Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, góði, og reyndu svo að brosa án þess að segja SÍS. Fjölmennt, menntun og starfsendurhæfing Sjálfstraust og viðurkenning Næstkomandi föstu-dag verður starf-semi Fjölmennt- ar, menntunar og starfs- endurhæfingar, formlega tekin í notkun í húsi Geð- hjálpar á Túngötu 7. Verk- efnisstjóri þessa er Helgi Jósefsson Vápni og veitti hann Morgunblaðinu fús- lega viðtal. – Hvað er Fjölmennt, menntun og starfsendur- hæfing? „Fjölmennt er nýtt heiti á Fullorðinsfræðslu fatl- aðra sem er frá og með 1. ágúst sl. sjálfseignarstofn- un sem rekin er af Ör- yrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp samkvæmt samningi við menntamála- ráðuneytið. Fjölmennt, menntun og starfsendurhæfing, er ný- breytni og aukning á skólastarfi Fullorðinsfræðslunnar.“ – Hvernig verður Fjölmennt, menntun og starfsendurhæfing, starfrækt og fyrir hverja er hún? „Kennslan verður í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7 þar sem fimm kennslustofur og skrifstofa fyrir verkefnastjóra hafa verið lagðar til Fjölmenntar. Þar býðst fólki með geðröskun og seinni tíma heilaskaða nám og þjálfun við hæfi. Nám sem stuðlar að því að fólk komist aftur til þátttöku í daglegu lífi þjóðfélagsins í starfi, námi og leik. Einnig er það mark- mið að námið auki á lífsgæði fólks, enda eru einkunnarorð og leiðar- ljós verkefnisins: „Lífsleikni, lífs- gleði, virðing. Samstarf verður með iðjuþjálfum Geðhjálpar og kennurum skólans. Geðfatlaðir hafa ekki átt í mörg hús að venda. Því hefur stjórn Fullorðins- fræðslu fatlaðra tekið þá ákvörð- un að sinna fólki með þessa fötl- un.“ – Hver er tilurð Fjölmenntar, tilgangur hennar og helstu áherslur? „Markmiðið er að byggja upp viðlíka nám og endurhæfingu á höfuðborgarsvæðinu fyrir fólk með geðröskun og seinni tíma heilaskaða og byggst hefur upp hin síðari ár á Akureyri. Fjöl- mennt, menntun og starfsendur- hæfing, býður upp á námskeið fyrir fólk sem ekki á kost á náms- tilboði við hæfi hjá öðrum skóla- stofnunum. Skólinn býður upp á sérkennslu fyrir fullorðna með líkamlega og/eða andlega fötlun, með seinni tíma heilaskaða vegna sjúkdóma eða slysa, með lestrar-, skriftar-, stærðfræði- eða aðra námsörðugleika og kennslu fyrir fólk sem er í starfsendurhæfingu vegna sjúkdóma, slysa eða ann- arra áfalla.“ – Hvað hefur tekið langan tíma að smíða Fjölmennt? „Í byrjun september hófst und- irbúningurinn með því að verk- efnastjóri setti í gang könnun á þörfinni á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin fór fram með eftirfarandi hætti: fundir og viðtöl við að- ila og stofnanir sem tengjast málaflokkn- um. Líklegir nemendur tóku þátt með þeim hætti að sækja um nám í Víðsjá. Umsókn- areyðublöðin voru auðkennd, að um könnun væri að ræða en ekki eiginlega umsókn um skólavist. Kona sem tók þátt í könnuninni hafði á orði, þegar hún sá um- sóknareyðublaðið og bæklinginn frá Fjölmennt: „Það er ótrúlegt að einhver sé að hugsa um okkur og bjóða okkur allt þetta.“ Margir lögðu á sig ómælda vinnu við þessa könnun og kann ég þeim þakkir fyrir þeirra framlag.“ – Hvað kostar þetta þátttak- endur? „Þrjú þúsund krónur á hvert námskeið. Skólinn leggur til allar námsbækur. Engin greiðsla er vegna þjálfunartilboða iðjuþjálfa. Engin greiðsla er vegna námsráð- gjafar eða greiningarþjónustu.“ – Er Fjölmennt að einhverri fyrirmynd? „Fyrirmyndin er „Víðsjá“ menntun og starfsendurhæfing við Fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri. Byrjað var með sam- starfi við geðdeild FSA árið 1995 þá með kennslu fyrir inniliggjandi sjúklinga. Það starf hefur þróast yfir í kennslu á dagdeild geðdeild- ar. Árið 1996 hófst samstarf við Plastiðjuna Bjarg sem er endur- hæfingarvinnustaður. Atvinnuleit fatlaðra á Akureyri hefur vísað á kennslutilboð skólans. Einnig hefur Kristnes komið að þessu verkefni. Á liðnu skólaári stund- uðu rúmlega 30 nemendur nám í Víðsjá. Nemendum hefur stöðugt fjölgað í þessu kennslutilboði. Fötlun nemenda: seinni tíma heilaskaði 5, daufblindir 2, sjón- skertur 1, geðröskun 25, MS 1.“ – Hverju á þetta eftir að breyta í menntamálum almennt? „Það er sannfæring mín að með því að mæta fólki þar sem það er statt og byggja upp sjálfsmyndina og sýna viðkomandi að hann búi yfir hæfileikum til menntunar, er í sjálfu sér stórt skref í menntamálum þjóðarinn- ar. En líka er ljóst að einhverjir munu ná þeim bata að geta stund- að nám í framhaldsskólum og há- skólum. En aðalatriðið er að byggja upp sjálfstraustið og fá eigin viðurkenningu sem og ann- arra og njóta lífsins á þeim for- sendum.“ Helgi Jósefsson Vápni  Helgi Jósefsson Vápni er fæddur 7. febrúar 1947 í Reykja- vík. Sveinspróf í húsasmíði 1968. Kennarapróf frá MHÍ 1974 og próf í sérkennslufræðum frá KÍ 1989. Lauk öðru ári í sérkennslu- fræðum frá Oslóarháskóla 1993 með áherslu á sértæka námsörð- ugleika og lestrar- og skriftar- örðugleika. Stjórnunarnám við endurmenntunardeild HÍ sam- hliða starfi 2001–2002. Kennari við Vopnafjarðarskóla 1974–89, við Hvammshlíðarskóla 1989–93 og ’94–’95. Skólastjóri þar ’93– ’94. Aðstoðarskólastjóri v/ Full- orðinsfræðslu fatlaðra ’95–’02. Maki er Arnbjörg Pálsdóttir og eiga þau þrjár dætur og sjö barnabörn. … hafa ekki átt í mörg hús að venda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.