Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ...fegurð og ferskleiki Ókeypis KARIN HERZOG „OXYGEN BAR“ fimmtudag, föstudag og laugardag Í Hollywood eru „OXYGENS BARS“ þar sem stjörnurnar koma í „MINI FACIALS“ frá KARIN HERZOG og endurheimta ferskleikann eftir strangar upptökur. Nú gefst þér líka tækifæri að prófa án endurgjalds, svo komdu og leyfðu okkur að dekra við þig. Pantaðu tíma í Snyrtivörudeild Hagkaups Smáralind, sími 530 1000. Á sama tíma bjóðum við glæsilegan kaupauka, þegar keyptir eru tveir hlutir í Karin Herzog. Súrefnisvörur Karin Herzog Snyrtistofan Salon Ritz, Laugavegi, býður upp á bæði stuttar og langar súrefnismeðferðir. www.karinherzog.ch HVERNIG hefði Ísland litið út ef tekin hefði verið mynd af því úr gervitungli síðla sumars árið 874 í þann mund að Ingólfur Arnarson hrökklaðist út til Íslands og nam hér land? Kannski dytti flestum í hug að nefna að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og Ari fróði segir. En færrum myndi þó detta í hug að Þingvalla- vatn hafi verið nánast eins og Jök- ulsárlón er núna, Vatnajökull klof- inn í tvennt og staðir á borð við Eyrarbakka og Stokkseyri á kafi lengst úti í sjó. Þetta er þó meðal þeirra útlína sem greina má á tölvugerðri mynd sem Hrafn Gunnlaugsson gerði þegar hann renndi augunum nær 1130 ár aftur í tímann í þann mund sem landið byggðist. Mynd- in varð til vegna vinnu við kvik- myndina, Ísland í öðru ljósi, sem frumsýnd verður nú um páskana. Hrafn er höfundur og leikstjóri en Ari Kristinsson sá um tölvu- og myndvinnslu. Í kvikmyndinni reynir Hrafn að draga upp mynd af því hvernig Ísland hefur breyst frá landnámi og hvaða þátt menn og hvaða þátt náttúran hafa átt í að móta ásjónu landsins. Hrafn segist sömuleiðis beina sjónum sínum að búferlaflutningum, flótt- anum úr sveitunum og myndun þéttbýlis og hvernig ný samskipta- og samgöngutækni geti breytt bú- setu og lifnaðarháttum. „Ég hef,“ segir Hrafn, „verið að vinna að myndinni í tvö ár en til þess að reyna að átta okkur á því hvernig landið hefur breyst frá því menn settust hér að reyndum við að ímynda okkur að við gætum skoðað landið úr gervitungli um það leyti sem Ingólfur nam land. Það var engan veginn létt eða auð- velt verk og það er raunar alveg ársvinna á bak við þessa „gervi- tunglamynd“ af landinu. Við höfð- um samband við fjöldann allan af stofnunum og listamönnum en hann Ari á þó mestan heiður af gerð gervitunglamyndarinnar.“ Hrafn segir þá félaga hafa kynnt sér jökla, skógarþekjur, vatnsþekjur, eldgosaþekjur, land- ris og landsig, sjávareyðingu á ströndum o.s.frv. Hann minni að þeir hafi skoðað ein hundrað at- riði eða þætti til þess að geta gert myndina. „En slík mynd verður alltaf huglægt verk. Við reyndum þó að gera gervitunglamyndina okkar sem vísindalegasta án þess að fara út alger smáatriði því það má endalaust deila um þau. En satt að segja hefðum við ekkert á móti því að það kæmu fram ábend- ingar um að okkur hefði einhvers staðar orðið á í messunni því við munum halda áfram að vinna í henni þangað til að frumsýningu kemur. Við hugsuðum okkur að myndin af Íslandi væri tekin í ágúst, það er stórstreymt og há- flæði þegar smellt var af en þegar fjaraði út kæmi kannski aðeins fleiri brúnir fram hér og þar. En það er engu að síður skemmtilegt að sjá hversu hún líkist miðalda- kortum af Íslandi.“ Breytingarnar sem verða af nauðsyn Efni kvikmyndarinnar? „Í Ís- landi í öðru ljósi reyni ég að skoða hvernig landið hefur breyst og hvað sambúðin við manneskjuna hefur þýtt. Menn tala stundum um rask og kannski eyðileggingu. En á það orð yfirleitt nokkurn rétt á sér? Verða breytingarnar ekki af nauðsyn og stundum illri? Menn hafa auðvitað þurft að nýta landið á hverjum tíma og þannig hurfu t.d. skógarnir af illri nauðsyn. En í kvikmyndinni reyni ég ekki að finna sökudólga eða berja bumbur heldur erum við, alveg eins og ég gerði í myndinni Reykjavík í öðru ljósi, að velta upp hugmyndum og spurningum. Við látum öðrum eft- ir að svara en spyrjum einfaldlega hvers vegna lítur þessi staður svona út.“ Hrafn bendir í þessu sambandi á að Þingvellir séu að miklu leyti manngerðir. „Og Morgunblaðið kallaði Elliðavatn risavaxinn vatnstank í útjaðri Reykjavíkur í grein árið 1917, ef mig minnir rétt. Þessi útivistarparadís Reykjavíkur er uppistöðulón og nær algerlega manngerður stað- ur. Og nú deila menn um hversu nærri lóninu byggð megi rísa. Að sögn sérfræðings sem er að rann- saka lónið Elliðavatn mun það fyll- ast á næstu 60 til 80 árum. Það eru svona hlutir sem við leikum okkur að. Hvaða staðir eru nákvæmlega eins og þeir voru í upphafi? Í kvikmyndinni skoðum við einnig atvinnuhættina, spyrjum spurninga á borð við þá hvort til sé nokkuð sem heitir flótti úr sveitunum, eru þetta ekki bara eðlilegir búferlaflutningar með breyttum lífsháttum?“ Gervitunglamynd af Íslandi árið 874 Gervitunglamynd Hrafns af Íslandi þegar Ingólfur Arnarson kom hingað út síðla sumars árið 874. AÐKOMUGÖNGIN vegna Kára- hnjúkavirkjunar eru orðin um 150 metrar að lengd en þegar allt er um garð gengið verða þau 720 metrar. Nokkurt misgengi jarðlaga kom í ljós við gangagerðina og hefur það hægt á framkvæmdum en að sögn Rúnars Ágústs Jónssonar, staðarstjóra Ís- lenskra aðalverktaka, kemur mis- gengið ekki á óvart. „Við áttum von á misgengi sem þessu og gerðum ráð fyrir því. Við erum að fara í gegnum móberg og þess vegna er alltaf von á misgengi. Stundum er lítið af mis- gengi í móberginu en stundum mikið. Við erum rétt að byrja og vonandi verður ekki oft misgengi á vegi okk- ar.“ Rúnar sagðist eiga von á að nú færi að sjá fyrir endann á misgenginu. „Við erum alveg samkvæmt áætlun. Frostið skiptir líka einhverju máli en við áttum auðvitað von á því svo það kemur okkur heldur ekki á óvart.“ Framkvæmdir við Kárahnjúkagöng Verkið á áætlun þrátt fyrir frost FRAMKVÆMDIR til að verja ágang landrofs við Jökulsá á Breiða- merkursandi hefjast síðar í vetur, en Vegagerðin hefur óskað eftir tilboð- um í gerð og styrkingu brúarstæðis á þjóðvegi eitt hvort sínum megin ár- innar. Tilboð verða opnuð um mán- aðamótin og er stefnt að því að verk- ið verði unnið í vetur og vor en skal því vera að fullu lokið 1. júní 2004. Um er að ræða styrkingu rofvarn- ar á samtals 1.000 metra löngum ár- bakka, gerð tveggja grjótþröskulda þvert yfir farveg árinnar og gerð 240 metra varnargarðs austan megin hennar. „Þarna er verið að styrkja brúarstæðið hvort sínum megin, grjótverja í kringum brúna og styrkja farveginn. Það ást úr þessu í haust,“ segir Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinar á Höfn. Segir hann að grjótþröskuldurinn verði settur til að varna því að far- vegur árinnar dýpki enn frekar. Breiðamerkurlón hefur síðustu ára- tugi stækkað sífellt og brotið meira og meira af landinu. Reynir segir að þær framkvæmdir sem nú verði far- ið í séu til að varna þeirri þróun. Jökulsá á Breiðamerkursandi ógnar samgönguleið Brúarstæði og árfarveg- ur styrkt vegna landrofs TALSMAÐUR ítalska verktakans Impregilo, Leo Bertini, sem leiðir samningaviðræður við Landsvirkjun vegna tilboðs fyrirtækisins í gerð stíflu og aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar, segir að ásakanir erlendis um að fyrirtækið hafi greitt mútur vegna tiltekinna verka séu al- rangar og eigi ekki við nein rök að styðjast. Frásagnir erlendra fjöl- miðla hafi einnig verið rangar í mörgum tilvikum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku hefur Impreg- ilo oftar en einu sinni verið bendlað við mútur, samkvæmt frásögnum í fjölmiðlum og frá erlendum stofnun- um. Aðallega hefur þetta verið vegna stíflugerðar í Afríkuríkinu Lesótó en þar voru 14 önnur fyrirtæki sökuð um hið sama, þ.e. að hafa greitt mút- ur. Einnig hafa birst fréttir í erlend- um fjölmiðlum um meintar mútu- greiðslur í tengslum við stíflugerð í Argentínu og Gvatemala. Bertini segir að vegna málsins í Lesótó þá hafi aldrei sannast neitt á Impregilo, enda hafi dómstóll vísað málinu frá og fyrirtækið eigi ekki yf- ir sér neina ákæru þar í landi, sam- kvæmt hans bestu vitund í dag. Hann nefnir einnig að Impregilo hafi verið sakað um mútugreiðslur vegna Ilisu-stíflunnar í Tyrklandi. Það hafi heldur ekki átt við nein rök að styðjast því ekkert hafi orðið að því að fyrirtækið gerði tilboð í það verk, af ýmsum ástæðum, m.a. um- hverfisástæðum. Bjartsýnn á samning við LV Aðspurður hvort fregnir hér á landi og erlendis um meintar mútu- greiðslur hafi haft áhrif á samninga- viðræðurnar við Landsvirkjun telur Bertini svo ekki vera. Farið hafi ver- ið ítarlega í gegnum öll skjöl sem fyrirtækið hafi lagt fram vegna til- boðsins og engu verið haldið þar frá. Bertini segir viðræðurnar við Landsvirkjun ganga samkvæmt áætlun og ekkert óvænt hafi komið upp og segist hann vera bjartsýnn á að samningar takist. Viðræðurnar taki sinn tíma og erfitt að meta hve- nær þeim ljúki. Bertini segir það liggja fyrir að Impregilo verði að flytja inn ein- hverja starfsmenn, takist samningar um verkið. Mikill vilji sé til þess að ráða sem flesta Íslendinga til starfa við virkjunina. Um stórt verk sé að ræða sem geti skipt Impregilo nokkru máli að fá, þó að verið sé að skoða stærri framkvæmdir í Evrópu og víðar. Impregilo neitar ásökunum um mútur SKIPVERJI á togaranum Breka VE hefur játað á sig smygl á 50 lítrum af sterku áfengi og 100 kg af nautakjöti sem tollverðir í Vestmannaeyjum fundu í fyrradag. Varningurinn fannst í bifreið sem var ekið var frá togaranum þar sem hann lá við festar í Friðarhöfn, en skipið hafði verið toll- afgreitt á Neskaupstað á sunnudag. Smygl í Breka VE ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.