Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 1
Hverjir eru bestir? Þjálfari Hauka um möguleika Íslands á HM Íþróttir 48 Þriðja kynslóðin Mögulegt að senda myndir og hljóð milli farsíma B4 Spáð í spilin Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í kvöld 35/54 KRISTILEGIR demókratar, flokkur Jan Peter Balkenendes forsætisráð- herra, styrkti stöðu sína sem stærsti flokkur Hollands í þingkosningunum í gær en mesta fylgissveiflan var þó til Verkamannaflokksins, sem beið mikið afhroð í kosningum í fyrravor. Er talin höfðu verið 98% atkvæða var staðan þannig að kristilegir, CDA, voru með 44 þingmenn og höfðu bætt við sig einum en Verkamannaflokkur- inn, PvdA, var með 42. Fékk hann að- eins 23 menn kjörna í síðustu kosning- um. Listi Pims Fortuyns var með sex menn í stað 26. Fortuyn barðist gegn auknum innflytjendastraumi en var myrtur rétt fyrir kjördag í fyrra. Frjálslyndir, VVD, voru með 28 menn og höfðu því bætt við sig fjórum. Reuters Wouter Bos, leiðtogi Verkamanna- flokksins, fagnar úrslitunum. Verkamanna- flokkur vann mestan sigur Kristilegir styrktu stöðu sína sem stærsti flokkur Hollands Haag. AP, AFP. SJÚKRAHÚS á Spáni er farið að strikamerkja alla nýbura til að koma í veg fyrir mistök. Eru fingraförin tekin strax og líka móðurinnar og þau færð inn í rafrænt strikamerki sem þau bera um úlnliðinn. Kom þetta fram á frétta- vef BBC, breska ríkisútvarpsins. Reynir T. Geirsson fæðingarlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri sett band um úlnlið og ökkla barnsins og um úlnlið móðurinnar. Á böndunum væri skráð kyn barnsins, fæðingartími þess og fæðingardagur og nafn móður og kennitala. Strikamerkt börn á Spáni TANNBURSTINN er uppfinning allra tíma ef marka má könnun, sem Tækniháskólinn í Massachu- setts hefur gert. Spurt var án hvaða uppfinn- ingar fólk gæti síst verið og sigr- aði þá tannbursti örugglega. Bar hann sigurorð af bílnum, einka- tölvunni, farsímanum og ör- bylgjuofninum og í þessari röð. Sagði frá þessu á CNN í gær. Uppfinning allra tíma SAMTÖK atvinnulífsins, SA, telja að raungengi krónunnar hafi hækk- að „ískyggilega mikið“ að undan- förnu og svo mjög að verulega sé farið að þrengja að samkeppnis- stöðu atvinnulífsins. Telja samtökin nauðsynlegt að stuðla að lækkun á gengi krónunnar með því að lækka stýrivexti Seðlabankans. Þeir séu nú alltof háir. Verðbólga sé hér nær engin, og stefni í raun í átt til verð- hjöðnunar, og mikill slaki á vinnu- markaði. Verði ekkert að gert geti atvinnuástandið orðið mjög slæmt síðar á árinu og á næsta ári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að á fyrri hluta síðasta árs hafi verið mikil framlegð í starfsemi útflutn- ingsfyrirtækja. Gengishækkunin hafi falið í sér lækkun erlendra skulda en reksturinn sjálfur ekki batnað að sama skapi. Nú séu marg- ar greinar að skila lítilli sem engri framlegð, t.d. í sjávarútvegi. Áhyggjur í fiskvinnslunni Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, tekur undir þetta með Ara Edwald og finnur fyrir auknum áhyggjum í grein sinni og hjá útflutningsfyrir- tækjum almennt. Menn séu þó ekki farnir að huga eitthvað frekar að flutningi fiskvinnslunnar úr landi. Arnar segir að sterk staða krón- unnar orsaki minni framlegð um leið og rekstrarkostnaður standi í stað eða aukist. Þetta sé „virkilega farið að bíta í“ fyrirtækin. Í gögnum frá SA kemur fram að verðbólgan á síðasta ári, án hús- næðis, var 0,3% en var 1,4% að með- töldum fasteignamarkaðnum. Á sama tíma hækkuðu raunvextir úr 2% í rúm 4% en lækkuðu í Noregi og á evrusvæðinu. Vextirnir í Nor- egi halda áfram að lækka en norski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti sína um 0,5%. Megin- ástæðan er sögð gengisstyrking krónunnar. Ari Edwald segir að þróun raun- vaxta hér í samanburði við önnur lönd hljóti að koma mörgum á óvart. Samtökin hafi orðið miklar áhyggj- ur. Gengishækkunin sé „ískyggilega mikil“ og þörf sé á vaxtalækkun. „Við teljum óeðlilegt að halda vöxtum það háum að þeir stuðli að háu og hækkandi gengi krónunnar. Þetta gerist í umhverfi þar sem verðbólga er lítil og nánast engin, eiginlega er stefnan í átt til verð- hjöðnunar. Mikill slaki er á vinnu- markaði og atvinnuástandið fer því miður mjög hratt versnandi. Við höfum töluverðar áhyggjur af þeirri þróun á næstu vikum og mánuðum og að það geti versnað enn frekar. Vissulega bendir sitthvað til meiri umsvifa í samfélaginu síðar en nokkur tími er þangað til að það gerist,“ segir Ari og á þar við fyr- irhugaðar stóriðjuframkvæmdir. Ískyggileg gengishækkun – þörf á lækkun vaxta Stefnir í versnandi atvinnu- ástand og jafnvel verðhjöðnun að mati Samtaka atvinnulífsins                                                ! #  $                   #  ! $        Vaxandi áhyggjur/12 Norski seðlabankinn/B4 MIKLAR vetrarhörkur undanfarinna daga hamla ekki dyggum sund- laugargestum frá því að stunda sína reglulegu líkamsrækt. Þessi sund- kappi synti af sér kuldann af miklum móð í Kópavogslaug í gær. Sund- þjálfarinn sem stendur álengdar öfundar eflaust nemendur sína sem eru öruggir í hlýju laugarinnar meðan hann þarf að hírast úti í frost- inu. Syndir af sér kuldann Morgunblaðið/Golli ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, og tölvufyrirtækið IBM hafa gert með sér samkomulag um markaðs- setningu tæknibúnaðar, sem byggist á hugbúnaðar- kerfi ÍE, sem auðveldar notkun erfðafræði við lyfjaþróun. Með því að tengja upplýsingar um erfða- mengi mannsins við sjúkdóma er einnig stefnt að því að með kerfinu megi bæta sjúkdómsgreiningu og auðvelda læknum að ákveða meðferð. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, telur ekki að fyr- irtækið sé komið í samkeppni við sjálft sig með því að veita keppinautum aðgang að hugbúnaði sem fyr- irtækið hefur þróað og notað með mjög góðum ár- angri. Hann segir samninginn gríðarlega mikilvæg- an, hagnaður ÍE gæti orðið umtalsverður en IBM áætli að árlega seljist hugbúnaðurinn fyrir um 100 milljónir dollara. Hann segir þörfina fyrir að fá aðgang að tæki til að rýna í gögn í tengslum við rannsóknir í erfðafræði sífellt að verða meiri og því sé það mat IBM að markaður fyrir hugbúnaðinn sé stór. Samstarf fyrirtækjanna felur í sér markaðssetningu á samhæfðum vél- og hugbúnaði og þjónustu til að halda utan um og greina arfgerða-, ætt- fræði- og heilsufarsupplýsingar. Kerfið er hannað til að mæta þörfum líf- tækni- og lyfjafyrirtækja, annarra rannsóknastofa og heilsugæslu og verð- ur fáanlegt á miðju þessu ári. ÍE OG IBM HEFJA SAMSTARF UM SÖLU HUGBÚNAÐAR  Auðveldar notkun/12 STOFNAÐ 1913 21. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.