Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 A 49 SVÍAR hafa allt á hornum sér í Portúgal og þykir lítt til skipulags heimsmeistaramótsins koma, en þeir héldu Evrópumeistaramót með sóma fyrir ári síðan og hafa því reynslu af því að halda stórmót í handknattleik. P.O Söderblom, stjórnarmaður í sænska handknatt- leikssambandinu, sparar síst stóru orðin í samtali við Aftonbladet og líkir skipuleggjendum heimsmeist- aramótsins við trúða þá sem skemmta áhorfendum í leikhléum á kappleikjum mótsins. Um leið og hlé er gert á leikjum kemur hópur trúða á hjólum inn á leikvellina og gera ýmsar kúnstir. „Ég gæti best trúað þessir sömu trúðar hefðu skipulagt heimsmeistaramótið,“ segir Söder- blom sem telur framkvæmd mótsins síst vera handknattleiknum til fram- dráttar. Nefnir hann sem dæmi frá San Joao Madeira, bænum sem Sví- arnir leika. Þar virki markatöflur og leikklukkur ekki nema með höppum og glöppum, íþróttahöllin leki, engin þvottaþjónusta sé við lið- in, þjónusta við fjölmiðlamenn sé í molum og áhorfendur séu sárafáir. „Það átti ekki að láta Portúgal skipuleggja heimsmeistaramót. Al- þjóðahandknattleikssambandið [IHF] verður að taka málin í sínar hendur. Það má ekki halda heims- meistaramót í þeim löndum sem ekki hafa til þess burði. Eins og stað- ið er að málum í Portúgal getur hver sem er skipulagt mót sem þetta,“ segir Söderblom og óskar eftir því að Alþjóða handknattleiks- sambandið geri hér eftir mjög ákveðnar kröfur til þeirra sem halda heimsmeistaramótið. „Eins og að málum er staðið nú tapa allir. Nú- verandi staða er óþolandi.“ HM skipulagt af trúðum? FÓLK  DANIR þykja líklegastir til að hreppa heimsmeistaratitilinn í handknattleik ef marka má skoð- anakönnum sem er í gangi í Aft- onbladet í Svíþjóð. Í gær höfðu ríf- lega 12.000 manns tekið þátt könunni á vefsíðu blaðsins. Danir höfðu fengið 35,5% atkvæðanna, Svíar voru í öðru sæti með 28,8%, Þjóðverjar í þriðja sæti með 8,5%, Frakkar í fjórða sæti með 8,3%, Júgóslavar í fimmta sæti með 6,0%, Spánverjar í sjötta sæti með 2,1% og 3,4% þeirra nefndu aðrar þjóðir.  HANDBOLTASPEKINGARNIR á Aftonbladet spá Þjóðverjum heimsmeistaratitlinum í handknatt- leik nú þegar tveimur umferðum er lokið af riðlakeppni heimsmeistara- mótsins í Portúgal. Þeir segja þýska liðið vera í háum gæðaflokki og sé vel mannað í öllum stöðum.  DANIR verða í öðru sæti á eftir Þjóðverjunum ef marka má spá Aftonbladet. Í umsögn um danska liðið segir blaðið að helsti styrkur Dana sé mikil breidd í þeirra liði, það sé ungt og ferskt og búi yfir miklum hraða.  HEIMSMEISTARAR Frakka fá bronsverðlaunin gangi spá Afton- bladet eftir, Spánverjar lenda í fjórða sæti, Júgóslavar í fimmta, Rússar í sjötta og Evrópumeistarar Svía í sjöunda og skríða þar með inn á Ólympíuleikana en sjö efstu þjóðirnar á HM fá farseðil á ÓL í Aþenu 2004.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, hélt upp á 38 ára af- mælisdag sinn í Vesau í Portúgal í gær. Guðmundur, sem er aldurs- forsetinn í íslenska landsliðshópn- um, fékk að hlýða á afmælissönginn hjá félögum sínum í landsliðinu.  SUNNA Gestsdóttir, úr UMSS, hjó nærri eigin Íslandsmeti í lang- stökki innanhúss á stigamóti Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi í fyrrakvöld. Sunna stökk 6 metra og var aðeins þremur sentímetrum frá metinu sem hún setti fyrir nærri einu ári í Noregi. Sunna kom einn- ig fyrst í 60 m hlaupi á 7,71 sek., sem er aðeins 4/100 úr sekúndu frá hennar besta árangri.  ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, fór yfir 4,30 m á mótinu í Fífunni og átti góðar til- raunir við 4,45 sem ekki tókust.  IGOR Lavrov, félagi Einars Arn- ar Jónssonar hjá Wallau-Massen- heim í Þýskalandi, hefur ekkert getað leikið með Rússum til þessa á HM í Portúgal vegna meiðsla. Óvíst er enn hvort hann verði eitt- hvað með í keppninni.  BRIAN Kidd, fyrrverandi mið- herji Man. Utd. og Arsenal, sem er þjálfari hjá Leeds, hefur verið ráð- inn einn aðstoðarþjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, í staðinn fyrir Steve McClaren, sem vill ein- beita sér að því að stjórna Middles- brough. Hann starfar með þeim Tord Grip, Sammy Lee, Ray Clem- ence og Dave Sexton, sem allir eru Sven-Göran Eriksson landsliðs- þjálfara til aðstoðar. JALIESKY Garcia, hand- knattleiksmaður úr HK, kom í gær til landsins eftir að hafa æft hjá þýska 1. deild- arfélaginu HSV Hamburg frá því á laugardag. Félagið hef- ur sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Garcia, sem er Kúbu- maður og er að leika sitt þriðja tímabil með HK, er markahæsti leikmaður 1. deildarinnar og varð marka- kóngur hennar á síðasta tímabili. „Samningur Garcia við okkur rennur út í vor og við reiknum alfarið með því að hann leiki ekki á Íslandi á næsta tímabili. Það var alltaf markmiðið hjá honum að reyna fyrir sér annars staðar í Evrópu að þessum þremur árum liðnum og við erum við- búnir því að hann fari,“ sagði Hilmar Sigurgíslason, for- maður handknattleiksdeildar HK, við Morgunblaðið í gær. HSV Hamburg, sem áður hét Bad Schwartau, er nú í 11. sæti þýsku 1. deild- arinnar, rétt fyrir ofan Ís- lendingaliðin Wetzlar og Minden, en sat á botninum lengi vel í vetur. Liðinu hefur gengið illa þrátt fyrir að vera vel mannað en meiðsl lyk- ilmanna hafa sett strik í reikninginn hjá því á þessu tímabili. Þetta með markatöfluna og leik-klukkurnar er klárlega stærsta vandamálið af mörgum sem ég hef orðið að glíma við frá því að mótið hófst,“ segir Cavaleiro. „Málið var einfaldlega að útsendingartíðni sjón- varpsins truflaði fjarstýringu markatöflunnar. Það var ekki fyrr en eftir töluverð heilabrot sem okkur grunaði að þannig væri í pottinn bú- ið. Síðan tók nokkurn tíma að leysa vandamálið,“ segir Cavaleiro og bætir við að fyrirfram hafi engum dottið í hug að þetta gæti gerst. Það að markatöfluna og leikklukk- una hafi vantað í fyrstu leikina var til mikilla óþæginda fyrir leikmenn, þjálfara og áhorfendur eins og nærri má geta. Þegar gengið var til bún- ingsklefa í hálfleik í leik Svía og Egypta vissu leikmenn ekki hver staðan væri og Bengt Johansson, sem marga fjöruna hefur sopið á sín- um langa ferli með sænska landslið- ið, þurfti að vera með sérstakan mann með skeiðklukku á vara- mannabekknum til þess að fylgjast með tímanum. Annað vandamál sem Cavaleiro þurfti að takast á við var lýsingin í íþróttahöllinni sem þótti alltof mikil, bæði fyrir leikmenn og sjónvarps- upptökumenn sem kvörtuðu sáran áður en keppnin hófst. Ekki tókst að leysa úr því máli fyrr en örfáum mín- útum áður en fyrsti leikur keppninn- ar hófst. Cavaleiro viðurkennir að tími til undirbúnings hafi verið alltof skammur. „Hvað átti ég að gera? Íþróttahöllin er notuð undir æfingar í fjölmörgum íþróttagreinum og hér í bænum er engin önnur aðstaða inn- anhúss fyrir hendi til að stunda þess- ar íþróttagreinar. Ég gat ekki úthýst þeim mörgum dögum áður en keppnin hófst. Íþróttafólkið átti ekki í önnur hús að venda.“ Þakið lekur í íþróttahöllinni Íþróttahöllin í Sao Joao da Mad- eira var tekin í notkun 1996 eftir að hafa verið sex ár í byggingu vegna blankheita bæjarsjóðs. Vandinn við höllina er sá að þakið lekur. Caval- eiro segir að mikið hafi verið gert til þess að bæta úr skák og m.a. voru járnplötur settar á þakið á dögunum en þær ná aðeins yfir 90% af þakinu. Bær hans hefur lagt út um 85 milljónir króna í ýmsar framkvæmd- ir vegna mótsins og segist Cavaleiro ekki reikna með að þær skili sér til baka. Meðal annars voru flest sæti í íþróttahöllinni endurnýjuð. Sú stað- reynd hefur hins vegar ekki breytt því að áhorfendur láta varla sjá sig á leikjunum og að jafnaði hafa verið um 300 áhorfendur á leik til þessa. Ekki er hægt að kenna Cavaleiro um hversu fáir áhorfendur hafa lagt leið sína á leikina, en Cavaleiro seg- ist hafa skýringu á því af hverju svo fáir hafi mætt á leikina. „Miðaverðið er of hátt. Efnahagsástandið hér í Portúgal er slæmt um þessar mund- ir og fólk hefur ekki efni á því að kaupa sig inn á leikina,“ segir Caval- eiro. Þess má geta að það kostar frá 600 til 1.300 kr. inn á hvern leik en sé keyptur aðgangur að fleiri en einni viðureign má fá hlutfallslega lægra verð fyrir miðann á hvern leik. „Síð- an má ekki gleyma því að fólk er að vinna á þeim tíma sem fyrsti leik- urinn hefst,“ segir Cavaleiro og bendir einnig á að Sao Joao da Mad- eira sé svokallaður „svefnbær“, margir íbúarnir vinni utan bæjarins. Krakkarnir fóru þegar gosið var búið Nokkur hundruð krakkar mættu á fyrsta leikinn sem fór fram í Sao Joao da Madeira á milli Brasilíu og Alsír. Þeim var boðið á leikinn og létu vel í sér heyra til að byrja með en eftir að þau höfðu fengið gos og sælgæti í hálfleik rann þeim mesti móðurinn og þegar kom að næstu viðureign sem var á milli Svía og Egypta voru börnin á bak og burt. „Ég reikna með að fleiri áhorfend- ur komi á leikina um helgina,“ segir Cavaleiro bjartsýnn en saknar þeirra 1.000 til 1.500 sem hann hafði fengið upplýsingar um að myndu mæta til leiks til þess að styðja við bakið á sínum mönnum. Það er hins vegar huggun harmi gegn fyrir Cavaleiro að Svíar skuli enn ekki hafa mætt á svæðið því að- eins er eitt hótel í bænum. Öll her- bergi á því eru fullbókuð blaðamönn- um og leikmönnum á meðan keppnin stendur yfir. Cavaleiro segist þakka sínum sæla fyrir að leikir Portúgals hafi ekki farið fram í hans bæ, þá hefði ekki verið hótelrými til að taka móti öllum þeim gestum sem lagt hefðu leið sína í Sao Joao da Mad- eira. AP Þýski leikmaðurinn Stefan Kretzschmar skorar mark gegn Áströlum á HM. Cavaleiro hefur ekki komið dúr á auga PAULO Cavaleiro hefur haft í mörg horn að líta undanfarna daga og verður eflaust fegnastur þeim degi þegar keppni lýkur í D-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Cavaleiro er yfirmaður framkvæmdanefndar heimsmeistaramótsins í Sao Joao da Madeira, smábæ skammt fyrir sunnan Portó, og á honum hafa öll spjót staðið þar sem margt hefur gengið á afturfótunum og honum vart komið dúr á auga frá því fyrir síðustu helgi. Á Cavaleiro hafa dunið hin ýmsu vandamál s.s. eins og að markatafla og leikklukka í íþrótta- höllinni virkuðu ekki í fyrstu leikjum keppninnar og að þak íþrótta- hallarinnar lekur sem aldrei fyrr í árlegri rigningatíð í N-Portúgal. Garcia var hjá Hamburg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.