Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 29
Á
EFNISSKRÁ Sinfóníutónleika í
kvöld eru fimm verk: Líf fyrir
keisarann eftir Glinka, Klarinettu-
konsert eftir Carl Maria von
Weber, Première Rhapsodie eftir
Debussy, Valsar, „nobles et sentimentales“ eft-
ir Ravel og Lærisveinn galdrameistarans eftir
Poul Dukas. Einleikari í verkum Webers og
Debussys er Hermann Stefánsson og hljóm-
sveitarstjóri er Alexander Vedernikov.
Nafn einleikarans, Hermanns Stefánssonar
vekur óneitanlega forvitni – ekki síst þar sem
hér er kominn fyrsti klarinettuleikari Kon-
unglegu fílharmóníusveitarinnar í Stokkhólmi
og Sinfóníettu Stokkhólmsborgar. Hermann
Stefánsson er Íslendingur; hóf klarinettunám
níu ára gamall hjá Þóri Þórssyni í Tónlistar-
skólanum á Akranesi, en fluttist ungur til Sví-
þjóðar og hélt tónlistarnáminu áfram í Piteå og
svo í Rotterdam og Los Angeles.
Auk fyrrnefndra starfa leikur Hermann
einnig reglulega með Svenska Serenaden-
samblen, Konunglega Fílharmóníublásara-
kvintettinum auk þess að vera aðjúnkt við Kon-
unglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Hann
hefur komið fram sem einleikari með öllum
helstu sinfóníuhljómsveitum Svíþjóðar og starf-
að með mörgum þekktum hljómsveitarstjórum
svo sem: Leif Segerstam, Okku Kamu og
Sixten Ehrling. Hann hefur einnig komið fram
á fjölda kammertónleika og tónlistarhátíðum.
Hermann hefur kennt á fjölda námskeiða og
komið fram sem gestafyrirlesari bæði í Svíþjóð
og víðar, meðal annars í Kína og Bandaríkj-
unum. Framundan hjá Hermanni er meðal
annars heimsókn til Sarjevo þar sem hann hef-
ur tekið að sér kennslu við Tónlistarháskóla
borgarinnar, auk þess að vera ráðinn á fjölda
tónlistarhátíða í sumar og á nokkra kamm-
ertónleika í Tónlistarhúsinu í Stokkhólmi.
Þetta er í fyrsta skipti sem Hermann Stef-
ánsson leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
En hver er maðurinn? „Ég fæddist í Reykja-
vík 1962, uppalinn á Akranesi, en er ættaður
bæði úr Dölunum og af Ströndum. Foreldrar
mínir eru Stefán Eyjólfsson og Ragnhildur
Hermannsdóttir. Föðurforeldrar mínir, Eyjólf-
ur Stefánsson og Guðlaug Guðlaugsdóttir,
bjuggu á Saurbæ í Dalasýslu, en móðurfor-
eldrar mínir eru Aðalbjörg Jónsdóttir og Her-
mann Guðmundsson sem er látinn. Þau voru
bæði mjög söngelsk, sungu í kórum, og afi hafði
sérstaklega fallega rödd. Kannski hef ég tón-
listina í mér frá þeim.“
Þegar fjölskylda Hermanns fór til Svíþjóðar
1976, var ætlunin að dvelja þar í eitt til tvö ár,
en koma svo aftur til Íslands. „Morgunblaðið
tók stutt viðtal við pabba af því tilefni og þar
var yfirskriftin að við ætluðum að vera þar í
eitt, tvö ár, en við erum öll þar enn, pabbi,
mamma og bræður mínir tveir.“
Spilaði best bak við tjaldið
Þegar Hermann hafði lokið kennaraprófi í
klarinettuleik frá tónlistarskólanum í Pietå
vildi hann reyna fyrir sér hvort hann ætti erindi
sem starfandi hljóðfæraleikari fremur en kenn-
ari, og framhaldsnámið í Hollandi og Banda-
ríkjunum skilaði honum þeim árangri. Í fyrstu
var hann hann í lausamennsku í Stokkhólmi,
ásamt því að kenna við gamla skólann sinn í
Piteå, en fékk fljótlega stöðu við Sinfón-
íuhljómsveitina í Helsingborg. Árið 1995 sótti
hann um stöðu fyrsta klarinettuleikara við
Konunglegu fílharmóníusveitina í Stokkhólmi.
„Það voru um fjörutíu manns bæði frá Norð-
urlöndunum og víðar að sem komust í prufuspil
fyrir starfið. Það fór þannig fram að hvert okk-
ar spilaði bak við tjald, þannig að dómararnir
sáu ekki hver spilaði. En ég var sá heppni, og
fékk starfið. Svona staða er aðeins laus á þrjá-
tíu ára fresti, og ég gat ekki búist við því að fá
hana – en maður veit aldrei. Ég hefði aldrei sótt
um nema af því að möguleikinn var fyrir
hendi.“
Hermann kemur ekki oft til Íslands, en
finnst hann vera mikill Íslendingur, er íslensk-
ur ríkisborgari og á sitt íslenska vegabréf. Fyr-
ir áratug hélt hann tónleika í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar með Krystynu Cortes, en
það var í fyrsta og eina skiptið sem hann hefur
leikið með íslenskum tónlistarmönnum þar til
nú. „Ég þekki þó klarinettuleikarana í hljóm-
sveitinni hér, og fleiri klarinettuleikara að auki
og ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast
hér í tónlistinni. En ég er oft spurður að því úti:
Ertu Íslendingur, þekkirðu þá ekki þennan og
þennan …en það er ekki alltaf sem ég þekki
fólk. En það er gott að koma hingað núna og
hljómsveitin er fín. Hljómsveitarstjórinn er
góður og mér líkar vel við hann.
Ópera í klarinettukonsertinum
Ég hef ekki spilað þennan Weberkonsert áð-
ur, en Debussy hef ég spilað oft og mörgum
sinnum í sinni upprunalegu gerð fyrir klarin-
ettu og píanó, aldrei áður með hljómsveit og
það er virkilega gaman að prófa það þannig.
Þessi konsert Webers er ekki ósvipaður þeim
númer eitt, léttur og það er talverð „ópera“ í
honum, sérstaklega öðrum þættinum. Þetta er
virtúósastykki en mjög létt og skemmtilegt að
hlusta á. Þetta er mín deild í tónlistinni, róm-
antík og klassík, Weber, Nielsen, Mozart og
Strauss fyrir klarinettu og fagott, og fleira í
þeim dúr. Ef ég fæ að ráða sjálfur þá spila ég
þessa tónlist.“ Hermann hefur þó líka leikið
nokkuð af nýrri tónlist og hefur gefið út ein-
leiksplötu með nýjum verkum. „Það kemur fyr-
ir að tónskáld vilji semja fyrir mig klarinettu-
konserta, en ég reyni að halda því frá mér, því
það tekur gífurlegan tíma að æfa stór ný verk.
Mér finnst gaman að spila nútímatónlist, en
platan var nóg í bili.“
Hermann lætur vel af því að vera tónlist-
armaður í Svíþjóð. Stöðu hans við Fílharm-
óníuna fylgja nokkrir aukapóstar, eins og
kennsla við tónlistarakademíuna og leikur með
Sinfóníettunni í Stokkhólmi, sem er skipuð úr-
vals hljóðfæraleikurum. „Ég gæti þó komist af
með að leika bara í hljómsveitinni, en maður vill
gera aðra hluti líka. Ég hef næg verkefni og
nóg að gera.“
Hermann segir að það hafi verið í í eitt af ör-
fáum skiptum að hann leitaði til hljómsveitar til
að fá að leika einleik, þegar hann skrifaði bréf
til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Hljómsveitin
hafði áhuga á að ég kæmi og þess vegna er ég
hér. Þetta er eiginlega eini staðurinn sem mig
hefur virkilega langað til að koma til og spila.
Amma mín Aðalbjörg kemur örugglega að
hlusta og sjálfsagt stór hópur ættingja.“
Hljómsveitarstjóri kvöldsins, Alexander
Vedernikov, sem Hermann Stefánsson lætur
svo vel af, stundaði tónlistarnám við Tónlist-
arháskólann í Moskvu, þar sem óperutónlist
var sérgrein hans. Árin 1988–90 var hann fast-
ráðinn við Stanislavksy-leikhúsið í Moskvu.
Hann var aðstoðarstjórnandi Útvarps-
hljómsveitarinnar í Moskvu 1988–95 og hefur
verið listrænn stjórnandi og aðalhljómsveit-
arstjóri Rússnesku fílharmóníunnar frá 1995.
Vedernikov hefur stjórnað fjölmörgum hljóm-
sveitum á heimsmælikvarða, og má þar nefna
Ríkishljómsveitina í Dresden, Fílharmóníu-
sveitirnar í London, Tókyó og Pétursborg, Sin-
fóníuhljómsveitinni í Montréal og Hljómsveit
breska útvarpsins, BBC, í Skotlandi. Þá hefur
hann stjórnað óperuflutningi víða, meðal ann-
ars við Scalaóperuna í Mílanó.
Svona staða er
aðeins laus á
þrjátíu ára fresti
„Ég hefði aldrei sótt um nema af því að möguleikinn var fyrir hendi.“ Hermann Stefánsson,
fyrsti klarinettuleikari Konunglegu fílharmóníusveitarinnar í Stokkhólmi, á æfingu með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. Hann leikur einleik með hljómsveitinni í Háskólabíói í kvöld.
HARALDUR Jónsson myndlistar-
maður hefur verið áberandi í íslensk-
um listheimi undanfarna áratugi. Þó
svo að myndlist teljist hans megin-
grein, hefur hann einnig komið fram
á ýmsum öðrum vettvangi, með út-
gáfu bóka, fyrirlestrahaldi, mynd-
bandagerð, og þannig mætti áfram
telja. Haraldur opnar í dag sýningu í
galleríi i8 við Klapparstíginn, og
heimsótti blaðamaður hann þar og
ræddi við hann um það sem þar ber
fyrir augu.
„Þetta snýst voðalega mikið um
skynjun okkar, mannslíkamann og
tilfinningarnar. Handverkið skiptir
máli líka,“ segir Haraldur er við
skoðum verkin sem standa á gólfinu í
galleríinu. Þau nefnast Svarthol fyrir
heimili og eru þrjú talsins, tvö fyrir
fullorðna og eitt fyrir barn. „Með
þeim reyni ég að höfða til snerting-
arinnar, heyrnarinnar og sjónarinn-
ar,“ útskýrir Haraldur. Á hann þá við
að áhorfandinn eigi að koma við,
hlusta og horfa? „Já, annaðhvort er
hægt að horfa ofan í það og sjá þá al-
gert myrkur. Eða þá hlusta ofan í það
og heyra þá ekki neitt. Það er sjald-
gæft nú á tímum að geta það.“ Þetta
eru einskonar sívalningar, gerðir úr
efni sem kallast Tex og er notað til að
hljóðeinangra hús. Blaðamaður
ákveður að prófa verkin með öllum
skynfærum, og það stendur heima.
Ekkert hvorki heyrist né sést. Og
áferðin er nokkuð sérstök – lausir
hringir sem liggja hver ofan á öðrum.
„Enginn veit auðvitað hvernig svart-
hol lítur út,“ segir Haraldur. „Með
þessu móti reyni ég að fá fram hreyf-
ingu, til að lýsa þessu fyrirbæri. Það
vegur upp á móti myndunum, sem
eru óneitanlega dálítið uppstilltar.“
Haraldur á þar við stórar ljós-
myndir sem hanga á veggjunum í
kringum svartholin þrjú, teknar í
lampabúðum og bera heitið Stjörnu-
hverfi. Hvers vegna hann kýs að stilla
þessu tvennu saman á sýningunni,
svarar Haraldur að hægt sé að lesa í
það á mörgum plönum. „En kannski
eru þetta andstæður. Þarna eru tekin
fyrir þessi útlensku ljós – því öll raf-
magnsljós á Íslandi eru auðvitað út-
lensk. Í íslenskri myndlistarsögu hef-
ur mikið verið unnið með birtu, til
dæmis í landslagi, og ég kem að
þessu sama viðfangsefni úr annarri
átt. Þetta er borgarbirta og ljósin
heima hjá okkur.“ Blaðamaður rifjar
upp annað verk eftir Harald, ljós-
mynd af ósköp hversdagslegri sýn
hérlendis í skammdeginu, lítilli
rauðri ljósaseríu í tré í myrkri. Verk-
ið ber hið snjalla heiti Artic Fruits.
„Þessar ljósmyndir hér eru í raun
framhald af því verki. Ég hef unnið
mikið með ljós og myrkur, auk til-
finninganna. Til dæmis gerði ég eitt
sinn tilfinningaveggfóður, þar sem
litróf tilfinninganna var sett upp,“
tekur Haraldur undir, en lesendur
muna kannski eftir því verki þar sem
það var á vegg bakatil á kaffihúsinu
Kaupfélaginu heitna.
En aftur í i8. Lamparnir sem birt-
ast á ljósmyndunum eru margir og
mismunandi, á sumum þeirra er
kveikt en öðrum ekki. „Alveg eins og
með tilfinningaveggfóðrið, þar sem
litróf tilfinninganna var kortlagt, eru
hér endalausir möguleikar af ljósum.
Ég vel ekki, ég tek bara myndir af
þeim,“ segir Haraldur. Drew Dan-
iels, annar meðlima Matmos, sem
auk þess vinnur um þessar mundir að
doktorsritgerð um melankólíu, skrif-
ar lítinn pistil um Stjörnuhverfin í
sýningarskrá og segir þar meðal ann-
ars: „En um leið er neytandinn þjak-
aður af því óyfirstíganlega offram-
boði sem þetta markaðstorg teflir
fram. Það að velja sér einn lampa get-
ur aldrei komið í stað þess að velja
alla lampana í búðinni ...“
Þegar blaðamaður kveður og
gengur upp Klapparstíginn, rekur
hann augun í fjölda lampa, sem
hanga úr lofti antíkbúðar ofar í göt-
unni. Þeir koma örlítið öðruvísi fyrir
sjónir en áður. Alltaf gaman þegar
myndlist breytir sýn manns á um-
hverfið.
Stafrænir fossar til útflutnings
Jón Sæmundur Auðarson sýnir
undir stiganum í i8 frá og með deg-
inum í dag. Er þar um að ræða foss í
svipuðum dúr og blasti við Reykvík-
ingum í fyrra er hann steyptist fram-
an af Morgunblaðshúsinu gamla við
Ingólfstorg, sem Jón Sæmundur átti
einnig heiðurinn af. Nema að þetta er
annar foss, nánar tiltekið fossinn í
bæjarlæknum þar sem hann var í
sveit á sínum tíma. „Sumir safna frí-
merkjum, ég safna fossum. Og hygg
á útflutning,“ segir Jón Sæmundur,
en meðal annars verður einn af foss-
um hans sýndur árið 2004 á byggingu
Sameinuðu þjóðanna í Genf. „Einar
Ben var alltaf að reyna að selja fossa,
og ég tek í raun við af honum, en á nú-
tímalegri hátt. Í raun eru þetta orðn-
ir stafrænir fossar.“
Endalausir möguleikar af ljósum
Morgunblaðið/Þorkell
Haraldur Jónsson sýnir Stjörnu-
hverfi og Svarthol fyrir heimili í
galleríi i8.
ingamaria@mbl.is
Í galleríi i8 verður opnuð sýning Haraldar
Jónssonar í dag. Inga María Leifsdóttir brá
sér niður eftir og sá svarthol og stjörnuhverfi.
Listasafn Reykjavíkur, Hafn-
arhús Egg-leikhúsið og málstofa í
praktískri guðfræði við Háskóla Ís-
lands efna til málþings um leikritið
Dýrlingagengið eftir Neil LaBute
kl. 20. Frummælendur eru Viðar
Eggertsson leikstjóri, Pétur Pét-
ursson prófessor, Bjarni Jónsson
leikskáld og dramatúrg, Sólveig
Anna Bóasdóttir doktor í guð-
fræðilegri siðfræði og Gunnar Jó-
hannesson guðfræðingur.
Ragnheiður Skúladóttir leikkona
fer með valda kafla úr Dýr-
lingagenginu.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
HINN kunni franski orgelleik-
ari Daniel Roth verður með
meistaranámskeið í orgelleik
(„Masterclass“) í Hallgríms-
kirkju á morgun, föstudag, kl. 9–
12 og kl. 15–17 og á laugardag
kl. 9–12. Þar mun hann segja
nemendum Tónskóla þjóðkirkj-
unnar og starfandi organistum
til í orgelleik. Námskeiðið er
haldið á vegum Tónskóla þjóð-
kirkjunnar í samstarfi við Félag
íslenskra organleikara og List-
vinafélag Hallgrímskirkju.
Daniel Roth er talinn framar-
lega meðal franskra orgelleik-
ara og er nú prófessor við Tón-
listarháskólann í Frankfurt am
Main og organisti við Saint-
Sulpices í París.
Námskeið
í orgelleik