Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÁTINN er Skarphéð-
inn Guðmundsson,
fyrrverandi kaup-
félagsstjóri og lands-
kunnur skíðamaður, 72
ára að aldri. Skarphéð-
inn var fæddur 7. apríl
1930 á Siglufirði.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Skarp-
héðinsson og Ebba
Flóventsdóttir. Hann
brautskráðist frá Sam-
vinnuskólanum árið
1950, var verslunar-
maður hjá Kaupfélagi
Siglfirðinga 1951–56,
gjaldkeri á skrifstofu félagsins 1956–
61 og kaupfélagsstjóri frá 1961–
1970. Hann var starfsmaður Kaup-
félags Skaftfellinga, 1970–72, skrif-
stofustjóri hjá Kaupfélagi Hafnfirð-
inga 1972–74 og skrifstofustjóri
Samvinnubankans í Hafnarfirði, sem
seinna varð Lands-
banki Íslands, 1974–93,
þegar hann lét af störf-
um vegna veikinda.
Skarphéðinn keppti í
skíðastökki á flestum
landsmótum frá 1948–
64 og varð Íslands-
meistari í þeirri grein
1953, 1958, 1960 og
1962. Árið 1960 keppti
hann í skíðastökki á
vetrarolympíleikunum
í Squaw Valley í Kali-
forníu. Skarphéðinn
sat m.a. um tíma í
stjórn Skíðafélags
Siglufjarðar, Sigluborg, stjórn
Íþróttabandalags Siglufjarðar,
Skíðasambands Íslands og Bláfjalla-
nefndar.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Esther Anna Jóhannsdóttir. Þau
eignuðust sjö börn.
Andlát
SKARPHÉÐINN
GUÐMUNDSSON
SAMTÖK atvinnulífsins (SA) hafa
vaxandi áhyggjur af þróun pen-
ingamála í landinu og ekki síst
þróun gengis og raunstýrivaxta að
undanförnu. Gengi krónunnar hafi
hækkað það mikið að verulega
þrengi að samkeppnisstöðu at-
vinnulífsins. Telja samtökin nauð-
synlegt að stuðla að lækkun á
gengi krónunnar með því að lækka
stýrivexti Seðlabankans, en þeir
séu nú alltof háir. Verðbólga sé
hér nánast engin og mikill slaki á
vinnumarkaði. Verði ekkert að
gert geti atvinnuástandið orðið
mjög slæmt síðar á árinu og á
næsta ári.
Í gögnum frá SA kemur fram að
verðbólgan á síðasta ári án hús-
næðis var 0,3% en var 1,4% með
húsnæði, miðað við breytingar á
vísitölu frá upphafi til loka ársins
2002. Á sama tíma hækkuðu raun-
vextir úr 2% í rúm 4% en lækkuðu
í Noregi og á evru-svæðinu. SA
benda einnig á að gengi krónunnar
styrktist um 13,5% á síðasta ári og
hefur haldið áfram að styrkjast frá
áramótum. Gengisvísitala krón-
unnar lækkaði að sama skapi og
var í byrjun árs komin niður í um
124 stig.
Sláandi þróun
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
SA, segir við Morgunblaðið að þró-
un raunvaxta hér í samanburði við
önnur lönd hljóti að koma mörgum
á óvart. Um sláandi þróun sé að
ræða. Raunar megi halda því fram
að raunstýrivextir Seðlabankans
séu nú hærri en 5%, ef horft sé t.d.
sex mánuði fram í tímann.
Samtökin hafi orðið miklar
áhyggjur af þróun rekstrarskil-
yrða samkeppnisgreina atvinnu-
lífsins. Gengishækkunin að undan-
förnu sé orðin ískyggilega mikil og
þörf sé á vaxtalækkun. Umræðan
um þetta meðal forsvarsmanna at-
vinnulífsins sé mikil og fari vax-
andi, ekki síst þar sem staðan hafi
breyst hratt á síðustu vikum. Að-
eins frá því í nóvember hafi gengi
krónunnar styrkst um 5%.
„Við teljum það nauðsynlegt að
þeir sem hafa tæki til að hafa áhrif
á þessa þætti beiti þeim til að
hamla gegn styrkingu krónunnar,“
segir Ari og er þar einkum að vísa
til Seðlabankans og stjórntækis
hans með stýrivexti til viðskipta-
banka og sparisjóða. Hann segir
að samtökin vilji einnig ýta undir
umræðu í þjóðfélaginu um þessa
þróun mála. Umræðan um þessa
grunnþætti efnahagslífsins geti
haft mikil áhrif.
„Við leggjum mikla áherslu á
þetta í ljósi þess hve verðbólgan er
lág. Hún er aðeins 0,3% á síðasta
ári ef húsnæðið er tekið frá. Borið
saman við Evrópu þá er alveg ljóst
að vaxtastigið hér á landi er gríð-
arlega hátt. Við teljum aðhald pen-
ingastefnunnar hér á landi, eins og
það birtist í mjög háum raunstýri-
vöxtum Seðlabankans og miklum
vaxtamun gagnvart útlöndum, allt
of mikið og ekki í samræmi við að-
stæðurnar í efnahagslífinu. Við
teljum óeðlilegt að halda vöxtum
það háum að þeir stuðli að háu og
hækkandi gengi krónunnar. Þetta
gerist í umhverfi þar sem verð-
bólga er lítil og nánast engin, eig-
inlega er stefnan í átt til verð-
hjöðnunar. Mikill slaki er á
vinnumarkaði og atvinnuástandið
fer því miður mjög hratt versn-
andi. Við höfum töluverðar áhyggj-
ur af þeirri þróun á næstu vikum
og mánuðum og að það geti versn-
að enn frekar. Vissulega bendir
sitthvað til meiri umsvifa í sam-
félaginu síðar en nokkur tími er
þangað til að það gerist,“ segir Ari
og á þar við fyrirhugaðar stór-
iðjuframkvæmdir.
Gengið verður að veikjast
Hann segir að meðalgengisvísi-
tala krónunnar á síðasta ári hafi
verið 131,4 stig. Gengi í námunda
við það virðist samrýmast þokka-
legri afkomu í atvinnulífinu og
jafnvægi í viðskiptunum við út-
lönd. Frá þeim tíma hafi krónan
styrkst verulega og afkoma
margra fyrirtækja því versnað. Ari
segir að þetta sé megináhyggju-
efnið. Gengið sé að styrkjast það
mikið að þær atvinnugreinar sem
búi við erlenda samkeppni eigi
mjög í vök að verjast. Gengið verði
að veikjast.
„Auðvitað ræðst gengið að veru-
legu leyti á markaði og menn
verða að búast við sveiflum á því,
líkt og við höfum kynnst, og verið
bæði undir og yfir því sem ýmsir
telji efnahagslegar forsendur fyrir.
Ákvarðanir eru ekki teknar um
hvert gengið eigi að vera eins og
áður fyrr, en þeir sem starfa á
markaðnum þurfa að átta sig á að
núverandi staða krónunnar er ein-
faldlega að herða miklu meira að
atvinnulífinu heldur en að nokkrar
forsendur eru fyrir.“
Ari bendir á að vaxtaákvarðanir
Seðlabankans séu ekki eini þátt-
urinn sem geti haft þarna áhrif.
Fjölmargir aðrir á markaðnum
komi vonandi til með að íhuga sín
mál. Vonast Ari m.a. til þess að
fyrirtæki geti nú farið að greiða
niður erlendar skuldir sínar og
bæti þá frekar við sig hér innan-
lands. Þetta geti haft áhrif á þró-
unina til hins betra.
Erfið skilyrði
í sjávarútvegi
Ari segir að á fyrri hluta síðasta
árs hafi verið mikil framlegð í
starfsemi útflutningsfyrirtækja.
Gengishækkunin hafi falið í sér
lækkun erlendra skulda en rekst-
urinn sjálfur ekki batnað að sama
skapi. Nú sé atvinnulífið að hefja
starfsemi á þessu ári við hátt
gengi, og margar greinar séu að
skila lítilli sem engri framlegð, t.d.
ýmsar greinar sjávarútvegsins. Því
sé ekki hægt að draga aðra álykt-
un en þá að raungengi krónunnar
fáist ekki staðist til lengdar.
Hann segir að gengisvísitala
krónunnar hafi lægst farið niður í
108 stig í apríl árið 2000. Það hafi
verið styrking á krónunni sem
ekki hafi fengist staðist, enda hafi
hún fallið hratt eftir þetta. Nú hafi
atvinnulífið búið við hlutfallslega
meiri kostnaðarhækkanir en í öðr-
um löndum þannig að gengisvísi-
tala sambærileg við maí 2000 sé
núna yfir 115 stigum. „Þannig að
ég tel að við séum komin ansi
nærri þeirri styrkingu krónunnar
sem ekki fékkst staðist þá, og fær
heldur ekki staðist nú. Ég óttast
að frekari styrking krónunnar geti
bara skapað ójafnvægi sem leiði á
ný til erfiðrar aðlögunar sem okk-
ur ætti að vera í fersku minni,“
segir Ari Edwald.
Vaxandi áhyggjur af
þróun peningamála
Samtök atvinnulífsins kalla eftir
aðgerðum og horfa til Seðla-
bankans með vaxtalækkun
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Rósmundur Skarphéðinsson 2. stýrimaður og Pétur Birgisson 1. stýrimað-
ur við splæsingu togvíra fyrir Stefni ÍS-28 í frosti og næðingi á Ísafirði.
ODDGEIR Harðarson hlaut í gær
nýsköpunarverðlaun forseta Ís-
lands fyrir hönnun myndgreining-
arbúnaðar til að telja og greina
mýflugulirfur og önnur fersk-
vatnsbotndýr. Alls voru þrjú verk-
efni tilnefnd til verðlaunanna af
þeim 108 sem hlutu styrk. Odd-
geir, sem hannaði búnaðinn í sam-
vinnu við Vaka DNG, var að von-
um ánægður með verðlaunin.
„Þetta er virkilega góð viður-
kenning fyrir mig og þá sem stóðu
að þessu verkefni og um leið hvetj-
andi til þess að halda áfram ef
kostur gefst,“ sagði Oddgeir.
„Möguleikarnir með þessari tækni
eru gífurlega miklir. Það er bara
spurning um að láta sér detta
verkefni í hug og útfæra tæknina
að því tiltekna dæmi. Þetta er bara
spurning um tíma og fjármagn.“
Til að mynda notaði Vaki DNG
búnaðinn til fiskseiðatalninga og
þróaði búnaðinn svo í að telja fólk
í verslunarmiðstöðvum. Einnig
væri hægt að greina ýmislegt með
búnaðinum, til dæmis að athuga
hve margir bílar af ákveðnum
fjölda væru jeppar. Oddgeir er því
mjög sáttur við unnið verk og gæti
jafnvel hugsað sér að þróa
tæknina áfram eða vinna við nán-
ari kynningu búnaðarins. Hanna
María Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, var ánægð með nið-
urstöðuna.
Nýsköpunarverðlaun veitt fyrir hönnun myndgreiningarbúnaðar
Óþrjótandi möguleikar
Morgunblaðið/Sverrir
Oddgeir Harðarson tekur við nýsköpunarverðlaunum forseta Íslands úr
hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin komu Oddgeiri mjög á óvart.
ELLERT B. Schram tekur 6. sæti
Samfylkingarinnar í Reykjavíkur-
kjördæmi norður. Hann er flokks-
bundinn sjálfstæðismaður. Páll Hall-
dórsson, formaður uppstillingar-
nefndar, staðfesti við Morgunblaðið
að á fundi nefndarinnar í gærkvöldi
hefði verið samþykkt að Ellert tæki
sjötta sætið.
Ellert taldi ekki skipta máli að
hann væri flokksbundinn Sjálfstæð-
isflokknum.
„Svoleiðis
formsatriði eru
algjör aukaat-
riði í mínum
augum. Ég geri
mér vonir um
að einhvern
tímann seinna
getum við
kannski náð
saman.“
Ellert sagði
ástæðuna fyrir framboði sínu hjá
Samfylkingunni málefnanna og
skoðana hans vegna og að hann hefði
ekki sömu skoðanir og stefna Sjálf-
stæðisflokksins ræki.
Eins og kunnugt er var Ellert bú-
inn að bjóðast til að taka 5. sæti Sam-
fylkingarinnar í Reykjavíkurum-
dæmi suður, en það gekk ekki eftir.
„Það kom í ljós að það hafði formlega
verið boðið öðrum manni og hann
formlega tekið því,“ sagði Ellert.
„Það var einsýnt að við það þyrfti að
standa. Ég virti þá ákvörðun. Þá var
ítrekað boð um að ég tæki sjötta sæt-
ið hinum megin og þeim tókst að
sannfæra mig um að það væri jafn-
mikilvægt sæti og hitt.“
Í gærdag varð ljóst að bæði Ellert
og Eiríkur Bergmann Einarsson
höfðu samþykkt að taka 6. sætið á
listanum eftir formlegar beiðnir frá
Samfylkingunni. Samkvæmt upplýs-
ingum frá þeim báðum var þeim boð-
ið sætið formlega sem þeir báðir
samþykktu. Eiríkur sagði við Morg-
unblaðið að það kæmi sér á óvart að
sjötta sætið væri ekki hans. „Mér
var boðið sjötta sæti, í Reykjavík
norður, í desember og það var gert
með formlegum hætti og ég tók því
jafnframt með formlegum hætti.“
Kolbeinn Stefánsson í uppstilling-
arnefnd Samfylkingarinnar var ekki
sáttur við hvernig staðið var að mál-
um en kvaðst una niðurstöðunni.
Telur aðild
að Sjálfstæð-
isflokkn-
um ekki
skipta máli
Ellert B. Schram
Ellert B. Schram
verður í 6. sæti á lista
Samfylkingarinnar