Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 2
KÖNNUN Á LSH 70% starfsmanna Landspítala – háskólasjúkrahúss telja starfsmenn of fáa á sinni deild og 60% telja, að illa hafi verið staðið að sameiningu sjúkrahúsanna. Kemur þetta meðal annars fram í skýrslu landlæknis um stöðu LSH. 30 ár frá Eyjagosi Í nótt er leið voru 30 ár liðin frá upphafi eldgossins í Vestmanna- eyjum. Mun sá atburður líða þeim seint úr minni er hann upplifðu. Er hans nú minnst með ýmsu móti. Samningur ÍE og IBM Bandaríska tölvufyrirtækið IBM og Íslensk erfðagreining, ÍE, hafa samið um markaðssetningu tækni- búnaðar, sem byggist á hugbún- aðarkerfi ÍE og auðveldar notkun erfðafræði við lyfjaþróun. Áhyggjur af peningamálum Samtök atvinnulífsins hafa vax- andi áhyggjur af þróun peninga- mála, gengis og raunstýrivaxta. Er gengi krónunnar orðið það hátt, að það er farið að þrengja verulega að samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Því þurfi að lækka stýrivexti. Y f i r l i t KAFARAR og björgunarsveitar- menn leituðu fram undir myrkur að Guðmundi Sigurðssyni, 55 ára sjó- manni sem skilaði sér ekki til skips eftir bæjarferð á Seyðisfirði aðfara- nótt þriðjudags. Leitin bar ekki ár- angur. Ekki hefur sést til Guðmundar frá aðfaranótt þriðjudags þegar hann sást á göngu í miðbæ Seyðisfjarðar. Kom hann ekki til skips eftir það en hann er skipverji á loðnuskipinu Jónu Eðvalds SF-20 sem gert er út frá Hornafirði. Leit hófst í birtingu á þriðjudag og var leitað fram undir miðnætti. Leit hófst aftur í birtingu í gærmorgun. Kafarar frá Landhelg- isgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg leituðu í höfninni og ná- grenni, björgunarsveitarmenn frá Austurlandi gengu fjörur beggja vegna fjarðarins og bátar fóru um fjörðinn auk þess sem notast var við leitarhunda. Samkvæmt upplýsing- um frá Landhelgisgæslunni eru að- stæður til leitar í höfninni ekki góð- ar, dýpi er mikið og skyggni slæmt. Leit verður haldið áfram í dag. Leit haldið áfram í dag FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 16/20 Minningar 38/41 Höfuðborgin 21 Skák 45 Akureyri 21 Bréf 44 Suðurnes 23 Kirkjustarf 49 Landið 23 Dagbók 46/47 Neytendur 28 Fólk 52/57 Listir 29/34 Bíó 54/57 Menntun 29 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir kynn- ingarblað um Íslensku tónlistarverð- launin og Dagskrárblaðið. LÖGREGLAN á Blönduósi lagði hald á tíu skotvopn, um 330 kannabisplöntur og margvíslegan búnað til ræktunar þegar lög- reglumenn gerðu húsleit á tveimur stöðum í umdæminu í fyrradag. Tveir menn voru handteknir og hefur lögregla krafist að þeir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Að sögn Kristjáns Þorbjörns- sonar, yfirlögregluþjóns á Blöndu- ósi, bárust lögreglu upplýsingar sem leiddu til þess að grunur vakn- aði um að verið væri að rækta kannabisplöntur á tveimur bæjum í umdæminu, í sitthvorri sveitinni. Eftir hádegi á þriðjudag var sam- tímis gerð húsleit á báðum stöð- unum og handtók lögregla tvo menn. Á öðrum staðnum voru um 160 plöntur í ræktun, nokkurt magn af kannabisefni sem var í vinnslu, þrjú skotvopn og skotfæri. Á hinum staðnum voru um 170 kannabisplöntur, nokkur kíló af kannabisefni á ýmsum vinnslu- stigum, sjö skotvopn og talsvert af skotfærum. Aðspurður segir Krist- ján að ein skammbyssa hafi fundist við húsleitirnar, haglabyssur og rifflar. Mennirnir sem voru hand- teknir eru báðir á fertugsaldri. Hvorugur er með lögheimili í um- dæmi Blönduóslögreglunnar og eru taldir tiltölulega nýfluttir á svæðið. Krafa lögreglunnar um gæslu- varðhald verður tekin fyrir í Hér- aðsdómi Norðurlands vestra í dag. Hluti af kannabisplöntunum sem lögreglan á Blönduósi lagði hald á. Lagt hald á tíu skotvopn og um 330 kannabisplöntur HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt báteiganda í 450 þúsund króna sekt fyrir fiskveiðibrot sem framin voru í ágúst síðastliðn- um. Ákærði bar ábyrgð á því að 1.100 kg óslægður þorskafli sem veiddur var á báti hans, var ranglega gefinn upp á hafnarvog, sem afli ann- ars báts í því skyni að komast hjá því að aflinn yrði réttilega skráður í Lóðs, aflaskráningarkerfi Fiski- stofu, sem afli rétta bátsins og dræg- ist þar með frá krókaaflamarki hans. Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og var játning hans í samræmi við rann- sóknargögn lögreglunnar. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. 450 þúsund kr. sekt fyrir fiskveiðibrot LÖGREGLAN á suðvesturhorninu beinir nú kröftum sínum sér- staklega að því að kanna ljósabún- að bifreiða og hvort ökumenn hafi nægilega gott útsýni úr bifreiðum. Frá því á mánudag hafa tugir, ef ekki hundruð, bifreiða verið stöðv- aðar og kannað hvort ljósin séu í lagi, rúðurnar hreinar og rúðu- þurrkurnar virki. Þorgrímur Guð- mundsson, aðalvarðstjóri umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir mikið um að bílar séu ljóslitlir í umferðinni sem sé sérlega slæmt á þessum árstíma. Þá sé ástæða til að minna ökumenn á að halda fram- rúðum bílanna hreinum til að út- sýni ökumanns skerðist ekki. Að- spurður segir hann að lögregla sekti ekki ökumenn fyrir að þrífa ekki rúðurnar en stöðvi þá og hleypi ekki aftur af stað fyrr en eft- ir hreinsun. Lögreglan í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og Selfossi standa að þessu átaki. Morgunblaðið/Þorkell Þurfa bæði að sjást og sjá út VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra hefur lagt fram laga- frumvarp á Alþingi um að veitt verði heimild til að gera, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samninga við Al- coa og tengd félög um að reisa og reka 322 þúsund tonna álverk- smiðju og önnur mannvirki í Reyð- arfirði. Fyrsta umræða um frum- varpið á að fara fram í næstu viku í sölum Alþingis. Meðal þess sem kemur fram í frumvarpinu er að fasteignaskattur af mannvirkjunum muni skila sveit- arfélaginu Fjarðabyggð um 200 milljónum króna á ári. Eru þá ótaldar tekjur af útsvarsgreiðslum starfsmanna álversins, sem koma til með að búa flestir í Fjarðabyggð. Skattlagt eftir íslenskum lögum Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að þar sé í fyrsta lagi veitt heimild til að semja við Fjarðaál sf., sem Alcoa hefur stofn- að, um að reisa og reka álverið. Kveðið er á um að félagið og eig- endur þess starfi samkvæmt ákvæðum íslenskra laga. Í öðru lagi er kveðið á um heim- ildir ríkisstjórnarinnar til að tryggja efndir af hálfu Fjarða- byggðar og hafnarsjóðs Fjarða- byggðar. Í þriðja lagi er kveðið á um skattlagningu vegna reksturs álverksmiðjunnar en hún verður í meginatriðum í samræmi við ís- lensk skattalög en með nokkrum sérákvæðum. Meðal þeirra ákvæða er að álverið og eigendur þess verða undanþegnir eignarskatti, iðnaðarmálagjaldi, gatnagerðar- gjaldi og byggingarleyfisgjaldi. Einnig verður Alcoa undanþegið ákvæðum laga um öryggi raforku- mannvirkja, neysluveitna og raf- fanga. Í fjórða lagi er kveðið á um lög- sögu íslenskra dómstóla og stöðu gerðardóms auk þess sem íslensk lög ráða um túlkun og skýringu samninga. Útblástur ekki skattlagður Í fjárfestingarsamningi er heim- ilt að kveða á um að skattar eða gjöld verði ekki lögð á raforkunotk- un Alcoa og útblástur lofttegunda eða aðra losun úrgangsefna, nema slíkir skattar og gjöld séu lögð með almennum hætti á öll önnur fyrir- tæki í landinu. Frumvarp iðnaðarráðherra um álver Alcoa í Reyðarfirði lagt fram á Alþingi 200 milljóna fasteignaskattar VEGNA fyrirhugaðs álvers Alcoa í Reyðarfirði þarf Fjarðabyggð að ráðast í framkvæmdir fyrir um einn milljarð króna á næstu fjór- um árum. Guðmundur Bjarnason, bæj- arstjóri í Fjarðabyggð, segir að mestur kostnaður verði vegna skólamannvirkja og gatnakerfis. Byggja þurfi nýjan grunnskóla fyrir 300–400 milljónir króna og allt að 200 milljónir þurfi til að ljúka við þau mannvirki sem þeg- ar er byrjað á. Eins og fram kemur í frumvarpi iðnaðarráðherra, sem lagt var fram á Alþingi í gær vegna ál- versins, mun Fjarðabyggð fá um 200 milljónir króna í fasteigna- skatt á ári. Til samanburðar má geta þess að sveitarfélagið fær nú árlega um 130 milljónir kr. í tekjur af fasteignaskatti. Engu er vikið að væntanlegum útsvarstekjum í frumvarpi ráð- herra eða fylgiskjölum þess, en að sögn Guðmundar má áætla gróf- lega að útsvarstekjurnar geti numið 200 milljónum króna. Þær muni þó ekki renna allar til Fjarðabyggðar heldur til fleiri sveitarfélaga á Austurlandi. Er miðað við að starfsmenn álversins verði 450 og með um 4 milljónir í árslaun að meðaltali. Ekki eru tal- in með afleidd störf, sem geta orðið um 300 vegna álversins. Nýjar skuldir í byrjun „Við þurfum að skuldsetja okk- ur gríðarlega á næstu fjórum ár- um og mun því ekki veita af ein- hverjum tekjum þegar álverið tekur til starfa. Við ætlum þó ekki að hefjast handa fyrr en það er al- gerlega búið að geirnegla álverið niður hér,“ segir Guðmundur. Milljarður í fram- kvæmdir á næstu árum ♦ ♦ ♦ Kosið í Hollandi Flokkur kristilegra demókrata vann góðan sigur í þingkosning- unum í Hollandi í gær en mest var þó fylgisaukning Verkamanna- flokksins. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SÍMAR EFTIRLIT SKIP Síminn hefur tekið í notkun MMS-þjónustu, sem gerir mögulegt að senda myndir og hljóð milli farsíma. Viðtal við Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, um störf stofnunarinnar. Ráðgarður Skiparáðgjöf ehf. er um þessar mundir að hanna frysti- togara fyrir portúgalska útgerð. MMS/4 UPPBYGGINGU/6 HÖNNUN/12 PHILIP Green, Deutsche Bank, stjórnendur Arcadia og fleiri geta stað- fest að húsleit ríkislögreglustjóra hjá Baugi á síðasta ári varð til þess að upp úr samstarfi Baugs og Philip Green um kaup á verslunarkeðjunni Arcadia slitn- aði, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Philip Green keypti verslunarkeðjuna sjálfur án þátttöku Baugs. Ekki liggur fyrir niðurstaða í rannsókn ríkislögreglustjóra en starfsmenn efna- hagsbrotadeildar gerðu húsleit hjá Baugi og höfuðstöðvum verslunarkeðjunnar SMS í Færeyjum, sem Baugur Group er helmingshluthafi í. Húsleitin var gerð í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenberg- ers, eiganda Nordica-heildsölunnar í Bandaríkjunum, á hendur forsvarsmönn- um Baugs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Jón Ásgeir teldi að Baugur hefði orðið af 31 milljarði króna vegna þessa. Fyrir liggi að hægt hefði verið að greiða upp þann hluta Arcadia sem Baugi var ætl- aður, sem var um helmingurinn, á örfá- um mánuðum. Í grein blaðsins er vitnað í grein í Financial Times frá því fyrir síð- ustu helgi þar sem greint var frá því að Green hefði nú þegar geitt niður tæpa 45 milljarða íslenskra króna af láni upp á 102 milljarða sem hann tók vegna kaup- anna í lok ágúst í fyrra. Jón Ásgeir segir að það sé hluthafa Baugs að ákveða hvort þeir sæki rétt sinn í þessu máli. Þeir hafi orðið fyrir stórkostlegu tjóni. Hann segir að rík- islögreglustjóri hafi farið inn á skrif- stofur Baugs í leit að gögnum vegna meints fjárdráttar stjórnenda félagsins frá hluthöfunum. Milljarða hagsmunir hafi hins vegar verið eyðilagðir með þeim aðgerðum. Meint fórnarlömb, þ.e. hlut- hafarnir í Baugi, hafi því orðið að algjör- um fórnarlömbum. V I Ð S K I P T I Hluthafar Baugs ráða ferðinni Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, segir að félagið hafi orðið af 31 milljarði króna vegna húsleitar ríkislög- reglustjóra ÁFRÝJUNARNEFND sam- keppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs um að ekki sé tilefni til aðgerða vegna viðskiptahátta Sementsverk- smiðjunnar hf. á Akranesi. Fyrirtækið Aalborg Portland Ísland hf. sendi kæru til Sam- keppnisstofnunar fyrir tæpu ári þar sem það vildi að kannað yrði hvort Sementsverksmiðjan (SV) hefði brotið gegn góðum við- skiptaháttum í skilningi sam- keppnislaga. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu í október sl. að þrátt fyrir mikla markaðshlutdeild á íslenskum sementsmarkaði þá væri háð miklum vafa að hægt væri að meta Sementsverksmiðjuna sem markaðsráðandi. Því var ekki tal- in ástæða til að aðhafast frekar í málinu. Aalborg Portland Ísland hf., sem flytur inn sement til landsins, kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála, sem nú hefur skilað sín- um úrskurði. Í niðurstöðum áfrýjunarnefnd- ar segir m.a.: „Markaðshlutdeild SV er með þeim hætti að jafn- gilda myndi markaðsráðandi stöðu við flestar aðstæður eftir hefðbundnum viðmiðunum. Hins vegar fer ekki á milli mála að að- staðan á sementsmarkaði hér á landi er sérstök eins og nú er háttað, ekki síst með hliðsjón af því að kaupendur eru örfáir að því er varðar stærsta hluta vör- unnar. Hefur þetta óhjákvæmi- lega mikil áhrif á mat þess, hvort um markaðsráðandi stöðu sé að ræða eða ekki.“ Samkeppnisyfirvöld snúast í hringi Bjarni Óskar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Aalborg Portland á Íslandi, er ósáttur við niður- stöðu áfrýjunarnefndar. „Þetta er skondin niðurstaða í ljósi þess að SV var með um 80% markaðs- hlutdeild á þeim tíma sem um er rætt. Benda má á að í maí á síð- asta ári komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að SV væri í markaðsráðandi stöðu, þegar kæra SV á hendur okkur var tek- in fyrir. Þannig hafa samkeppn- isyfirvöld farið í hringi, eru í raun búin að snúa við mati sínu á nokkrum mánuðum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á tímabilinu. Í skjóli þess að um ríkisfyrirtæki er að ræða þá virð- ist það vera vilji iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem fer með málefni SV auk m.a. samkeppnis- mála, að beina þarna inn hundr- uðum milljóna af almannafé til að niðurgreiða sement. Fram hefur komið að verksmiðjan var rekin með u.þ.b 230 milljóna króna tapi árið 2001 og upplýst hefur verið að mikill taprekstur hafi verið á árinu 2002,“ segir Bjarni. Engin ákvörðun um framhaldið SV keypti ráðandi hlut í Ein- ingaverksmiðjunni, sem var einn af viðskiptavinum Aalborg, á haustmánuðum. Með því segir Bjarni að SV hafi fært viðskipti við fyrirtækið yfir til sín. „Það skýtur skökku við ef aðilar sem eru að berjast á sementsmark- aðnum geta keypt þessa örfáu kaupendur sem eru forsenda þess að staða þeirra sjálfra telst ekki markaðsráðandi,“ segir Bjarni og bendir einnig á að ríkið hafi samþykkt að kaupa lóð af sjálfu sér, lóð SV við Sævarhöfða fyrir líklega hundruð milljónir króna sbr. afgreiðsla fjárlaga vegna ársins 2003. Bjarni segir stjórn Aalborg ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvert framhaldið verði. Hann segir að næsta skref myndi vera að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er til skoðunar hvað við gerum. Við erum orðin leið á þessum málaferlum en verðum að skoða hvað rétt er að gera í framhaldi af þessum síðasta úr- skurði.Hann er staðfesting á því að ríkisvaldið virðist komast upp með að halda þessum niður- greiðslum áfram,“ segir Bjarni. Sérstakar aðstæður á sementsmarkaði hér Ekki tilefni til aðgerða vegna viðskiptahátta Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Morgunblaðið/Þorkell  Miðopna: Uppbyggingu eftirlitsins lýkur aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.