Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur verið eflt verulega á undanförnum árum og úrræðum sem stofnunin getur gripið til í þeim til- gangi að vernda hagsmuni almennings hef- ur verið fjölgað, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra stofnunarinnar. Hann segir að með lögum um fjármála- fyrirtæki, sem tóku gildi um síðustu ára- mót, hafi Fjármálaeftirlitinu verið veitt heimild til að ákveða hærri eiginfjárhlutföll fyrir fjármálafyrirtæki í einstökum tilvik- um. Þá segir hann að sjálfstæði stofnunar- innar hafi verið styrkt með ýmsum hætti. Þannig sé það nú á hendi Fjármálaeftirlits- ins að veita og/eða afturkalla starfsleyfi fyrir fjármálafyrirtæki, þ.e. viðskipta- banka, sparisjóði, verðbréfafyrirtæki o.fl, en áður hafi ráðherra tekið ákvörðun um þetta að tillögu Fjármálaeftirlitsins. „Þessu til viðbótar eru ýmsar heimildir Fjármálaeftirlitsins nú sterkari en áður. Þannig getur stofnunin nú afturkallað hluta af starfsleyfi fjármálafyrirtækis. Ef t.d. einhverju er mjög ábótavant í verð- bréfaviðskiptum hjá stórum banka, en ann- að er í góðu lagi, þá liggur ljóst fyrir að mikill skaði myndi hljótast af því að aft- urkalla allt starfsleyfi bankans. Nú er kom- in heimild til að taka út ákveðinn hluta af starfsleyfinu. Þetta getur verið mikilvæg heimild ef rétt er á haldið,“ segir Páll Gunnar. Spurningar um verðbréfamarkaðinn Fram kemur í viðtali við Pál Gunnar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að nokkur þagnarskylda gildi um starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að stofn- unin hafi mjög víðtækan aðgang að upplýs- ingum frá þeim sem eftirlitið beinist að. Þetta kalli aftur á móti á það að þeir geti treyst því að þær upplýsingar sem Fjár- málaeftirlitinu berast með þessum hætti verði ekki gerðar opinberar og ekki nýttar í öðrum tilgangi en í eftirlit stofnunarinnar með viðkomandi. Hann segir að spurningar vakni varðandi trúnaðinn og þögnina í tengslum við verð- bréfamarkaðinn. Hugleiða þurfi hvert rétt sé að stefna í þeim efnum. „Það þarf að ræða hvort auka eigi upplýsingagjöf um niðurstöður Fjármálaeftirlitsins í málefn- um er varða verðbréfamarkaðinn,“ segir Páll Gunnar. Afturkalla má hluta starfsleyfis  Uppbyggingu eftirlitsins/B6 Aukin úrræði Fjármálaeftirlits FLESTIR, eða 60% starfsmanna Landspítala – háskólasjúkrahúss, LSH, telja að illa hafi verið staðið að sameiningu sjúkrahúsanna og telja tæp 50% að sjúklingar séu út- skrifaðir of fljótt. Um 70% starfs- manna telja of eða allt of fáa starfs- menn vinna á þeirra deild til að deildin geti tekist á við þau verkefni sem henni er ætlað að leysa. Þá telja tæp 50% að fjöldi starfsmanna sé í heldur eða miklu verra sam- ræmi við fjölda þeirra verkefna sem deildinni er ætlað að leysa nú en var fyrir sameininguna í LSH. Í flókið og margþætt þróunarverkefni sem muni taka langan tíma og sé í reynd nýhafið. Ljóst hafi verið að ef fjárhagslegur ávinningur af samein- ingu yrði einhver myndi hann skila sér seint. „Grundvallaratriði er að viðurkenna þá staðreynd að samein- ing kostar fjármagn í ótiltekinn tíma. Bregðast þarf við þeirri staðreynd með auknum fjárveitingum, a.m.k. tímabundið,“ segir í skýrslunni. Svarhlutfall í könnuninni, sem fór fram síðasta sumar, var um 50%. skýrslu sem landlæknisembættið hefur gefið út um stöðu LSH er út- tekt á sameiningu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur sem tók gildi 2. mars 2000. Í skýrslunni kemur fram að mannekla sé vaxandi og að fjár- skortur spítalans sé tilfinnanlegur. Telur tæpur helmingur starfs- manna hann vaxandi. 86% telja að deild þeirra sé ætlað heldur lítið eða allt of lítið fé til að sinna verk- efnum. Í skýrslunni segir að sameining stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé Um 50% telja sjúklinga útskrifaða of fljótt  Sjúklingar/31 60% starfsmanna Landspítala telja illa staðið að sameiningu sjúkrahúsanna Í NÓTT voru liðin 30 ár frá upp- hafi eldgossins í Vestmanna- eyjum. Eyjamenn tóku gosinu af miklu æðruleysi. Þessi merki at- burður líður þeim sem upplifðu seint úr minni. Aldavinirnir Hjálmar Guðna- son og Ólafur Gränz urðu fyrstir varir við gosið. Þeir voru á kvöldgöngu um Heimaey er þeir sáu allt í einu eldinn koma vað- andi upp úr jörðinni ekki langt fyrir framan sig. Röð atburða réð því að þeir félagar sluppu ómeiddir þessa nótt. Þeir höfðu lent á spjalli við trillukarl niður við höfn snemma í gönguferðinni og því tafist. Hefðu þeir verið fyrr á ferðinni austur á eyju hefðu þeir annaðhvort lent ofan í sprungunni eða setið fastir hin- um megin við hana. Félagarnir höfðu einnig stuttu áður á göngu sinni staldrað við í Urðarvita sem gossprungan klauf svo fljótt í sundur. Gosið kom þeim mikið á óvart og þeir, sem yfirleitt voru sammála um allt frá tveggja ára aldri, voru nú ósam- mála. Annar vildi skoða gosið nánar á meðan hinn vildi þjóta inn í bæ. Úr varð að þeir fóru inn í bæinn til að ræsa í hús- unum. Eldurinn kom vað- andi upp úr jörðinni  Eldgos í Heimaey/26 og 27 RÁÐGARÐUR skiparáðgjöf ehf. er um þessar mundir að hanna 73,8 metra langan frystitogara fyrir portúgalska útgerðarfyrirtækið Sociedade de Pesca Miraduro og hefst smíði hans nú á vordögum. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í portú- galska úthafstogaraflotanum um langt skeið. Daníel Friðriksson, skipatækni- fræðingur hjá Ráðgarði skiparáð- gjöf, segir skipið hefðbundið úthafs- veiðiskip en Portúgalarnir hafi kosið að láta einfaldleikann ráða ríkjum og haldi sig skýrt innan þeirrar fjár- hagsáætlunar sem lagt var upp með. Hann vill þó á þessu stigi ekki upp- lýsa um kostnaðinn við smíði skips- ins. Hann segir samninginn opna fyrir möguleika á sóknarfæri í Portúgal og reyndar á Íberíuskaganum. Þá er þessa dagana verið að leggja lokahönd á smíði olíuskipsins Keilis sem Ráðgarður skiparáðgjöf hann- aði fyrir Olíudreifingu ehf. Skipið er í smíðum í Sjanghæ í Kína og verður væntanlega fullklárt um næstu mán- aðamót. Þá er fyrir höndum um 40 daga sigling til Íslands og því má gera ráð fyrir að það verði komið hingað til lands um miðjan mars- mánuð. Skipið er um 103 metra langt og því eitt stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga á síðari árum og eitt stærsta verkefnið sem Ráðgarður skiparáðgjöf hefur ráðist í. Hanna togara fyrir Portúgala  Hanna togara/B12 VEGURINN út á Dyrhólaey er ófær á töluvert löngum kafla, þar sem Dyrhólaós flæðir yfir hann. Dyrhólaós er mjög hátt uppi núna vegna þess að útfall óssins er búið að vera lokað nokkuð lengi og flæðir hann orðið langt upp á tún. Bændur í Reynishverfinu sem eiga land að ósn- um, reyna oft að grafa hann út en misjafnt er hvort það tekst, og þó að það takist að fá hann til að renna í sjó, vill hann oft lokast fljótt aftur af sjógangi. Ber Dyrhólaey því nafn með rentu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ófært út í Dyrhólaey SIGURÐUR Guð- mundsson land- læknir segir í ljós koma að starfsfólk LSH sé mjög ánægt í vinnunni. Hins veg- ar sé kallað eftir skýrari stefnu- mótun og markmiðssetningu. Þetta sé góður grunnur að byggja á. Áhugasamt starfsfólk vilji láta til sín taka og hafa áhrif á hvernig spítalinn geti orðið gott háskólasjúkrahús í framtíðinni. Skýrari stefna ,,ÉG var orðinn fimmtíu og tveggja ára og 120 kíló þegar ég tók þá örlagaríku ákvörðun að við svo búið skyldi ekki standa,“ segir Ás- mundur Stefáns- son, hag- fræðingur og fyrrv. forseti ASÍ, en í nýrri bók sem hann hefur skrifað í sam- vinnu við Guðmund Björns- son lækni, lýsir hann árangr- inum af svonefndum Atkins- megrunarkúr sem hann hefur verið í frá 1987. ,,Það var ekki fyrsta skipti sem ég gerði tilraun til að megra mig en í þetta sinn skil- aði hún mér stórfelldum og varanlegum árangri. Ég var á þessum tíma kominn í 120 kíló en náði mér á tólf mánuðum niður um 36 kíló. Í dag er ég á milli 85 og 90 kíló,“ segir Ás- mundur í viðtali við Mbl. Léttist úr 120 kíló- um í 85  Léttist/30 Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir fæddist nóttina örlagaríku sem eldgosið í Vestmannaeyjum hófst. Morgunblaðið/Þorkell Eldborg 30 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.