Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞRÍR íslenskir slökkviliðs-menn, Sverrir BjörnBjörnsson, formaðurBrunavarðafélags Reykjavíkur, Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, og Sigurður L. Sigurðsson slökkvi- liðsmaður voru í hópi þrettán nor- rænna slökkviliðsmanna sem voru viðstaddir minningarathöfnina 11. september síðastliðinn í New York. Þar var þess minnst að rúm- lega 3.000 manns, þar af um 343 slökkviliðsmenn, fórust í hryðju- verkaárásinni á Tvíburaturnana sama dag 2001. „Daginn fyrir minningarathöfn- ina hittum við mann á veitingastað sem hafði verið inni í öðrum turn- inum þegar flugvél lenti á honum. Hann sagði okkur að hann hefði ekki áttað sig á alvöru málsins fyrr en hann hefði séð tvo lög- reglumenn hlaupa fram úr sér á flótta. Sonur mannsins var í hinum turninum og báðir komust þeir af.“ Andrúmsloft sorgar Að morgni 11. september fóru þeir félagar þangað sem turnarnir voru áður. „Þetta er stór grunnur, alveg gríðarlegt flæmi, líklega eins og báðar tjarnirnar í Reykja- vík í þvermál. Við gengum fram hjá 250 lögreglumönnum frá Bret- landi, sem voru þarna í sömu er- indagjörðum og við, þ.e. að heiðra minningu fallinna starfsbræðra. Þarna voru líka starfsbræður hvaðanæva úr heiminum. Við gengum síðan með skrúðgöngu sekkjapípusveitar slökkviliðsins í New York, sem höfðu verið að spila og marséra alla nóttina. Uppistaðan í slökkviliðinu og lög- regluliðinu í New York er af írsku bergi brotin. Skrúðgangan gekk niður í grunninn en við staðnæmd- umst við brú sem þarna var og horfðum niður í grunninn meðan á athöfninni stóð,“ segir Sverrir Björn. Vernharð segir að andrúms- loftið hafi verið mjög þrúgað og sorg ríkjandi. Á staðnum skiptust menn á að lesa upp úr þykkri bók minningarorð og æviágrip hvers einasta manns sem fórst í árásinni. Lesturinn tók um tvo til þrjá daga. „Ég óttaðist að við minning- arathöfnina yrði gengið of langt í tilfinningasemi en það var aldeilis ekki. Athöfnin var sérlega glæsi- leg og mjög áhrifamikil. Við Sverr- ir skynjuðum andrúmsloftið í kringum okkur sterkt því allt í kringum okkur voru nánustu að- standendur þeirra sem fórust og biðu þess að komast niður í grunn- inn. Við komumst því í mikla snert- ingu við athöfnina sem slíka,“ seg- ir Vernharð. Bræðralag slökkviliðsmanna Sverrir Björn sagði að almennt hefði þessi ferð veitt þeim félögum sterka upplifun. Slökkviliðsmenn um allan heim eru hluti af einu bræðralagi. Meðal þeirra ríki andi hjálpsemi og vináttu. Margir er- lendir slökkviliðsmenn komi á hverju ári til Íslands og heimsæki slökkvistöðina í Skógarhlíð. Sömu- leiðis sé tekið vel á móti íslenskum slökkviliðsmönnum erlendis. 12. september heimsóttu þeir fé- lagar Vikings-slökkviliðsfélagið, sem er klúbbur slökkviliðsmanna í New York af norrænum ættum. Klúbburinn var stofnaður árið 1982. Félagar í honum eru 310. Þarna afhentu þeir líka í félagi við fulltrúa systurfélaganna á Norð- urlöndum minningarskjöld vegna þeirra slökkviliðsmanna sem fór- ust í árásinni. Skjöldurinn var af- hentur á endurhæfingar- og dval- arheimilinu Egers á Staten-eyju. Vikings-klúbburinn tók á móti skildinum og ætlar að varðveita hann. „Á veitingastað seinna um kvöldið upplifðum við sterkast bróðurkærleikann. Þar hittum við starfsbræður alls staðar að úr heiminum og það var líkast því að maður hefði verið með þessum mönnum á vakt í áratugi,“ segir Sverrir Björn. Minntust fallinna í New York Í hópi aðstandenda við gru Ljósmynd/Sverrir Björn B Minningarskjöldur sem samtök norrænna slökkviliðsmanna gáfu um halda Torsten Neraas, gjaldkeri stjórnar samtakanna, og Rå Karlstrøm, formaður samtakanna. Menn skiptust á að lesa upp úr bók minningarorð um alla þá rúmlega 3.000 sem fórust í árásinni á World Trade Center. Grunnurinn þar sem Tvíbugugu@mbl.is Á slökkviliðssafninu eru m ÍSLAND OG ÖRYGGISRÁÐIÐ Ísland stefnir að því að verða eittþeirra fimmtán ríkja er eigamunu fulltrúa í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna árin 2009–2010. Þetta er líklega viðamesta verkefni sem ís- lenska utanríkisþjónustan hefur tekið að sér frá upphafi og ljóst að vanda verður gífurlega vel til undirbúnings- ins. Það mun kosta mikla vinnu og ekki síður fjármuni að ná þessu mark- miði og síðan að sinna störfum innan ráðsins ef Ísland fær þar fulltrúa. Löng óformleg hefð er fyrir því að Norðurlöndin fái fulltrúa í ráðinu á fjögurra ára fresti til tveggja ára í senn og er þetta í fyrsta skipti, sem Ísland gerir tilkall til þess að vera fulltrúi Norðurlandanna í ráðinu. Var samþykkt á fundi norrænna utanrík- isráðherra árið 1998 að styðja Ísland í þeirri viðleitni. Það er þó alls ekki sjálfgefið, þrátt fyrir stuðning Norð- urlandanna, að markmiðið náist. Fulltrúi Norðurlandanna er annar fulltrúi hóps ríkja Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku, Ástralíu og Nýja- Sjálands. Ef fleiri en tvö ríki úr þess- um hópi sækjast eftir því að fá fulltrúa í ráðinu verður að kjósa á milli þeirra. Það gerðist til dæmis í október árið 2000 er Norðmenn náðu ekki kjöri fyrr en í fjórðu umferð atkvæða- greiðslunnar þar sem þrjú ríki úr þessum hópi sóttust eftir því að fá full- trúa. Þá náðu Svíar ekki kjöri er þeir buðu sig fram á fyrri hluta síðasta áratugar. Var þá ákveðið fyrir hönd Norðurlandanna að þeir yrðu einnig fulltrúar þeirra í atkvæðagreiðslu fyr- ir næsta tímabil og náðu þeir þá kjöri. Enn sem komið er bendir ekkert til að kosið verði milli ríkja árið 2008. Auk Íslands hefur einungis Austurríki lýst yfir framboði til ráðsins. Margt getur hins vegar breyst þar til kosið verður eftir sex ár. Kosningar fyrir tímabilið á undan því sem Íslendingar sækjast eftir fara fram haustið 2006. Þar keppa þrjú ríki úr Vesturlanda- hópnum um sætin tvö, Ítalía, Belgía og Ástralía. Fyrir liggur að eitt þeirra mun sitja eftir að loknum þeim kosn- ingum. Hins vegar liggur einnig fyrir að ríki eru farin að raða sér á tímabil- in á eftir því sem Íslendingar sækjast eftir, sem styrkir stöðu okkar. Öryggisráðið sinnir fjölmörgum verkefnum og þótt engin leið sé að spá fyrir um hvaða mál verða þar efst á baugi árin 2009–2010 hefur þróun undanfarinna ára verið sú að málum á vettvangi ráðsins hefur stöðugt verið að fjölga. Eðli málsins samkvæmt koma flest erfiðustu deilumál veraldar til kasta ráðsins og þar eru teknar mikilvægar ákvarðanir er skipt geta sköpum um þróun heimsmála. Aug- ljóst dæmi eru þær umræður sem nú eiga sér stað innan ráðsins um aðgerð- ir gegn Írak. Þess er krafist að öll ríki er fulltrúa eiga í ráðinu hafi staðgóða þekkingu á öllum málum er ráðið fjallar um. Því er ljóst að þjálfa verður upp stóran hóp embættismanna sem þekkir vel til starfa öryggisráðsins og þeirra deilu- mála er koma til kasta þess ef við eig- um að geta sinnt þessu verkefni. Það starf er þegar hafið með fjölgun í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Íslenska utanríkisþjónust- an hefur sýnt, t.d. í tengslum við for- mennsku Íslands innan Evrópuráðs- ins, að hún getur tekist á við vandasöm verkefni. Seta í öryggis- ráðinu yrði hins vegar margfallt viða- meira verkefni. Það mun hafa mikil áhrif á stöðu Íslands í heiminum hvernig haldið verður á þessu máli af okkar hálfu og því mikilvægt að ráðist verði í þetta verkefni af miklum metn- aði. ÍBÚAÞING OG LÝÐRÆÐI Lýðræðið er hornsteinn íslensksþjóðfélags og ber að hvetja til allrar viðleitni í þá veru að efla þátt- töku almennings í því. Undanfarna daga hafa verið haldin íbúaþing í Garðabæ og Grafarvogi og voru þau vel sótt. Tilgangur íbúaþinga er að gefa almenningi kost á að hafa áhrif og leggja fram hugmyndir um þróun um- hverfis síns. Á íbúaþinginu í Garðabæ var fjallað um málaflokka á borð við skóla, atvinnulíf og þjónustu við aldr- aða og verða niðurstöður þingsins hafðar til hliðsjónar við væntanlega endurskoðun aðalskipulags Garða- bæjar. Stefnt er að því að nýta nið- urstöður íbúaþingsins í Grafarvogi við mótun heildstæðrar stefnu fyrir borg- arhlutann. Íbúaþing eru tiltölulega ný af nál- inni hérlendis og er fyrirmyndin bresk. Sigurborg Kr. Hannesdóttir verkefn- isstjóri hefur skipulagt íbúaþing með sveitarfélögum og sagði hún í samtali við Morgunblaðið í mars að íbúaþing væru kjörin leið til að ná sáttum um ágreiningsmál og nefndi sérstaklega skipulagsmál. Sagði hún að öfugt við hið venjulega ferli þar sem íbúar eiga þess kost að bregðast við frágengnum skipulagstillögum gerði þessi aðferð ráð fyrir því að hafist væri handa með autt blað og óskum íbúanna væri síðan komið í hendur fagmannanna. Þessi aðferð var fyrst reynd á Hornafirði vorið 2000, en fyrsta þingið, sem haldið var undir heitinu íbúaþing, fór fram í Kópavogi árið 2001 og var það í tengslum við staðardagskrá 21. Íbúaþing hafa einnig verið haldin í Vestur-Skaftafellssýslu, annars vegar fyrir Mýrdalshrepp og hins vegar Skaftárhrepp. Grafarvogur er þriðji borgarhlutinn í Reykjavík þar sem íbúaþing er haldið. Í janúar var haldið þing um vistvæna byggð á Kjalarnesi og í maí fór fram hverfaþing í Vest- urbæ þar sem fjallað var um lífsgæði í hverfinu. Seltirningar eru næstir á dagskrá, en um miðjan nóvember halda þeir íbúaþing. Segja má að íbúaþingið í Garðabæ marki tímamót í innleiðslu þessarar aðferðar til að gera lýðræðið virkara því að þar var aðalskipulag fyrsta sinni tekið fyrir á slíku þingi hér á landi. Morgunblaðið hefur áður haldið á lofti kostum milliliðalauss lýðræðis. Íbúaþing eru liður í því að auka áhrif kjósenda þannig að til þeirra kasta komi ekki aðeins á fjögurra ára fresti heldur einnig milli kosninga. Á íbúa- þingum eru hins vegar ekki teknar ákvarðanir. Þær taka eftir sem áður hinir kjörnu fulltrúar. Til þess að íbúa- þing sanni sig verður almenningur og þá ekki síst þátttakendur í þeim að sjá að hugmyndir þeirra skili sér þannig að ljóst sé að þær hafi verið teknar til greina. Það er góðs viti að sveitarfélög séu í auknum mæli að virkja íbúana og um leið að styrkja lýðræðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.