Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 9
mbl.isFRÉTTIR
BÆTTUR árangur grunnskóla á
landsbyggðinni í samræmdum próf-
um hefur vakið athygli, en Nesskóli í
Fjarðabyggð skilaði t.d. bestu með-
aleinkunnum í 4. bekk. Eysteinn Þór
Kristinsson, aðstoðarskólastjóri
Nesskóla, sagði að miklum pening-
um hefði verið varið í skólastarf und-
anfarin ár og það, meðal annarra
þátta, væri nú að skila árangri.
Ástæður árangursins sagði hann þó
margvíslegar.
„Stöðugleiki í starfi, bætt starfs-
umhverfi, gott og metnaðarfullt
starfsfólk, ásamt markvissu skóla-
starfi síðastliðin fimm ár er að skila
sér. Ég myndi segja að þjónustustig
í Fjarðarbyggð sé einnig mjög hátt,“
sagði Eysteinn. Fjórir kennarar
skólans stunda nú réttindanám við
Kennaraháskóla Íslands.
Margt skýrir árangurinn
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Félags grunnskólakennara, sagði
aragrúa samverkandi þátta ástæðu
fyrir góðum árangri landsbyggðar-
innar í samræmdu prófunum.
„Á Vestfjörðum, sérstaklega Ísa-
firði, byrjaði markvisst starf fyrir
nokkrum árum til að bæta námsár-
angur,“ sagði Finnbogi. Hann sagði
ennfremur að byrjað hefði verið að
vinna með aga og farið út í kennslu-
hættina þegar hann hafi verið kom-
inn í lag. „Vissulega spilar inn í að
það eru margir leiðbeinendur sem
hafa farið í fjarnám og aflað sér
kennsluréttinda. Síðast en ekki síst
eru allt aðrar aðstæður á þessum
stöðum miðað við á höfuðborgar-
svæðinu. Nemendahópar kannski
minni og meira hægt að einbeita sér
að hverjum og einum.“ Finnbogi
benti einnig á að taka þyrfti tillit til
þess að fjölgað hefur verulega á höf-
uðborgarsvæðinu undanfarin ár og
taldi hann það oft fólk sem ætti und-
ir högg að sækja og flytti til höf-
uðborgarinnar til þess að fá betri
þjónustu.
Fjárútlát
skila náms-
árangri Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Allar peysur
- aukaafsláttur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
40-70%
afsláttur
Kringlunni - sími 581 2300
STÓR
ÚTSALA
Enn meiri verðlækkun
Verslun fyrir konur, Mjódd, sími 557 5900
Útsalan
í fullu fjöri • frábær afsláttur
Enn meiri afsláttur
Allt á að seljast
Góð vara - frábær kaup
ÚTSALA
kvenfataverslun,
Skólavörðustíg 14,
sími 551 2509.
undirfataverslun
Síðumúla 3-5, s. 553 7355
Opið virka daga kl. 11-18 • laugardag kl. 11-15
Útsala
Laugavegi 56, sími 552 2201
PS. OILILY SUMARLISTINN ER KOMINN