Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Heimaland, Arnarfell, Gissur og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Nattoralik kom í gær, Selfoss fór í gær. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13 bók- band, kl. 14–15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið op- ið mánu- og fimmtu- daga. Fimmtudagur: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15-16 bókaspjall, kl. 17-19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 hár- greiðslustofan opin, að- stoð við böðun og opin handavinnustofa, kl. 9.30 danskennsla, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 14 söngstund, kl. 15 kaffiveitingar. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 morg- unkaffi, kl. 9–12 bað- þjónusta, kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími, kl. 15.15 dans hjá Sig- valda. Hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–14. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Nýir félagar velkomn- ir. Upplýsingar gefur Þráinn í síma 545 4500. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt kl. 10, bingó kl. 13.30. Aðgöngumiðar á þorrablótið verða seld- ir í dag og á morgun kl. 13–17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13 og brids fyrir byrj- endur kl. 19.30. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12. Uppl. í s. 588 2111. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni í Fella- og Hólakirkju, frá hádegi spilasalur opinn. Myndlistarsýn- ing Árna Sighvatsson- ar stendur yfir. Allar upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler og postulínsmál- un, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, leiðbein- andi á staðnum, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaum- ur, kl. 10 boccia, kl.13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir, og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13– 16 kóræfing og mósaik, kl. 10.30 fyrirbæna- stund. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9. 30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia æfing, kl. 11.30 matur, kl. 13 handmennt al- mennt og frjáls spil, kl. 14.30 kaffi. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.39 tafl. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Kvenfélag Kópavogs Fundur í kvöld kl. 20 í Hamraborg 10. Mál- efni félagsins. Upp- lestur. Kaffiveitingar. Í dag er fimmtudagur 23. jan- úar, 23. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Andinn opinberast í sér- hverjum til þess, sem gagnlegt er. (I. Kor. 12, 7.) DAVÍÐ Oddsson munekki syngja neina sálma í kosningunum í vor ef marka má mál- flutning hans á Alþingi á þriðjudag. Það verða spil- aðar sinfóníur með til- þrifamiklum aríum. Og nú vita allir hver stefin verða í þeirri hljómkviðu; styrking hagkerfisins, mikill hagvöxtur, lítið at- vinnuleysi, sterkari rík- issjóður, öflugri byggð og betri lífskjör. Þetta eru gamalkunn stef sem oft hafa hljómað áður. En Kárahnjúka- tilbrigðið er nýtt af nál- inni eftir nokkra stífa samningalotu undanfarna mánuði. Verið er að fín- pússa það og að því loknu verður stóriðjusöngurinn vinsælasta lagið á stjórn- arheimilinu.     Þrátt fyrir mikla ágjöf áFramsóknarflokkinn, og auðvitað Samfylk- inguna í borgarstjórn, síð- ustu vikurnar hafa þessir virkjunartónar ekki náð að yfirgnæfa mótmæli umhverfisverndarsinna. Hinn lágstemmdi formað- ur framsóknarmanna, Halldór Ásgrímsson, hef- ur ekki gripið tónsprot- ann og sveiflað framan í þingflokkinn og stuðn- ingsmenn hans. Flokk- urinn mælist með lítið fylgi í skoðanakönnunum og ráðherrar virðast í vandræðum með að rétt- læta gjörðir sínar. Þennan vandræðagang mun hinn skeleggi Ög- mundur Jónasson, þing- maður Vinstri grænna, hafa ætlað að nýta sér í þingsal í utandagskrár- umræðum á Alþingi á þriðjudag. Krafðist hann svara um til hvaða að- gerða yrði gripið í skyndingu til að bregðast við ofhitnun hagkerfisins – eins og allt væri að fara í kalda kol.     Þessi viðbrögð Vinstrigrænna leiða hugann að því hvort vinstrimönn- um sé hreinlega treyst- andi fyrir stjórnun efna- hagsmála á Íslandi næstu fjögur árin. Handahófs- kennd upphlaup með dómsdagsupphrópunum er ekki sérlega traust- vekjandi boðskapur. Fum og fálm í allar áttir ef ein- hverjar tölur efnahags- lífsins fara af stað upp. Það helgast e.t.v. af því að þetta sama fólk var ekki vant því að sjá uppgang þegar það sjálft sat við stjórnvölinn og því má ætla að viðbrögðin séu eðlileg. Vinstrimenn breytast seint þótt rauða pappírnum sé skipt út fyr- ir grænan. Innihaldið er hið sama.     Það var því formaðurSjálfstæðisflokksins sem sveiflaði tónsprot- anum framan í þingheim og stóriðjusöngurinn skil- að sér inn í stofur lands- manna í fréttatímum ljós- vakamiðlanna. Mörgum sem fannst mótmælasöng- urinn nokkuð frambæri- legur rauluðu nú með. Í framtíðinni taka fram- sóknarmenn hressilega undir stóriðjusönginn en bakraddarsöngl Ögmund- ar hefur falskan tón. STAKSTEINAR Stóriðjusöngur Víkverji skrifar... VÍKVERJI fær með reglulegumillibili á heilann næsthæsta fjall heims, K2, og er í einu slíku kasti þessa dagana. Að ástæðulausu eins og venjulega. Fjallið er alræmt fyrir tíð dauðsföll og nær upp í 8.611 m hæð í Karakoram-fjallgarðinum í Pakistan. Sumum finnst þetta ekki merkilegt örnefni, K2, en K-ið stendur fyrir Karakoram (svartur klettur) og 2 fyrir númer tindsins meðal annarra K-tinda á þessu svæði samkvæmt fyrri tíðar land- mælingum. Þessi númeraröð mun þó vera í einhverjum ruglingi. Fjallið á sér ýmis önnur heiti, s.s. Kechu, Chogori, Dapsang o.fl. en K2 hefur fest við það og þar við situr. Þessi ör- nefnastefna virkar undarlega á Ís- lendinga sem elska falleg örnefni, en bíðum við; í Surtsey (sem verður fer- tug á þessu ári) eru nokkrir hellar sem eiga sér nöfn, ekki hljómmikil hellanöfn, heldur SU-1 og áfram. Á K2 munu um 200 manns hafa komist á 49 árum. Til samanburðar hafa 1.000 klifrarar komist á Ever- est á nærri jafnlöngum tíma. Fjall- ganga á K2 er gríðarlega áhættusöm vegna snjóflóða, storma, bratta, kulda og súrefnisleysis. Ótrúlega hátt hlutfall þeirra sem komast á tindinn deyr á niðurleiðinni svo varla er þetta nein skemmtiganga í þunna loftinu. Það hlýtur samt að koma að því að Íslendingur reyni við fjallið. Víkverji er með það á hreinu að þeir eru þó- nokkrir sem gætu komist á tindinn og lifandi til baka ef veðrið spillti ekki fyrir. Víkverji hefur aðeins einu sinni heyrt íslenskan fjallgöngu- mann tala um K2 sem hugsanlegt takmark sitt en að öðru leyti virðist enginn vera að pæla í því. Það yrði samt meiriháttar áfangi í íslenskri fjallgöngusögu þegar þar að kæmi. Að sigrast á fjalli sem nefnt hefur verið „Drápsfjallið“ og fleiri álíka aðlaðandi nöfnum er ekki ónýtt. Og það vantar ekki dugnaðinn í fjalla- mennina. Haraldur Örn Ólafsson er nýbúinn að setja heimsmet í fjall- göngum og er á leiðinni á hæsta fjall Eyjaálfu. Svo er alltaf þónokkur um- ferð á Esjunni um helgar. Já, Esjan, eitt sinn sagði björgunarsveitar- maður að sveitir hans væru oftast kallaðar út vegna göngufólks á Esju. „Ótrúlega vanmetið fjall,“ sagði hann og átti við óhöppin sem verða þegar fólk áttar sig á því of seint að Esjan er kannski ekki alveg eins sakleysislegt bæjarfjall og ætla mætti. En þetta var útúrdúr. Til að forðast misskilning svona í lokin þarf að koma því á framfæri að það var ekki Haraldur Örn sem var að pæla í K2. AP Sherpar á björgunaræfingu. Dýrahald Kettlinga vantar heimili FIMM átta vikna kettlinga vantar góð heimili. Tveir eru gráir og þrír svartir. Hafið samband við Ástu í síma 847-9557 eða 587- 8119. Kettlingar gefins FJÓRA fallega og káta kettlinga vantar heimili. Þeir eru níu vikna núna en verða tilbúnir að flytja að heiman um 10 vikna. Upplýsingar gefur Lísa í síma 661-8188. Tapað/fundið Lítið Sony-útvarps- tæki tapaðist LÍTIÐ Sony-útvarpstæki tapaðist hinn 19. janúar sl. í Norðurleiðarrútu frá Blönduósi að Miklubraut. Tækið var með heyrnartól- um. Það gæti hafa dottið þegar eigandinn fór úr rút- unni við Miklubraut. Ef einhver hefur fundið það vinsamlegast hafið sam- band í síma 824-1879. Hvít perlufesti tapaðist TAPAST hefur hvít perlu- festi á bílastæðinu við Smáralind að kvöldi 20. desember sl. Festin er 2–3 cm breið. Hennar er sárt saknað. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 431- 1865. Lítill, brúnn bangsi í óskilum LÍTILL, brúnn bangsi í rauðri prjónapeysu og hvít- um sokkum, fannst mánu- daginn 20. janúar sl. um fimmleytið á Háaleitis- braut á móts við Olís bens- ínstöðina. Ef einhver kann- ast við bangsa litla má hinn sami hringja í síma 588- 1364. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 lok, 4 hjálp, 7 handa- skömm, 8 myntin, 9 reið, 11 hluta, 13 vaxa, 14 funi, 15 hnött, 17 viðauki, 20 ílát, 22 giskaðu á, 23 um- ræða, 24 hlaupi, 25 nem- ur. LÓÐRÉTT 1 rás, 2 gufa, 3 tungl, 4 skemmtun, 5 býður birg- inn, 6 hugleysingi, 10 bleyða, 12 álít, 13 ill- gjörn, 15 vísur, 16 málm- blanda, 18 læsir í tönn- um, 19 kastar tölu á, 20 hnífur, 21 drasl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 rugludall, 8 gersk, 9 læðir, 10 uml, 11 tetur, 13 afann, 15 hross, 18 hlekk, 20 ver, 22 fitla, 23 ekrur, 24 rúmfastur. Lóðrétt: 2 umrót, 3 lýkur, 4 della, 5 leðja, 6 ógát, 7 hrín, 12 uns, 14 fól, 15 heft, 16 oftrú, 17 svarf, 18 hress, 19 eirðu, 20 kúra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 ÉG las í Velvakanda hinn 17. jan- úar sl. um flugeldaæði landsmanna. Ég, kærastan mín, fjölskyldan mín, fjölskyldan hennar og ættingjar eigum mjög erfitt með að skilja það, hvernig fólk getur látið það berast í blöðin að landsmenn séu komnir með leið á flugeldaæðinu og það sé kominn tími til að banna það. Gamlárskvöld er síðasta kvöld ársins sem maður upplifir með vin- um sínum og ástvinum. Okkur finnst ekkert rangt að kaupa litaglaða flugelda, falleg blys og stjörnuljós handa krökk- unum. Best er að hafa það hugfast að gamlárskvöld er síðasta kvöld árs- ins og á því kvöldi eru landsmenn að kveðja gamla árið með því að skjóta upp flugeldum og taka á móti nýja árinu. Það leynir sér ekki að flugeld- arnir sem sumir vilja kalla ógnvald, hleypa mikilli hamingju í smá sem stór hjörtu landsmanna. Þrettándinn kemur, brennur eru kveiktar, álfar og huldufólk dansa, börnin langar á brennu. Ég skil ekki fólk í okkar þjóð- félagi sem vill banna flugelda. Hvað kemur til, hvers vegna? Flugeldar eru einu sinni á ári, kannski tvisv- ar. Þeir veita fólki sem líður illa birtu í líf sitt. Flugeldar geta gert kraftaverk, sérstaklega fyrir fólk sem þarf að láta í minni pokann eða á við önnur vandamál að stríða. Ég held við verðum að viður- kenna það að landsmenn vilja flug- elda. Meirihluti landsmanna fór út að kaupa sér flugelda til þess að kveðja árið 2002. Gríðarlega góð sala var á flugeldum það árið. Ég er viss um að ef við fáum eins gott veður þegar við kveðjum árið 2003 verður enn meira skotið upp. Kveðja, Engilbert. Flugeldaæði landsmanna Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.