Morgunblaðið - 23.01.2003, Side 10

Morgunblaðið - 23.01.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „STÓRA vandamálið í samfélagi okkar er það að engin takmörk eru fyrir því hversu miklar upplýsingar og gögn er hægt að finna á Netinu en það eru hins vegar geysilega miklar takmarkanir á því hvernig hægt er að nota þessar sömu upp- lýsingar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, ÍE, um notagildi hugbún- aðarins. „Ástæðan er sú að til þess að geta fyllilega nýtt upplýsing- arnar verður maður að hafa í hönd- unum tæki sem gerir það mögulegt að taka það sem maður vill og finna samsvörun við það sem er til.“ Kári segir samninginn ekki hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir ÍE þar sem hugbúnaðurinn hafi þegar verið þróaður hjá fyrirtæk- inu við undirbúning miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði. „Hugbún- aðurinn er í stöðugri þróun hjá okkur vegna þess að við erum alltaf að nota hann. Upphaflega fórum við í að þróa hann til að nýta í miðlæg- um gagnagrunni á heilbrigðissviði. En um leið og við vorum búin að setja kerfið saman varð ljóst að það gagnast okkur í daglegri vinnu í dag. Vegna þess að þetta er besta kerfi sem til er og við þekkjum til þess að bera saman gögn.“ IBM er að hasla sér völl innan heilbrigðisgeirans sem á vel við áherslur ÍE. Því telur Kári fyrir- tækið hafa verið heppilegasta að- ilann til að ganga til samstarfs við um sölu hugbúnaðarins. Hann segir þó ekki hafa staðið til frá stofnun ÍE að markaðssetja hugbúnaðarkerfið. „Það má segja að þrýstingurinn til að fara út í þetta samstarf hafi kom- ið meira frá IBM en okkur. En þeg- ar við fórum að skoða þetta af al- vöru kom í ljós að þetta myndi gagnast okkur mjög vel. Í fyrsta lagi skapar þetta tekjur fyrir okkur og mat IBM er að þær tekjur verði mjög miklar. Þá felst í þessu sá möguleiki að hugbúnaðurinn komi til með að hjálpa til við að selja ann- að sem við erum að vinna að hér.“ Hagnast á sölu aðgangsins Kári neitar því að ÍE sé komin í samkeppni við sjálfa sig með því að veita keppinautunum aðgang að hugbúnaðinum. Nefnir hann sem dæmi sögu fyrirtækisins Apple sem menn telja að hafi komist í kreppu þar sem það neitaði öðrum um leyfi fyrir stýrikerfi sínu. „Sá möguleiki er fyrir hendi að halda í þetta kerfi okkar sem hefur reynst okkur svo vel og líta svo á að það forskot sem við höfum sé vegna þess að við sitj- um ein að kerfinu. En við lítum svo á að við höfum forskot á aðra vegna þess að við höfum fólkið sem bjó kerfið til. Svo við erum alltaf einu skrefi á undan.“ Kári telur því mik- ilvægt að markaðssetja hugbún- aðarkerfið. „Þar með fara menn í þessum fyrirtækjum og þessum stofnunum [sem kaupa hugbún- aðinn] að vinna með þær aðferðir sem við notum, þannig að þær nið- urstöður sem við fáum hér eru ná- kvæmlega sambærilegar við nið- urstöður annarra. Svo þótt þetta líti á yfirborðinu út fyrir að vera svolít- ið hættulegt, þá held ég að þegar allt kemur til alls sé ekki nokkur vafi á því að það sé skynsamlegt af okkur að markaðssetja þetta.“ Kári segir næsta skref að þróa líf- upplýsingakerfið svo það megi nota við læknisþjónustu. Þannig verði ekki aðeins hægt að nýta kerfið við leit að nýrri þekkingu, heldur til að para saman vitneskju um ákveðinn sjúkling og um þá einstaklinga sem hafa samskonar sjúkdóm. „Þetta er geysilega spennandi samvinna sem við höfum nú skrifað undir, þess ut- an þá felst í þessu mjög spennandi möguleiki á miklu frekara og um- fangsmeira samstarfi. En þetta er spennandi byrjun fyrir okkur.“ Skrefi á undan Morgunblaðið/Sverrir Kári Stefánsson segir að samstarf Íslenskrar erfðagreiningar og IBM muni færa ÍE tekjur. Áætlað söluandvirði hugbúnaðarins er 800 milljónir á ári. ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, og tölvurisinn IBM hafa gert samning til þriggja ára um markaðssetningu tæknibúnaðar sem auðveldar notk- un erfðafræði við lyfjaþróun. IBM áætlar að söluandvirði hugbúnaðar- ins verði árlega um 100 milljónir bandaríkjadala, um 800 milljónir ís- lenskra króna, að sögn Kára Stef- ánssonar forstjóra ÍE. Samstarfið felur í sér markaðssetningu á sam- hæfðum vél- og hugbúnaði og þjón- ustu til að halda utan um og greina arfgerða-, ættfræði- og heilsufars- upplýsingar. Fyrirtækin munu enn- fremur bjóða viðskiptavinum ráð- gjöf við útfærslu og samþættingu kerfisins. Samkvæmt samningnum munu fyrirtækin vinna saman að mark- aðssetningu og sölu á hugbúnaðar- kerfi ÍE með vél- og hugbúnaði IBM. Í frétt frá ÍE segir að kerfið sé hannað til að mæta þörfum líftækni- og lyfjafyrirtækja, annarra rann- sóknastofa og heilsugæslu og verði fáanlegt á miðju þessu ári. Auknir möguleikar á notkun upplýsingatækni í heilsugæslu „Hugbúnaðarkerfi ÍE hefur þeg- ar sannað gildi sitt við einangrun og rannsóknir á meingenum. Það hefur verið notað við lýðerfðafræðilegar rannsóknir Íslenskrar erfðagrein- ingar sem leitt hafa til einangrunar á níu meingenum og lyfjamörkum sem tengjast algengum sjúkdóm- um,“ segir í fréttinni. Þar kemur einnig fram að sam- starfið opni möguleika á aukinni notkun upplýsingatækni í heilsu- gæslu þar sem hægt verður að setja erfðafræðiupplýsingar í samhengi við sjúkraskýrslur, fjölskyldusögu og niðurstöður greiningarprófa, svo dæmi séu tekin. „Aukin þekking á líffræðilegum orsökum sjúkdóma, gerir læknum kleift að bæta grein- ingu og veita meðferð sem sniðin er að þörfum hvers einstaklings. Kerf- ið veitir lyfjafyrirtækjum einnig möguleika á markvissari þróun lyfja og gerir þeim kleift að velja þá sjúklinga í lyfjaprófanir sem líkleg- astir eru til að njóta góðs af nýju lyfi.“ Hugbúnaðarkerfið gerir vísinda- mönnum kleift að vinna úr eigin arf- gerða-, ættfræði- og heilsufarsgögn- um og setja þau í samhengi við ýmsar upplýsingar um erfðamengi manna og tilraunadýra sem eru for- skráð í kerfið. Nafnleyndarkerfi Ís- lenskrar erfðagreiningar er einnig innbyggt í kerfið. Samkvæmt samningi fyrirtækj- anna mun IBM verða helsti þjón- ustuaðili Íslenskrar erfðagreiningar á sviði lífupplýsingatækni. IBM með lífupplýsingadeild Samkomulagið við ÍE er liður í þeirri stefnu IBM að markaðssetja nýjar afurðir í samstarfi við leiðandi aðila á hverju sviði, innan Partner- World for Developers-verkefnisins. Verkefnið tekur til samstarfs innan fjármálaþjónustu, smásölu, heilsu- gæslu, lífvísinda og framleiðslu og heildstæðra viðskiptalausna, svo sem hugbúnaðar til að miðla að- föngum, halda utan um viðskipta- sambönd, og stjórna gagnabrunnum fyrirtækja. Markmið verkefnisins er að samstarfsaðilar geti aflað sér nýrra viðskiptavina og tekna í gegn- um markaðs- og sölukerfi IBM. Samstarfsaðilar skuldbinda sig á móti til að nota miðlara, gagna- grunnskerfi og þjónustu IBM. Lífupplýsingadeild IBM nýtir sérþekkingu IBM í rannsóknum, þjónustu og vefviðskiptum og býður viðskiptavinum á sviði líftækni, erfðafræði, netvæddrar heilsu- gæslu, lyfjafræði og landbúnaðar gagnagrunnskerfi og stórvirk gagnavinnslutæki. Íslensk erfðagreining og IBM hefja samstarf um markaðssetningu tæknibúnaðar Söluandvirði 800 milljónir á ári PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra sagði í utandagskrárumræðu í gær, um atvinnuástandið hér á landi, að ríkisstjórnin vildi flýta útboðum á verklegum framkvæmdum á vegum ríkisins, til að bregðast við ástandinu í atvinnumálum hér á landi. Sam- gönguráðherra hefði sent sínum und- irstofnunum sérstök fyrirmæli þar um. „Það er ótvírætt að atvinnuleysi er því miður nokkuð vaxandi frá því sem verið hefur síðustu ár,“ sagði ráð- herra. Hann sagði að áætlað væri að atvinnuleysi hér á landi yrði um 3,7% í janúar, en það var um 3% í desember. Atvinnuleysi væri þó alltaf meira í janúarmánuði en í desembermánuði. „Það eru þó ljósir punktar í þessu,“ sagði Páll, „því langtímaatvinnuleysi hefur aldrei verið minna síðan 1993.“ Talað er um langtímaatvinnuleysi þegar einstaklingar eru búnir að vera sex mánuði eða lengur á atvinnuleys- isskrá. Páll sagði horfur í atvinnumál- um fara batnandi, m.a. vegna stór- iðjuframkvæmda á Austurlandi. Guðmundur Árni Stefánsson, Sam- fylkingu, var málshefjandi um- ræðunnar. Hann sagði að um 6.000 manns væru nú atvinnulausir. „At- vinnuleysi er því miður til staðar í okkar samfélagi og hefur farið ört vaxandi síðustu mánuði,“ sagði hann. Staða ungs fólks á vinnumarkaði væri hvað verst. Um 10% 16-24 ára karla væru án atvinnu um þessar mundir. Líklegt væri að atvinnuleysi væri meira en opinberar tölur gæfu til kynna því að mati sérfræðinga dragi ákveðinn hópur fólks það yfirleitt að skrá sig atvinnulaust, til að mynda fólk með mikla menntun. Fjölmargir þingmenn stjórnarand- stöðunnar lýstu yfir áhyggjum af auknu atvinnuleysi í umræðunum í gær. Gunnar Birgisson, Sjálfstæðis- flokki, sagði þó ástæðu til bjartsýni en ekki svartsýni þegar liði á árið. Hann tók þó fram að því miður væru hættu- merki á lofti yrði ekki strax gripið í taumana. „Raungengi krónunnar hækkar stöðugt,“ sagði hann, „ef þessari þróun verður ekki snúið við munu mörg störf glatast.“ Átti hann m.a. við störf í útflutningsgreinum og í ferðamannaþjónustu. „Verðbólgan er engin orðin en vextir hafa ekki lækkað í samræmi við það og eru of háir. Það er hlutverk Seðlabankans að sjá til þess að ekki verði of miklar sveiflur í íslensku atvinnulífi vegna sveiflna í gengi og á vöxtum. Ég skora á þá ágætu menn sem þar stjórna að vakna til lífsins og taka til þeirra ráða sem þarf til að snúa þessari þróun við.“ Ríkisstjórnin flýti útboð- um á framkvæmdum Morgunblaðið/Golli Guðmundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason ræða málin við erfiðar aðstæður. Karl V. Matthíasson situr við hlið þeirra. landi. Óhætt er að fullyrða að með kröfugerð sinni grafi Bandaríkja- stjórn undan starfi og lögmæti Al- þjóða sakamáladómstólsins.“ Banda- ríkin hefðu, að því er hún best viti, gert slíka samninga við um tvo tugi landa og spurði hvort bandarísk stjórnvöld hefðu farið fram á slíkan samning við íslensk stjórnvöld. Halldór játti því, en benti á að ESB hefði komist að þeirri niðurstöðu að það myndi fara í bága við skuldbind- ingar aðildarríkja Rómarsamþykkt- arinnar um dómstólinn að gera tví- hliða samninga við Bandaríkin á grundvelli þeirra samningsdraga sem Bandaríkjamenn hefðu lagt fram. „Hins vegar hefur Evrópusambandið lýst yfir vilja til þess að halda áfram að ræða þær áhyggjur sem bandarísk stjórnvöld hafa af því að dómstóllinn verði hugsanlega misnotaður í póli- tísku skyni gegn bandarískum þegn- um og leita leiða til að koma til móts við sjónarmið Bandaríkjamanna.“ Ís- lensk stjórnvöld legðu áherslu á að standa vörð um Rómarsamþykktina um dómstólinn en jafnframt væri rétt að halda áfram að ræða áðurnefndar áhyggjur bandarískra stjórnvalda og leita leiða til að komast til móts við sjónarmið þeirra. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra upplýsti í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að bandarísk stjórn- völd hefðu sl. sumar afhent íslenskum stjórnvöldum drög að tvíhliða samn- ingi sem veitir m.a. bandarískum þegnum undanþágu frá framsals- kröfu Alþjóðlega sakamáladómstóls- ins. Sagði ráðherra að bandarískir embættismenn hefðu í kjölfarið kynnt málið á óformlegum fundum með ís- lenskum embættismönnum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam- fylkingu, vakti máls á þessu í fyrir- spurnartíma og minnti á að dómstóln- um væri ætlað að rannsaka og ákæra einstaklinga sem taldir eru hafa gerst sekir um glæpi gegn mannkyni, þjóð- armorð eða stríðsglæpi. Rómarsam- þykktin um dómstólinn tók gildi 1. júlí sl., hefur hann því formlega tekið til starfa í Haag í Hollandi. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu dómstóls- ins hafa 139 ríki skrifað undir sátt- mála um stofnun hans og 87 hafa nú þegar staðfest þann samning,“ sagði hún og hélt áfram: „Á liðnu ári stóðu miklar deilur milli Bandaríkjastjórn- ar og annarra ríkja; aðallega Evrópu- sambandsríkja og Kanada vegna kröfu Bandaríkjanna um undanþágu fyrir bandaríska þegna frá lögsögu dómstólsins. Bandaríkin hafa á und- anförnum mánuðum þrýst á ríki til að gera tvíhliða samninga sem veita bandarískum ríkisborgurum undan- þágu frá framsalskröfu dómstólsins og m.a. sent sérstakan erindreka sinn um allan heim til að reyna að ná samningum við ríkisstjórnir um það, þ.e. um það að aðrar ríkisstjórnir framselji ekki bandaríska þegna til dómstólsins né rétti yfir þeim í eigin Bandaríkin vilja að- stoð við undanþágu ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Meðal þess sem er á dagskrá eru tóbaksvarnir, lyfjalög og læknalög, hvalveiðar, stjórn fiskveiða, könnun á umfangi fá- tæktar, lýðheilsustöð, úthlutun á byggðakvóta og réttarstaða sam- kynhneigðs fólks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.