Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ var mjög gaman í Venesúela og ég upplifði eng- ar óeirðir en gosleysið kom einna verst við mig,“ segir Baldvin Blær Oddsson, 18 ára Kópavogsbúi, sem fór sem skiptinemi á vegum AFS til Venesúela í haust með nær ársdvöl í huga en varð að koma heim fyrir jól vegna ástandsins í landinu. Honum, eins og öðrum sem voru í landinu, verður bættur skað- inn og fer hann til Argentínu í mars. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Ís- landi, segir að árlega dvelji um 110 íslenskir unglingar á aldrinum 15 til 18 ára erlendis á vegum samtakanna en um 40 erlendir nemendur komi hingað til ársdvalar í ágúst á hverju ári. Nú sé verið að taka á móti umsóknum um dvöl í 28 löndum í fjórum heimsálfum í sumar og haust, en krakkarnir geti valið um ársdvöl, hálfsársdvöl, þriggja mánaða dvöl eða 4 til 6 vikna sumardvöl. „Frá janúar og fram til mars fara 18 ungling- ar frá okkur til Argentínu, Ástr- alíu, Brasilíu, Frakklands, Japans, Kosta Ríka, Malasíu og Paragvæ en við vorum með helgarnámskeið fyrir þá og foreldra þeirra í byrjun mánaðarins, þar sem við bjuggum þá undir dvöl í öðrum menningar- heimum.“ Styrkir í boði AFS hafa starfað á Íslandi í 46 ár, en þetta eru alþjóðleg sjálf- boðaliðasamtök sem starfa á sviði alþjóðlegrar fræðslu og samskipta í 54 löndum með það að markmiði að víkka sjóndeildarhring fólks, veita því alþjóðlega menntun og auka þannig þekkingu og skilning milli þjóða. Þátttökugjald fyrir 10 til 11 mán- aða dvöl er frá 571.000 til 611.000 krónur fyrir utan ýmsan kostnað eins og lækniskostnað, vasapening o.fl., um 500.000 kr. fyrir rúmlega 5 mánaða dvöl og um 300.000 kr. fyrir þriggja mánaða dvöl í Evr- ópu, en ýmsir styrkir eru í boði. Í sumar veitir Íslandsbanki t.d. tvo 125.000 kr. styrki vegna dvalar í Suður-Ameríku eða Austur- Evrópu, og einn 100.000 kr. styrk- ur er veittur vegna ársdvalar í Indónesíu. Í haust voru fjórir íslenskir nem- ar í Venesúela en Petrína segir að vegna ástandsins í landinu hafi al- þjóðaskrifstofa AFS ákveðið að láta alla skiptinema á vegum samtak- anna fara þaðan. „AFS leggur allt- af megináherslu á öryggi þátttak- enda. Verkfallið hafði staðið lengi og engar breytingar fyrirsjáan- legar. Vöruskortur var farinn að segja til sín, allir skólar lok- aðir sem og stofnanir og versl- anir og mikil harka á milli stríðandi fylkinga. Nemarnir voru ekki allir varir við ástandið og því ekki tilbúnir að fara en því er ánægjulegt að geta boðið þeim tækifæri til að fara til annars lands í staðinn.“ Mikil reynsla Baldvin Blær segir að hann hafi oft velt því fyrir sér að gerast skiptinemi og hafi loks látið verða að því eftir að hafa lokið fjórum önnum við Menntaskólann í Kópavogi. „Mig langaði til að brjóta upp námið og fara í eitthvað annað nám. Suður-Ameríka var fyrsta val en dvölin varð styttri en til stóð.“ Baldvin var í Maracaibo, þar sem búa um tvær milljónir manna, og segir að ástandið hafi ekki verið svo slæmt í borginni þegar hann fór þaðan fyrir jól. „Það var reyndar orð- ið erfitt að fá bensín og um 12 tíma biðraðir eftir því. Inn- fluttar vörur voru líka af skornum skammti og bjórinn var að klárast auk þess sem allt gos var búið. Hins vegar trúði ég því ekki fyrst að ég yrði sendur heim og hélt að menn væru að grínast.“ Í byrjun mars fer Baldvin til Arg- entínu og verður þar í nokkra mán- uði. „Það var fúlt að þurfa að fara svona snemma frá Venesúela en gott að fá að fara til Argentínu í staðinn. Ég var búinn að leggja mikinn pening í þetta og því hefði verið lítið að fá aðeins þrjá mánuði en alþjóðaskrifstofunni bar samt ekki skylda til að bæta okkur þetta.“ Baldvin segir að hann hafi öðlast mikla reynslu. „Þetta var skemmti- legt, Suður-Ameríkubúar eru opn- ari en Íslendingar og það er auð- velt að kynnast fólki.“ Um 110 íslenskir unglingar erlendis á vegum AFS á hverju ári Gosleysið verst í Venesúela Morgunblaðið/Kristinn Kópavogsbúinn Baldvin Blær Oddsson var í Venesúela í haust og fer til Argentínu í mars. NEMENDUR eldri en 20 ára þurfa að greiða rúmlega fimmfalt hærra skráningargjald en þeir sem eru inn- an við tvítugt vegna fjarnáms við Fjölbrautaskólann við Ármúla, en sama gjald var fyrir alla fyrir ára- mót. 27 ára nemandi, sem ætlaði í námið í janúar, segist ekki hafa haft efni á því, en skólameistari segir gjaldið í samræmi við lög og reglu- gerðir. Bryndís Steinunn Brynjarsdóttir segir að það sé mjög ánægjulegt að almenningi skuli vera boðið upp á fjarnám og nokkur hækkun á milli ára sé eðlileg, ekki síst í FÁ, þar sem um tilraunaverkefni hafi verið að ræða, en hækkunin hafi verið alltof mikil. Hún hafi ætlað að byrja í fjar- námi við FÁ í janúar en segir að skráningargjaldið hafi hækkað nán- ast á einni nóttu og hún hafi ekki haft efni á því. „Fyrir áramót kostaði 9 eininga nám 4.250 krónur en nú 23.000 krónur fyrir eldri en 20 ára. Hækkunin var ekki tilkynnt fyrr en rétt fyrir skráningu og það var of seint fyrir mig.“ Kostnaði við kennslu var borið við þegar hækkunin var réttlætt, að sögn Bryndísar. „Í skólanum var mér bent á reglugerð um hvernig reikna eigi út kennslukostnað, en þar er vísað til leigu á húsnæði, hita, raf- magns og þrifa, en mér finnst ósann- gjarnt að nemandi sem kemur ekki í skólann þurfi að borga fyrir þessa þætti. Skólameistarinn segir að þetta gjald sé lægst í Ármúlaskóla en til dæmis í VMA þarf að greiða um 41 þúsund fyrir 9 einingar en standist nemandi prófin fær hann endurgreitt og þá standa eftir 4.250 krónur.“ Bryndís segir að ekki séu til neinar reglugerðir um fjarnám. „Þetta er allt öðruvísi nám en dagskóli og kvöldskóli og ofan á skráningargjald- ið bætist síðan kostnaður vegna yf- irsetu kennara í prófum.“ Í samræmi við lög Sölvi Sveinsson, skólameistari FÁ, segir að fjarnám 49 nemenda hafi hafist við skólann haustið 2001. Frá 1999 til 2001 hafi FÁ verið þróunar- skóli í upplýsingatækni og það mark- mið hafi verið sett upp að bjóða upp á fjarnám í öllum áföngum. Vorið 2001 hafi verið rúmlega 100 nemendur í fjarnámi og þá hafi kviknað sú hug- mynd að bjóða upp á fjarnám allt ár- ið. Heimild frá menntamálaráðu- neytinu hafi fengist til að bjóða upp á þetta og kostnaður nemenda hafi ein- ungis verið fólginn í 4.250 kr. innrit- unargjaldi fyrir hverja önn. „Það komu um 700 manns í sum- arfjarnámið og rúmlega 1.100 í haust.“ Hann segir að þegar dæmið hafi verið gert upp hafi komið í ljós að rúmlega helmingur nemanna hafi verið nemendur í framhaldsskólum en hinir utan þeirra. „Þegar við fór- um að ræða við ráðuneytismenn um framhaldið fannst þeim eðlilegt að um þetta giltu sömu reglur og um skólahald með hefðbundnu sniði. Það er að segja að nemendur í venjuleg- um dagskóla greiða innritunargjald og efnisgjald. Nemendur í kvöld- skóla og öldungadeildum greiða allt að þriðjungi kennslukostnaðar.“ Sölvi bendir á að a.m.k. 2.000 manns séu í öldungadeildum og þeir greiði allt að þriðjungi kennslukostn- aðar. „Ráðuneytismönnum fannst að það væri í samræmi við lög og reglu- gerðir að nemendur á öldungadeilda- aldri í fjarnámi greiddu samskonar gjald. Það er ástæðan fyrir því að gjaldið hækkar.“ Að sögn Sölva taka nemendur í fjarnámi engan þátt í rekstrarkostn- aði vegna húsnæðis, rafmagns, hita og svo framvegis. „Þetta er bara hluti af kennslukostnaði.“ Fjarnám rúmlega fimm sinnum dýrara fyrir 20 ára og eldri Varð að hætta við námið vegna aukins kostnaðar ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á ódýrasta eldsneytið á landinu í Stykkishólmi. En svona er staðan í gær, miðvikudag. Lítrinn af bensíni kostaði í Stykkishólmi í 88,20 kr. og var það 10 króna af- sláttur af hverjum lítra. Sama átti við um dísilolíu, þar einnig um 10 króna afslátt á hverjum lítra og kostaði hann 36,10 krónur. Ástæðan fyrir því að Olís var að bjóða Hólm- urum svona kostakjör var að tekinn var í notkun nýr kortasjálfsali Olís í Stykkishólmi. En það var meira en bensín sem er á góðum kjörum hjá Olís, því boðið var upp á kaffi og meðlæti. Starfsmenn bensínstöðvar- innar höfðu í nógu að snúast enda notfærðu bæjarbúar sér tilboðið og lærðu á nýja kortasjálfsalann. Til- boðið stóð því miður bara einn dag því Olísmenn töldu að Hólmarar þyrftu ekki lengri tíma til að læra á nýjungarnar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það tók Guðmund Ágústsson ekki langan tíma að kenna Högna Bærings- syni á nýja kortasjálfsalann og fékk hann að launum bensín á góðu verði. Bensín á útsölu Stykkishólmi. Morgunblaðið. KARLMANNI á þrítugsaldri sem var á mánudagskvöld úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa framið kynferð- isbrot gegn ungri konu var sleppt um sólarhring síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík þótti ekki ástæða til að halda honum lengur og er hann ekki lengur grunaður um verkn- aðinn. Að sögn Sigurbjörns Víðis Grét- arssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, kærði konan brotið í byrjun árs. Rannsókn lög- reglu leiddi síðan til þess að grun- ur féll á manninn og var hann handtekinn á mánudagsmorgun og úrskurðaður í vikulangt gæslu- varðhald. Á þriðjudagskvöld var ljóst að ekki var ástæða til að halda honum lengur, honum var sleppt og er hann ekki grunaður um brotið. Manni sleppt úr gæsluvarðhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.