Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 A FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Njarðvík – Keflavík 64:62 Staðan: Keflavík 13 12 1 1028:667 24 Grindavík 13 7 6 917:954 14 Njarðvík 13 6 7 847:907 12 KR 13 6 7 774:836 12 Haukar 13 5 8 755:849 10 ÍS 13 3 10 747:855 6 KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, síðari leikur: Blackburn - Manchester United ............ 1:3 Andy Cole 12. - Paul Scholes 30., 42., Ruud Van Nistelrooy vítasp. 77.  Manchester United áfram, 4:2 saman- lagt, og mætir Liverpool í úrslitaleik. Úrvalsdeild: Charlton - West Ham............................... 4:2 Claus Jensen 42., Scott Parker 45., 52, Ra- dostin Kishishev 90. - Edouard Cisse 19., Trevor Sinclair 62. Newcastle - Bolton .................................. 1:0 Jermaine Jenas 18. - 52,005. Staðan: Arsenal 24 16 4 4 52:25 52 Man. Utd 24 14 5 5 40:24 47 Newcastle 24 14 3 7 40:31 45 Chelsea 24 11 8 5 41:23 41 Everton 24 11 6 7 30:29 39 Liverpool 24 10 8 6 32:23 38 Tottenham 24 11 5 8 35:34 38 Southampton 24 9 9 6 27:23 36 Blackburn 24 8 10 6 30:26 34 Man. City 24 10 4 10 32:34 34 Charlton 24 9 6 9 30:32 33 Leeds 24 9 4 11 31:29 31 Middlesbro 24 8 6 10 27:24 30 Aston Villa 24 8 5 11 22:25 29 Fulham 23 7 6 10 24:27 27 Birmingham 24 6 8 10 20:32 26 Bolton 24 4 9 11 24:39 21 Sunderland 24 4 7 13 16:34 19 WBA 23 4 5 14 17:35 17 West Ham 24 3 8 13 26:47 17 2. deild: Swindon - Blackpool................................. 1:1 Ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, síðari leikir: Roma - Vicenza ......................................... 6:3  Roma áfram, 8:4 samanlagt. Chievo - AC Milan .................................... 2:5  AC Milan áfram, 5:2 samanlagt. Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, fyrri leikir: Real Murcia - Deportivo La Coruna....... 0:1 Huelva - Atletico Madrid..........................1:0 Sevilla - Osasuna .......................................1:1 Frakkland Lyon - Sochaux ......................................... 4:1 Ajaccio - Troyes........................................ 1:0 Bordeaux - Guingamp.............................. 4:2 Le Havre - Montpellier............................ 1:0 Lille - Strasbourg ..................................... 0:1 Mónakó - Lens.......................................... 1:1 Nantes - Sedan ......................................... 4:1 Nice - París SG ......................................... 0:0 Rennes - Bastia......................................... 0:1 Belgía Bikarkeppnin, 8 liða úrslit: Standard Liege - La Louviere ................ 3:1 Anderlecht - Sint-Truiden........................1:0 Club Brugge - Lommel.............................3:2 Antwerpen - Germinal Beerschot........... 2:1 TENNIS Opna ástralska meistaramótið 8 manna úrslit: Rainer Schüttler (31), Þýskalandi, vann David Nalbandian (10), Argentínu, 6:3, 5:7, 6:1, 6:0. Andy Roddick (9), Bandaríkjunum vann Younes El Aynaoui (18), Marokkó, 4:6, 7:6, 4:6, 6:4, 21:19.  Þetta var í fyrsta skipti sem leiknir voru fimm leikir til að fá úrslit.  Sigurvegarar mætast í undanúrslitum. 8-kvenna úrslit: Serena Williams (1), Bandaríkjunum, vann Meghann Shaughnessy (25), Bandaríkjun- um, 6:2, 6:2. Kim Clijsters (4), Belgíu, vann Anastasiu Myskinu (8), Rússlandi, 6:2, 6:4.  Sigurvegarar mætast í undanúrslitum. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: DHL-höllin: KR - ÍR..................................21 Í KVÖLD Jörundur Áki valdi 17 manna æf-ingahóp í gær sem kemur saman um næstu helgi. Hann er skipaður leikmönnum sem eru hér heima og Margrét er í honum. Fyrir utan hóp- inn eru sex leikmenn sem dvelja er- lendis, sjö ef Katrín gefur kost á sér á ný. „Ég hef rætt við Katrínu og hún heldur þessu opnu. Þjálfari Kolbotn setur mikla pressu á hana að halda áfram með liðinu á komandi tímabili og tilbúinn að koma til móts við hana á ýmsan hátt vegna hennar erfiða náms, sem hefur forgang hjá henni. Margrét hefur ekkert æft með Breiðabliki og hefur látið að því liggja að hún hætti jafnvel í knattspyrnunni, en hún hefur æft sjálf af krafti og ég veit að hún er í mjög góðu ásigkomu- lagi,“ sagði Jörundur Áki við Morg- unblaðið í gær. Ljóst er að þrír leikmenn landsliðs- ins á síðasta ári verða ekki með gegn Bandaríkjunum. Ásgerður H. Ingi- bergsdóttir er hætt, Guðlaug Jóns- dóttir er í barneignarfríi og spilar ekki með landsliðinu í ár og Guðrún S. Gunnarsdóttir er að jafna sig eftir fót- brot í haust og verður ekki komin af stað fyrr en síðar í vetur. Þær sex sem eru erlendis og verða væntanlega í endanlegum hópi eru þær Edda Garðarsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, María B. Ágústsdóttir og Þóra B. Helgadóttir. Í 17 manna hópnum sem Jörundur Áki valdi í gær eru sjö nýliðar og þrjár til viðbótar sem hafa aðeins leikið einn landsleik. Þær eru eftir- taldar, landsleikir í svigum: Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki (0), Lára B. Einarsdóttir, Stjörnunni (0), Björg Ásta Þórðar- dóttir, Breiðabliki (1), Margrét Ólafs- dóttir, Breiðabliki (51), Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV (0), Ásdís Þorgils- dóttir, KR (11), Ásthildur Helgadótt- ir, KR (50), Hólmfríður Magnúsdótt- ir, KR (0), Hrefna Jóhannesdóttir, KR (1), Olga Færseth, KR (36), Dóra María Lárusdóttir, Val (0), Dóra Stef- ánsdóttir, Val (1), Íris Andrésdóttir, Val (0), Laufey Jóhannsdóttir, Val (2), Laufey Ólafsdóttir, Val (5), Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (0), og Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Val (23). Þetta er mjög ungur hópur því sjö af þessum stúlkum eru á aldrinum 16–18 ára. Morgunblaðið/Sverrir Olga Færseth og Margrét Ólafsdóttir fagna marki í Evrópuleik gegn Rússum. JÖRUNDUR Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, gerir sér vonir um að tvær af reyndustu knattspyrnukonum lands- ins, Margrét Ólafsdóttir og Katrín Jónsdóttir, leiki með landsliðinu gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna í næsta mánuði. Katrín lýsti því yfir í haust að hún væri hætt í knattspyrnunni og Margrét hefur ekkert æft með Breiðabliki í vetur. Katrín og Margrét áfram í landsliðinu? NEWCASTLE blandaði sér í toppbaráttu ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með því að bera sig- urorð af Bolton, 1:0, á St. James Park í Newcastle. New- castle er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Manchester United og sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. Táningurinn Jermaine Jenas skoraði mark- ið sem skildi liðin að á 13. mín- útu leiksins. Heimamenn geta þó þakkað fyrir öll stigin og kannski þó mest geta þeir þakkað leikmönnum Bolton sem hvað eftir annað misnot- uðu góð marktækifæri í síðari hálfleiknum. Þetta var 11. sig- urleikur Newcastle í röð á heimavelli sínum. Guðni Bergsson lék allan leikinn og fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína. West Ham tapaði enn einum leiknum, nú fyrir Charlton, 4:2, eftir að hafa náð 1:0 for- ystu í leik þar sem Les Ferdin- and lék sinn fyrsta leik í bún- ingi West Ham. Bolton lá MICHAEL Owen, sóknarleikmaður Liverpool, hefur verið í fréttum í blöðum í Englandi að undanförnu – sagt hefur verið frá að hann hafi þurft að reiða af hendi til félaga sinna í enska landsliðinu um 30.000 pund, um fjórar milljónir króna, áður en hann yfirgaf Asíu eftir heimsmeistaramótið. Þetta er jafnvirði um hálfra vikulauna Owens hjá Liverpool. Owen gengst ekki við því að hafa tapað peningum í spilum á HM – hefur hins vegar viðurkennt að leggja oft undir í hestaveðhlaupum eins og margra Englend- inga er siður. Owen tryggði Liverpool rétt til að leika úrslitaleik- inn í deildarbikarkeppninni í Cardiff, þegar hann skoraði seinna markið gegn Sheffield United á þriðju- dagskvöld, 2:0. „Ég læt sögurnar um fjárhættuspil ekki á mig fá, heldur er ég ákveðinn að láta verkin tala inni á vell- inum. Það er stórkostlegt að vera kominn í úrslitaleik- inn í Cardiff – fyrsta úrslitaleik ársins,“ sagði Owen. AP Michael Owen fagnar eftir sigurinn á Sheffield Utd., 2:0. Owen lætur verkin tala NÝIR deildarbikarmeistarar á Englandi verða krýndir á þúsaldarvellinum í Cardiff þann 2. mars næstkomandi eftir að handhafar titilsins, Blackburn, biðu lægri hlut fyrir Manchester United, 3:1, í síðari undanúrslitaleik liðanna í Blackburn í gær, og samanlagt, 4:2. Gamli liðsmaður United, Andy Cole, kom heimamönn- um í forystu á 12. mínútu leiksins en þá vöknuðu United- menn til lífsins. Paul Scholes, sem hefur farið mikinn að undanförnu kom United í 2:1 fyrir leikhlé og Ruud Van Nistelrooy bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu stund- arfjórðungi fyrir leikslok eftir að Brad Friedel, mark- vörður Blackburn, hafði fellt hann. „Við spiluðum á köfl- um frábæra knattspyrnu en af öllum ólöstuðum var Paul Scholes maður leiksins og hann vann leikinn fyrir okk- ur,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, en í úrslita- leiknum í Cardiff mæta hans menn liði Liverpool í sann- köllum draumaúrslitaleik. Manchester United mætir Liverpool í Cardiff ÚRSLIT Herrakvöld ÍR ÍR-ingar verða með herrakvöld sitt föstu- daginn 24. janúar í Akogessalnum, Sóltúni 3, kl. 19.15. Sigurður Kári er ræðumaður kvöldsins. Þorrablót UMFA Þorrablót Aftureldingar verður í Varmá laugardaginn 25. janúar kl. 19. Gísli Ein- arsson er veislustjóri, Jóhannes Kristjáns- son fer með gamanmál, Karlakór Kjalar- ness syngur og Papar skemmta. FÉLAGSLÍF ÞÓRÐUR Þórðarson markvörður er genginn í raðir sinna gömlu félaga í ÍA og hefur hann skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Þórður lék með KA á síðustu leiktíð og þar áður með Val þangað sem hann fór eftir heimkomuna frá Svíþjóð þar sem hann lék með Norrköping. Þórður er fæddur og uppalinn Skagamaður sem leikið hefur fjölda leikja með ÍA, samtals 86 leiki í efstu deild. Áður hafði yngri bróðir Þórðar, Stefán, gengið til liðs við ÍA ásamt Unnari Valgeirssyni. Með komu Þórðar í ÍA er fyrirséð að hörð samkeppni verður um mark- mannsstöðuna í liðinu því fyrir er Ólafur Þór Gunnarsson sem varið hefur mark Akurnesinga undanfarin ár. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum en spurningar hafa vaknað hvort koma Þórðar verði til þess að Ólafur rói á önnur mið og til að mynda hafa bæði Valur og Fram bor- ið víurnar í hann samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. „Það er okkar vilji að Ólafur verði hjá okkur áfram. Við erum mjög ánægðir með hann og komum til með að standa við okkar samning gagn- vart honum og vonumst til þess að hann geri það líka,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags meistaraflokks ÍA, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þórður til ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.