Morgunblaðið - 23.01.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 23.01.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 11 KRINGLUNNI - SÍMI 533 1740 Meiri lækkun Allar vörur með 50% afslætti Opið til kl. 21.00 TILBOÐ Á SJÁLFSRÆKTARBÓKUM Gerðu það bara Lögmál andans Fyrirgefningin Hjálpaðu sjálfum þér Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk Jafnvægi í gegnum orkustöðvarnar Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð kr. 1.990. Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð kr. 1.990. Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð kr. 1.990. Tilboð: kr. 1.990. Fullt verð kr. 2.490. Tilboð: kr. 1.990. Fullt verð kr. 3.490. Tilboð: kr. 1.100. Fullt verð kr. 1.390. Mál og menning: Laugavegi, Síðumúla 11, Hlemmi, Mjódd og Hamraborg. Penninn-Eymundsson: Reykjavík - Kringlunni, Austurstræti, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri. Betra líf: Kringlunni. Upplýsingar um sjálfsræktarnámskeið á: www.blodflokkar.is og www.hellnar.is STJÓRNVÖLD í Þýskalandi hafa mótmælt fyrirvörum Íslands sem ís- lensk stjórnvöld settu fyrir aðild landsins að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Eins og kunnugt er varð Ísland aðili að Alþjóðahvalveiðiráðinu í október á síðasta ári. Í fyrirvara við umsókn sína skuld- binda Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en í fyrsta lagi árið 2006. Þýsk stjórnvöld eru alfarið á móti atvinnu- hvalveiðum og mótmæla því fyrir- varanum sem Íslendingar fengu við inngöngu í ráðið. Sambærileg ákvörðun Svía Ákvörðunin er sambærileg þeirri sem Svíar tóku er þeir mótmæltu fyrirvaranum við aðild Íslands í Al- þjóðahvalveiðiráðið í októberlok á síðasta ári. Þýsk stjórnvöld mót- mæla fyrirvörum Íslands HÁKON Mar Guðmundsson og Hjálmar Ólafsson húsasmíðameist- arar unnu hörðum höndum við járnabindingar í grunni nýs safn- aðarheimilis við kirkjuna á Hvols- velli þegar blaðamann og ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði. Þeir segja að mikil uppbygging eigi sér stað á Hvolsvelli um þessar mundir. Verið sé að tappa af eftir- spurn eftir húsnæði sem hafi safnast upp hægt og rólega undanfarin ár. „Það rennur ekki á okkur gull- grafaraæði,“ sagði Hákon, „en Slát- urfélag Suðurlands flutti starfsemi sína til bæjarfélagsins fyrir um ára- tug. Síðan þá hefur kjötvinnslan vaxið og störfum fjölgað. Það hefur skotið styrkum stoðum undir at- vinnulíf bæjarins og mannlífið blómstrar.“ Hákon segir að allir hafi tekið þessum breytingum með mikilli ró og ekki hlaupið upp til handa og fóta í fjárfestingum. Upp- bygging sem eigi sér stað í bænum nú um stundir sé meðal annars af- leiðing af þessu. Íbúum hefur fjölgað Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Rangárþings, segir að verið sé að byggja fjölda íbúðarhúsa á Hvols- velli. Verktaki frá Reykjavík hafi fengið úthlutað lóðum og ætli sér að leigja út íbúðir. Öll hús seljist eins og skot og verið sé að mæta þeirri eftirspurn. Samhliða þessari upp- byggingu hafi einstaklingar stokkið til og komið sér þaki yfir höfuðið í leiðinni. Ágúst segir SS vera stærsta at- vinnurekandann á svæðinu. At- vinnuástand sé viðunandi og fjöld- inn allur af útlendingum komi til starfa og setjist jafnvel að. Sömu sögu sé að segja um Hellu. Safnaðarheimilið sem Hákon og Hjálmar vinna að á að vera 81 fer- metri að flatarmáli. Búið er að end- urbæta kirkjuna. Húsið mun gjör- breyta aðstöðu safnaðarins en Hákon segir að börnin hafi setið með bækurnar í kjöltu sér inni í kirkjunni í barnastarfi kirkjunnar. Einnig hefur kirkjugarðurinn verið færður til en sá gamli rúmar ekki fleiri og búið er að taka frá það pláss sem eftir er. Gamla safnaðar- heimilinu hefur verið komið fyrir hjá nýja kirkjugarðinum og á að hýsa starfsfólk hans. Fjöldi íbúð- arhúsa rís á Hvolsvelli Morgunblaðið/RAX Hákon Mar Guðmundsson og Hjálmar Ólafsson húsasmíðameistarar eru hér við vinnu sína í grunni safnaðarheimilisins á Hvolsvelli. ÞRIÐJA hvert dauðsfall meðal Ís- lendinga í aldurshópnum 35–70 ára má rekja til sjúkdóma sem orsakast af reykingum. Fjörutíu ára einstak- lingur sem reykir einn pakka á dag styttir ævi sína um átta ár haldi hann því áfram. Hætti hann hins vegar að reykja um fertugt getur hann lengt ævi sína um sex ár. Þetta kom m.a. fram í erindi sem Gunnar Sigurðsson, innkirtlasér- fræðings á Landspítalanum, hélt um áhrif reykinga á íslensku þjóðina á málþingi á Læknadögum. Fyrir mál- þinginu stóð nýstofnað félag, Lækn- ar gegn tóbaki, sem er opið öllum læknum sem áhuga hafa á tóbaks- vörnum. Niðurstaðan sem Gunnar kynnti fékkst úr rannsókn Hjartaverndar sem spannar 15 ára tímabil. Í rann- sókninni var fylgt eftir 20 þúsund manns og borin saman afdrif þeirra sem aldrei hafa reykt og þeirra sem hafa reykt. „Hjartaverndarrann- sóknin sýnir glögglega að með því að reykja eykst áhættan meðal karla sem kvenna verulega á krabbameini og lugnasjúkdómum og ekki síður á hjarta- og æðasjúkdómum. Áhættan í rauninni margfaldast.“ Gunnar segir að rannsóknin sýni að hér um bil þriðja hvert dauðsfall í aldurshópnum 35–70 ára tengist sjúkdómum sem orsakast að öllum líkindum af reykingum. „Á samsvar- andi hátt er þetta mikið álag á heil- brigðiskerfið bæði hvað varðar lyf og sjúkrahúsvist.“ Snúa má þróuninni við Með því að bera saman æviskeið þeirra sem reykja og þeirra sem reykja ekki hafa gögn Hjartavernd- ar sýnt að fertugur einstaklingur sem reykir einn pakka á dag og held- ur því áfram lifir átta árum skemur en aðrir fertugir Íslendingar. „Þeir sem hætta að reykja verða aldrei í sama áhættuflokki og þeir sem aldr- ei hafa reykt, en það má snúa þróun- inni verulega við.“ Gunnar segir að út frá gögnunum hafi einnig verið reiknað út að ein- staklingur sem hættir að reykja um fertugt í staðinn fyrir að halda því áfram geti bætt sex árum við ævi sína. „Svo það er alltaf til mikils að vinna að hætta, þó að auðvitað sé langbest að byrja aldrei.“ Á málþinginu hélt einnig fyrirlest- ur Stephen Rollnick, heimilislæknir og klínískur sálfræðingur við Há- skólann í Wales í Bretlandi. Hann talaði í fyrirlestri sínum um hnitmiðaða samtalstækni gegn reyk- ingum í sínu erindi og hvernig best sé að hátta samskiptum sjúklings og læknis þegar sá fyrrnefndi vill hætta að reykja. Lagði hann áherslu á að sjúkling- urinn væri hafður með í ráðum varð- andi reykingameðferð. Þriðja hvert dauðsfall 35–70 ára má rekja til reykinga Þeir sem hætta að reykja geta dregið úr áhættunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.