftirliti með byssueign og greiddi nýlega at- kvæði á móti því að gefa forset- anum heimild til að ráðast á Írak). Chris Van Hollen, sem bar sig- urorð af Mark Shriver (meðlimi Kennedyfjölskyldunnar) í próf- kjöri demókrata, hefur sótt fast að Morella og nýjustu kannanir sýna hann með naumt forskot. Leikfléttur flokkanna Veður skipast fljótt í lofti í heimi stjórnmálanna og fyrir að- eins nokkrum mánuðum eygðu demókratar von um byr. Þrátt fyrir miklar persónuvinsældir George Bush ríkti vaxandi óánægja með efnahagsstefnu Bandaríkjaforseta, verð á hluta- bréfamörkuðum hélt áfram að falla og ekki bættu úr skák stór hneykslismál í viðskiptaheiminum á borð við hrun Enrons og fleiri fyrirtækja. Repúblikanar hafa löngum sótt styrk til viðskipta- heimsins og spurningar um náin tengsl forsetans og varaforsetans við vafasama viðskiptahætti urðu æ áleitnari. Demókratar sáu sér leik á borði og hugðust láta kosn- ingarnar snúast um efnahags- lægðina, trúverðugleika stjórnar- innar og þá málaflokka sem standa mörgum kjósendum næst svo sem heilbrigðisþjónustu, líf- eyrismál og menntun. Ekki hefur þetta gengið eftir hjá demókrötum. Í lok sumars höfðu repúblikanar að mestu hrist af sér hneykslismálin í viðskipta- heiminum og Bush hefur tekist einstaklega vel að beina athygl- inni á aðrar brautir. Margir dást að einurð forsetans og festu, sem aðrir myndu sjálfsagt kalla þrá- hyggju, í málefnum Íraks, sem Bush segir að ráðist verði gegn fallist Saddam Hussein ekki á að láta vopn sín af hendi. Í stað þess að ræða um heilsugæslu og ódýr- ari lyf stóðu þingmenn demókrata því frammi fyrir því á haustmán- uðum að verða vændir um föð- urlandssvik ef þeir fylgdu ekki forsetanum í baráttunni við Sadd- am Hussein. Repúblikanar sigurvissir Nú eru þingmenn farnir heim fyrir kosningar. Þrátt fyrir sterka, þverpólitíska samstöðu eftir hryðjuverkin á síðasta ári er mörgum mikilvægum málum ólok- ið. Eining hefur vikið fyrir sundr- ungu, bæði á milli flokka og innan þeirra og þingheimi tókst ekki einu sinni að berja saman fjárlög fyrir þinglok. Bush nýtur áfram mikilla vinsælda og tveir þriðju kjósenda segjast ánægðir með störf forsetans. Hann notar stöðu sína óspart og er mikið á ferðinni þessa dagana að styðja flokk sinn og afla fjár. Allir frambjóðendur repúblikana biðla til forsetans og hann mætir þar sem þörfin er mest (þar með taldar allmargar ferðir til Flórída að hjálpa litla bróður). Margir repúblikanar brosa í kampinn og sumir eru svo sigurvissir að þeir eru teknir að semja lög fyrir næsta þing þar sem frekari skattalækkanir eru efstar á dagskrá. Demókratar segjast spyrja að leikslokum Demókrötum hefur gengið illa að finna fótfestu upp á síðkastið. Þeir hafa reynt að halda uppi stöðugri gagnrýni á forsetann og fyrir nokkrum dögum ásakaði Tom Daschle, leiðtogi öldunga deildarinnar, forsetann um að hafa staðið við orð sín um að „breyta tóninum“ í Washington. Þau umskipti hefðu hins vegar verið til hins verra og þrátt fyrir allt tal um „samúðarfulla íhalds- stefnu“ virtist Bush eingöngu hafa samúð með flokksbræðrum sínum, íhaldsmönnum. En þessi orð virðast ekki hljóta undirtektir meðal kjósenda og demókrötum hefur ekki tekist að koma skila- boðum sínum nógu skilmerkilega á framfæri. Terry McAuliffe framkvæmda- stjóri Demókrataflokksins er ekki sama sinnis. Hann segist ferðast sex daga vikunnar og að á hverj- um einasta stað lýsi kjósendur fyrst og fremst yfir áhyggjum af efnahagsmálum. Spurningin er sú hvort það nægi til að fá kjósendur að kjörborðinu, en þátttaka í kosningum á miðju kjörtímabili forseta er yfirleitt fremur dræm. Stjórnmálaskýrendur hafa sagt að það eitt að hafa áhyggjur hvetji ekki til dáða, þvert á móti langi flesta helst að breiða upp fyrir haus og fara ekki út úr húsi. Sé al- menningur á hinn bóginn reittur til reiði mæti fólk á kjörstað og til þess sé enn tími. Stefnir í tvísýn- ar kosningar í Bandaríkjunum Reuters Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, tekur í hönd bróður síns eftir ávarp þess síðarnefnda í grunnskóla einum í ríkinu. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi í ríkisstjórakosningunum í Flórída og var ávarpið liður í þeirri aðstoð sem Bush forseti hefur veitt bróður sínum en hann berst fyrir endurkjöri. Forsetinn hefur að auki verið duglegur við að safna fé fyrir frambjóðendur repúblikana í kosningum til þingsins í Washington. Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum 5. næsta mánaðar. Margrét Björgúlfs- dóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Washington, fjallar um stöðuna í bandarískum stjórnmálum. ’ Repúblikanarhafa að mestu hrist af sér hneykslis- málin í viðskipta- heiminum. ‘ ’ Eining hefur vik-ið fyrir sundrungu, bæði á milli flokka og innan þeirra. ‘ unn Tvíburaturnanna. Stúlka heldur á mynd af föður sínum sem fórst 11. september. Björnsson u. Á hon- åger uraturnarnir stóðu áður er mikið flæmi. Þar fór fram minningarathöfn um þá sem fórust. myndir af öllum þeim 343 slökkviliðsmönnum sem fórust við skyldustörf 11. september. Edward Thompson, formaður F.D.N.Y. Vikings, félags slökkviliðsmanna í New York af norrænum uppruna, tekur hér við gjöf úr hendi Vern- harðs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Honum á vinstri hönd er Sverrir Björn Björns- son, formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.